Tíminn - 26.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.08.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. ágúst 1972 TÍMINN 7 Otgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: l>ór-:;::g:j arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:|j|g| Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans \uglýsingastjóri: Steingrimur Glslason,. Ritstjórnarskrif-'xjx;: stofur í Edduhúsinu viö Lindargjitur' símar 18300-183062i::::::::: Ski ifstofur i Bankastræti 7 — afgr'eiðslusfmi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar-skTTfstofur:simi 18300. Askriftargjaldi^g 225 krónur ájnétfvm innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-íígiji takiö. Blaðaprent h.f. Rökfræði Morgunblaðsins Mbl. heldur áfram blekkingariðjunni i leið- ara sinum i gær og er þvi þar enn haldið fram þvert ofan i upplýsingar og skýringar fjár- málaráðuneytisins, að álagning tekju- og eignaskatta hafi farið milljarð fram úr áætlun fjárlaga. Timinn hefur áður rækilega hrakið þessa firru og bent á, að áætlun fjárlaga sé nú eins og i tið viðreisnarstjórnarinnar miðuð við áætlun um innheimtu álagðra gjalda á álagningar- árinu en innheimtuhlutfallið hefur verið rúm- lega 70% á undanförnum árum og er reiknað með svipuðu hlutfalli nú. Mbl.hélt þvi fram, að skattar mættu nú lækka um 25% án þess að útgjöld rikisins yrðu lækkuð og taldi að það yrði til að lækna ofþensluna i efnahagskerfinu, en Mbl. og Sjálfstæðisflokk- urinn segist hafa af henni miklar áhyggjur. í gær dregur Mbl. i land með þessa nýstár- legu kenningu um skattalækkun án útgjalda- lækkunar rikissjóðs og er nú skattalækkunar- möguleikinn einnig horfinn út i veður og vind, þvi að þar segir: ,,Nei, staðreyndin er að sjálf- sögðu sú, að með öllu er óvist, hvort endar nái saman hjá rikissjóði um áramót.” En nú er þvi haldið fram að aukning útgjalda rikissjóðs með hækkun fjárlaga um 50% frá siðasta ári hafi verið óþörf og þar sé að finna orsök ofþenslunnar i efnahagskerfinu. Tveir þriðju hlutar af hækkun fjárlaganna var ákveðin með ákvörðunum og lagabreyt. fyrrverandi rikisstjórnar. 1300 milljónir króna af hækkuninni var tilfærsla útgjalda sveitar- félaga yfir til rikissjóðs. 800 milljónir króna voru fjárveitingar til ýmissrar nauðsynjaupp- byggingar, sem enginn vill draga úr. Milli 500 og 600 milljónir fóru til hækkunar trygginga- bóta og 300-400 milljónir i aðra nauðsynlega þætti og mátti ekki minna vera, a.m.k. fannst stjórnarandstöðunni það ekki, þvi að hún flutti hækkunartillögur til ýmissa þarfa umfram það, sem stjórnarflokkarnir töldu sig geta fall- izt á, upp á rúmlega 500 milljónir króna. Það rými, sem nú finnst i fjárlögunum hefur svo verið ákveðið að nýta til að halda verðlagi i skefjum til áramóta. Til viðbótar útgjöldum rikissjóðs umfram áætlun fjárlaga hefur svo komið 100 milljónir króna til hækkunar á tryggingabótum vegna verðlagshækkana.