Tíminn - 23.01.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.01.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 23. janúar 1973 Sigurður Einarsson: Til hvers heri? Herinn og N.A.T.O. er umræðu- efni.sem oft ber á góma í seinni tið, og i þvi sambandi langar mig að staldra örlitiö við þessi annars stuttu orð og hugleiða ögn nánar hvað að baki þeim liggur, ásamt öðru. Frá þvi sögur fyrst herma er sifellt greint frá herjum af öll um geröum og stærðum, og þeim dásemdarverkum, sem þeir ævin- lega stóðu og standa i. Margra álit er, að rót þessarar áráttu sé ein eða fleiri af frumeölishvötum mannsins, kallaðar yfirdrottnun- argirni og eða árásarhneigð, og viröist hvötum þessum ekki hnigna, þótt svo eigi að heita.að maöurinn sé skynugust skepna jaröarinnar. Yfirlýstur hvati að söfnun manna i heri er oftast sá að verj- ast ásælni annarra. En oft vill upprunalegt ætlunarverk herja skolast til, þannig að her,, sem t.d. var upp tekinn til varnar, er siöar notaður til árása. Aldrei hefur neitt stórveldi staðist til lengdar nema til hafi komið stór her, og þar með ómældar fúlgur fjár til viðhalds þeim sama her, og hefur þá ekki veriö kúgast viö, þó svo aö ipörg og stór mannúöarverkefni biðu úrlausnar heima fyrir. Sagan geymir margar ófagrar lýsingar á framkomu herja i striðsferðum, meðferð þeirra á sigruðum, og einnig hvernig herir eru oft notaðir gegn landsfólki þess sama hers.þegar þurfa þyk- ir. Af hryöjuverkaskránni er af nógu að taka. t byrjun 11. aldar gerðist sá atburður, að Basil II. Miklagarðskeisari, I sumum bók- um nefndur athafna- og sómamaður, tók höndum og lét stinga augun úr 15 þús. Búlgör- um, nema hvað einn af hverjum hundrað fékk að halda öðru auga sinu til að leiöa 99 alblinda félaga sina heim. Atferli Rússa er þeir i april 1940 skutu 10 þús. yfirmenn i pólska hernum og dysjuðu. Fangar þessir voru úr þrem álika stórum fangabúöum,sem geymdu samskonar fanga, og er fátt vitaö um örlög hinna 20 þúsundanna. Hrottaleg framkoma hermanna Vestur-Pakistan gegn ibúum Austur-Pakistan I striði þessara aðilja er öllum i fersku minni, og sá ég þvi haldiö fram i sjónvarps- þætti um þaö leyti, af þarlendri konu, að hermenn A.-Pakistan hefðu tekið nauöugar ekki færri en 200 þús. konur i þvi striði, og væru margar þeirra þungaðar, sem vonlegt er. Allir vita um nýjasta heimsmet Bandarikjamanna, hinar kristi- legu jólagjafir Nixons til ibúa i Vietnam, i fallegu stálumbúöun- um. Hér eru aöeins nefndir atburðir af handahófi, en sagan geymir milljónir slikra sagna. Engum ætti þó að vera hulið, að miðaö við viðteknar siðgæöishugmyndir flestra manna, er skólun sú sem menn hljóta við herþjálfun, hrein afsiðun og til þess eins fallin aö draga manninn niöur á plan lægstu dýra, eöa jafnvel neðar. Dæmi: 18 ára óharnaðir dreng- ir, sem ekki njóta allra mannrétt- inda I heimalandi sinu, svo sem kosningaréttar og fleira, eru kvaddir I herþjónustu og kenndar þar ýmsar listir herfræðinnar. Svo sem að hlýöa hugsunar-, mót- þróa- og skilyrðislaust skipunum, sem berast frá réttum herrum. Að drepa fólk samkvæmt nýjustu aöferðum, og að nota til þess þau hjálpartæki,sem bezt og afkasta- mest þykja hverju sinni, og siðast en ekki sizt innblásin sú öfuga bróöurkærleikshugmynd, að hinn svokallaði óvinur sé réttdræp skepna hvar sem er, þegar sú skipun berst. Að lokinni herþjálf- un er þessum börnum