Tíminn - 09.01.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.01.1973, Blaðsíða 11
10 TÍMINN TÍMINN 11 O I I ISVIPAÐ IDATT ÍSLEND- I IINGI LÍKA í HUG I Krlmann B. Arngrlmsson I I hafði brotizt gegnum nám. Fyrir aldamótin gerði hann sér hvað eftir annað ferð til íslands til þess að gera ^ fyrir daufum eyrum og kolakaupmennirnir Paris gaf hann árum saman út timarit á Akur- ^ eyri um hugðarmál sin, fátækastur allra & fátækra, og ferðaðist sumar hvert um landið til þess að mæla fossa og leita náttúruauðæfa. ^ Hann reri öllum árum að þvi, að Norðlendingar & eignuðust raforkuver. Hann kom upp með það, ^ sjálfsagt fyrstur manna, að reist yrði hér sementsverksmiðja, og hann fitjaði upp á þvi, ^ að viða myndi gagnlegt, að menn tún sin. bæru kalk á ! Frimann B. Arngrimsson stirðlundaður sér- §§ ^ vitringur, lifði um tugi ára við sult og seyru, :*$ bæði i Paris og á Akureyri, þar sem hann átti siðustu ár sin i stöðugu höggi við ,,götu- Arabana”, er hann nefndi svo. Ungur var hann ^ ^ fremdarmaður i Vesturheimi, þar sem hann & ^ kostnaðaráætlanir um virkjun Elliðaánna og reyna að hrinda þvi máli fram. Þar talaði hann | fjandsköpuðust við hann. Eftir eymdarútlegð i ^ Paris gaf hann árum saman út timarit á Akur- ^ I Litilfjörlegur landsjóðsstyrkur var honum ^ veittur, en hugmyndir hans munu ekki hafa & vakið ýkjamikla athygli. Þær voru taldar ^ draumórar og firrur, velflestar, en þó kastaði tólfunum, þegar hann orðaði aðferð til þess að ^ ^ koma i veg fyrir stórkostleg eldgos, enda ^ ^ engum láandi, þó að fólk hristi höfuðið. ^ É En nú eru visindamenn erlendis farnir að ^ ^ ræða hugmyndir, sem mjög eru keimlikar þvi, sem Frimanni gamla datt i hug fyrir mörgum ^ §§ áratugum.Þettaieruheimsfrægir visindamenn & ^ með stórþjóðir að bakhjarli, og enginn hristir ^ ^ lengur höfuðið, heldur hlusta margir með at- ^ hygli og lotningu. Að visu er hugmynd þessara manna ekki að gera eldfjöllum þann grikk, §5 ^ sem dregur úr þeim mátt, heldur stefna ráða- §§ gerðir þeirra að þvi að koma i veg fyrir jarð- §| skjálfta. ^ Frá hugmyndum þessara visindamanna ^ segir i grein þeirri, er hér fylgir. v. Er hægt að koma í veg fyrir jarðskjálfta? AAeð því að aflétta þrýstingi eða ,,smyrja" jarðlög, er álitið, að svo sé Managua, höfuðborg Nicaragua var i rústir lögð fyrir 41 ári, nú og ef duttlungar náttúrunnar verða ekki hamdir og borgin reist enn á ný, mun hún vafalitið enn eiga eftir að hrynja til grunna. Við Nicaraguavatn, skammt fyrir sunnan borgina eru þrjár eldfjallakeilur, hver meira en 1.600 m há og við Managuavatn fyrir norðan borgina er hið tröllaukna Momotombo eldfjall, sem er nokkru hærra en öræfa- jökull. bað gýs alltaf öðru hverju og er stöðug ógnun við byggðina i kring. Hinn forni Surtarlogi vofir þvi stööugt yfir landinu og það er einskonar skotsponn fyrir reiði þeirra afla, sem búa djúpt i jörð og þurfa stöðugt að veita skapi sinu útrás. Landið liggur á mörkum tveggja mikilla jarðskjálfta- svæða. Annað liggur þaðan austur á bóginn um Vestur- Indiur, og því eru stöðugir smájarðskjálftar. Hitt svæðið er fráskilið þessu, en þó liggjandi alveg upp að þvi. Það er hinn