Tíminn - 23.01.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.01.1973, Blaðsíða 9
ÞriOjudagur 23. janúar 1973 TÍMINN 9 Vesturför utanríkis- ráðherra í tilefni af vesturför Einars Ágústssonar utanrikismálaráðherra til viðræðna við banda- riska ráðamenn um varnarmálin, þykir rétt að rifja upp þá ályktun, sem gerð var um utan- rikismál á siðasta flokksþingi Framsóknar- flokksins, sem haldið var 16.-21. april 1971. Ályktunin hljóðaði á þessa leið: „Stefna íslands i utanrikismálum verði sjálfstæðari og einbeittari en verið hefur um skeið og sé jafnan við það miðuð að tryggja sjálfstæði og fullveldi landsins. Á alþjóðavett- vangi á ísland að skipa sérj þann þjóðahóp, sem vill hjálpa þróunarlöndunum til sjálfs- bjargar og jafnréttis við efnaðri þjóðir. Draga þarf úr viðsjám i heiminum og stuðla að sáttum og langþráðum friði með auknum kynnum milli þjóða og almennri afvopnun, sem geri hernaðarbandalög óþörf. Að óbreytt- um aðstæðum er rétt að íslendingar séu aðilar að varnarsamtökum vestrænna þjóða, en minnt skal á þann fyrirvara, sem gerður var af hálfu íslendinga er þeir gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu, um að á Islandi yrði ekki herlið á friðartimum, að það væri alger- lega á valdi íslendinga sjálfra, hvenær hér væri erlent herlið og að Islendingar hefðu ekki eigin her og ætluðu ekki að setja hann á fót. Samkvæmt þessum fyrirvara og i samræmi við fyrri yfirlýsingar vill Framsóknarflokkurinn vinna að þvi, að varnarliðið hverfi úr landi i áföngum”. í málefnasamningi núverandi rikisstjórnar frá 14. júli 1971 er mörkuð i höfuðatriðum sama stefna i utanrikismálum og gert er i framangreindri yfirlýsingu Framsóknar- flokksins. Til viðbótar þvi, sem þar er greint, er rætt um sérstaka samvinnu við Norður- landaþjóðirnar og lýst yfir stuðningi við aðild Alþýðulýðveldisins Kina og þýzku rikjanna að Sameinuðu þjóðum. Þá er lýst stuðningi við fresli allra þjóða og fordæmd hverskonar valdbeiting stórvelda. Siðan segir orðrétt á þessa leið: „Rikisstjórnin telur að vinna beri að þvi að draga úr viðsjám i heiminum og stuðla að sáttum og friði með auknum kynnum milli þjóða og almennri afvopnun, og telur, að friði milli þjóða væri bezt borgið án hernaðarbanda- laga • Ágreiningur er milli stjórnarflokkanna um afstöðuna til aðildar íslands að Atlands- hafsbandalaginu. Að óbreyttum aðstæðum skal þó núgildandi skipan haldast, en rikisstjórnin mun kappkosta að fylgjast sem bezt með þróun þeirra mála og endurmeta jafnan aðstöðu Is- lands i samræmi við breyttar aðstæður. Rikis- stjórnin er samþykk þvi, að boðað verði til sérstakrar öryggisráðstefnu Evrópu. Varnarsamningurinn við Bandarikin skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar i þvi skyni að varnarliðið hverfi frá íslandi i áföngum. Skal að þvi stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtimabilinu.” Það er i samræmi við framangreinar stefnu- yfirlýsingar, sem utanrikisráðherra hefur nú viðræður við Bandarikin um varnarmálin, og ber að vænta þess að þær geti eftir vandlega athugun leitt til þeirrar niðurstöðu, sem sam- rýmist bæði tilgangi stjórnarsáttmálans og aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu. Þ.