skilað aftur inn I þjóðfélögin og af þeim ætlazt að þar lagi þau sig að lögum og reglum samfélagsins eins og ekk- ert hafi f skorizt. Hendi þaö hins vegar sömu drengi að gegna her- þjónustu eöa vera á réttum aldri þegar strið stendur, þá fá þeir verklega þjálfun i öllum sinum fræðum, og er það mun alvar- legra. Annars er furðulegt hversu sjaldan menn brotna undan þessu fargi, en áreiöanlega siast óholl áhrif inn i þjóðfélögin meö þess- um fórnardýrum ómennskunnar. Við Islendingar höfum verið blessunarlega lausir við allt her- brölt, svona frá þvi að hetjur forn- aldarhættuað kljást, og við misst- um sjálfsforræði okkar i hendur útlendum. Kannski var það einangrun okkar og siðari fátækt, sem olli spekt okkar og annarra i þeim efnum. Þó fór svo> að Islendingar voru ófrjálsir i slnu eigin landi i rúm 650 ár, og er öllum kunnugt um hversu löng og ströng sjálfstæðisbarátta okkar var, og i raun svo nýlega afstaðin, að meirihluti núlifandi Islendinga er fæddur eftir að landið loks varö sjálfstætt riki á nýjan leik. Mjög fáa menn heyrir maöur, sem t.d. halda þvi fram i alvöru, að Islendingum beri að afsala sér sjálfstæöi sinu og segja sig til sveitar I öðru riki. Þó er það svo, að mörg skynsamleg rök hniga að þvi, að þaö væri mun hentugra fyrir margra hluta sakir. T.d. fylgir þvi hlutfallslega mikill kostnaður fyrir mjög litla þjóð eins og við erum að halda úti ýmsum greinum þjónustu og stjórnsýslu. Það væri eflaust hag- kvæmara, ef okkar erfiða sam- göngukerfi væri aðeins einn angi af ööru stærra, og sömuleiöis væri þaö mun ódýrara ef utanrikis- þjónusta okkar væri ein skúffa i utanrikisþjónustu stærra rikis. Svona má halda áfram aö telja upp marga hluti,sem styddu það t.d. að við hreinlega sæktum um innlimun i stærra riki. En i hug- um flestra Islendinga er ekki spurning um, hvort væri hag- kvæmara, heldur um hitt,að við erum og viljum halda áfram að vera sjálfstæð þjóð, og sú staö- festa okkar er einfaldlega tilfinn- ingalegs eðlis. Þegar menn taka að tala um hvort á íslandi eigi að vera sú hernefna,sem hér er.eöa ekki, þá er það svo að báðir aðiljar, að minnsta kosti I ræðu og riti, geta týnt fram nokkur rök fyrir hvoru- tveggja. Þetta fer þó eftir þvi hvað menn gefa sér að forsendu i upphafi. Gefi menn sér þaö i upphafi, að skynsemi geti falizt i einhverju þvi,sem nefnist efling hervarna, vopnajafnvægi, ný kjarnorkuvopn, fosfórsprengjur, nýjar herflugvélar og kafbátar og fleira i þessum dúr, þá geta þeir menn sannfært sjálfa sig og likt hugsandi um nauðsyn þessa alls. Gefi menn sér það hins vegar i upphafi,að allt þetta sé tilgangs- laust brjálæði, sannfæra þeir sig og likt hugsandi menn um hiö gagnstæða. Það er að sjálfsögðu þarft að minu viti að gera sér grein fyrir þeirri flónsku, sem i þvi felst, að mannkynið flani áfram á þeirri braut vopnadýrk- unar, sem troðin hefur verið frá örófi alda. Hvernig ætla menn að leyst verði ýmis aökallandi vandamál mannsins á jörðinni, eins og fólksfjölgun, hungur, mengun og önnur slik. Trúa ein- hverjir, að það veröi gert með framleiðslu fleiri vopna og stærri, og ef til vill með þvi að taka nú fram öll þessi vopn og berjast þar til vandamálin eru úr sögunni, sem er mögulegt, þaö er, að berj- ast þar til mannlif á jörðu er búið i lengd og bráð. Það yrði væntan- lega glæsilegasta striðið og bæri mannvitinu fagurt vitni og verð- ugt. Sumir