Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 1
278. fbl. Sunnudagur 5. desember 1971 55. árg. g£SGflDKEBf5&i£ Fjórtán prósent á 2 árum og meira fyrir þá lægstu Félögin halda fundi um helgina. - Talið líklegt að bókagerðarmenn samþykki ekki samningana. - Farmannaverkfallið heldur áfram. EJ—Reykjavík, laugardag. • í morgun náðu samninga- nefndir Alþýðusambands ís- lands og vinnuveitenda sam- komulagi um meginatriði rammasamnings fyrir verka- lýðsfélögin. Sáttafundinum var fram haldið kl. 13.30 í dag, og átti að undirrita sam- komulagið á þeim fundi með venjulegum fyrirvara um sam þykki félagsfunda, og verða fðlagsfundir væntanlega haldnir á morgun. Eftir því sem Tíminn vissi bezt, eru meginatriði ramma- samningsins sem hér segir: • í samkomulaginu er gert ráð fyrir því, að samningur- inn gildi til 1. nóvember 1973, eða í tvö ár. Nú strax við und- irritun samningsins kemur 4% almenn kauphækkun. 1. júní á næsta ári kemur önnur 4% kauphækkun og 1. febrú- ar 1973 kemur 6% kauphækk un. falla niður, en sérstakur taxti verður fyrir unglinga 16 ára að aldri. Til viðbót- ar kemur hauphækkun á lægstu flokkana, sem mest er rúmlega 3.8%. Hliðstæðar breytingar verða á töxtum annars láglaunafólks. C Til viðbótar koma svo slysa tryggingarnar, sem áður hafði náðst samkomulag um, og sem fela 1 sér m.a. 500 þús- und króna bætur fyrir dauða- slys og 750 þúsund króna bæt ur fyrir fulla örorku. • Síðan eru það löggjafar- atriðin tvö, 40 stunda vinnu- vika og fjögurra vikna orlof, sem samtals eru metin á a.m. k. 11%. • Svo virtist í dag, sem al- menn samstaða væri um þenn an rammasamnmg, nema hvað talið var sennilegt, að bókagerðarmenn myndu hafna honum. Er því senni- legt, að til verkfalls þeirra komi aðfaranótt mánudags- ins. Fari svo, þá munu m.a. dagblöðin stöðvást. Samkomulag þetta náðist eins og áður segir í morgun eftir lang an og strangan sáttafund, sem segja má að staðið hafi óslitið í tvo sólarhringa. Gert var hlé á fundinum kl. 8 í morgun, en hann hófst síðan að nýju kl. 13. 30 eins og áður segir. Það tafði fyrir undirritun samn ingsins, að deilur risu milli samn ingsaðila um túlkun á samnings- atriðunum um láglaunafólkið. Skriður komst fyrst á samninga viðræðurnar eftir að fulltrúar Vinnumálasambands samvinnufé- laganna höfðu kynnt hugmyndir sínar um kauphækkun. Samkomulagið er í meginatrið um byggt á hugmyndum sáttanefnd ar, sem lagðar voru fram á þess um langa fundi, en í sáttanefnd inni voru Torfi Hjartarson, Jóhann es Elíasson og Guðlaugur Þorvalds son. Einnig starfaði Benedikt Sig SB—Reykjavík, laugardag. Félagsheimilið Brúarlundur í Landssveit brann í gærkvöldi. Húsið var 15 ára gamalt, útveggir úr steini, en innréttingar allar úr timbri. Húsið er ónýtt að inn- an eftir brunann. Það var vá- tryggt. Brúarlundur stendur um 1 km frá næsta bæ og sést þó ekki urjónsson, brl. með sáttanefndinni. Undirmenn á kaupskipum eru ekki með í þessu samkomulagi, og stendur allt við það sama í þeirri deilu. Meðal þeirra félaga, sem þegar hafa boðað til félagsfunda á morg un, sunnudag er Dagsbrún í Reykjavik, en hún heldur félags fund um samningana á sunnudag kl. 2 í Háskólabíói. þaðan. Félagar ungmennafélags- ins ætluðu að halda þar fund í gærkvöldi, en þegar þeir komu að, var