Þ. Stewart Aslop, Newsweek: Nixon hefur tekið sér de Gaulle til fyrirmyndar Hann er laus við það að vera frjálslyndur SíðastliOinn laugardag hófst siöara kjörtimabil Nixons forseta og fóru fram mikil hátiöahöid i Washington i tilefni af þvi. Margar grein- ar voru ritaöar um Nixon i þessu tilefni og fer ein þeirra hér á eftir. Hún er eftir cinn þekktasta frétta- skýranda Bandaríkjanna um þessar mundir. ALLLANGT er siöan að þeir, sem ekki eru hrifnir af Nixon forseta, báru fyrst fram þessa nöpru spurningu: „Ætlar hinn raunverulegi Richard Nixon nú loks aö láta sér bóknast að risa á fætur?” Hinn raunverulegi Richard Nixon er nú risinn á fætur. önnur skýring verður naum- ast fundin á ýmsu þvi, sem hann hefir hafzt að siðan hann vann yfirburðasigur sinn I nóvember i vetur. Hinn raunverulegi Richard Nixon býr yfir ýmsum eigin- leikum, sem andstæðingar hans munu halda áfram að hafa imugust á, en aðdáendur hans að dá. Þessir eiginleikar hafa alllengi legið þeim i aug- um uppi, sem hvorki eru slegnir blindu Nixonótta né Nixonástar. En þessir eigin- leikar eru nú enn ljósari en þeir hafa nokkru sinni verið. t FYRSTA lagi er Nixon ,,un homme sérieux”. Forsetinn hefir ærið oft tekið sér þessi orð i munn — með miður góð- um framburði, þar sem leikni hans i frönsku er ekki á marga fiska. Hann notaði þessi orð til dæmis um McGovern öldungadeildarþingmann, þegar hann var búinn að fá sig valinn frambjóðanda Demó- krataflokksins við forseta- kosningarnar. Forsetinn sagði við stuðningsmenn sina, að McGovern væri ekki ,,un homme sérieux”. Bókstafleg þýðing er auðvit- að alvarlegur maður. Maður, sem taka ber alvarlega, er miður bókstafleg þýðing, en öllu réttari. Enn fjær bókstafnum, en réttust þó að skilningi Nixons, er merkingin ötull maður og harðskeyttur, sem ekki lætur þvæla sér eitt eða neitt. Nixon forseti lærði þessi orð, þegar hann átti viðtal við de Gaulle upp úr 1960, meðan hann var utan garðs i stjórn- málunum. Ef til vill hefir de Gaulle einmitt veitt þetta við- tal vegna þess, að hann hafði löngum verið utan garðs sjálf- ur. Hvað sem þvi liður var de Gaulle upp frá þeirri stundu annað átrúnarargoð Nixons forseta og fyrirmynd, en hin fyrirmyndin er Woodrow Wil- son. SIÐAN forsetinn var endur- kjörinn hefir hann sannað ótvirætt að hann sé ,,un homme sérieux” i þeirri merkingu, sem hann vill sjálf- ur i þau orð leggja. Hann hefir farið meö framkvæmdavaldið eins og aðfarasamur sláttu- maður, i grasleysi meira að segja. Margt höfuðið hefir hann látiö fjúka, ekki einungis meðal ráðherranna, heldur einnig miklu neðar i metorða- þrepunum. Hvorki þeir, sem haldið hafa fyrri embættum né hinir nýskipuðu, þurfa framar að vera i minnsta vafa um, hver hefir hið raunverulega húsbóndavald, — eða „hinn al- varlegi maður” Richard M. Nixon. Hann hefir einnig að sinu áliti sýnt það svart á hvitu út á við, að ekki verður hjá þvi Nixon vill vera einn komizt að taka hann alvar- lega. 1 desember ákvað hann að hætta þátttöku i samninga- viðræðunum i Paris og hefja að nýju loftárásir á Norður- Vietnam, þegar Kissinger færði honum þær fregnir, að samningamenn Norður-Viet- nama væru farnir aö leggja fram tillögur af nokkurri „léttúð”. Loftárásirnar á Hanoi voru aðferð Nixons til þess að færa valdhöfunum i Hanoi — og valdhöfunum i Peking og Moskvu um leiö — heim sanninn um, að ekki væri viðeigandi að koma fram af neinni „léttúð” við forseta Bandarikjanna. Þegar hann var orðinn þess fullviss, að Hanoimenn væru á ný reiðu- búnir að „semja I alvöru”, lét hann svo stöðva loftárásirnar. „HINN raunverulegi Rich- ard Nixon" hefir til að bera annan eiginleika, sem nú er ljósari en nokkru sinni fyrr. Hann er harður i horn að taka og hvergi uppnæmur, engu uppnæmari en de Gaulle eða Wilson, — en lengra verður naumast jafnað i þvi efni. Vitaskuld hefir Richard Nixon frá fyrstu tið