hersinnar halda þvi oft fram.aö það sé fyrir hernaðar- jafnvægi og heri yfirleitt sem svo lengi hefur haldizt friður á til- teknum svæöum. Þetta er afgam- all söngur og og er oft sunginn þegar réttiæta þarf aukin útgjöld til hermála. En þeim aumingjum hefur orðið grátsamt á ýmsum timum, þegar þeirra eigin likam- ar fylltust þvi blýi.sem ætlað var að standa vörð um friðinn góða. Vopnaður friður er aðeins til á pappirunum, það eru önnur lögmál sem ráða þvi hvenær ryk iö er strokið af byssunum, þ.e. efnahagslögmál fyrst og fremst. Meira að segja fylgispekt manna við herinn á þessu landi er að mestu af peningalegum toga spunnin . Það er spurningin um að styggja ekki herraþjóðina og missa þar með efnahagsaðstoö, lán og markaði og standa frammi fyrir þeim ósköpum að þurfa að selja hungruðum þjóðum fram- leiðslu okkar, sem þurfa hennar með og geta ekki einu sinni borg- að, sem þýddi aftur minnkandi velsæld i okkar landi. Þvi er nú þannig háttað i þessum heimi að arðvænlegasta framleiðslugrein, sem þekkist, er framleiðsla vopna., Markaður fyrir vopn er sifellt stækkandi. Litlum þjóðum er talin trú um, að þau þurfi að kaupa svo og svo mikið af vopn- um til að verjast óvininum ljóta. Þau fá þessi vopnakaup skrifuð á reikning, sem heitir efnahagsað- stoð, og þessi efnahagsaðstoð gerir svo aftur kaupendurna afar háða seljendunum. Vandamál eru framleidd i fjarlægum löndum, striö sett upp eins og leikrit, og barizt um hugsjónir undir drep. Stórþjóðirnar, sem eiga hugsjón- irnar,sjá um kostnaöinn, sem er gifurlegur, og péningarnir, sem fara i striösleikinn,fengjust aldrei út úr þessum herraþjóöum, ef vandamálið væri bara hungurs- neyð eöa eitthvað i þeim dúr. Að minu viti samrýmist það ekki hegðun fólks með óbrjálaða sómatilfinningu að styöja á einn hátt eða annan hernaöarbanda- lög, hernaðarbrölt eða aðra álika villimennsku, jafnvel þótt stærstu og bezt smuröu áróðursmaskín- um heims sé beitt á okkur, til að telja okkur trú um,að þetta sé allt saman meira en nauðsynlegt, samanber daglegar fréttir og margt áróðursefni. Foringjar heimsins halda margar ræður, sem eru dyggilega útblásnar um allan heim. Það heyrir til undan- tekninga,að þeir ræði ekki fjálg- lega um vandamál sin og okkar að þeirra sögn, það er baráttu kommúnismans gegn kapitalism- anum.eða öfugt. Að þeir nefni,að eitthvað sé ábótavant umgengni okkar við hina snauðu og hrjáðu, eða jafnvel náttúrúna sjálfa heyrist varla, enda ekkert fémætt upp úr sliku kjaftæði að hafa. Að heyra slika menn tala um likn og miskunn, finnst mér ámóta hlægilegt, og þegar ég sé það aug- lýst, að her, stórtækasti manns- lifaeyðir sögunnar, hafi bjargað mannslifi. Ég hefi kosið að rita um þessi mál eins og raun ber vitni, en ekki eins og algengast er, að vitna i gamlarog nýjar umsagnir stjórn- málamanna, eða þá að tylla sér i sæti herfræðinga og lita yfir vig- völlinn, og spá og spá um hernað- arlega framtið heimsins, svo viturlegt sem það nú annars er. Ég treysti þvi,að fólk dæmi þetta mál út frá þeim afleiðingumtsem herirog helstefna'hafa haft á þró- un lifs á þessari jörð, og taki nú á honum stóra sinum og afneiti allri hernaöarhundalógik fyrir fullt og allt, og leggi þvi góöa máli lið,að dátatetrin á Miðnesheiði fái nú brátt að fara heim til sin fyrir fullt og allt. Bandariskir hermenn I Vietnam.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.