eldur í húsinu. Slökkvilið ið kom bæði frá Hellu og Hvols velli og var búið að ráða niður lögum eldsins um kl. 1. Allmikið af húsgögnum var í Brúarlundi, orgel og eldhústæki og eyðilagð ist það allt. Eldsupptök eru ó- kunn. Brúarlundur í Landssveit eyðilagðist í eldi í gærdag Glaumbær brann í fyrrinótt • Þá er gert ráS fyrir sérstök um hækkunum fyrir láglauna- fólk. Þær eru annars vegar í því formi, að t.d. tveir lægstu taxtar Dagsbrúnarmanna Framleiðsla ISAL dregin samanum10% ÞÓ—Reykjavík, laugardag. Álframleiðslan hjá álverinu í Straumsvík, verður dregin saman um 10% nú á næstunni, og fyrir- hugað er að það verði út allt næsta ár. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Halldóri H. Jónssyni, stjórnarformanni fslenzka ál- félagsins. Halldór sagði, að þetta þýddi ekki það, að fækkun yrði á mananhaldi í álverinu. Engin ker verða tekin úr notkun, held- ur verða afköst kerjanna minnkuð um 10%. Ástæðan fyrir samdrætt inum eru hinar miklu umfram- birgðir, sem til eru af, áli í heiminum og til að minnka um- frambirgðir ÍSAL. Að lokum sagði Halldór, að men nyrðu að vona, að ástandið færi að batna á heimsmarkaðn- um, þannig að ekki þyrfti að grípa til frekari aðgei’ða. EB—Reykjavík, laugardag. Milljónatjón varð er veitinga húsið Glaumbær við Fríkirkju- veg brann í nótt. Er efsta hæð hússins ónýt af eldi. og liinar tvær hæðir hússins stórskemmdar af vatni og reyk. 50—60 manns unnu við að slökkva eldinn og tókst það að mestu leyti á einum og hálfum tima eða frá klukkan fjögur í nótt til hálf sex. Þegar blaðið fór í prentun voru eldsupptök ekki kimn. Leigubílstjóri frá Breyfli, er leið átti Þarna um, tilkynnti Slökkviliðinu um brunann og var þá klukkan rúmlega fjögur. Þegar slökkviliðsmenn komu niður að Glaumbæ stóðu logarnir út um glugga á efstu hæð. Var þá allt tiltækt varalið kallað út. Efsta liæð hússins var alelda. Var létt- froða notuð fyrst í stað til þess að koma í veg fyrir að hinar tvær hæðir hússins skemmdust af vatni. Samkvæmt frásögn Rúnars Bjarna sonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins að fullu með léttfroðu, þar eð enn var eldur laus í loftinu og þurfti því að nota vatn. Slökkvistarfið gekk vel og var allur yfi borðseldur slökktur um klukkan hálf sex í morgun. Var aðstaða við slökkvistarfið góð og stiilt og gott veður. Efstá hæð hússins er ónýt af eldinum og hinar tvær hæðir hússins mjög mikið skemmdar af vatni og reyk. Fjórir slökkvibílar voru notaðir við slökkvistarfið og ein dæla. Þá sagði slökkviliðsstjóri, að einn slökkviliðsmanna hefði slasazt við starfi©. Slóst stútur á háþrýsti- slöngu í andlit hans, þegar vatn- inu var hleypt á slönguna með miklum krafti. Mun hann hafa meiðzt töluvert og var fluttur á Borgarspítalann. Eins og kunnugt er, hefur Glaumbær lengi verið vinsælasti skemmtistaður ungs fólks í borg- inni. Voru geymd í húsinu hljóð- færi tveggja popphljómsveita og skemmdust þau eða era ónothæf. | Hljóðfærin voru hundruð þúsunda , króna virði. Rannsóknarlögreglan , hóf að kanna eldsupptök eftir há- ' degi í dag, og voru þau ekki kunn, þegar blaðið fór í prentun. Myndin er tekin í morgun í efstu hæð Glaumbæjar, en sú hæð hússins eySilagðist af eldi í nótt (Tímam. GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.