stóri Kyrrahafsjarðskjálftahringur, en útlinur hans liggja með allri vesturströnd Ameriku, liggur norð-vestur um Aleútaeyjar suöur um mitt Kyrrahaf og snertir þar Japan, en liggur siðan um Nýja -Sjaland og lokar hringnum með þvi aö fara yfir mitt Suður Kyrrahaf og upp að strönd Mið-Ameriku. I þessum geysistóra hring er fólginn langstærstur hluti innibyrgðrar' okru jarðarinnar eða um 75%. Oftast fær hún útrás i nokkrum meiri háttar ham- förum, sem leysa úr læðingi orku sem jafngildir ca. 10.000 kjarn- orkusprengjum af sömu stærð og varpaö var á Hiroshima. Þessi orka brýzt einkum út i jarðlagahræringum og sá kraftur, sem árlega veldur jarð- skjálfum um allan heim nægir til aö lyfta billjón tonna þungum grjótklumpi um ca. 100.000 m (100 km) en skaðarnir verða vegna þess, hversu skyndilega at- burðirnir gerast og hve harðir þeireru. 1 Managua hefur undir- lag borgarinnar kannski risið eöa misgengizt um skáhalla linu, um tvö fet eða svo — enginn veit það þó með vissu — en þetta er til muna minna en jarðsigið á námu- svæðum Bretlandseyj a. Allt gerist þetta mjög hægt og án þess, að aðrir verði þess varir, en nákvs^mustu mælitæki á mjög löngum tima. En bylgjuhreyfingar og misgangi það, sem jarðskjalfti veldur, verða á örfáum sekúndum eða sekúndubrotum. En þrýstingurinn innan frá er hægur og stöðugur. Hann má t.d. vel merkja á smá lyftingu á Atlantshpfshryggnum, knúna af sama afli og þvi, sem veldur landreki Ameriku frá Evrópu og Afriku, þ.e.a.s. þunga gömlu heimsálfanna þriggja. Amerika lendir aftur á móti með vestur- strönd sina á barmi Kyrrahafs- skálarinnar. Við mótstöðuna þar bögglast jarðlögin saman og mynda fellingafjöll, eins og t.d Andes- eöa Klettafjöllin, en siðar fer áð verða hætta á migsgengi jarðlaganna, þau geta þá/leygað hvert annað þau efri lyft þeim hærri hægt og sigandi, unz þau skynilega hrynja saman. En það er engan veginn eins og jörðin sitji á grein og að ef einn staður gefur sig, hrynji allt þar fyrir framan. Hreyfingarnar eru staðbundnar og gefa aðeins til kynna að þrýstingurinn á jarð- skelina hafi færzt til. Að öllum likindum má koma i veg fyrir þær með þvi einu að færa þrýstinginn milli nálægra svæða á jarðskelinni. Þetta þyrfti ekki að vera i mjög stórum mæli viðast hvar en stærri þrýstisvæði, eins og við San Andreas sprung- una verður að fara með á annan hátt, þar verða keðjuverkanir, og nú mega ibúar San Francisco e.t.v. fara að biðja fyrir sér, er þeir hugsa til Managua. Það er eins öruggt og að dagur liði að kvöldi, aö eyðileggingu Managua verður fylgt eftir af sterkum jarðhræringum einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að verða á þessum áratug e.t.v. ekki á þeim tima, sem lifir þessarar aldar, en einhvern tima verður það. Jarðlög þau, sem jarðskjálftarnir verða i liggja oftast mjög djúpt i jörðu, svo djúpt, að illmögulegt er að ná til þeirra með þeim mælitækjum, sem nútima tækni hefur yfir að ráða. Þó hefur nú fæðzt von um að eiliflega verði e.t.v. ráðin bót á þessum málum, sem gæti tryggt ibúum San Andreas svæðisins og fleirum ævarandi tryggingu. Þetta hefur fundizt með til- raununum, þar sem vissum vökva er