Tíminn - 13.01.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Laugardagur 13. janúar 1973
samstöðu með öðrum rikjum um
framgang mála hjá Sameinuðu
þjóðunum. Á þessum fundi rikti
ákaflega mikill einhugur og sem
dæmi má nefna, að þegar rætt
var, hvernig við skyldi bregðast
breytingatillögum er fram kynnu
að koma, lýsti ambassador
Nicaragua þvi yfir að hann styddi
Islendinga algerlega i þessu máli
og gæfi ambassador tslands
sjálfsdæmi um viðbrögð við
breytingatillögum.
A þessum fundi var ákveðið að
ræða við öll þau riki, sem annað
hvort hefðu ekki verið viðstödd
eða setið hjá við atkvæðagreiðsl-
una.
Skiptu menn þvi verki niður á
milli sin.
102 samhljóða
atkvæði
A allsherjarþinginu var tillag-
an svo samþykkt með 102 sam-
hljóða atkvæðum en 22 riki sátu
hjá. Þetta var mikill sigur, en
nokkuð skyggði á, að frændur
okkar á Norðurlöndum treystu
sér ekki til að styðja tillöguna.
Það var aðeins eitt Vestur-
Evrópuriki, sem studdi okkur i
þessu máli, irska lýðveldið.
Það er þó rétt að hafa það i
huga, þegar rætt er um Norður-
löndin i þessu sambandi, að það
eru fyrst og fremst rikisstjórnir
þessara landa, sem eru okkur
andsnúnar. Almenningur i þess-
um löndum er okkur ekki andsnú-
inn i þessu máli, a.m.k. ekki þar
sem ég þekki til, þvi að stjórn
Norræna bankamannasambands-
ins sendi mér persónulega skeyti
til New York, þar sem það lýsti
fullkomntim stuðningi við ts-
lendinga i landhelgismálinu.
Þessi fundur, sem ég greindi
frá áður, hafði það i för með sér,
að tuttugu riki til viðbótar við
þau, sem greitt höfðu nefndinni
atkvæði, bættust i hóp þeirra, sem
studdu tillöguna á allsherjarþing-
inu. Ég tel að þetta sameiginlega
átak þeirra rikja, sem studdu til-
löguna hafi haft mjög mikla þýð-
ingu fyrir úrslit málsins, þvi að i
atkvæðagreiðslunni á allsherjar-
þinginu bættust i hópinn riki eins
og Kanada, Astralia, Nýja Sjá-
land og fl., sem við teljum mjög
þýðingarmikið að lýsi yfir sam-
stöðu með okkur i þessu máli, en
hins vegar bárust margvislegar
tilraunir eftir öllum hugsanlegum
leiðum, til að hafa áhrif á Norður-
löndin engan árangur.
Má það teljast furðulegt, þar
sem Norðurlöndin hafa áður oft
sýnt það, að þau vilja verja hags-
muni hinna vanþróuðu rikja gegn
yfirgangi stórvelda. Hér var um
að ræða eitt mesta réttindamál
vanþróuðu rikjanna. Þau studdu
öll þessa tillögu og börðust fyrir
henni við hlið okkar. Þá skeöur
það, að Norðurlönd taka sér stöðu
i hópi stórvelda og forréttinda-
þjóða.”
Afstaða
Bandaríkjanrta
„Þið reynduð einnig að hafa
áhrif á afstöðu Bandarikjafulltrú-
anna, var það ekki?”
„Jú, eins og ég sagði áðan, þá
fluttu Bandarikin breytingatil-
lögu i nefndinni, sem fól i sér
niðurfellingu þeirra orða i tillög-
unni, sem skiptu okkur mestu
máli, þ.e. réttindi til lifsins i sjón-
um yfir hafsbotninum. Eftir úr-
slitin i nefndinni gaus upp sá
kvittur að Bandarikjamenn og
Rússar ætluðu að sameinast um
breytingatillögu sem gengi i
sömu átt og tillaga Bandarikj-
anna, þegar á allsherjaþingið
sjálft kæmi. Var þvi brugðið á það
ráð að sjá hvað utanrikisþjónusta
okkargæti i tilraunum til áhrifa á
önnur riki, þegar mesta lifshags-
munamál islenzku þjóðarinnar
var i veði.
Var talið eðlilegt að byrja á þvi
að hafa samband við sendiherra
okkar i Washington, Guðmund I.
Þessi tnynd var tekin við upphaf 27. allsherjarþingsins, þegar Einar Agústsson, utanrikisráðherra, þáöi
boð Waldheim, aðalframkvæmdastjóra Samcinuðu þjóðanna, í fylgd Haralds Kröyer, sendiherra.
