Tíminn - 13.01.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.01.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Laugardagur 13. janúar 1973 Alsherjarþingið hafizt, þvi að á hina fundina er lit- ið sem undirbúningsfundi ráð- stefnunnar.” ,,Þá stóð Island i flokki þeirra þjóða, sem tryggði framgang til- lögunnar um stofnun Háskóla íiameinuðu þjóðanna, en nokkur ágreiningur rikti um það mál?” ,,Já, fsland var eitt Norður- landa um að fylgja þessari hug- mynd, þegar hún kom fram,og við studdum málið á öllum stigum þess eftir þvi sem við gátum. Til- lagan um þennan skóla var sam- þykkt, en hún gerir ráð fyrir, að skólinn starfi i mörgum löndum og i mörgum deildum. Gerum við okkur vonir um, að íslandi gæti staðið til boða að hýsa eina deild skólans, þ.e.a.s. i haf- og fiski- rannsóknum. Þarf að sjálfsögðu ekki að fara mörgum orðum um það, hve mikil lyftistöng slik há- skóladeild á vegum háskóla Sam- einuðu þjóðanna gæti orðið okkur. Ekki ætti það að draga úr likun- um á þessu,að við studdum há- skólamálið dyggilega. Auðvitað eru það fjölmörg mál, sem gagnmerk eru og voru til meðferðar á þinginu, en á annað hundrað tillögur voru samþykkt- ar. Ég reyni ekki að telja upp öll þau fjölmörgu mál, en frá þeim stærstu hefur verið sagt all náið i fréttum" 27. þingið mjög hagstætt íslandi ,,En hver telur þú heildaráhrif- in á 27. allsherjarþinginu fyrir fs- land hafa verið? „Þau eru tvimælalaust okkur mjög hagstæð, eins og raunar þegar hefur komið fram i spjalli okkar um landhelgistillöguna. Með nýrri og sjálfstæðri utan- rikisstefnu vinstri stjórnar á Is- landi hefur ekki aðeins tekizt að afla stuðnings mikils meirihluta rikja heims við málstað okkar i landhelgismálinu, heldur höfum við einnig gert okkur gildandi með sjálfstæðri afstöðu i mörgum málum og aflað Islandi aukinnar virðingar annarra þjóða á alþjóða vettvangi og þar með aukna möguleika til að hafa áframhald- andi áhrif á framvindu mála á komandi árum. Ég get i þessu sambandi minnzt orða Oswaldo de Heviera, Perúmannsins, sem studdi okkur dyggilegast i land- helgismálinu, en hann sagði, að lokinni atkvæðagreiðslunni: ,rEf að þær þjóðir, sem hafa stuðlað að framgangi þessa máls á þing- inu hérna nú, halda hópinn og styðja hver aðra áfram i framtiðinni, þarf ekki að spyrja að úrslitum hafréttarráðstefn- unnar.” Island fékk háa einkunn ,,Þá vil ég að lokum geta þess, að til eru alþjóðleg samtök, sem nefna sig „World Association of World Federalist”, sem m.a. hef- ur gengizt fyrir alþjóðlegum ráð- stefnum um nýtingu hafsins og Vanan mann vantar á kúabú i S-Þingeyjarsýslu. íbúð ef þess er óskað. Upplýsingar i sima 2571« Iteykjavik eða Hlégarði um Staðarhól. Skýrsluvélastörf Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikur- borgar þurfa að mæta auknum þörfum opinberra aðila fyrir skýrsluvélaþjónustu. Þvi auglýsir stofnunin nú eftir umsóknum um störf i kerfisfræðum frá ungu og vel menntuðu fólki. Æskileg menntun er próf i viðskiptafræði eða annað há- skólapróf. Til álita kemur þó að ráða fólk með stúdents- próf úr stærðfræðideild eða sambærilega menntun. Æskilegt er, að umsækjendur hafi starfsreynslu á við- skiptasviðinu eða i störfum hjá opinberum stofnunum. Nám og þjálfun i kerfisfræðum fer fram á vegum stofnun- arinnar eftir ráðningu. Upplýsingar um starfið verða veittar á skrifstofu vorri, Háaleitisbraut 9. Skýrsluvélar rikisins og Ileykjavikurborgar Stór útsala hefst á mánudag 15. janúar. Kápur, dragtir, buxnadragtir, jakkar. Glæsilegt úrval, mikil verðlækkun. Bernharð Laxdal Kjörgarði auðæfa þess, og sat ég eina slika ráðstefnu i New York, þar sem aðalsérfræðingar Bandarikjanna i rannsóknum hafsbotnsins fluttu erindi ásamt sérfræðingum frá fjölda annarra rikja. Á þessari ráðstefnu flutti Gunnar Schram erindi, þar sem hann skýrði bar- áttu okkar Islendinga fyrir vernd fiskistofna. Þessi samtök „Federalista” hafa tekið upp þann sið að gefa rikjum einkunnir fyrir stefnu þeirra og sjálfstæði i utanrikis- málum, þ.e. afstöðu sendinefnda til mikilvægra mála á Allsherjar- þinginu. Þeir birtu þessar ein- kunnir að 27. allsherjarþinginu loknu.og kom þá i ljós, að ísland er á þessum lista i þriðja sæti ásamt Svium og aðeins Júgó- slavia og Rúmenia eru fyrir ofan okkur. —TK pessi mynd var tekin á fundinum, þar sem stuöningsmenn Islendinga lögðu á ráðin um framgang land- helgistillögunnar. Á fundinum var Haraldur Kröyer i forsæti og við hlið hans situr Gunnar Schram, sendiráðunautur. i Port Judith i Nýja Englandi. Fiskimaður kynnir Hannesi og Jónasi Árnasyni meðferð humargildru. í'hléi frá þingstörfum. Pétur Sigurðsson, fulitrúi Sjálfstæðisfiokksins i sendinefndinni, og Alfreð Gisla- son, læknir, fuiltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, ásamt Hallfriði Tryggvadóttur, starfs- manni S.Þ. og Sigrúnu Ilelgadóttur, konu Hannesar Páissonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.