Tíminn - 19.01.1973, Side 5
Föstudagur 19. janúar 1973
TÍMINN
5
Svipmynd úr einþáttungi Birgis Engilberts, „Hversdagsdraumur”. Myndin var tekin, er þátturinn var
færöur upp á Listahátið siöastliðið vor. Þetta eru Margrét Guðmundsdóttir og Bessi Bjarnason i hlut-
verkum sinum. Hlutföllin eru dálitið sérstök, eins og sjá má. (Tímamynd: Róbert).
Þjóðleikhúsið frumsýnir:
„Hversdagsdraum" og „Ósigur"
fimmtudaginn 25. janúar n.k.
Stp—Reykjavik.
Fimmtudaginn 25. janúar, eftir
rétta viku, verða frumsýndir i
þjóðleikhúsinu tveir einþáttung-
ar eftir Birgi Engilberts. Heita
þeir „Ósigur” og „Hversdags-
draumur” . A vegum Listahátiðar
siðastliðið vor voru hafðar tvær
forsýningar á einþáttungum
þessum, en siðan hefur höfundur
gert miklar breytingar á öðrum
þættinum, „Ósigri” og hefur hann
unniðað þvi síðan i vor. Má segja,
að hver siða handritsins hafi ver-
ið endurskrifuð og auk þess bætt
inn nýrri persónu. 1 hinum nýja
búningi er verkið nokkru styttra
en áður. Leikmyndir eru þær
sömu og i vor.
Leikstjórar eru tveir, þeir
Benedikt Arnason og Þórhallur
Sigurðsson. Vinna þeir algjörlega
i sameiningu að leikstjórninni, —
ef ágreiningur kemur upp um ein-
hver atriði, leysa þeir hann sin á
milli. Leikstjóri og aðstoðarleik-
stjóri á ekki við hér, og mun sam-
starf sem þetta að likindum vera
einsdæmi i leikstjórnarsögu hér-
lendis.
A blaðamannafundi i gær með
leikstjórunum, höfundi, skrifstofu
stjóra Þjóðleikhússins og blaða-
fulltrúa, var rætt nokkuð um efni
þáttanna, hlutverkaskipan þeirra
o.fl.
Að sögn Benedikts eru þættirnir
algjörar andstæður, sem til sam-
ans skapa mjög skemmtilega
heild. Efnislega og myndrænt er
öllum hlutföllum snúið við. Annar
þátturinn byggist á misskilningi
meðal fólks, en hinn á þeirri
„meinsemd” að vilja ekki skilja.
I öðrum eru hlutföllin milli manns
og umhverfis þannig, að persón-
urnar virka mjög smáar, en i hin-
um virkar umhverfið mjög stórt.
f heild eru leikmyndirnar mjög
stórar, en þær hefur höfundur
sjálfur, Birgir Engilberts, gert.
Hlutverk i „Hversdagsdraumi”
eru tvö, og eru þau leikin af Bessa
Bjarnasyni og Margréti Guð-
mundsdóttur. Hlutverk „Ósig-
urs” skipa: Flosi Ólafsson,
Hákon Waage, Sigurður Skúla-
son, Randver Þorláksson, Hjalti
Rögnvaldsson og Jón Gunnars-
son. Og eins og áður segir, hefur
einu hlutverki verið bætt við, þvi
sjöunda, og er það leikið af
Þórhalli Sigurðssyni.
Það mun sjaldgæft hér á landi,
að leikritahöfundar fái tækifæri
til að endurskrifa verk sin fyrir
hina fyrstu raunverulegu frum-
sýningu. Þetta tækifæri gafst
Birgi vegna forsýninganna i vor,
sem hann og hagnýtti sér . Það
liggur ljóst fyrir, að aðstaða sem
þessi hlýtur að vera til hagræðis
höfundunum, og verður væntan-
lega meira um, að boðið veröi upp
á slikt i framtiðinni. Birgir gaf
það raunar i skyn, að hann myndi
að likindum enn endurskrifa
einþáttunginn „Ósigur” eftir
væntanlegar sýningar.
Næstkomandi þriðjudag verður
tilraunasýning á báðum þáttun-
um i heild i Þjóðleikhúsinu, sem
skólastjórum og skólafélögum
verður boðið á til kynningar.
Birgir Engilberts er einn af
yngstu leikritahöfundum okkar,
fæddur i Reykjavik árið 1946.
Stundaði nám i leikmyndagerð
við Þjóðleikhúsið 1963-66 og er nú
fastráðinn við leikhúsið sem leik-
myndateiknari. Fyrsta leikrit
hans var „Loftbólur”, er sýnt var
á Litlasviðinu i Lindarbæ árið
1966 og siðan i sjónvarpi hér og á
Noröurlöndum. Arið 1967
frumsýndi Gríma leikritið „Lifs-
neisti” eftir Birgi, og ári siðar
flutti M.R. „Sæðissatiru” eftir
hann.
Ljóðakvöld í
minningu Davíðs
haldið á Akureyri
A sunnudaginn efnir Þingstúka
Eyjafjarðar til ljóðakvölds i
minningu Daviðs Stefánssonar
skálds frá Fagraskógi. Ljóða-
kvöldið verður i Borgarbiói og
hefst klukkan 5.15.
Ljóðakvöldið er haldið á af-
mælisdegi þjóðskáldsins, Daviðs
Stefánssonar, og verða þar flutt
ávörp og lesið úr kvæðum skálds-
ins. Einnig munu þau Jóhann
Danielsson og Gunnfriður
Hreiðarsdóttir syngja.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
Framboðsfundur
Ákveðið hefur verið, að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðsluum kjör stjórnar, trúnað-
armannaráðs og endurskoðenda i
Verzlunarmannafélagi Reykjavikur.
Listum cða tillögum skal skila i skrifstofu VR, Hagamel 4,
eigi siðar er kl. 12 á hádegi mánudaginn 22. janúar n.k.
Kjörstjórnin.
Rafiðnaðarsamband íslands. Félag islenzkra Rafvirkja.
Simi 26910. Simi 23888.
Fræðslunámskeið
Rafeindatækni — Einlínumyndir
Næsta námskeið i rafeindatækni og ein-
linumyndum hefst þriðjudaginn 23.
janúar n.k. Væntanlegir þátttakendur hafi
samband við skrifstofuna sem fyrst.
Þar sem nauðsynlegt verður að takmarka fjölda þátttak-
enda á hverju námskeiði, er gert ráð fyrir 2-3
námskeiðshópum fram á vor. Kennslan fer fram á þriöju-
dags-og fimmtudagskvöldum og verður hvert námskeið i
um það bil 40 kennslustundir.
Þátttökugjald kr. 2.000,- greiðist við staðfestingu fyrri
umsókna, eða við innritun.
Ilafiðnaðarsamband íslands.
Félag islenzkra rafvirkja.
efstu á
vinsælda-
TEGUND 2204
Svart og brúnt ieður
NR. 35-42
Krónur 1925,00
TEGUND 2210
Brúnt leður með loöfóðri
NR. 35-42
Krónur 2760,00
TEGUND 2203
Brúnt eða svart leður
með loðfóðri
NR. 35-42
Krónur 2560,00
Póstsendum.
Skóverzlun Þórðar Péturssonar
við Austurvöll - Sími 1-41-81
listanum