verið harður i horn að taka og ósveigjanlegur. Fyrir langa löngu — þegar hann var að byrja að feta sig upp stjórn- málabrattann i áttina aö tindinum, — sagði hann við mig fremur dapur i bragði, að sér væri ómögulegt að vera „einhver axlaklappandi elsku- vinur”. Hver og einn, sem sækist eftir miklum frama i stjórn- málum, verður þó stundum að reyna að láta lita svo út sem hann sé einmitt „axlaklapp- andi elsku-vinur”. Fyrri fjögur árin, sem Nixon sat sem forseti i Hvita- húsinu og átti fyrir höndum að bjóða sig fram til endurkjörs, hvarf hann meira að segja öðru hverju frá þvi að reyna að vera hlýlegur og vinsam- legur. Nú á hann ekki fyrir höndum fleiri framboð og við sjálft liggur, að manni heyrist berast frá Hvitahúsinu léttis- andvarp forsetans yfir þvi, að þurfa ekki framar að reyna að látast vegna undirbúnings undir framboö. FORSETINN reyndi ekki einu sinni á fyrra kjörtimabili sinu að efna til svipaðra per- sónulegra kynna við þing- menn og Lyndon B. Johnson gerði, og John Kennedy lagði sig sérstaklega fram um, þó að með öðrum hætti væri. Snemma á fyrra kjörtimabili Nixons kom einn af forustu- mönnum Republikanaflokks- ins i öldungadeildinni eitt sinn að máli viö náinn aðstoðar- mann forsetans og lét þá skoð- un-i ljós, að affarasælt kynni að reynast fyrir forsetann að bjóða nokkrum forustumönn- um i þinginu við og við til Hvitahússins til þess að þiggja hressingu og rabba saman i vinsemd. Aðsto.ðarmaðurinn svaraði af nokkrum kulda, að ekkert slikt hvarflaði að for- setanum, og hann hefði þvert á móti i hyggju að „endur- vekja sérstöðu og óræði embættisins”. Þarna koma fram mikil og merkileg áhrif frá de Gaulle. Forsetinn hefir oftar en einu sinni haft yfir fyrir aðstoðar- menn sina orðrétta tilvitnun i rit de Gaulles, þar sem hann lýsir nauðsyn þess, að leið- togi sé fjarlægur, virðulegur og dularfullur. Mörgum öld- ungadeildarþingmönnum Republikanaflokksins hefir verið haldið svo dyggilega frá forsetaembættinu, að þeir hafa hvorki bragðað bita né sopa i Hvitahúsinu i forsetatið Nixons. Sumir leiðtogar Repu- blikanaflokksins eins og Hugh Scot öldungadeildarþingmað- ur og Gerald Ford, leiðtogi minnihlutans i fulltrúadeild- inni, hafa alloft hitt forsetann i sambandi við störf sin, við og við tekið þátt i opinberum móttökum, en aldrei fengið tækifæri til að þiggja hjá hon- um hressingu og rabba við hann i einlægni. „EIGI kerfið að vinna vel og snurðulaust þarf á smurningu velvilja og vinsemdar að halda, en nú er engu sliku til að dreifa”. Þessi orð eru höfð eftireinum af öldungadeildar- þingmönnum Republikana- flokksins. Siðan á dögum Her- berts Hoovers hefir sérhver forseti átt i þinginu einkavini, sem hafa umgengist hann ná- ið, ráðið honum heilt eða tjáð honum samúðsina. Núverandi forseti á enga slika vini meðal þingmanna, — ekki einn ein- asta. Núverandi forseti telur enga þörf á slikum samskiptum. Að hans áliti er það ekki „smurn- ing velvilja og vinsemdar”, sem heldur gangi kerfisins snurðulausum. Hann telur kerfið ekki vinna rétt og snurðulaust nema forsetinn sjálfur móti og endurspegli hina rikjandi afstööu þjóðar- innar. Þingið getur svo bjástr- að og þusað eins og þvi sýnist, en það haggar ekki við for- setanum eða stefnu hans. Þeg- ar frá liður skipa þingmenn sér svo undir merki hans yfir- leitt, af þeirri einföldu og eðli- legu ástæðu, að flestir þeirra vilja ná endurkjöri. „HINN raunverulegi Rich- ard Nixon” er ekki i neinum vafa um rikjandi afstöðu Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.