Tíminn - 09.01.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.01.1973, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. janúar 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'msóknarfiokkurilhn Sgg Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-i^g arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlsson£££ 'Andrés Kristjánsson (rit^tjóri Sunnudagsblaðs Timáns)JS:;:;:; Auglýsingastjóri: Steingrimur. Glslasofa. • Ritstjórnar$krif-i;;;;;;:;;; stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-1*306^;:;!;;;;;; Skrifstofur I Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — au'glýs-:::;:::::;: ;;!;!;!;!;! ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald!;;;!;;;!;; ;!!§!!!! £>5 kfónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur einr;!;!;!;!; takið. BlaðaprentJi.f.j jggg mrnrnmmmmmmmmmmmmmm^^^m^mmý, Atvinnuástandið Hinn 4. þ.m. birti Visir grein um atvinnu- ástandið i Reykjavik undir fjórdálkaðri fyrir- sögn, sem hljóðaði á þessa leið: Mannekla á miðjum vetri! 1 greininni segir m.a. á þessa leið: „Það merkilega hefur gerzt. Á miðjum vetri vantar verkafólk i Reykjavik. Yfirleitt hefur nokkurt atvinnuleysi verið i borginni um áramðt, en nú má heita, að það fyrirfinnist ekki. Aldrei hafa færri sótt um atvinnuleysisstyrk á þessum tima en nú er. Fimmtán, átta karlar og sjö konur, voru a skrá i gærkvöldi sem umsækjendur um styrk. Allir karl- mennirnir voru komnir yfir 67 ára aldur, það er flest allir á ellilaunum. Hins vegar liggja fyrir hjá Ráðningarstofu borgarinnar margar beiðnir frá fyrirtækjum um starfsfólk, sem fólk finnst ekki til að taka. Auk þess er urmull auglýsinga i fjöl- miðlum, þar sem beðið er um fólk. Hjá Ráðningarstofunni eru óafgreiddar beiðnir um fólk til starfa, svo sem i byggingarvinnu, sem er harla óvenjulegt á þessum árstima. Menn vantar i borgarvinnu. Erfiðlega geng- ur að fá sjómenn.” Þannig hljóðar lýsing Visis á atvinnuá- standinu i Reykjavik nú um áramótin. Lýsing þessi gæti vafalitið átt við flesta eða alla kaup- staði og kauptún á landinu. Þetta sýnir glöggt, hve vel rikisstjórninni hefur tekizt að efna lof- orð sitt um að tryggja næga atvinnu. En hins vegar gildir það um þetta eins og annað, að hóf er bezt. Atvinna má ekki vera það mikil, að vinnuaflsskortur sé hjá helztu undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar, eins og sjávarút- veginum og iðnaðinum. Þess vegna er það áreiðanlega rétt stefna, að nokkuð sé nú dregið úr opinberum framkvæmdum, bæði hjá riki og bæjarfélögum. Takmarkið á að vera að tryggja næga atvinnu, en ofþensla á þessu sviði getur verið álika skaðleg og atvinnuleysi, þótt á annan hátt sé. Alþjóðadómstóllinn Morgunblaðið reynir að gera veður út af þvi, að rikisstjórnin hefur ekki skipað sérstakan verjanda við Alþjóðadómstólinn. Ástæðan er sú, að það þykir eindregnust árétting um, að dómstóllinn hafi ekki lögsögu, að láta ekki mæta. Hins vegar hefur öllum rökum af hálfu íslendinga verið komið á framfæri, eins og glöggt kom i ljós, þegar bráðabirgðaúr- skurðurinn var felldur. Ef úrskurðir dóm- stólsins ganga á móti okkur stafar það ekki af ónógum upplýsingum af okkar hálfu, heldur af þvi, að dómararnir halda sig við úreltar laga- hugmyndir. Sú hætta hefur alltaf verið augljós, og þvi hefur ekkert annað riki viljað gera slikan samning um landhelgismál sin og ísland gerði við Bretland og Vestur-Þýzkaland 1961. Vonandi á sá verknaður þó ekki eftir að koma okkur i koll. ÞÞ. David Mangurian, The Guardian: Samvinnubú sykur- ræktarmanna í Perú Búin voru áður í eigu erlendra auðfélaga VERZLANIR i Casa Grande eru litlar og i timburhúsum, en þær eru svo fullar af nýjum húsgögnum, kæliskápum, reiðhjólum, ofnum og sjón- varpstækjum, að birgðirnar rúmast ekki alltaf