Tíminn - 26.08.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. ágúst 1972
TÍMINN
5
Fetar i fótspor fööurins
Steve, sonur Humphrey
Bogarts hefur ákveðið að feta i
fótspor föður sins og verða
leikari. Hann fær mikið tækifæri
til þess að sýna hvað i honum
býr, þegar hann leikur i kvik-
myndinni Riddarafálkinn, sem
fyrst var kvikmynduð árið 1941,
og þá með John Huston i aðal-
hlutverkum.
Neitar alveg
Frank Sinatra neitar þvi
harðlega að hann hafi i hyggju
að ganga i annað sinn að eiga
fyrstu konu sin, Nancy. Hann
sést nú mjög oft i fylgd með ljós-
hærðri þokkadis, sem heitir
Farhima Westilmann og er 24
ára gömul. Hún er sögð likjast
mjög mikið Miu Farrow fyrrum
konu Franks.
Á Olympíuleika þrátt
fyrir allt
Mikið var um það rætt, þegar
vetrarolympiuleikarnir fóru
fram i Zapporo i Japan, að Karl
Schranz, Austurrikismaðurinn,
var útilokaður frá keppni vegna
þess að hann hefði þegið laun
frá utanaðkomandi aðilum. Nú
er Schranz væntanlegur á
Olympiuleikana i Miinchen,
ekki sem iþróttamaður, heldur
sem útvarpsmaður, og á hann
að safna þar miklu efni, og taka
mörg viðtöl við fólk á leikunum.
Frænkan vann málið
Einu sinni sögðum við frá
tveimur frænkum Jackie
Onassis, sem búa i óskaplegri
fátækt, meiri en hægt er að
hugsa sér af ættingja þessarar
riku konu. Fyrir nokkru kom
Jackie i heimsókn til frænku
sinnar, Edith Bouvier-Beale og
dóttur hennar, og ætlaði að
reyna að fá þær til þess að flytja
úr húsinu, sem þær hafa nú búið
i i áratugi. Hver einasta rúða i
húsinu er sögð brotin, og þar er
allt svo óhreint, að venjulegt
fólk hryllir við, að koma inn i
húsið. 1 húsinu eru auk þess
óteljandi kettir, og flestir þeirra
eru beinhoraðir og illa haldnir.
Þegar Jackie kom til frænkna
sinna kom hún akandi i
Limousine og einkabilstjóri ók
henni. Hún var næstum dottin
um einn köttinn, þegar hún gekk
heim stéttina, og þegar hún tók i
hönd frænku sinnar tók hún ekki
af sér hanzkann, sennilega til
þess að koma ekki við óhreina
hönd frænkunnar með berri
hönd sinni. Jackie gat með engu
móti fengið frænkurnar til þess
að flytjast á elliheimili, eins og
hún stakk upp á, og hún fór aftur
i burtu án þess að ferð hennar
hefði borið nokkurn árangur.
Ekki datt henni samt i hug að
bjóðast til að láta lagfæra húsið,
svo það yrði heldur byggilegra.
Frænkurnar verða þvi áfram i
gamla húsinu sina á Long
Island. Það er inni i miðju finu
hverfi, og nágrannarnir eru
ekki sérlega hrifnir af nærveru
kvennanna og kattanna, þvi ef
eitthvaö er, veldur þessi nær-
vera þvi, að húsin i nágrenninu
lækka i veröi.
BB á von á barni
Birgitte Bardot lætur kjafta-
dálkum blaðanna alltaf
eitthvað nýtt i té til þess aö
skrifa um. Siöast var sagt frá
þvi, að hún hefði reynt að
fremja sjálfsmorð, og nú er hún
sögð barnshafandi. Hér er hún
að baða sig topplaus eins og það
er kallað, og má sjá, að maginn
er byrjaður að stækka. Það
þykirengu mikið, að Birgitte sé
i sundi, þótt hún sé komin
nokkra mánuði á leið, þvi þegar
hún varð siðast ófrisk stundaði
hún iþróttir fram á sjöunda
mánuð. BB leikur nú i kvik-
mynd með fyrri manni sinum
Roger Vadim, sem enn er
sagður hafa áhuga á henni. Ekki
fara neinar sögur af þvi, hver
faðir barnsins er.
Neitar að leika nakin
Fleur — Susan Hampshire,
hefur neitað þvi algjörlega, að
leika nakin i kvikmynd, sem
hún á að leika i á næstunni. Hér
er hún að ræða þetta vandamál
við Mel Ferrer, sem eitt sinn
var giftur Audrey Hepburn.
DENNI
DÆMALAUSI
Vertu ekki að trufla mig, ég er á
sunnudagsgöngunni minni.