Þá er margvislegur arfur frá fyrri stjórn, sem fallið hefur á rikissjóð nú til greiðslu sem nemur mörgum tugum milljóna svo sem greiðslur til Slippstöðvarinnar, sildarverksmiðjanna og vegna gömlu togaranna. Það geta þvi fáir tekið alvarlega hneykslun fyrrverandi ráðamanna á hækkun fjárlaga á þessu ári. Þótt rikissjóður tæki að sér stóran hluta af útgjöldum Reykja- vikurborgar með skattalagabreytingunum lækkuðu útgjöld Reykjavikurborgar ekkert. Til að stuðla að þenslunni, sem Sjálfstæðismenn segjast svo mikið á móti.voru framlög til fram- kvæmda Reykjavikurborgar hækkuð um 100% og allar heimildir notaðar til að auka skatt- byrði Reykvikinga. í málflutningi Mbl. stendur þviekkisteinnyfirsteini. -TK Louis Heren: Sigurhorfur McGoverns og Shrivers eru afar litlar Skammt er á kosningabaráttuna liðið og enn óráðin gáta, hver áhrif örar breytingar í þjóðlífinu hafa á fylgi flokkanna. Goorjjp McGovern SAMKVÆMT niðurstöðu skoðanakönnunar, sem Louis Harris framkvæmdi fyrir skömmu. varfylgi McGoverns 23 af hundraði minna en fylgi Nixons forseta. Niðurstaðan hlýtur að hafa valdið fram- bjóðanda Demokrataflokksins vonbrigðum, sér i lagi þar sem ekki varunnt að kenna ágrein- ingnum um Eagleton um. Framkvæmdastjóri kosninga- baráttunnar vissi, að Mc- Govern hafði minna fylgi en forsetinn, en hefir þó tæplega grunað, að munurinn væri svona mikill. Republikanaflokkurinn hafði meira fylgi hvarvetna um land, allt frá austurfylkj- unum til vesturstrandarinnar. Nixon var einnig i meirihluta meðal kjósendahópa, sem frá fornu fari hafa fylgt Demo- krataflokknum að málum, og má þar nefna kjósendur i stór- borgum, verkamenn og róm- versk kaþólska kjósendur. Talið var, að kjósendur undir þritugu væru á bandi McGov- erns, en meirihluti þeirra reyndist meira að segja á bandi forsetans. HVAÐ sem þessu liður hafa demokratar ætið verið afar miklir bjartsýnismenn og oft haft ástæðu til að vera það. Ilver spáði þvi til dæmis. að Truman næði kjöri árið 1948? Margir standa einnig á þvi fastar en fótunum. að Hum- phrey hefði unnið sigur árið 1968 ef hann hefði haft ofurlítið lengri frest. og fylgismenn McGoverns eru sannfærðir um. að yfirburðir Nixons minnki verulega þegar á kosn- ingabaráttuna liður. Efalaust er það rétt, en grundvallarat- riðin, sem demokratar byggja bjartsýni sina á. kunna að vera úr sögunni. Bjartsýnin er byggð á þvi framar öðru, að Demokrata- flokkurinnséi eðli sinu meiri- hlutaflokkur. Þetta hefir verið svo i minni flestra núlifandi Bandarikjamanna, en i þjóð- lifinu eru að gerast grundvall- arbreytingar og af þeim gæti leitt,að þetta snerist við. SATT að segja má halda fram með jafn gildum rökum, að Republikanaflokkurinn sé eðlilegur meirihlutaflokkur liktog ihaldsflokkurinn i Bret- landi. meirihluti Demokrata- flokksins undangengna ára- tugi sé stundarfyrirbæri, senn úr sögunni. Vissulega hefir Demokrataflokkurinn verið i minnihluta mun oftar en Republikanaflokkurinn. Á ár- unum 1860 til 1928 fóru fram 18 forsetakosningar og Republi- kanaflokkurinn bar sigur úr býtum fjórtán sinnum. Úrslit- in urðu sem hér segir: Ár Sigurvegari Fl. 1860 Lincoln R 1864 Lincoln R 1868 Grant R 1872 Grant R 1876 Hayes R 1880 Garfield R 1884 Cleveland D 1888 Harrison R 1892 Cleveland D 1896 McKinley R 1900 McKinley R 1904 T. Roosevelt R 1908 Taft R 1912 Wilson D 1916 Wilson D 1920 Harding R 1924 Coolidge R 1928 Hoover R VELGKNGNI Republikana- flokksins var i raun og veru meiri en skráin gefur til kynna. Árið 1892 sigraði Cleveland fyrst og fremst vegna þess, að umbótasinnar úr Republikanaflokknum gengu i lið með andstæðingun- um til þess að kjósa einstakl- ing, sem hafði getið sér gott orð i baráttunni gegn spillingu og veldi flokksvélarinnar. Ár- ið 1912 sigraði Wilson vegna þess eins, að Teddy Roosevelt klauf