Tíminn - 01.03.1973, Qupperneq 1
FUNDARSALIR
,,Hótel Loffleiðir" miðast við þarfir
alþjóðaráðsfefna og þinga, þar sem
þýða þarf ræður manna jafnharðan
á ýmis tungur.iál.
LITID Á SALARKYNNI HOTELS
LOFTLEIDA — EINHVER ÞEIRRA
MUN FULLNÆGJA ÞORFUM
YÐAR.
_______________________________
wotel mimifí}
KÓPANESI HLEKKTIST Á ÚT
AF KRÝSUVÍKURBERGI
Slitnaði síðan aftan úr Sæunni fyrir utan Grindavík og rak á land á Akurhúsanefi
Reykjavík rófnalaus
á sprengikvöld
Klp-Eeykjavík. Nú er ekki nema
rétt vika til sprengidagsins. Hætt
er viö, að þann dag sprengi menn
sig ekki á rófnaáti, þótt rófum sé
ætlaður sess við hliðina á öllu
saltkjötinu, kartöflunum og
baunasúpunni, þvi að rófur er nær
ógjörningur að fá f búðum þessa
dagana.
Við fengum þær upplýsingar
hjá Grænmetisverzlun land-
búnaðarins og Sölufélagi
garðyrkjumanna, sem hafa með
dreifingu á þessari vöru að gera
hér i Reykjavik og nágrenni, að
taka hafi orðið Tipp skömmtun á
rófum til verzlana nú siðustu
daga, þvi að allar rófur væru að
verða búnar.
„Astæöan fyrir þessu er ein-
faldlega sú, að uppskeran var
miklu minni en árið áður, enda
mun hafa verið sett minna niður,
þar sem nóg var á markaðnum
árið þar á undan, og þá gekk ekki
sérlega vel aö selja uppskeruna”
sagði Þorgils Steinþórsson sölu-
stjóri hjá Grænmetisverzluninni.
„Þetta kemur stundum fyrir, en
oftast hefur uppskeran nægt okk-
ur út marzmánuð þar til nú.
Við fengum svolitið magn fyrir
nokkrum dögum, en urðum að
skammta það i búðirnar, svo allir
hefðu eitthvað á sprengidaginn,
en fyrir hann, er jafnan keypt
mikið af rófum. Ég þori samt ekki
að lofa þvi að það magn dugi.
handa öllum.”
Þeir fara samt norður í
flugvél, Eymundur og kisi
EINS og fólki er vafalaust I
minni, var Eymundur
Kristjánsson, þrettán ára
drengur, ásamt ketti sinum,
meðal farþeganna i flugvél-
inni, sem hafnaði úti i skurði i
Vatnsmýrinni I fyrradag, i
stað að fljúga norður yfir fjöll
til Blönduóss og Siglufjaröar.
★
Kötturinn heitir Hannibal,
fjögurra mánaða gamall
kettlingur, en það er eiginlega
systir Eymundar, sem á hann.
För þeirra Eymundar og
Hannibals var heitið að
Reykjum á Reykjabraut, þar
sem þeir ætla að dveljast hjá
Páli bónda Kristjánssyni.
Eymundur, þrettán ára, og
Hannibal, fjögurra mánaða.
Eðlilega varð þeim um
og ó, þegar flugvélin skall
á jörðinni, og reyndar varð
Hannibal viðbragðsfljótastur
allra, sem i henni voru, þvi að
hann komst upp úr kassanum,
sem hann ætlaði að sofa i á
leiðinni norður, og varð fyrst-
ur út úr flugvélinni. En þó að
svona atburðir séu til þess
fallnir að skjóta þeim skelk i
bringu, er verða fyrir þessu og
öðru eins, ætla þeir Eymundur
og Hannibal eigi að siður flug-
leiðis norður.
— Ég held, að við förum á
morgun, sagði Eymundur,
þegar við töluðum við hann i
gær — ætli maður setji það
nokkuð fyrir sig, þó að svona
færi?
Af Hannibal höfðum við ekki
tal, en gerum fastlega ráð fyr-
ir þvi, að hann sé sama sinnis
og Eymundur.
ÞÓ, Reykjavik. — Kópanes RE-8 varð fyrir þvi
óhappi á fimmta timanum i gær, að loðnutrollið
lenti i skrúfu skipsins, þar sem það var að loðnu-
veiðum út af Krisuvikurbergi i gær. Varð strax að
stöðva vélar skipsins og flatrak það fyrir veðri og
vindi, en veður á þessum slóðum fór þá versnandi.
Áttin var af austsuðaustan 5-6 vindstig. Stuttu
seinna kastaðist skipið til og við það kastaðist loðn-
an i lest skipsins til og fór hún öll yfir i aðra hliðina.
Skipið lagðist strax yfir i borð, og skipstjórinn
kallaði á aðstoð. Margir loðnubátar voru á þessurn
slóðum og héldu þeir strax til aðstoðar Kópanesinu.
