Tíminn - 28.11.1971, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 28. nóvember 1971
Otgafantft: FRAMSÓKNARFLOKKURtNN
Framkvæmdast]órl: Kristlán Benedlktsson Rltstjórar: Þórartnn
Þórartnsaon (áb), Jón Helgason, lndriS) G. Þorstelnsson og
Tómas Karlsson Auglýslngastjóri: Stelngrimnr Gíslason Rlt
rtjórnarskrtistofur 1 Edduhúslnu. tlmar 18300 — 18306 Skrtf-
rtofur Bamkastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasiml:
19523. AOrar skrtfstofur simi 18300. Askrtftargjald kr 195,00
i mánuði innanlands. 1 lausasðlu kr. 12,00 elnt — Prentsm
Edda hl.
Á sagan að endur-
taka sig?
Innan fárra daga mun hefjast hér stórfellt verkfall,
ef ekki takast samningar milli samtaka atvinnurekenda
og launamanna fyrir þann tíma. Samningaþóf er senn
búið að standa í þrjá mánuði, án þess að verulega hafi
þokazt í samkomulagsátt. Þó væri rangt að segja, að
þessar viðræður hafi verið til einskis, þvi að þær hafa
skýrt ýms atriði og þannig greitt fjTir samkomulagL
Þess verður líka að gæta, að samningarnir eru óvenju-
lega flóknir og viðamiklir, þar sem reynt er að semja
fyrir mörg félög í einu til lengri tíma en áður hefur
verið gert.
Þrátt fyrir þetta eru vafalaust margir famir að
undrast yfir því, hve seint gengur, þar sem líka er kunn-
ugt um, að yfirgnæfandi meirihluti í liði beggja vill
komast hjá verkföllum og er fylgjandi þeirri málamiðlun,
að reynt sé, að tryggja hinum lægst launuðu verulegar
kjarabætur, án almennra, verulegra kauphækkana, sem
myndu leiða til nýs dýrtíðarflóðs.
Vafalaust er það margt, sem veldur því, að viðræður
hafa dregizt svo mjög á langinn. Þar á vafalaust ekki
minnstan þátt' hávaðasamur og öfgafullur minnihluti í
beggja liði, sem lætur stjómast af pólitískum og annar-
legum sjónarmiðum. Ef illa fer, verður það raunveru-
lega þessi minnihluti, er ræður ferðinni.
Reynsla undanfarins áratugs ætti að vera bæði atvinnu-
rekendum og launþegum hvatning til að fara gætilega.
Árið 1960 töpuðust 278 þús. vinnudagar vegna verk-
falla og árið 1964 206 þús. vinnudagar. Síðan varð nokk-
urt hlé, en á árunum 1968—70 urðu hér stærri verk-
föll en dæmi er um í nálægum löndum. Árið 1968 töp-
uðust 216 þús. vinnudagar vegna verkfalla, árið 1969
143 þús. vinnudagar og árið 1970 hvorki meira né minna
en 296 þús. vinnudagar.
Hið beina tjón, sem hlauzt af þvi að svona margir
vinnudagar töpuðust, segir vitanlega hvergi nærri alla
söguna. Hið óbeina tjón er vafalítið enn meira. Heildar-
tap þjóðarinnar af þessum verkföllum verður seint of-
metið.
Vissulega ættu allir aðilar að vera búnir að læra af
þessu og láta ekki þessa sögu endurtaka sig einu sinni
enn.
Fyrir þá, sem fylgjast með þessum málum álengdar,
virðist lausn deilunnar vera næsta augljós. Flestir við-
urkenna, að bæta verði kjör hinna lægst launuðu eins og
verkafólks, verzlunarfólks, sjómanna og bænda. Flestir
viðurkenna einnig að forðast beri mikla almenna kaup-
hækkun, því að hún myndi leiða til dýrtíðarflóðs, sem
yrði öllum til tjóns, launafólki ekki síður en öðrum.
Við þetta bætast svo ýms sérstök ágreiningsatriði ein-
stakra hópa. En því að láta þau tefja fyrir heildarsamn-
ingum? Geta viðkomandi aðilar ekki sameinazt um að
halda áfram samningum um þau eða setja þau í einhvers
konar gerð? Það væri hörmulegt, ef slík ágreiningsmál
leiddu til eins stórverkfallsins enn.
Það er áreiðanlega einlæg von þjóðarinnat, að tíminn,
sem er eftir til 2. des., verði vel notaður af deiluaðilum
til að sameinast um lausn, sem frá sjónarhóli áhorfanda
virðist eiga að vera tiltölulega augljós. Með því verður
fylgzt, hvort vilji meirihlutans, sem áreiðanlega vill
semja, fær að njóta sín eða hvort annarleg og pólitísk
sjónarmið minnihlutans verða látin ráða ferðinni. Þjóð-
in bíður og hinn endanlegi dómur verður hennar. Þ.Þ.
