Tíminn - 19.01.1973, Qupperneq 15
Föstudagur 19. janúar 1973
TÍMINN
15
hjá að slita hemlunum i brattanum niður að ánni. Vélin hitnaði iskyggi-
lega á þessu,og þegar hann hafði ekið i fyrsta gir nokkra kflómetra, fór
kælivatnið að sjóða. Að lokum var þvagan af fólki og farartækjum svo
mikil á veginum, að hann gafst upp við að halda lengra. Hann skrúfaði
niöur rúðuna og hallaði sér út til að fá skýringu á þessari almennu töf.
Allir bentu i sömu átt og svöruðu þvi sama:
,,bað er brúin! Brúin!”
Paterson sneri kveikjulyklinum og setti bilinn i afturábak gir, siðan
lagði hann gangandi af stað niður að ánni til að sjá sjálfur, hvað að
væri. Þegar hann var kominn nokkur hundruð metra, kom hann að
krappri bugðu á veginum og þaöan sá hann brúna. Þetta var ein af
þeim brúm, sem byggðar eru eftir að regntímanum lýkur úr trjá-
stofnum og bambus,bundnum saman með basti og trefjum. Þessar
brýr eru mjög veigalitlar, enda brotna þær og berast burtu með vatns-
flaumnum á regntimanum árlega. Þess háttar brúm var ekki ætlað að
þola slikan umferðarþunga og verið hafði undanfarnar vikur. Brúar-
gólfið var brotið i miðju og þar var á þvi stórt gat, sem geröi jafnvel
fótgangandi ómögulegt að komast yfir.
Paterson stóð um stund og fylgdist með mönnunum, sem voru að
vinna við að lagfæra skemmdirnar. úr þessari fjarlægð sýndust þeir
litlir og iðandi. Hjá þeim stóð maður, sem Paterson fannst hann ætti að
bera kennsl á; þetta var hvitur maður, sem pataði i allar áttir með
ógnarlegum látum. Við brúna hafði safnazt saman ótölulegur fjöldi
flóttamanna af öllum hugsanlegum kynþáttum og blöndum Austur-
landa;fólk á öllum aldri, karlar og konur hvert innan um annað. Allt
beið það ótrúlega þolinmótt — yrði brúin ekki tilbúin i dag, yrði hún það
ef til vill á morgun. I miðri þvögunni var bill.
Straumurinn i ánni var of mikill og vatnið of djúpt til að hún væri
væð þarna, og Paterson sá, að tveir timburflekar voru'stöðugt á ferð-
inni bakkanna á milli. Timburflekarnir voru búnir til úr sverum trjá-
stofnum og reyrðir saman með trefjum.
Paterson gekk sfðasta spölinn að brúnni. Við venjulegar aðstæður
hefði mátt vænta þess, að brúin væri meira en nógu sterk til að þola
eðlilegan umferðarþunga, en núna var heldur ekki um neinar venju-
legar aðstæður að ræða,og brúin hafði látið undan og var nú svo sigin,
að þar sem hún var lægst, var hún ekki meira en tiu metra yfir vatns-
borðinu. 1 vatninu nærri bakkanum sást i brakið af uxakerrunni, sem
verið hafði á brúnni, þegar hún brast.
Hann gekk út á brúna. Fótatakið glumdi i gólfinu, og öll brúin
sveiflaðist eftir hreyfingum hans. Mennirnir úti við gatið litu upp og
komu auga á hann.
í hópnum þekkti hann einn mann og sá gekk nú á móti honum.
„Hvern djöfulinn á það að þýða að koma hingað blaðskellandi og
setja allt á hreyfingu, meðan við erum að vinna? Er ætlun yðar að
ryöja okkur öllum hér niður? Hvern djöfulinn á þetta að þýða?”
Þarna var Hollendingurinn kominn. Hann öskraði af öllum lifs og
sálar kröftum á leiðinni til Patersons og brúin ruggaði og dúaði undan
riflegum likamsþunga hans.
,,Nú, eruð þaö þér! Þér verðið svei mér að gæta yöar,annars hrynur
allt draslið undan okkur”.
„Hversu lengi hefur þetta gengið svona?” spurði Paterson.
„I heila tvo daga, megið þér vita!”
„Hvernig stendur á þvi? Það litur ekki út fyrir að vera sérlega erfitt
að gera við brúna. Hafa verið einhver vandræði?”