inni og stundum stendur nokkuð af þeim á malargötunni fyrir dyrum úti. Sendiferðabilar aka að verzlununum með nýj- ar vörur og hörð hljómlist ym- ur i gjallarhornum hvarvetna til þess að örva viðskipta- mennina. Starfsmenn á Casa Grande eru 4500. Mikið er um að vera, þegarþeir koma á vettvang til þess að eyða nýfengnum aðri i stærsta starfsmannasam- vinnufélagi heims. Við getur borið, að hver og einn þeirra hafi daginn áður fengið i sinn hlut jafnvirði 40 sterlings- punda eða meira. Þá er um- horfs eins og ibúar heillar borgar hafi unnið i happdrætti og séu allir komnir á vettvang til þess að eyða vinningnum. CASA Grande er stærsti sykurræktarbúgarður i heimi, 80 fermilur að flatarmáli. Hann er á eyðimerkursvæðinu i norðurhluta Perú og landið er svo þurrt frá náttúrunnar hendi, að katusar vaxa þar ekki einu sinni villtir, en á það er veitt vatni. Dag og nótt er unnið að þvi að fella sykurreyr með vélum, sem minna einna helzt á tröllvaxna gaffallyft- ara. Felldar eru 1200 smálest- ir af reyr á sólarhring og flutt- ar á feikna stórum vörubilum að myllum, sem spú svörtum og þykkum reykjarmekki ná- lega látlaust. Auk Casa Grande eru aðrir risastórir sykuryrkjubúgarð- ar meðfram eyðimerkur- jaðrinum i Perú. Vélvæðing hefir fengið þvi áorkað, að i landinu er framleitt meira af sykri en i nokkru landi öðru, bæði til sölu á Bandarikja- markaði og heimsmarkaði. BYLTINGASTJÓRN hers- ins i Perú birti ný lög um um- bætur i landbúnaði fyrir þremur árum og fjórum dög- um eftir að þessi lög voru birt tók hún eignarnámi sykur- ræktarbúgarðana 12 og breytti i samvinnubú 25 þús. verka- manna. Búin höföu verið i eigu erlendra auðfélaga og tvö þeirra i eigu bandariska fyrirtækisins W. R. Grace. Þetta voru fyrstu skerfin á markaðri framfarabraut rikisstjórnarinnar i iandbún- aði og sýnast þau áform ætla að verða athyglisverðari og heppnast betur en nokkrar aðrar slikar tilraunir utan kommúnistarikjanna. Búiö er að framkvæma þriðjung framfaraáætlunarinnar og er gert ráð fyrir, að siðustu land- eignirnar verði afhentar starfsmönnum árið 1976. Umbæturnar eru ekki runn- ar undan rifjum kapitalista, kommúnista eða sósialista. Þær eru algerlega innlend lausn á mikilli misskiptingu ræktarlands. Fyrir 1969 átti tæplega hálfur af hundraði landeigenda riflega þrjá fjórð- unga landsins. SYKURYRKJUSAM- VINNUBÚIN i Perú eru frá- brugðin samvinnubúum i kommúnistarikjunum að þvi leyti, að búið á sitt land og set- ur sér sjálft framleiöslumark- mið og ræður, hvernig það ver arði sinum. Rikisstjórnin bætti ekrueigendunum eignar- námið með skuldabréfum til 20 ára á lágum vöxtum, en Y'clasco forseti byltingar- stjórnarinnar i Perú. samvinnufélögin endurgreiða rikisstjórninni. Þegar rikisstjórnin var búin að stofna samvinnubúin i sykuryrkjunni hóf hún endur- bætur hjá Indiánum i Andes- fjöllum og stofnaði þar búnaðarsamvinnufélög. Starfsmenn fá aö eiga nokkurt land, en er gefinn kostur á að njóta hagræðis samvinnu- félaganna, og meðal þess eru lánsviðskipti og aukin þjón- usta. Stjórnin er nú að breyta landi, sem á að afhenda, i stórbúgarða, nefnast PIAR. Þar á allt að lúta föstu skipu- lagi, jafnt uppskeran og vinnslan,sem leyfður fjöldi fólks á búgarðinum. MARGIR lita svo á, að á árangri sykuryrkjusamvinnu- búanna velti, hvort landum- bótaáform Per&manna takist, og jafnvel einnig, hvort bylt- ingin fari út um þúfur eða heppnist. Enn hafa búin skilað betri árangri en vænzt var. Sykurframleiðslan er orðin 26% meiri en hún var að með- tali siðustu þrjú árin áður en ekrurnar voru teknar eignar- námi og samvinnubúin færa rikinu meiri skatttekjur en hlutafélögin gerðu. Slys á verkamönnum eru meira að segja mun færri en áður. í vor sem leiö leystu starfs- menn búanna hina stjórnskip- uðu fulltrúa af hólmi