Rætt við Hannes Pálsson fulltrúa
Framsóknarflokksins í sendinefnd
Islands á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna
islen/.ka sendinefndin á fundi. Talið frá vinstri: tvar Guðmundsson, Ellert Schram, Bragi Jósefsson, Gunnar Schram, Hannes Pálsson,
Jónas Arnason, Haraldur Kröyer og Stefán Gunnlaugsson.
27. allsheriarþingið
varð okkur hagsfætt
Fundur með
stuðnings*
mönnum
Til þess að stuðla að þvi að
þessi tillaga okkar næði fram að
ganga á sjálfu allsherjarþinginu
og koma i veg fyrir samþykkt
breytingatillagna, boðaði is-
lenzka sendinefndin til fundar
með fulltrúum all margra rikja,
sem ýmist voru flutningsmenn
eða ákafir stuðningsmenn til-
lögunnar eins og td. Kina. Þetta
var raunar i fyrsta skipti, sem Is-
lendingar hafa boðað til fundar
hjá Sameinuðu þjóðunum með
þessum hætti til að reyna að ná
Hannes Pálsson var eins
og kunnugt er fulltrúi
Framsóknarflokksins i
sendinefnd Islands á 27.
allsherjarþingi Sameinuöu
þjóöanna, sem lauk í New
York 20. des. sl.
Eins og lesendum er
kunnugt af fréttum var
þetta allsherjarþing mjög
mikilvægt fyrir Island fyrst
og fremst vegna þeirrar
samþykktar sem þingið
gerði um réttindi strand-
ríkja til varanlegra yfir-
ráða yfir auðæfun á hafs-
botni og í sjónum yfir hon-
um.
Tíminn kom að máli við
Hannes Pálsson og bað
hann segja lesendum
blaðsins frá helztu málum
og gangi þeirra á 27. alls-
herjarþinginu.
„Er þá ekki rétt Hannes að
byrja á stærsta málinu, sam-
þykkt tillögu tslands og Perú um
réttindi strandrikja?”
„Jú, það er frá okkar sjónarhóli
séð tvimælalaust mikilvægasta
samþykktin, sem gerð var og get-
ur ráðið miklu um framtiðar-
hagsmuni islenzku þjóðarinnar.
Samstarfið
við Perú
Hugmyndin að þessari tillögu
var sú að koma þessu lifshags-
munamáli íslendinga að, þó svo
að það væri ekki á dagskrá. Þvi
var talið nauðsynlegt að fá með
einhverium hætti viliayfirlýsingu
hjá Sameinuðu þjóðunum um
Samþykkt
í nefnd
Þessar vonir rættust svo þegar
tillagan var borin upp i efnahags-
nefnd allsherjarþingsins og fékk
góðar viðtökur hjá þorra rikja.
Tillagan var samþykkt i nefnd-
inni með 82 atkvæðum og
breytingatillögur felldar.
Það voru aðallega tveir hópar
rikja, sem reyndust okkur and-
snúnir i þessu máli. Annars vegar
landluktu rikin, sem gera sér
vonir um að fá itök i auðæfum
hafsins á hafréttarráðstefnunni
og hins vegar hin auðugu iðnaðar-
riki, sem sérstakra hagsmuna
eiga að gæta i fiskveiðum á fjar-
lægum miðum. Eða kannski rétt-
ara sagt stundað rányrkju á mið-
um annarra rikja.
Tveir aðilar gerðu tilraunir til
að koma breytingum fram á til-
lögunni og fella niður úr henni
það, sem okkur skipti öllu máli.
Það voru annars vegar Bandarik-
in og hins vegar Afganistan sem
er i hópi hinna landluktu rikja.
Þessar tilraunir mistókust, sem
betur fer.
þetta mál. Sú ákvörðun var tekin
að koma þvi að undirliðnum
„náttúruauðæfi og verndun
þeirra” og eins og rakið hefur
verið, þá tókst okkur að ná sam-
starfi við Perú og fleiri riki, sem
svipaðra hagsmuna hafa að gæta
og við og svipaða stefnu i land-
helgismálum.
Sendinefndir Perú og tslands
gerðu hvorar um sig uppkast að
ályktunartillögu um þessi efni.
Samkomulag varð svo um að
mætast á miðri leið og má segja,
að endanlega tillagan hafi verið
sin helftin úr hvoru uppkasti.
Strax og við höfðum náð sam-
stöðu með Perú um þessi efni þá
glæddust vonir okkar um að fá til-
löguna samþykkta, þar sem Perú
hefur mjög náin samskipti við öll
Suður-Amerikurikin á þessu
sviði, en öll hafa þau svipaða
stefnu i landhelgismálum.