„Hvort það hafa! Karlarnir voru ekki fyrr búnir að gera við en fiflin
komu stormandi með fyrstu uxakerruna, svo að allt draslið hrundi á
ný. Tveir drukknuðu, en þeir höföu nú ekki nema gott af þvi! Nú getur
alveg liðið vika, áður en við komum henni i lag aftur”.
Paterson gekk nokkrum skrefum lengra út á brúna. Hollendingur-
inn öskraði á hann aftur:
„Gerið þetta ekki i fjandans nafni! Þetta ruggar allt saman, sjáið þér
þaö ekki maður?”
„Verið rólegir”, svaraði Paterson.
Hann hélt áfram út á miðja brúna, en nam öðru hvoru staðar til að
kyrrð kæmist á hana, og þá litaðist hann um. Svo virtist sem upphaf-
legu skemmdirnar hefðu ekki verið mjög miklar, en uxakerran, sem
steypzt hafði niður, vegna þess að fólkið gat ekki beðið þar til
mennirnir höfðu lokið verki sinu, hafði i fallinu lent á einum burðar-
bitanum. Bitinn haföi brotnaðeins ogeldspýta undan þunga kerrunnar,
uxanna og farangursins. Brotni bitinn skagaði upp eins og brotinn fót-
ur.
Paterson gaf sig á tal við mennina, sem voru að leggja langa
bambusplanka yfir gatið á miðju brúargólfinu. Mennirnir virtust
þvingaðir og órólegir.eins og þeir væru hræddir við Hollendinginn. Þeir
svöruðu Paterson i uppgjafa mæðutón. Hjá þeim var hver dagurinn
öörum likur, strit og púl frá morgni til kvölds. Flestir voru þeiraf
Karen-ættbálknum, viðfelldnir og skrafhreyfir menn og höföu mjög
sterka tilhneigingu til að lagfæra söguna um uxakerruna, sem hrapaði
niður. Þetta varð ógurleg frásögn i meðförunum: „Það fórust tiu
manns. Já, tiu eöa tólf! Það voru þrir eða jafnvel fjórir uxar fyrir
eykinu...Fjöldi fólks fórst. Þrjátiu i allt!”
Hann kinkaði kolli við frásögnum þeirra. Þegar þeir komust aö raun
um, að hann skildi mál þeirra, hópuðust þeir að honum og töluðu hver i
kapp við annan. Þeir bentu ákafir á brotna bitann og endurtóku kerru-
söguna með nýjum ógnvekjandi smáatriðum. Paterson reyndi að gera
sér grein fyrir viðgerðinni og erfiðleikunum i sambandi við hana.
Niðri á ánni var timburfleki á leið yfir. Honum var stjakað áfram af
háum, þreklegum Karenmanni, sem einungis bar litla, rauða mittis-
skýlu. A flekanum stóð og sat hópur Indverja og Burmabúa. Fólkiö var
klætt skikkjum og skyrtum i öllum regnbogans litum, og inn á milli
fullorðna fólksins var aragrúi af hálfnöktum börnum. Flekinn rann yfir
glóandi spegilmynd sólarinnar á vatnsfletinum, en þegar sólin kom
aftur i 1 jós, skein birtan i augu Patersons af sama aíli og blossinn
úr flasslampa. Honum fannst brúin allt i einu fara á fleygif. allt lenti i
þoku og loks sortnaði honum alve g fyrir augum. Honum fannst hann
hanga yfir tvitugu dýpi og langaði helzt til að láta sig falla, falla. Hann
greip i lága grindverkið á brúnni og tókst með erfiösmunum að standa
á fótunum. Sjónin skýrðist,og fljótlega sá hann ána aftur og timbur-
flekann, sem nú var kominn yfir að norðurbakkanum.
í sama bili hristist brúin. Paterson sagði eitthvað við mennina, en
var svo illa haldinn, að hann var ekki einu sinni viss um, hvað hann
sagði. Hægt og skjögrandi hélt hann að brúarsporðinum aftur og
fálmaði fyrir sér eftir handriðinu á leiðinni.
Hollendingurinn stóð og beiö hans.
„Jæja, hvernig lizt yður á? Hversu langan tima haldið þér, að þetta
taki? Guð má vita, hvort nokkur möguleiki er á aö komast yfir i
dag?” „Areiðanlega ekki,” svaraði Paterson.
„Helvitis fiflin halda ekkert áfram”.