Republikanaflokkinn og gerðist forustumaður Fram- larasinna, þriðja flokksins, sem keppti um sigur. Ástæðurnar til yfirburða Republikanaflokksins eru al- kunnar. Má þar nefna borg- arastyrjöldina og afleiðingar hennar, svo sem há eftirlaun hermanna úr her norðurfylkj- anna, hinum hvita engil-sax- neska meirihluta mótmæl- enda, svo og afskiptaleysi stjórnvalda af efnahagsmál- um BREYTINGARNAR gerð- ust hægt og komu ekki þegar i stað fram i úrslitum kosninga. Ilver innflytjendaaldan af annarri skall yfir, bæði frá Austur-E vrópu og Suður- Evrópu, og höfðu sin áhrif. Erfið aðstaða smábænda og varnarlausra og óskipulagðra verkamanna knúði rikis- stjórnina lil afskipta, en þess- ar breytingar höfðu minni áhrif en andúðin á kaþólskum mönnum og ýmis önnur ágreiningsefni. F.D. Roosevelt hefði ef tii vill tapað forsetakosningunum árið 1932 ef Hoover hefði haft frambærilega stefnu i barátt- unni við kreppuna, en sam- fylkingin, sem Roosevelt tókst að mynda, endurspeglaði þær félagslegu og efnahagslegu breytingar, sem voru að ger- ast i þjóðfélaginu. Þessi sam- fylking hélt velli i þrjá áratugi þar til hún rofnaði vegna inn- byrðis ágreinings, sem stafaði af nýjum breytingum i þjóðlif- inu. ÞRÁTT fyrir hið mikla at- vinnuleysi og hina miklu verð- bólgu hefir meðal verkamaður i Bandarikjunum um 10 þús- und dollara i tekjur á ári. Hann hefir sem skattþegn si- minnkandi áhuga á fyrirætl- unum Demokrataflokksins, sem björguðu honum og for- eldrum hans á liðnum áratug- um. Hessar breylingar hafa þó gerzt hægt og stjórnmálavið- horfin enn á ný ruglast vegna aðvifandi atvika, og þar ber Vietnam-styrjöldina hæst. Þrátt lyrir þetta gekk George Wallace fylkisstjóra vel i þeim forkosningum, sem hann tók þátl i árið 1964 og jafnvel enn betur árið 1968, þegar hann fékk last að tiu milljónum at- kvæða sem forsetaefni þriðja llokksins. i ár hafði hann mun meira fylgi en McGovern þar til hann varð fyrir skoti tilræð- ismanns og lamaðist. BRKYTT viðhorf hafa að sumu leyti hjálpað McGovern, en hann telur sig vera að mynda nýja samfylkingu, sem komi i stað samfylkingar Roosevelts, og hann gæti haft á réttu að standa. úr þvi verð- ur skorið i nóvember. Þó er gild ástæða til að efast um iylgi umbótahreyfingar Mc- Governs, þar sem hún virðist gersamlega sniðganga hina ijölmennu stétt verkamanna með 10 þús. dollara i árstekjur og sinna engu vonum hennar og hleypidómum. bingflokkurinn hefir áhyggjur af framtiðinni, hvað sem McGovern liður. Stofnuð hefir verið sérstök nefnd til þess að safna fé til þess að nota i þingkosningunum. Meirihluti Demokrata- flokksins i fulltrúadeildinni ætti ekki að vera i hættu, en öðru máli gegnir um öldunga- deildina, sem hefir þó sýnt meira frjálslyndi hin siðari ár. Nái Republikanaflokkurinn meirihluta i öldungadeildinni, eins og horfur þykja á, væri það áþreifanleg sönnun þess, að þjóðin sé að snúa baki við grundvallaratriðum og stefnumiðum, sem hafa tryggt Demokrataflokknum öruggan meirihluta i Bandarikjunum siðan 1932. Enn eru kosningarnar of langt undan til þess að unnt sé að segja fyrir um úrslitin með nokkurri vissu! Óhætt er þó að fullyrða, að ef Nixon skilur rétt eðli og undiröldu breyt- ingaskeiðisins, sem yfir stend- ur, getur Republikanaflokkur- inn orðið öruggur meirihluta- flokkur á ný.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.