TIMINN
9
Frú Thi Binh:
í tilefnl af Vietnam-vikunm
Við eigum óbilandi trú á
hinn endanlega sigur
Bandaríkin verða að degsetja brottflutning herjanna
Nguyen Thi Binh hefur
verið fulltrúi Þjóðfrelsis-
fylkingar S.-Vietnam við
friðarviðræðurnar í París
aút frá upphafi, 1968. Þeg-
ar bráðabirgðabyltingar-
stjórnin í S.-Vietnam var
mynduð 1969 varð hún utan
ríkisráðherra stjórnarinnar.
Eftirfarandi grein var skrif-
uð sérstaklega fyrir mál-
gagn sænsku Vietnamhreyf
ingarinnar, VIETNAM-
BULLETINEN, 4. tbl. 1971.
Þykir rétt að birta hana
hér, þar sem hún skýrir við
horf bráðabirgðabyltingar-
stjórnarinnar til friðarvið-
ræðnanna í París.
UM SVIPAÐ leyti og ég
skrifa þessar línur er ég að
undirbúa 118. fund Parísar-
ráðstefnunnar um Vietnam.
Þessi fjögurra aðila ráðstefna
hófst 25. janúar 1969. Síðan
hafa tvö og hálft ár liðið. En
ráðstefnan hefur ekki þokazt
þumlung áleiðis til friðar í
Vietnam. Og ekki nóg með
það: Stríðið hefur ekki ein-
ungis magnazt stig af stigi,
heldur hefur það einnig færzt
út yfir landamærin til Kam-
'bódíu og Laos.
Hvers vegna hefur þetta
gerzt?
Eina ástæðan fyrir því að
ráðstefuunni miðar ekkert
áfram er þvcimóðska og her-
stefna Nixonstjórnai;innar.
Það hefur orðið æ augljósara
á þeim tíma, sem liðinn er, að
fulltrúar Bandaríkjanna sitja
ekki við samningaborðið til
þess að leysa Vietnamdeiluna
eftir samningaleiðinni. Nixon-
stjórnin leitar ekki eftir friði.
Hún leitast crtir að ná „styrk-
leikastöðu“ á vígvellinum til
þess að þvinga Vietnama til
að gangast undir hina óað-
gengilegu skilmála sína við
samningaborðið.
Ef Vietnamar gengjust undir
skilmála Nixonstjórnarinnar
mundi ^að þýða að þeir játuð-
ust undir nýja nýlendudrottn-
un Bandaríkjanna og gæfu upp
á bátinn hin heilögu takmörk
frelsis og sjálfstæðis. Fyrir
þessi markmið hafa landar
minir úthelt blóði sínu í aldar-
fjórðung.
Á ÞESSUM tveimur og hálfu
ári hefur Nixonstjórnin aukið
á glæpavexk sín í Suður-Viet-
nam með því að framkvæma
hina svokölluðu „vietnamiser-
ingu“ stríðsins, en þetta er
stefna, sem margir öldungar-
deildarþingmenn í Bandaríkj-
unum háfa áliti'ð „siðlausa".
Bandarísku fulltrúarnir hafa
sýnt algjörlega neikvæða af-
stöðu við samningaborðið.
Bandaríski fulltrúinn hefur
skotið sér undan grundvallar-
atviðunum og rangtúlkað og
falsað upptök stríðsins. Þar að
auki hefur hann sett fram fá-
ránleg skilyrði um „gagnkvæm
an broUflutning hersveita" og
spunnið upp hið svokallaða
„stríðsfangavandamál“ til þess
að æsa upp almenningsálitið í
Bandaríkjunum. Allir þessir
Nguyen Thi Binh
skilmálar miða að því að nið-
urlægja vietnömsku þjóðina
ög jafnframt að breiða yfir þó
giæpi, sem bandaríski árásar-
aðilinn hefur urýgt í landi
mínu.
Þessi afstaða Bandaríkjanna
er sá Þrándur í Götu, sem gert
hefur Parísarráðstefnuna ár-
angurslausa.
Ef Nixonstjórnin hefði sýnt
góðan vilja og gefið heiðarlegt
svar við tillögum okkar, þá
hefði Parísarráðstefnunni mið-
að áleiðis fyrir löngu og
friður verið kominn á í Viet-
nam.
