Tíminn - 23.01.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.01.1973, Blaðsíða 1
WOTEL miHÐIfí •f Hótel Loftleiðir býður gestum stnum að velja á milll 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa Itka tbúðir tll boða. Allur búnaður miðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIÐUR VEL. __________________________________ Stóráfall fyrir Stokkseyringa: TVEIR BÁTAR AF ÁTTA ÚR LEIK Á FÁM DÆGRUM Hafdís sökk út af Selvogi, Jósef Geir laskast í stórsjó Höfðakaupstaður: meira og betra vatn — það er ein óskin á nýbyrjuðu ári. VATNS HANDA HÖFÐA- KAUPSTAÐ LEITAÐ FRAMMI í HRAFNDAL — Vatn er hér bæði iilt og ónógt, og tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að róða bót á þvi, hafa ekki borið vfðhlitandi árangur, sagði Jón Jónsson, fréttaritari Timans i Höfðakaup- stað i gær. Það er okkur mjög brýnt að fá meira og hreinna vatn. Þrátt fyrir hreinsibúnað spillist það vatn, sem við nú höfum, i bráðum leysingum, og þegar frystihúsvinna er mikil, kannski bæði bolfiskur og rækja samtímis, verður vatnslitið sums staðar i kauptúninu, tii dæmis við Bogabraut, Fellsbraut og Hóla- braut og viðar. Svipaða sögu er að segja úr ýmsum öðrum kauptúnum og sjó- þorpum. En nú á að gera nýja gangskör að þvi að leita betra vatns handa Höfðakaupstað. Menn frá Orkustofnuninni eru komnir þangað með jarðbor, og hann var fluttur fram i Hrafndal i gærmorgun, og verður borað þar i fleiri stað en einum, ef þörf krefur. 1 fyrrasumar var grafið þar nokkuð með skurðgröfum til þess að kanna, hversu mikið vatn fengist með þeim hætti, og i fram- haldi af þvi er ráðizt i þessar boranir. Tvisvar hefur verið borað eftir vatni ofan við kaupstaðinn, neðan- vert við túnið á Spákonufelli — i siðara skiptið i fyrra. En með þvi að árangurinn hefur ekki orðið sem skyldi, er nú borið niður þarna upp frá. Leiðsla þaðan verður á að gizka þrefalt lengri en sú, sem nú er, en eigi að siður munu allir hrósa happi, náist þar nægjanlegt af sæmilega góðu vatni, þvi að við svo búið getur ekki staðið til langframa. —JH ÞÓ—Reykjavik. HS—Stokks- eyri. Stokksey ringar urðu fyrir mikiu áfaili nú um helgina, þvi að einn bátur þaðan, Hafdís AR-211 sökk á laugardagsnóttina út af Selvogi, og annar bátur, Jósef Geir, varð fyrir brotsjó út af Ilafnarnesi, þegar hann var á leið til lands úr róðri i gærdag. Hafdis hafði legið i Stokkseyr- arhöfn um tima, en bátinn rak upp i Stokkseyrarfjöru f vetur. Á laugardagskvöldið átti að fara með Hafdisi til Reykjavikur, en þar átti að taka bátinn i slipp. Var lagt af stað frá Stokkseyri seint um kvöld, og var vélbátur- inn Jósef Geir i fylgd með honum. Þegar bátarnir voru búnir að sigla i um það bil tvo klukkutima, kom óstöðvandi leki að Hafdisi. Þá voru bátarnir út af Selvogi. Dælur bátsins höfðu engan veginn undan lekanum og fljótlega varð ljóst,að báturinn héldist ekki lengi ofansjávar. Skipverjar, sem voru þrir, settu út gúmmibátinn og Þó—Reykjavik. Á sunnudaginn klippti varðskip á vira eriends veiðiþjófs i átjánda sinn. Það var óðinn,sem hér var pð vcrki, og skar hann á vira v- þýzka togarans Siriusar BX-685. Það var um klukkan 15.30 á sunnudaginn, að Óðinn klippti sundur báða togvira Siriusar, en togarinn var þá á veiðum i Vikur- fóru i hann. Siðan var þeim bjarg- að yfir i vélbátinn Jósef Geir AR- 361 og gekk það ágætlega, þrátt fyrir hálfleiðinlegt veður. Vélbát- urinn Hafdis var 53 lestir að stærð og hét áður Agúst Guð- mundsson GK. Báturinn hafði verið i eigu Disar h.f. á