Tíminn - 28.11.1971, Side 10

Tíminn - 28.11.1971, Side 10
TIMINN SUNNUDAGUR 38. nóvember 1971 HALL CAINE: GLATAÐI SONURINN 133 Magnús tók viðbragð, svo að brakaði í stólnum, hann sagði: — Dauðinn er eins og blind ófreskja, sem hrifsar hina ungu, en leyfir öldnurh að lifa, tekur þá sem eru hamingjusamir, en gengur fram hjá ólánsfólki, legg- ur hramm sinn á hina saklausu og þyrmir hinum seku, sækist eftir varnarlausum og táldregnum, held ur verndarhendi yfir svikurum, þessu höfum við öll orðið vitni að, það hef ég að minnsta kosti. Magnús hóf þessa tölu æstur og hávær, en undir lokin var rödd hans orðin lág, hás og ekkaþimng- in. Gesturinn þorði ekki að líta upp, en gafst þó ekki upp, hann sagði: — Það hefur samt ætíð verið reynsla mín, að guð lætur allt fara vel að lokum, þótt lífshlaup- ið sé erfitt, þá endar það vana- lega með því, að réttlætið sigrar. — Hverju skiptir mig endir- inn, herra? Lífsskeið mitt er stutt eins og annarra manna, ég þarf á réttlæti að halda núna, ég óska að verða vitni að hirtingu hins illa, ég vil ekki, að illvirkjum sé þyrmt til eilífs nóns. Þér talið um réttlæti, hið eina réttlæti, sem ég hef orðið vitni að, er það, að synd- ir feðranna koma niður á niðjun- um, finnst yður það réttlátt, að barn er félaust, vegna þess að fað- ir þess hefur eytt því fé, sem hann vann ekki einu sinni fyrir í fjárhættuspili og drykkjuskap? — Ekki kalla ég slíkt réttlæti. — Enn á ný mátti Magnús vart mæla, þeir þögðu um hríð, Magn- ús var samt fyrri til að taka til máls á ný, hann sagði: — Nei, herra, reynið ekki að segja mér, að við uppskerum, eins og við sáum hér í heimi, hvorki þeir góðu né illu. Ef maður er svikari, blekkingameistari eða glataði sonurinn, þá getur maður lifað óhófslífi og ferðazt um víða veröld, en ef maður er bjáni, sem húkir heima og þrælar, þá er manni hent út á kaldan klaka. En það er gagnslaust að tala um þetta, ógæfan er á næsta leiti, látum hana koma. — Aldrei á æv- inni hafði Kristjáni Kristjáns- syni fundizt hann vera svona auvirðilegur og illur, hann átti ekki eftir snefil af sjálfsvirðingu, þegar hann sat nú loks hjá bróð- ur sínum, sem hafði hingað til borið allar hans byrðar og kikn- að undir þeim, hann þorði ekíci að líta upp, hann óttaðist, að smán hans sæist á honum. Hann reyndi þó að segja eitthvað, hon- um fannst orðin' brenna munn sinn, hann sagði: — Ég get ekki rökrætt við yð- ur, þér hafið þolað meira harð- rétti en ég, vafalaust eru vand- ræði yðar arfur eftir glataða son- inn, sem móðir yðar minntist á við mig áðan. — Framkoma Magn úsay breyttist, hann sagði: —*— Var hún enn einu sinni að tala um hann? — Talar hún oft um hann? — Of oft. hann var undirstað- an, sem hún reisti hús sitt á, sú von brást, en samt hugsar hún bara um hann. — Ósjálfrátt sagði gesturinn: — Guð blessi hana og allar konur, þær taka ætíð máli hinna föllnu krossbera, þær hljóta líka að fá sín laun einhvers staðar. — Engin merki sé ég þess, að móðir mín muni hljóta slík laun, hún reyndist syni sínum sú bezta móðir, sem nokkur maður hefur átt, það vissi hann líka vel, en samt launaði hann henni með skeytingarleysi og' fyrirlitningu. — Fyrirlitningu? — Já, hvað annað getið þér nefnt framferði hans? Hann var erlendis í fimm ár og skrifaði henni einu sinni. Á hverju kvöldi stóð hún úti, þar til pósturinn var farinn fram hjá, í hvaða veðri sem var bæði sumar og vctur, er sunnudagurinn 28. n.v. — Jólafasta Árdegisháflæði í Rvík kl. 03.26. Tungl í hásUðri kl. 22.01. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan 1 Borgarspttalan nm er optn atlan sótarhrtnglBn Siml 81212 Slökkviliðið og sjíikrabtfreiðti fvT tr Reykjavík og Kópavog stmi 11100 SJúkrabifreið ) Bafnarflr® «tml 51336 ranniæknavakt er 1 Hellsuverndar stöðinnl. þai sem Slysavarðstoi an vai, og er optn laugardaga o< sunnudaEa kl 5—6 a h. — Slm 22411 Apótek Hafnarfjarðar ei opið al vlrka dat- trá ö 9—7. a laugai clftgum kl 9—2 og a rumnudög uin og öðrum belgidðgum er op \T> trí fci 2—4 Maetur- og helgidagavarzla lækna Nevðarvakt: Mánudaga — föstudaga 08.00 — 17.00 eingöngu ) neyðartilfellum slmi 11510. Kvöld-. nætur og helgarvakt. Mánudaga — fimmtudaga 17.00 — 08.00 frá -L 17.00 föstudag tii fcl. 08.0( mánudag. Sími 21230. Almennar opplýsingar um læknis þjOnustu 1 Reykjavík cru gefnar i sima 18888. / Læknlngastofur cru lokaðai 6 laugardögum, nema stofnr á Klapp- arstíg 27 frá kl. 9—11 f.h. Simi 11360 og 11680. Um vitjanabciðnir visast til helgidagavaktar Sími 21230. Ónæmisaðgerðir gegn mænusótt fyrir fuUorðna fara fram í Heilsu verndarstöð Reykjavíkur á mánu dögum frá kl. 17 — 18 Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í Reykjavík vikuna 27. nóv. — 3. des. annast Apótek Austurbæjar og Lyfjabúð Breiðholts. Næturvörzlu í Keflavík 27. og 28. nóv. annast Arnbjörn Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 29. nóv. annast Guðjón Klemenzson. ÆLAGSLÍF Bazar Kvenfélags Hallgrims- kirkju verður laugardaginn 4. des. í félagsheimili kirkjunnar. Félags konur og aðrir velunnarar kirkj unnar gjöri svo vel að senda gjafir sínar í félagsheimilið fimmtudag og föstudag 2. —3. des. kl. 3—6 e.h. eða til Þóru Einars dóttur Engihlíð 9 og Huldu Norð dahl Drápuhlíð 10. Frá N'orræna félaginu, llafnar- firði: Félagið efnir til kvöldvöku í Iðn aðarmannafélagshúsinu Linnets- stíg 3. Hafnarfirði í kvöld sunnu dag 28. nóv. Dagskrá: Kynning á verkum Þórodds Guðmundssonar frá Sandi. Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri talar um höfundinn og 12 manns, kon ur og karlar flytja efni úr verk um skáldsins. Kvcufélag Kópavogs. Heldur basar í Félagsheimili Kópavogs sunnudaginn 5. des. kl. 3. Félagskonur eru vinsamlegast beðnar um að gefa hluti eða kök- ur á basarinn. Hafið samb. við Arn dísi í síma 41673, eða Þuríði í síma 40322. Næsti fundur félagsins verður þriðjudaginn 7. des. kl. 8.30. Æskulýðsstarf Neskirkju- Fundir pilta og stúlkna 13 til 17 ára mánudagskvöld kl. 8,30. Opið hús frá kl. 8. Séra Frank M. Hall- dórsson. Fylgið fordæmi meistarans. Þeir, sem gerast áskrifendur að tímaritinu SKÁK fyrir næstu áramót, fá yfirstandandi árgang ókeypis. (Áskriftargjaidið er kr. 1000,00 fyrir 10 tölublöð). Notið þetta einstæða tækifæri. Tímaritið „SKÁK", pósthólf 1179, Rvík. Sími 15899 (í hádegi og á kvöldin). Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Þriðjudag 30. nóv. hefst handa- vinna og föndur kl. 2 e.h. Mið- vikudag 1. des verður opið hús. Hinn árlegi Basar Kvenfélags Grensássóknar, verður haldinn sunnudaginn 5. des. Vinsamlegast hafið samband við — Þrúði sími 33924, Margréti sími 32671 og Sigríði sími 36883. Og munu þær taka við munum á basarinn. Frá verkakvennafélaginn Framsókn. -V' Basarinn verður 4. desember, fé- lagskonur vinsamlegast komi gjöfum til skrifstofu félagsins- Gerum basarinn glæsilegan. Kvenfélag Háteigssóknar gefur öldruðu fólki í sókninni kost á fótsnyrtingu gegn vægu/gjaldi. Tekið á móti pöntunum f síma 31103 milli kl. 11—12 á miðviku- dögum- /XÁ’GO ^TAT/CA/- Ég verð aff vara þá við að nú séu þeir Tonto. Ég geri varla ráð fyriv, að þú get- búnir að finna okkur. Ég legg af stað ir haft samband við grímuinanninn vin strax og ég cr húinn að búa mig. — þinn, og komizt til búða ræningjanná áður en kunningi þeirra kemst til þeima. — Tonto verðnr að reyna. Fljótur nú Vörður. IIHUIIIIIIIIIIIUIIMIIIMIitlllUlimillllilllllllMIIII1lllllllllll((IIIIIIUI1lllltlllUIIMIIMiMMIIIIIII(llllllllllllllllllllllilll1IHIIIIiltlllimillltllllllllll>llllll||

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.