VIÐ HÖFUM alltaf haft
þann einlæga vilja að koma á
friði í Vietnam svo fljptt sem
unnt er. Þess vegna hefur
sendinefnd okkar með stuðn-
ingi sendinefndar Alþýðulýð-
veldisins í Vietnam lagt fram
aðgengilegar, raunsæjar og
sveigjanleggr tillögur, sem
hefðu átt að hjálpa ráðstefn-
unni áleiðis. Þessar tillögur
eru:
★ Hin almenna tíu punkta
áætlun frá 8. maí 1969.
★ Friðartillagan í átta atrið-
um frá 18. september
1970.
★ Vopnahléstillagan í þrem
liðum frá 10. desember
1970.
★ Sjö liða tillagan frá 1. júlí
1971.
Aðalatrii.n í þessum tillög-
um eru eftirfarandi:
Þar sem Bandaríkin eru árás
araðilinn verða þau að hætta
árásarstríði sínu í Suðaustur-
Asíu og flytja á brott allar
hersveitir sínar og jafnframt
hersveitir annarra landa í liði
Bandaríkjanna. Bandaríkin
láti S.-Vietnama sjálfa ákveða
um sína pólitísku framtíð án
erlendrar hlutunar. Þetta þýð
ir, að ^andaríkin geti ekki
þvingað upp á S.-Vietnama
stjórnarfari, sem er borgað af
Bandaríkjunum.
Jafnframt því að bráða-
birgðabyltingarstjórnin (BBS)
hefur sett fram þessi grundvall
aratriði hefur hún tekið sveigj
anlega afstöðu. Með þessum til
lögum höfum við í raun og
veru skapað I x^.istjórninni
möguleikú á því að losa sig á
heiðarlegan hátt úr „feninu“ í
Vietnam, og binda endi á stríð
ið, þetta stríð, sem bandaríska
þjóðin hefur fordæmt svo
ákveðið.
En við samningaviðræður
nægir ekki að aðeins annar að-
ilinr. hafi einlægan vilja til
þess að brjóta ísinn við samn-
ingaborðið.
NÚ ER spurningin sú, hvort
Nixonstjórninni hafi tekizt að
læra af þeim mistökum, sem
íhlutun og árásarstríð Banda-
ríkjanna í Vietnam hafa haft
í för með sér síðastliðin 20 ár,
hvort hún hafi skilning til að
bera til að breyta stefnu sinni,
hvort hún geti sagt skilið við
sinn falska draum um yfir-
drottnun yfir S.-Vietnam,
stöðvað árásarstríð sitt og
sagt skilið við ha..dfylli stríðs
óðra og mútubægra svikara,
hvort hún geti tekið heiðar-
lega afstöðu til samn' íganna
og í fullri alvöru.
Hér ber að nefna að sl. 2%
ár hafa bandarísku fulltrúarn-
ir, allt frá hr. Cabot Lodge til
hr. Bruce, sett fram háværar,
upplognar ákærur til þess að
réttlæta hina herskáu stefnu
Bandaríkjanna. Þeir hafa látið
í veðri vaka að Eandaríkin hafi
sent hálfa milljón 1. rmanna til
S.-Vietnam til þess að verjast
„árás“ frá N-Vietnam og til
þess að standa vörð um „frels-
ið“ samkvæmt beiðni frá
bandamanni (Saigonklíkunni)
o.s.frv.
EN „hin leynilegu skjöl Mc-
• Namara“, sem birtust í New
York Times, hafa svipt grím-
unni af bessum fáránlegu ásök
unum. Nú eru þeir afhjúpaðir.
þeir sem hafa sagt ósatt f ára-
tugi og svikið bandarísku þjóð
ina og allan heiminn, þeir sem
hafa leikið „þjófinn" sem hróp
ar: „Handtakið þjófinn!" Við
þurfum ekki að bíða eftir nýju
„leyniskjali“ um stefnu Nix-
ins í Indókína. Fólk með heið-
arlegan vilja um heim allan
hefur þegar skilið að stefna
Nixons er grimmúðlegri og
svikulli en pólitík allra fyrri
Bandaríkjastjórna. Þegar Nix-
on stóð í kosningabaráttu sinni
lc'aði hann bandarísku þjóð-
inni að hann skyldi „stöðva
stríðið innan sex mánaða“, ef
hann yrði kosinn.
Síðan eru liðnir fimm sinn-
um sex mánuðir. Raunveruleik
inn hefur cýnt okkur, að á með
ar. Nixon útbásúnaði friðarpóli-
tík, var hann jafnframt búinn
að úthugsa „vietnamiserlngar
áætlunina“. En þessi áætlun
hefur bæði útvíkkað og lengt
stríðið. Hin— fyrri Banda-
Framhald á bls. 13.