Stokks- eyri um nokkurt skeið. En Jósef Geir átti eftir að koma meira við sögu. Þegar báturinn var á leið i land úr róðri skömmu eftir hádegið i gær, fékk hann á sig brotsjó, og við það laskaöist stýri bátsins og siglingatæki skemmdust. Þegar þetta gerðist, var báturinn staddur um það bil fjórar sjómilur frá Hafnarnesi. Skipverjar gátu sent út neyðar- kall i gegnum neyðartalstöð, og náði Vestmannaeyjaradió neyðarkallinu. Hafði Vestmanna- eyjaradió siðan samband við báta, sem voru á svipuðum slóð- um og Jósef Geir. Vélbáturinn Búrfell frá Þor- lákshöfn var að leggjast að bryggju i Þorlákshöfn, þegar neyðarkallið barst. Voru land- ál, um 12 sjómilur innan 50 sjó- milna markanna. Áður en Óðins- menn létu til skarar skriða, voru skipstjóra togarans' gefnar itrek- aðar viðvaranir, en þegar hann sinnti þeim i engu, voru klippurn- ar settar i sjó og klippt á báða vira togarans. Annar v-þýzkur togari var á veiðum á sömu slóðum og Sirius festar leystar i skyndi og þegar haldið áleiðis til hjálpar. Ekki gekk vel að finna Jósef Geir, þar sem veður var mjög vont og skyggni slæmt. Burfell gat miðað stöðu Jósefs Geirs út með þvi að hlusta á neyðartalstöð ina, og eftir tveggja tima leit var komið að bátnum. Þar sem ógjörningur var að fara meöbáti togi inn til Þorlákshafnar um það leyti, sem Búrfell fann Jósef Geir, var það tekið til bragðs að biða, þar til veður batnaði, og um fjögurleytið fór veður að lægja. Tókst Búrfelli að komast inn til Þorlákshafnar með Jósef Geir um klukkan sjö i gærkvöld. Jósef Geir er i eigu Hraðfrysti- huss Stokkseyrar. Báturinn er 47 lestir að stærð og var smiðaður á Stykkishólmi árið 1972. Bátum Stokkseyringa hefur þvi fækkað um tvoibili, en þeir hafa verið átta að undanförnu. Jósef Geir mun þó fljótt bætast i flot- ann, en ekki er vitaö, hve langan tima viðgerð tekur. og var hann fljótur að draga upp vörpuna og koma sér út fyrir 50 sjómilna mörkin, þegar varðskip- ið hafði skorið sundur vira Sirius- ar. Þegar eitt varðskipanna var á siglingu úti af Svinalækjartanga á Langanesi á sunnudaginn, kom það að brezka togaranum Framhald á bls. 19 18. togarinn halastýfður um helgina: Bretar misnota neyðar- bylgjuna herfilega ÆFINGAÞOTA AF KEFLAVIKURFLUG- VELLI FÖRST ÚT AF GARÐSKAGA í GÆR Klp—Reykjavik Um klukkan sex i gærdag hrapaði orustuþota frá varnarliðinu af Kefla- vikurflugvelli i sjóinn skammt norður af Garðskaga. í vélinni, sem var að koma úr æíingaflugi, var einn maður, og var ekki vitað um afdrif hans, þegar blaðið fór i prentun i gærkveldi, en þá stóð yfir viðtæk leit á svæðinu, þar sem talið var, að flug- vélin hefði hrapað. Það var kl. 18.19. sem siðast heyrðist til vélarinnar, sem var af gerðinni F-102. Átti hún þá eftir um tveggja min. flug á Keflavikurflugvöll. Var hún i fylgd með annarri vél af sömu gerð, og komu þær báðar að vellinum úr norðurátt. Ekki er vitað hvað gerðist, en gizkað er á,að eldur hafi komið upp i vélinni og hún hrapað i sjóinn. Þegar vitað var um slysið, fóru björgunarvélar af Keflavikurflugvelli þegar á loft og á staðinn, sem er um 15 sjómflur norður af Garðskaga. Skip á þessum slóðum komu einnig á vettvang þ.á.m. eitt varðskip oliuekipið Kyndill og fiskiskip, sem voru á leið til hafnar. Um tima i gærkvöldi voru á leitarsvæðinu 8 skip og bátar, auk einnar björgunar- flugvélar og þyrlna Hafði ekkert fundizt um kl. 22.00,en þá stóð leit enn yfir. Og var beðið eftir komu fleiri skipa og báta á svæðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.