Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 5
KUN&IIBAjGUR 5. desember B» TIMÍNN MEÐMORGUN KAFFINU Óveður hafði skollið á, rétt áður en bera átti fram veizlu- maít á stóra skemmtiferðaskip- ám. Þeir 12, sem voru sérlega ótvaldSr til að borða við borð skipstjórans settust niður, en leið öllttm illa. Síðan hóf skip- stjórinn ræðu sína: — Ég vona, að þið allir 12 njótið matarins . . . það er mér ánægja, að sjá ykkur 11 og vita, að . . . við 8 munum hafa ánægju af að borða saman. Ef mrickur af . . ykkur 4 óskar að spfla bridge á eftár, eru þeir . . . báðir velkomnir í káetu mína , . . Þjónn, ég get ekki þolað að borða einn. Bamtarísk kona, sem gegnir æöri stöðu í banka, segir, að ef koman viljí komast áfram í viðskiptaheiminum, verði hún að láta karlmenn gleyma því, frá M. 9—5 að hún sé kona, en passa að þeir muni eftir því á öðrum tímum sólarhringsins. Bfá ég sjá veiðileyfið yðar? — Kennarinn sagði, að það væri enginn í skólamum líkur mér, sagði PaBi litli við mömmu sína. — Það er gaman að heyra og ég er glöð yfir því, svaraði móðurin. — Já, kennarinn sagðist líka vera glaður. Tvíburamir voru'að fara að sofa og áttu a@ biðja bænirnar sínar. Kata byrjaði og fór með ||| allar bænirnar og bætti svo við: — Amen og góða nótt, guð og ég átti að skila kveðju frá Kalla. — Þið gerðuð ekki nógu vel vi@ bflinn minn síðast. Stuð- arinn var beyglaður aðeins viku eftir að þið réttuð hann. Þau voru að fara að sofa, þegar bóndinn fór allt í einu fram ur rúminu og fór að klæða sig. — Hvað ertu að fara? spurði frúin. — Þegar ég sá þig geispa, mundi ég eftir því að hlaðan stendur opin. Lundúnabúi var spurður álits á tugakerfinu eftir að Bretar tóku það upp. Nei, það er ekki nógu gott. Ef guð hefði ætlazt til að það væri almennt notað, þá hefði hann séð um, a@ postularnir hefðu aðeins verið 10. Ilún er dönsk, heitir Jette Pedersen, 25 ára gömul frá Odense. Fyrir fjórum árum kom hún til Parísar í þeim til- gangi, að stunda þar frönsku- nám í nokkra mánuði, og vinna í húsi, hjá einhverjum ágætis- hjónum. Svo gerðist það, að hún hitti Giinter Sachs fyrrum eiginmann Birgitte Bardot. Nú heitir hún Yutte og á lúxus- íbúð við Champs-Elysées. Reyndar kynntist Yutte Giinter í gegn um núverandi eigin- konu hans, Mirju Larsson, og þær létu mynda sig saman, og þá var björninn unninn, því stúlka með norrænt yfirbragð getur orðið fræg á örskota- stund í París. Nú er Yutte ein dýrasta ljósmyndafyrirsæta DENNI Houmn hr. Wilson líkar al- .. deilis við mig. Hann segir að DÆMALAUSIég sé karl 1 kiai,inu' tuiminMUiiiuuiiitiiiiiiiiumtmiuiiiiiiiiMiiiiuiuiiiiiuiiiMirttiimmnimtiimitmMtiiniimniiniiiMiifiiiiiHiiitii Hverjum haldið þi@, að kven hetjurnar tvær hér á myndinni séu að kasta í sundlaugina? Engum öðrum cn James Bond 007, sem í raun réttu heitir Sean Conncry. Nú leikur Connery í sjöttu 007 mynd sinni hjá United Artist. Mynd- Parísar, og hefur fengið allt upp í 30.000 krónur danskar , eða um 360 þusund ísl. á ein- um mánuði. Yutte segir, að ástæðan fyrir því, að norrænar stúlkur nái svona miklum vin- sældum í Paris, sé meðal ann- ars sú, að þær séu aldar upp í þeim anda, að standa við samninga. Þær geri samning og standi við hann, mæti á réttum tímum til vinnu, og séu á allan hátt vinnusamari held- ur en t.d. frönsku stúlkumar. Þær eigi vanda til að slá slöku við. •★ — ★ — Það fór heldur illa fyrir þeim í París. Þeir voru nokkuð fljót- ir á sér, þegar þeir settu upp jólaskreytingarnar þar um miðjan nóvember síðast liðinn, því að nokkru seinna hafði vindurinn feykt þeim öllum niður, svo að verk borgarstarfs- mannanna var allt unnið fyrir gýg. Hengdar höfðu verið upp eins konar pípur úr álpappír, scm cinna mest liktust orgel- pípum, og áttu þær að dingla á greinum trjánna meðfram Champs-Elysées. Þegar menn- irnir voru búnir að skreyta um það bil fjörutíu tré, kom mikið rok, sem gerði verk mannanna að engu. Verkamennlrnir munu vera byrjaðir á nýjan leik, en yfirvöldin hafa setið á rökstól- um, og velt því fyrir sér á hvern hátt megi skreyta borgina á fljótan og auðveldan hátt, og ekki sízt varanlegan. in er að verða fullgeið, og búizt er við, að mikill hagnað- ur verði af henni. Ekki ætlar Sean Connery Þó sjálfur að taka laun sín og eyða þeim, því hann hefur ákve@ið a@ gefa þau til þess að styrkja fátæk börn í Skotlandi til mennta. — ★ —★ — Pia Skau er 21 árs gömul Kaupmannahafnarstúlka, sem á einn draum, og hann er að geta . gerzt íþróttafréttaritari. Hún er íþróttalega vaxin, en það mun ckki nægja. Hún stund ar bæði handbolta og sund, og fer þar að auki á hvern ein- asta leik, sem fer fram, og hún hefur tækifæri til þess að sjá í Kaupmannahöfn. Hún segir, að takist lienni ckki að komast að hjá cinhverju bla'ði, . sem íþróttafi-éttamaður, búist \ hún við því að sækja um stöðu kvenlögregluþjóns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.