dælt djúpt i jörð. Þar verkar hann eins og smurning á jarðlögin, svo að þau skriða eðli- lega og likurnar á skyndilegu hruni verða litlar sem engar. Þessi hugmynd á að geta orðið að veruleika, ef hægt verður að ráða við kostnaðinn, sem henni fylgir, og með henni ætti e.t.v. að vera hægt i smáskrefum að leysa ibúa jarðskjálftasvæðanna frá allri hættu. Með þvi að „smyrja” jarðlögin á smásvæði i einu, yrði á endanum komin trygging fyrir jarðskjálftum, ef þetta sem hér er sagt reynist rétt og mögulegt, en þetta ásamt hugmyndinni um til- færslu þunga á jarðlögum er á al- gjöru frumrannsóknastigi, en stefnir allt i jákvæða átt. Ef af þessu getur orðið, sem vafalaust mun taka aldir á þessu eina svæði, eru verkefni á þessu sviði óþrjótandi. Sú hugmynd hefur komið fram, að kjarnorkusprengingar neðan- jarðar eiga sinn þátt i að koma af stað jarðskjálftum. I þvi sam- bandi hefur verið bent á tilraunir Bandarikjamanna við norðanvert Kyrrahaf — þær hafa að visu Eftir jarðskjálftana I Tyrklandi árið 1970 létust nokkur þúsund manná og enn flciri misstu heimili sin. Myndin sinir tvær konur á rústum húss sins. legið niðri um alllanga hrið, en var á sinum tima mðtmælt ákaf- lega i Japan, en landsmenn þar óttuðust, að þær gætu orsakað skjáifta þar. Þetta er vel mögu- legt, og enginn skyldi taka fyrir, að þetta hafi haft sin áhrif i Managua, enda þótt hún liggi i 5.000 km fjarlægð frá tilrauna- stöðvunum, og jarðskjálftarnir hafi orðið nokkrum mánuðum eftir siðustu tilraunir. Þetta verður þó seint fullsannað. Menn kunna að visu góð skil á eðli jarðskjálfta en um leiðir til að hindra þá, gegnir öðru máli. bó vilja margir likja jörðinni við mann og umgengnin við hana þurfi að vera lik og tiðkast i mannlegu samfélagi. Sá maður, sem ekki verður fyrir neinum geðshræringum og stór- áföllum, heldur að öllu jöfnu jafnaðargeði sinu, er hress og kátur og veldur öðrum ekki vand- ræðum. Aftur á móti eru aðrir, sem fá að kenna á duttlungum lifsins — fara öfugir út úr til- verunni, og reyna þá gjarnan að hefna sin með þvi að bita frá sér. Takist að lækna sálræna verka eða afbrigðilegt eðli þeirra, verða þeir oft hinir rólyndustu menn. Likt er þessu farið með jörðina. Sé þrýstingnum aflétt eða smyrsl borið á sárin, verður hún e.t.v. auðsveip og þæg. Ef þar að kemur hefur manninum tekizt að temja hluta náttúruaflanna, og getur snúið sér að hinum næstu, sem e.t.v. verða ekki heldur ótemjanleg. Erl. Siritandi jaröskjálftamælir. Fer svo að hann og önnur þvílík mælitæki verði óþörf, vegna þess, aö aðrar uppfinningar geri það að verkum hægt veröi, aö koma I veg fyrir jaröskjáifta? ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ M M ♦ ♦ Einar Jóhannesson, bóndi Jarðlangsstöðum: VILLUR VEIÐI- MÁLASTJÓRNAR Þriðjudaginn 5. sept. sl. skrifaði ég grein i dagblaðið Timann. Þar lýsti ég þá ákvörðun veiðimálastjórnar, að ætla okkur að stofna eitt yeiðifélag um Langá og Urriðaá saman gegn viija okkar, brot á laxveiðilögum frá 25. júni 1970. Það, sem hefur gerzt siðan, er, að 9 eigendur veiðiréttar i Langá hafa skrifað landbúnaðarráðherra og óskað eftir þvi, að fá að stofna veiði- félag um Langá — án Urriðaár. Veiðimálastjórn hefur verið sent afrit af fundargerð frá fundi, sem haldinn var meö veiðiréttar- eigendum við Langá 12 sept. 1971. A þeim fundi voru allir eigendur Langár. Var samþykkt, að veiöi- félag næði frá sjávarlinu að vatnsálmiðlunarstiflu við Langa vatn. 10 greiddu atkvæöi með, en 3 á móti. — Þeir voru Hafsteinn Sigurðsson fyrir Stangarholt, Friðrik Þorsteinsson fyrir Grenja og Pétur Snæland fyrir Litla- Fjall. Ástæðan fyrir þvi, að þeir greiddu atkvæði á móti var að þeir vildu ekki að félagssvæðið næði nema að ármótum Langár og Gljúfurár. 'A þeim fundi voru eigendur Rauðaness, Ánabrekku og Leirulækjar og greiddu þeir þá, eins og áður, atkvæði með þvi að Veiðiflélagið næði aðeins um Langá eina. lO.sept. sl. var samþykkt m.a., að óska eftir þvi að fá aö veiöa i Langá sumarið 1973 með 10 stöngum. 6. nóvember s.l. skrifar veiði- málastjórn bréf, þar sem hún leyfir 11 stengur á félagssvæði veiðifélags Langár og Urriðaár sumarið 1973 þar til öðruvisi verði ákveðið, og að sjálfsögðu hnýta þeir aftan i — ,,aö þvi tilskildu, aö ekkert net verði á félags- svæðinu.” 1 framhaldi af þessu bréfi var haldinn fundur i Borgarnesi þann 19. nóvember s.l. Voru þar mættir allir eigendur Langár, allir eigendur Urriðaár, nema 2 og Einar Hannesson, fulltrúi veiði- málastjóra. Verkefni fundarins var aðeins eitt, — það var að skipta þessum 11 stöngum, sem leyfðar voru á vatnasvæði Langár og Urriðaár. Einar Hannesson flutti þar stutta ræðu. Var efni hennar aðal- lega um það, hvað væri búið að vinna mikið aö ræktunarmálum I Langá 5 undanförnum árum. Ég og fleiri lögðum fyrir hann nokkrar spurningar í sambandi við veiðimál. Ég spurði Einar, hvort nokkurs staöar væru 2 ár sameinaðar í eitt veiðifélag — gegn vilja veiðiréttareigenda, nemahér.þ.e. Langá og Urriöaá. Hann sagði vera mörg dæmi þess, og nefndi tvo staði, árnar Grimsá og Tunguá og Laxá i Kjós og Bugðu. Ég benti Einari á það, að eftir að búið væri að þröngva okkur, veiðiréttareigendum, til að stofna veiöifélag um Langá og Urriðaá saman, og eins að úthluta 11 stöngum á báðar árnar, og skylda okkur til að skipta þeim á milli ánna, — þá væri það hliðstætt að þeim bæri, þegar stofnað hefur verið veiðfélag um allt vatna- svæði Hvitar — að úthluta stöngum á það veiðifélag i einu lagi. Einar taldi það ekki mikinn vanda, þar sem fyrir væri ákveðinn stangafjöldi á hverja á, en hann gleymdi þvi, að það er ekki búið að ákveða stangafjölda I allar árnar, og að veiði i einni á getur vaxið , og minnkað i annarri. Gljúfurá er til dæmis ört vaxandi veiðiá og ekki sizt ef Klaufhamarsfoss verður gerður laxgengur. Trú min er sú, að ef á að leika slikar kúnstir, sem þessar um vatnasvæði Hvitár, þá fari eins og ég hélt fram á fundinum, að það stóra félag verði aldrei stofnað. Fari þó svo, að félagið verði stofnaö, eins og þeir háu herrar ætla sér — og stöngum verði út- hlutað, eins og gert er með Langá og Urriðaá, þá má búast viö að einhverntima heyrist vopnabrak. Það, sem við höfum haft upp úr þessari ráðsmennsku veiðimála- stjórnar, er, — i fyrsta lagi, fundurinn i Borgarnesi, sem ekki hefði þurft að halda, ef stöngum