Tíminn - 09.01.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.01.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 9. janúar 1973 Sambandsleysi við ^ w ■ | Erfiðlega gengur að semja oovetmenn! ~ “ Alf—Ileykjavik. — Eins og komið hefur fram i fréttum, er f y r irhugaður landsleikur, i hand- knattleik gegn einu af Sovétlýðveldunum, Grúsiu, siðar i þessum mánuði, eða byrjun næsta mánaðar. Á leikurinn að fara fram i Laugardalshöll. Enn er þó með öllu óvist, hvort úr þessum leik verður. Hafa samn- ingar við Sovétmenn gengið mjög stirðiega og hálfgert sambands leysi verið við þá, að sögn Einars Mat- hiesen, formanns Ilandknattleikssam- bands islands. Stjórn Handknattleikssam- bandsins lagði á það áherzlu i samningum við Sovétmenn, að þeir sendu hingað sovézka a-landsliðið, en eins og kunnugt er, fór islenzka lands- liöið i keppnisför til Sovétríkj- anna fyrir rúmu ári, og telur stjórn Handknattleikssam- bandsins, að Sovétmenn eigi eftir að endurgjalda þá heim- sókn með þvi að senda sitt sterkasta landslið til íslands. En það kom fljótlega i ljós, að Sovétmenn höfðu litinn Hér á myndinni sést Gisli Blöndal, skora i landsleik gegn Bandaríkjamönnum. áhuga á að senda a-landslið sitt. Hins vegar buðust þeir til að senda landslið Grúsíu, en Grúsia er eitt af Sovétlýðveld- unum. Tók Handknattleiks- samband Islands fremur dræmt i það i fyrstu að taka á móti Grúsiumönnum, en mun þó hafa fallizt á það. Var siðan ákveðið að stefna að þvi, að leikirnir færu fram seint i janúar eða byrjun febrúar. En nú virðist komið babb i bátinn. Ekki hefur fengizt staðfest af hálfu Sovétmanna, hvenær lið þeirra er væntan- legt til fslands, eða yfirleitt, hvort það kemur nokkuð. Eru stjórnarmenn Handknatt- leikssambandsins að vonum leiðir yfir þessari óvissu — og þvi sambandsleysi, sem er við Sovétmenn. Islandsmótið í handknattleik: Valur og ÍR mætast í kvöld í kvöld fara fram tveir leikir i I. dcildarkcppni tslandsmótsins i handknattleik. Þá leika ÍK og Valur og Armann mætir Haukum — fyrri leikurinn liefst i Laugar- dalshöliinni kl. 20. 15. Þaö má húast við skemmtilegum leikjum, sérstaklega lcik ÍR og Vals, en liðin eru nú jöfn að stigum i 1. deild, bæði liðin hafa hlotið sex stig úr fjórum ieikjum. Leikur Ármanns og Hauka verður örugg- lega einnig spennandi, þar sem þar eru tvö lið i fallhættu, sem mætast. IR og Valsliðið hafa leikið marga mjög skemmtilega leiki, Framhald á bls. 19 Ríkharður áfram með Skagamenn - Steinn Guðmundsson þjálfar Selfoss og Guðbjörn Jónsson endurráðinn þjálfari Þróttar Steinn Guðmundsson Ilikharður Jónsson Rikharður Jónsson, fyrrum landsliðs- þjálfari, hefur verið endurráðinn þjálfari 1. deildarliðs Akraness i knatt- spyrnu. Liðið er nú að hefja æfingar af fullum krafti, enda stórleikur fram- undan, nefnilega aukaleikurinn gegn Keflvikingum um réttinn til að leika fyrir íslands hönd i UEFA-keppni Evrópu. Rikharður h e f u r þj á 1 f a ð Akranesliðið með góðum árangri undanfarin ár, t.d. 1970, er liðið varð islandsmeistari. Tvö 2. deildarlið til viðbótar hafa gengið frá ráðningu þjálfara fyrir keppnistima- bilið, sem fer i hönd. Eru það Selfoss og Þróttur. Hafa Sel- fyssingar ráðið Stein Guð- mundsson sem þjálfara, en Steinn náði prýðisárangri með Armenninga á sinum tima, en undir hans stjórn vann liðið sig upp úr 3. deild á fyrsta ári Guðbjörn Jónsson og náði tvivegis örðu sæti i 2. deild. Guðbjörn Jónsson, hinn gamalreyndi þjálfari, hefur verið endurráðinn þjálfari hjá Þrótti. Óþarft er að rekja feril Guðbjörns. Hann hefur náð góðum árangri, hvort sem er i 1. deild eða 2. deild. Störf móta- nefndar launuð? Eins og hefur komið fram hér á siðunni, þá hefur Jón Magnússon, sagt starfi sinu lausu, sem for- maður mótanefndar KSI. Jens Sumarliðason hefur tekið við starfi formans nefndarinnar. Nú hefur iþróttasiðan frétt, að stjórn KSI, hafi i hyggju að launa störf mótanefndar i sumar. Það verður þvi i fyrsta skipti, sem nefndarmenn i mótanefnd verða launaðir, en eins og menn vita , þá hafa Jón Magnússon og aðrir nefndarmenn, unnið störf sin i nefndinni i sjálfboðavinnu, undanfarin ár. Þá má bæta þvi við, að aðeins eitt starf innan KSI, hefur verið launað áður, það er starf framkvæmdastjóra KSI, sem ’ Arni Agústson hefur gengt undanfarin ár. 6.60 m í hástökki og 14.10 m í langstökki A iþróttasíðunni i dag hefst birting á beztu heimsafrekum i frjálsum iþróttum 1972. Sett voru heimsmet i 12 greinum, en alls voru metin bætt 48 sinnum, bæði i karla og kvennagreinum. Gaman er einnig að virða fyrir sér metin i dýrarikinu. Antilópan er fljótust allra dýra hún nær 96 km. hraða á klukkustund. Bezt úthald hefur gazellan, hún hleypur maraþonvegalengdina á 56 km. meðalhraða á klukku- stund. Hástökksmetið i dýra- rikinu á höfrungurinn, 6,60 metra. Langstökksmetið á kengúran 14,10 metra. Heiðraðir fyrir efl- ingu sund- íþróttar 28 ársþing tþróttabandalags Akraness lauk sunnudaginn 10. desember. A þinginu voru rædd áhugamál iþróttahreyfingarinnar á Akranesi og ýmsar ályktanir samþykktar. 1 lok þingsins var ný stjórn kosin og var Rikharður Jónsson endurkjörinn formaður, en aðrir i stjórn tilnefndir af aðildarfélögunum. Frá Knatt- spyrnufélagi Akraness, Friðjón Eðvarðsson og Ólafur Gr. Ólafsson. Frá Knattspyrnu- félaginu Kára, Gunnar Sigurðs- son og Benedikt Valtýsson. Frá Golfklúbbnum Leyni, Þorsteinn Þorvaldsson. Frá Sundfélagi Akraness, Magnús Kristjánsson og frá Ungmennafélaginu Skipa- skaga, Garðar Óskarsson. Stjórn bandalagsins heiðraði á þinginu þá Helga Hannesson og Ævar Sigurðsson, gullmerki IA fyrir framúrskarandi starf að eflingu sundíþróttarinnar á Akranesi. AUGLÝSINGA símar Tímans 19523

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.