og kusu sjálfir fulltrúar til setu á starfsmannaþingi og i stjórnarnefndum sem ráða málum til lykta, og á það jafnt við um reksturinn sjálfan og félagsmálin. Kjörinn er einn fulltrúi fyrir hverja tuttugu starfsmenn. FJARRI fer þó, að sykur- yrkjusamvinnubúin hafi út- rýmt ölju ójafnræði. Starfs- menn við stjórn og tæknistörf búa enn i þægilegum, einstæð- um húsum, sem fyrri eigendur byggðu, en almennir starfs- menn búa i ömurlegum raö- húsum, og i mörgum þeirra er hvorki rennandi vatn né frá- rennsli. Vatnspóstur er fyrir miðju hverrar húsaraðar, en við enda hennar eru steypuböö og kamrar. Laun eru enn mjög ójöfn, en verkamenn eru farnir að ræða um að minnka mun þeirra. Sumir, sem við stjórnar- og tækni-störf vinna, hafa mánaðarlaun, sem samsvara 400 sterlingspundum, en mánaðarlaun verkamanna i verksmiðjum svara til 20-30 sterlingspunda og verkamenn á ekrunum fá enn lægri laun. FYRRI eigendur ekranna höfðu komið upp klúbbum og veitingastöðum, sem hið hátt launaða starfsfólk hafði að- gang að. Fyrir þremur árum fengu allir jafnan aðgang að þessum stofnunum, en óbreyttir verkamenn eru þar sjaldan á ferli. Ýmsir eru þó þéirrar skoðunar, að Perú- menn hafi haldið vönum starfskröftum og þar með komist hjá afurðatjóni vegna þess, að þeir létu sérréttindi yfir- og tækni-manna haldast óbreytt i framkvæmd. Eitt gengur þó jafnt yfir alla og af þvi stafar megin- breygingin i kjörum fólksins. Arlegur arður samvinnubús- ins skiptist nákvæmlega jafnt á hvern einstakan starfs- mann, hvort sem hann gegnir æðstu stjórnarstörfum eða vinnur á ekrunum. Meðalarð- ur 25 þús. starfsmanna sykur- yrkjusamvinnubúanna svar- aði til 75 sterlingspunda árið sem leið. Arangurinn, sem upphafsmenn umbótanna spáðu, hefir ekki látið standa á sér. Kaupgeta fólksins hefir aukizt og peningar i umferð heima fyrir um leið, en arður- inn hefir ekki runnið til er- lendra banka. HITT er svo annaö mál, að hin aukna kaupgeta hefir breytt starfsliði sykurekranna i neyzlusamfélag, sem kaupir i skuld og hefir ákaflega smá- borgaralegar hneigðir. Óvist er, að þeir, sem lögðu á ráðin um umbæturnar fyrir hönd rikisins, hafi til þess ætlazt. tbúðarhús verkamannanna eru ömurleg ásýndum og hafa sum hvorki rennandi vatn né frárennsli, eins og áður er sagt, en á þökum þeirra er heill frumskógur sjðnvarps- loftneta. Þetta vekur furðu, þar sem verkamennirnir greiða verzlunareigendum fyrir hvert meðalstórt sjón- varpstæki verð, sem svarar til 300 sterlingspunda, og greiðist það með tuttugu og fjórum jöfnum mánaðargreiðslum. SPURNING ER, hvaða áhrif kjarabreyting þessarra heppnu óskabarna umbótanna hafi á heildarárangur fyrir- hugaðra umbóta i land- búnaðinum yfirleitt. Gagnrýn- endur nefna starfsmenn sykuryrkjusamvinnubúanna „sérréttindahóp”. Meðalarð- ur einstaklingsins svaraði til 75 sterlingspunda i fyrra, en það er meira en meðaltekjur einstaklings meðal Indián- anna i Perú, en helmingur ibúa landsins eru Indiánar. Verkamenn sykuryrkjubú- anna allra fá ekki jafnan arð. Starfsmenn Casa Grande eru 4500 og sérher þeirra fékk i arð i fyrra fjórum sinnum meira en hver starfsmaöur búsins Cartavio, en þeir eru 3500 og búiö er i nágrenni Casa Grande. (Vélbúnaður Carta- vio er að mun eldri en vélar Casa Grande.) Sumir áhuga- menn um umbæturnar i land- búnaöinum hafa við orð að koma á kerfi, sem jafni arði milli sykuryrkjusamvinnubú- anna. Hugmyndin er að færa siðar út kviar þessa kerfis og láta það miðla nokkru af ágóða sykuryrkjusamvinnu- búanna til ibúa annarra land- svæða, sem minna bera úr býtum við framkvæmd um- bótaáformanna i landbúnaðin- um. Ætlunin er bæöi að hraða framkvæmd umbótanna með þessu móti og jafna ágóðahlut einstaklinganna af fram- kvæmdunum i heild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.