hefði verið úthlutaö á hvora á fyrir sig. 1 öðru lagi það — að ef einhver krefst mats á milli Langár og Urriðaár, þá verður það að fara fram, þvi að ekkert mat er til á Urriðaá, og þvi siður, hvað Langá er stór hluti á þessu félagssvæði. I þriðja lagi — að veiðimálastjórn hefur samþykkt stofnun veiðifélags um Langa- vatn, með þvi skilyrði, að það verði deild i Langárfélaginu (eða Urriðaár). Þar koma þá 60 atkvæði. Fróðlegt verður að sjá hvernig stöngum verður skipt, þegar þessi þrjú félög verða orðin að einu. Hætt er við, að hlutur Langár verði litill með 11 atkvæðum. Þá verður að sjálf- sögðu að fara fram endurmat á félagssvæðinu, til að fá úr þvi skorið, hver hlutur Langavatns er i þessu stóra félagi — sem sé tvö auka möt að óþörfu. Veiðimálastjóri lét hafa eftir sér, i útvarpinu, nú fyrir skömmu, að veiðzt hefðu 3 þúsund laxar i Langá árið 1972. Það er ekki rétt. Það veiddust 2700 laxar i Langá sl. sumar, en um 300 i Urriðaá. Hvar hefur hann fengið þessar upplýsingar? Er hann kannski að læða þvi inn, að Langá og Urriöaá, séu sama áin, eða veit hann kannski ekki betur hvernig staðhættir eru þarna, en þá væri mál fyrir hann að kynna sér það nánar. Er kannski þarna komin skýring á heimskupörum veiðimálastjórnar? Það má benda á það, að veiði- hámark var i Langá sl. sumar 7 laxar á stönd á dag. Ef ekki hefði þannig verið sett takmörk, þá er ég viss um, aö veiðzt hefðu mikið yfir 3 þúsund laxar. Þarna telur veiðimálastjórn, að leyfa megi veiði með 9 1/2 stöng, og ef lögð verða net i Urriðaá, þá eigi að fækka stöngum i Langá sennilega um 2/3 úr stöng við hvert net. Hafa menn heyrt meiri vitleysu? Einar Hannesson kallaði mig „rexara”. Ég læt mig engu skipta hvert álit Einar h( cur á mér, en það skal hann vita, að ef ég væri ekki eins og ég er, þá væri styttra komið i ræktunarmálum I Langá. Það má segja, að það hafi veriöfyrir mitt „rex” aðlokið var við vatnsmiðlunarstifluna 1969, og það fyrir mitt tilstilli að lag- færður var vegurinn um Beilar- velli 1970. Það er fyrir mitt „rex”, að dýpkuð var rásin úr Langavatni að vatnsmiðlunarstiflu um 60-80 sm 1970 — og það kynni að verða fyrir mitt „rex” ef tekst að koma vitinu fyrir veiðimálastjórn. Það fá sumir opinberir starfs- menn stundum ársfri. Væri ekki ráö að veiðimálastjóri tæki sér rúmlega ársfri meðan gengið verður frá stofnun veiðifélaga i landinu? Ef ekkert heföi verið gert má eins búast við, að þarna hefði orðið slys. Það var sömuleiðis mitt „rex”, sem stuðlaði aö þvi, að nú hefur verið mælt fyrir lag- færingum á þeim fossúm, sem eftir eru til að gera laxgengt inn i Langavatn. Það er fyrir mitt „rex”, aö stiginn i Skuggafossi er laxgengur. Þegar ég var að kafa við að ná grjóti upp úr stiganum, þá gengu sumir eigendur Langár um uppi á bakkanum á lakkskóm, eða sátu heima hjá sér. Ég spurði Einar Hannesson hvers vegna þeir væru ekki búnir að stofna veiðifélag um vatna- svæði Kúðafljóts. Hann sagði, þá hjá veiðimálastjórn hafa svo mikið að gera. — Mig undrar það ekki,efþeir þurfa að leggja fleiri veiðiréttareigendur i einelti eins og okkur hér við Langá. Ég vil benda Einari Hannessyni á það, að það