Tíminn - 09.01.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1973, Blaðsíða 2
TÍMINN 2 m ImEIÍJÍiÍIIi, ö. hiNriksson l Simi 240.}:} VÍDAR pÖRF RÆKILEGRAR RANNSÖKNAR Að undanförnu hafa verið uppi deilur um Búrfellslinuna — hvort hún hafi verið forsvaranlega úr garði gerö, hvort við eigum yfir höfði okkar, að fleiri burðarvirki hrynji eða falli um koll og þar fram eftir götunum. 1 þetta skal ég ekki blanda mér. Það eitt veit ég,sem faststendur: Eitt burðar- virki i gömlu linunni féll i ofviðr- inu fyrir jólin og tvö sködduðust, og eitt skaddaöist i nýju varalin- unni. Það hefur verið gefin út ráð- herraskipun um fullkomna rann- sókn á þessu öllu. En væri ekki vert aö kanna aörar mannvirkja- gerðir en þær, sem tengdar eru orkuverinu i Þjórsárdal og flutn- ingi rafmagns þaðan? Mér dettur i hug, hvort ekki muni timabært að fyrirskipa rannsókn á þvi, hversu mikil brögð séu að þvi, að opinberar byggingar hafi misheppnazt meö ærnum aukakostnaði og kanna, hversu viða mistök hafa orðiö við hafnargerð, svo að eitthvað sé nefnt. Hversu viða eru lek þök á skólum, skrifstofubyggingum og embættisbústööum, hversu viða eru sprungnir veggir, óhæf gerð glugga og gallaöur gluggaum- búnaður — jafnvel jaröraki i þeim byggingum, sem allra sizt skyldi? Hversu viða hafa straumar breytzt við tilkomu hafnargarða, svo að sandur hefur lagzt að bryggjum, hve viða hafa sprungið fram marbakkar, þar sem stálþil voru rekin niður, eða uppfyllingar sigið, hve viða hafa mannvirkin verið of veik til þess að þola brim- ið sem á þeim gnúði? Þetta eru aðeins örfáar spurningar á tveim afmörkuðum sviðum. En þessar spurningar gætu verið miklu fleiri og náð til fleiri framkvæmdaaðila. Það mun aftur á móti ekki ofsagt, að hér hefur mikið fé á glæ farið vegna þessara og þvilíkra mis- taka, og væri ekki þess vert, að rannsaka þetta allt og finna, i hverju mistökin eru fólgin? Ég sting ekki upp á þessu i þvi skyni, að höfuð þeirra, sem mis- tökin hafa eert. verði borin fram fyrir þjóðina á silfurdiski, heldur til þess að loks verði lát á þessum kostnaðarsömu mistökum — sem sagt til þess, að þeir, sem fyrir mannvirkjagerð standa, geti lært að varast vitin og teflt sit tafl við veðurfarið og náttúruöflin, án þess að lúta i lægra haldi i allt of mörgum tilvikum. SÓlaóír HJÓLBARÐAR til sölu á mjög hagstæðu verði. Full dbyrgð tekin d sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. Hjólbarðaviðgerðir Verkstæðiö opiö alla daga kl. 7.30 til 22 nema sunnudaga. Ármúla 7 — Reykjavik — Sími 30501 III; RYMINGARSALA STÓRLÆKKAÐ VERÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI Vegna breytinga verða seldar Terylene herrabuxur í stórum númerum. Jersey dömusíðbuxur í öllum stœrðum. Telpna- og unglinga hettukópur RÝMINGARSALAN SKÓLAVÖRÐUSTfG 15 OHNS-MANVILLE glerullareinangrun er nú sem fyrr vinsælasta og örugglega ódýrasta glerullar- einangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. m //! í:: .<//308 /' / /•••••• 7/ / / ::::n home MUNIP | I í alla einangrun ’ Hagkv»mlr greiðsluskilmólar Sendum hvert á land^^^ ' sem er. ,— líj llllllll JON LOFTSSON HF. Hringbraut 121 10 600 Glerárgötu 26. Akureyri. Sími 96-21344 Húsbyggjendur — Verktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22 og 25 m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. STÁLBORG H.F. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480. Nýr söfnuður á Seltjarnarnesi Stofnfundur safnaðar Seltirninga verður haldinn i Félagsheimilinu laugardaginn 13. janúar 1973 kl. 14.00. Dómprófastur, sr. Jón Auðuns, stýrir fundinum. Þegar samþykkt hefir verið stofnun safnaðarins vérður kosin safnaðarnefnd og safnaðarfulltrúi. Rétt til fundarsetu og atkvæðisrétt hefir þjóðkirkjufólk búsett á Seltjarnarnesi. Sveitarstjóri. S.J. ÓÞARFLEGA ORÐVARIR IVIENN Á sunnudagskvöldið var sýndur i sjónvarpi þáttur, sem fjallaði um þau öfl, sem sifellt eru að verki við mótun landsins. Þetta var ágætur þáttur, en þó var á honum einn leiður galli: Hvers vegna i ósköpunum var farið svona dult með, hvaðan myndirn- ar voru? Stöku sinnum voru að visu nefnd örnefni eins og Dettifoss, Jökuls- árgljúfur og allmörg önnur, en þó hygg ég, að þær hafi verið mun fleiri myndirnar, sem fólki var ekki sagt, hvaðan voru. Hefði verið feinhver goðgá að nefna Kirkjubæjarklaustur, Systra- stapa og þar fram eftir götunum? Ég hygg, að þorri fólks hefði horft á með miklu meiri ánægju, ef þetta hefði verið gert. Sjónvarpið getur ekki gert ráð fyrir, að allir þekki allt, jafnvel ekki einu sinni allar myndir af tiltölulega þekkt- um stöðum. Þar er sem sagt hár- rétt, er Tómas orti i hálfkæringi: Landslag yrði litils virði, ef það héti ekki neitt. Húsfreyja. BÆNDUR Við seljutn: Fólksblla, Vörubila, Dráttarvélar, og allar gerðir búvéla. BÍLA, BATA OG VERÐBRÉFASALAN. Við Miklatorg. Simar IK67S og 1K677. Sendill óskast i sjávarútvegsráðu neytið hálfan daginn — efti hádegi. Æskilegt að viðkomandi haf hjól og sé ekki yngri en 1: ára. Sjávarútvegsráðuneytið 8. janúar 1973.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.