Paterson hafði nú aftur fast land undir fótum, en þegar hann gekk af
staö, gekk jörðin i bylgjum undir honum. Það var eins og að ganga
eftir mjórri spýtu með ginandi hyldýpi beggja vegna við sig. Til hans
kom langur, skinhoraður Indverji og fór að betla um ris. Hollend -
1312
Lárétt
1) Borg,- 6) Keyrðu.- 7) Titill.-
9) Fisk,- 10) Rákast,- 11)
Hasar.- 12) Stafur.-13) Fæða.-
15) Ríki,-
Lóðrétt
1) Furðaði.- 2) Fljót.- 3) Geð-
vond.- 4) Tvihlj,- 5) Allavega,-
8) Bók.- 9) Kærleikur.- 13)
Anno Domini,- 14) Eins.
Ráðning á gátu No. 1311
Lárétt
1) Traktor,- 6) Kvi,- 7) ls,- 9)
Hr.- 10) Bjargar,- 11) AA,- 12)
KR.- 13) Pus,- 15) Agentar.-
Lóðrétt
1) Tvibaka,- 2) Ak,- 3) Kvört-
un,- 4) Ti,- 5) RRRRRRR,- 8)
Sjá,- 9) Hak,- 13) Pé,- 14) ST,-
V 2 í*
l ó &
/o -
n itójlJ n
n
/t>
D
R
E
K
I
aðsigla áfram, sprengjumenn
| annars förum) irnir' eru T/ /
við á hausinn.^>_fundnir.^^^
j PeningakúgunJH
er betri en eld-
■y, sprengjur. Viö
|erum hjálparvanal
— við verðum að|
FÖSTUDAGUR
19. janúar
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunslund barnanna kl.
8.45: Helga Hjörvar heldur
áfram sögunni af „Skútu-
Andrési með tréfðtinn” eftir
Jörn Birkeholm (3) Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
leikin á milli liða. Spjallaö
við bændur kl. 10.05. Til
umhugsunar kl. 10.25:
Þáttur um áfengismál i um-
sjón Arna Gunnarssonar.
Morgunpopp kl. 10.45
Hljómsveitin Yes syngur og
leikur. Fréttir kl. 11.00
Tónlistarsaga: Endurtekinn
þáttur Atla Heimis Sveins-
sonar kl. 11.35 Tónlist eftir
Mozart: Walter Klien leikur
þrjú pianóverk: Fantasiu og
fúgu i C-dúr, Sex tilbrigöi
um Allegretto og Rondó i a-
moll.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.00 Búnaðarþáttur Dr. Hall-
dór Pálsson búnaðarmála-
stjóri talar um landbún-
aðinn á liðnu ári (endurt.
þáttur)
14.30 Siödegissaga: „Jón Ger-
reksson” eftir Jón Björns-
sonSigriður Schiöth les (8)
15.00 Miðdegistónlcikar:
Leontyne Price og Martti
Talvela syngja lög eftir Ro-
bert Schumann.
15.45 Lcsin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphorniö
17.40 Tónlistartimi barn-
anna
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.35 Þingsjá Ingólfur Krist-
jánsson sér um þáttinn
20.00 Sinfóniskir tónleikar.
Flytjendur: Sinfóniuhljóm-
sveit útvarpsins i Stuttgart.
Einleikari: John Lill.
Stjórnandi: Gabriel
Chumra. a. Pianókonsert
nr. 2 i B-dúr eftir Brahms. b.
„Pelléas og Mélisande”,
hljómsveitarsvita op. 80
eftir Fauré. c. „Eldfugl-
inn”, ballettsvita eftir
Stravinsky.
21.30 Forsendur huglækninga
Ólafur Tryggvason frá
Hamraborg flytur erindi.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir útvarps-
sagan: „Haustferming”
eftir Stefán Júliusson
Höfundur les (7)
22.35 Létt músik á siökvöldi
Hljóðritanir frá franska
útvarpinu. Tónlist eftir
d’Indy, Kéler Béla, Ernest
Guiraud, Saint-S’áens,
Massenet og Demersseman.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR
19. janúar
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Karlar i krapinu.
Bandariskur gamanmynda-
flokkur i kúrekamyndastil.
Laumufarþeginn Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
21.20 Sjónaukinn.Umræðu- og
fréttaskýringaþáttur um
innlend og erlend málefni.
22.20 Slansk. Pólskur dans-
flokkur sýnir ýmiss konar
þjóðdansa i norska Óperu-
húsinu. (Nordvision —
Norska sjónvarpið)
22.55 Dagskrárlok