bezta fyrir ræktunarmál Langár er, að veiðimálastjórn léti okkur afskiptalausa, þvi að viö höfum bæði þekkingu, vilja og getu til að rækta ána upp i það, að verða ein bezta laxveiðiá á landinu. Þaö væri skammar- minna fyrir þá að snúa sér að þeim mönnum, sem eiga gull- námu við túngarðinn hjá sér, og fá þá til að nýta hana. Einar Hannesson var á marg- nefndum fundi með bréf, sem ég skrifaði veiðimálastjóra fyrir nokkrum árum. Eitthvað fannst honum athugavert viö það. Ég hef hér bréf undirritað af Einari fyrir hönd veiöimála- stjóra, dagsett 17/9, ’71. Þar segir meðal annars, að sé álitamál hvort setja eigi allt vatnasvæðið i eitt félag með þremur deildum, eins og talaö hefur verið um. „Akvörðun um slikt hlýtur m.a. að byggjast á þvi, hvernig þið (Langármenn) metið hlutina”. Siðar i sama bréfi segir: „Auðvitað er þaö ekki skylda að setja þetta i eitt félag.” Og ennfremur: „Enfyrstog siðast er þetta ykkar mál, hvernig þið metið málið.” Má þvi segja, að sá á kvölina, sem á völina. Við höfum valið. Við höfum óskað eftir þvi, að stofna veiði- félag um Langá eina. Eigendur Urriöaár hafa óskað eftir þvi, að stofna veiðifélag um Urriðaá eina. Við eigendur Langár höfum óskað eftir þvi, að veiða i Langaá sumarið 1973 með 10 stöngum, en veiðimálastjórn hefur leyft 11 stengur á vatnasvæöi Langár og Urriðaár. Þeir hafa\ sem sagt, haft óskir okkar að engu, og af þvi að ég hefi þorað að mótmla þessu, þa hefur Einar Hannesson leyft sér að kalla mig „rexara.” Einar skrifar grein i Morgun- blaðiö 17. ág. sl„ þarsem hann fer litlum viöurkenningarorðum um Jakob Hafstein. Nú veit ég ekki hvað þeim Einari og Jakob hefur fariðá milli, en skilst þó að Jakob hafi eitthvaö gagnrýnt Laxeldis- stööina i Kollafirði og Lárósstöð- ina. En sé Jakob svo slæmur, sem Einar Hanneson vill vera láta, þá ætti ekki að þurfa að eyða svona miklu púðri á hann. A ekki þarna við, eins og svo oft áðui; málshátturinn — sannleikanum verður hver sárreiðastur? Aðalfundur Landssambands veiðifélaga var haldinn siöustu dagana i nóvember. Var þar samþykkt að vinna að þvi, aö veiðiréttur væri ekki leigöur út- lendingum. Hvaö er þarna á ferðinni, — er ætlunin aö stanga- veiðimenn geti ráðið þvi, hvað þeir ætla að borga fyrir veiðina, en veiðiréttareigendur megi ekki leigja þeim sem bezt býður? Er þessi hugsun kannski komin inn á veiðimálaskrifstofuna? — Ég hef ástæðu til að ætla það, þegar ekkert er farið eftir óskum okkar. Væri æskilegt að þeir, sem þar eru, færu úr sauðargærunni, þar með taldir búnaðarmála- stjóri, erindreki Stéttarsambands bænda og formaður Landssam- bands veiöifélaga. 1 bréfi til min frá veiðimála- stjóra dagsettu 16. janúar 1963, segir m.a.: Um veiðiskiptinguna er það að segja að hver og einn aðili getur notað sinn hlut eftir þvi sem hann óskar, en sá hinn sami getur ekki tekið út sinn hlut tvisvar, þ.e. bæði með stanga- veiði og netaveiði. T.d. Leiru- lækur, með sin 9% af Langá (nú 6,5%) getur notað sinn hlut til netaveiði fyrir landi sinu, en þó hann noti þau net, sem hann má, fyrir sinu landi, er ekki hægt að Framhald á bls. 19 X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.