Fyrstu bátarnir á staðinn voru
Magnús NK og Sæunn VE. Skip-
verjar á Kópanesi voru 7 talsins
og fóru þeir allir um borð i Sæunni
nema skipstjórinn. Sæunn tók
Kópanesið I tog, og ætlaði að
reyna að draga það áleiðis til
Grindavikur.
Björgunarskipið Goðinn, sem
staddur var út af Garðskaga,
þegar óhappið bar að, var strax
sendur á vettvang og átti Goðinn
að vera kominn að Kópanesinu
um klukkan 19.30 i gærkvöldi. Þá
var veður orðið enn verra, eða
átta vindstig og sjór fór vaxandi.
Menn voru þá orðnir hræddir um
að ekki tækist að koma Kópanes-
inu til hafnar.
Um klukkan 19 haföi veðriö
versnaö svo mikið þar sem
bátarnir voru, en það var um 18
milur ASA af Grindavik, að ekki
þótti annað fært en skipstjórinn
færi frá boröi, og fór hann um
borð i Magnús. ,
Svo illa tókst til, er skipin voru
komin að innsiglingunni til
Grindavikur á niunda timanum,
að Kópanesið slitnaði aftan úr
Sæunni og rak á land, þar sem
heitir Akurhúsanef. Þar liggur
það undir skemmdum, en svo
hagar til að þarna er aðdjúpt, en
klettótt. Þar sem skipið lá i gær-
kvöldi gekk sjór yfir það, en þá
var fjara. Háflóð átti aö vera á
fjóröa timanum i nótt, og var þá
búizt við að skipið færðist ofar og
skemmdist meira.
Kópanes er 105 tonna stálbátur
smiðaður i Stálvik 1971. Það hefur
stundað loðnuveiðar með flot-
vörpu um nokkurt skeið.
Átta skip hafa farizt
Kópanes er áttundi báturinn i
islenzka flotanum, sem annað
hvort sekkur eða strandar á þess-
um vetri, sem reyndar er ekki
nema rúmlega hálfnaður. Hin
skipin eru Jón Kjartansson, sem
sökk á Reyðarfirði, Sjöstjarnan,
sem sökk milli Færeyja og Is-
lands Gjafar, sem strandaði á
Hópsnesi, Reykjanes, sem
strandaði á Hvalbak og Skálanes
og Fagranes, sem ráku upp á
Þórshöfn, og svo Maria, sem
týndist i Garðssjó.
Þessi mynd er að visu af Arnfirðingi II, en Kópanes var jafngamait skip og jafnstórt og eins að aiiri
gerð, smiðað árið 1971 hjá Stálvik. Arnfirðingi hlekktist á innsiglingu I Grindavík I fyrra.
Landbúnaðarvörur hækka
Framleiösluráð land-
búnaðarins auglýsti í gær-
kvöldi nýtt verð á land-
búnaðarvörum, sem tekur
gildi í dag. Mjólkurfernan
kostar nú kr. 40.40 og hefur
hækkað um kr. 12.30.
Verðhækkanirnar á land-
búnaðarvörunum stafa af hækkun
útgjalda við búrekstur. svo sem
hækkun á veröi fóöurbætis, hækk
un á kostnaði viö vélar, flutnings-
kostnaði, rafmagni og launa-
hækkun, sambærilegri við það,
sem launþegar fá um þessi
mánaöamót. Þessar hækkanir
hækka verðlagsgrundvöll land-
búnaðarvara um 11.4%. Auk
þessara hækkana á útgjöldum við
búrekstur, veldur hærri vinnslu-
og dreifingarkostnaður mjólkur
verðhækkunum, sem stafa af
launahækkun til starfsfólks og
áhrifum frá gengisfellingunni. I
þriðja lagi er svo dregið úr niöur-
greiðslum frá þvi sem verið hef-
ur.
Sem dæmi um verðhækkanirn-
ar má nefna, aö mjólk i tveggja
litra fernum, sem kostaði 28.10,
kostar nú kr. 40.40. Rjómi i kvart-
hyrnum kostaði 37.10, en kostar
nú 43.20. Útsöluverð á smjöri var
kr. 196.50 hvert kiló, en verður nú
kr. 250.00. Fjörutiu og fimm pró-
sent ostur kostaði 205 krónur
hvert kiló, en kostar nú 238 krón-
ur.
Svo dæmi sé tekiö um súpukjöt,
þá kostaði það kr. 141.10 hvert kg.
i smásölu, en kostar nú 173 krónur
kilóiö. Kilóið af lærum kostaði 163
krónur, en fer upp i 197.70. Fimm
kilóapoki af kartöflum kostaði 70
krónur, en fer i 87.50.
Kjöt I heilum skrokkum niöur-
sagað kostaöi 127.60 en fer i
158.80.
Rétt er að vekja sérstaka at-
hygii á þvi, að vörur, sem af-
reiknaðar voru frá heildsölu-
aðilum 28. febrúar eða fyrr,
má ekki selja á hærra smá-
söluverði en þvi, sem Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins
auglýsti 14. sept. og 30. nóv. sl.
Undantekning frá þessu er, að
hækka má vörur sem svarar
hækkuðum söluskatti á sölu-
skattsskyldum vörum.