Tíminn - 01.03.1973, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. marz. 1973.
TÍMINN
7
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur í Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Aðrar skrifstofur: sími 18300. Áskriftagjald 300 kr.
á mánuöi innan iands, i lausasölu 18 kr. eintakiö.
Blaöaprent h.f.
-
Innheimta í rúst
Fyrir nokkru fluttu fulltrúar minnihluta-
flokkanna i borgarstjórn Reykjavikur tillögu
um að endurskipuleggja innheimtumál borg-
arinnar með það m.a. fyrir augum að sameina
alla innheimtu borgarinnar á einn stað. Guð-
mundur G. Þórarinsson mælti fyrir tillögunni.
í ræðu hans komu fram margar athyglisverðar
upplýsingar, sem sýndu glögglega, að inn-
heimtukerfi borgarinnar er i eins konar rúst.
Það er dreift á marga staði og er bersýnilega
viða slælegt aðhald og eftirlit.
Meðal annars nefndi Guðmundur dæmi um
þetta hjá Félagsmálastofnun Reykjavikur-
borgar. Þess eru t.d. dæmi, að borgin greiði
lyfseðla fyrir sama einstakling frá mörgum
læknum, þótt eingöngu skuli greiða lyfseðla frá
heimilislækni samkv. reglum, sem settar hafa
verið. Þannig hefur á einum og sama mánuðin-
um verið greiddir fyrir einstakling fjórir lyf-
seðlar frá fjórum læknum, 210 pillur á einum
mánuði, þótt lyfseðill segi til um, að aðeins
skyldi neyta einnar pillu á dag.
Þá upplýsti Guðmundur, að um árabil hafi
ekki verið til neitt yfirlit um það hverjir skuld-
uðu borginni. Skuldalisti var fyrst gerður i árs-
lok 1971, en siðar hefur það komið i ljós, að
stórvafasamt er, að hann sé réttur. Þannig eru
ýmsir, sem telja sig skuldlausa, taldir skulda
borginni.
Það er hulin ráðgáta, hvernig borgin getur
árum saman búið við innheimtukerfi, sem svo
gjörsamlega er brostið, að enginn veit hverjir
skulda borginni og hverjir ekki, sagði Guð-
mundur.
1 lok ræðu sinnar itrekaði Guðmundur, að
þessi tillaga minnihlutaflokkanna væri flutt til
að knýja á um úrbætur i innheimtumálum, en
engin hreyfing hefur enn komizt á sameiningu
allrar innheimtu á vegum borgarinnar.
Það má segja meirihl. borgarstjórnarinnar
til hróss að tillögu þessari var visað einróma til
borgarráðs til fyrirgreiðslu. En hver getur
vænt endurbóta af meirihluta, sem hefur látið
óreiðu viðgangast árum saman.
Lofsverð breyting
Mbl. og Alþýðublaðið hafa birt allmargar
greinar að undanförnu um afstöðuna til
Efnahagsbandalagsins og reynt að þakka
flokkum sinum viðskipta- og tollasamninginn
við það. Að sjálfsögðu er vandlega þagað yfir
þvi i þessum skrifum, að fyrstu viðbrögð Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokksins voru þau,
að ísland ætti að gerast aðili að bandalaginu,
fyrst fullgildur aðili og siðar aukaaðili.
Talsmenn viðreisnarstjórnarinnar héldu þvi
jafnframt fram, að útilokað væri að ná hag-
stæðum skiptum við Efnahagsbandalagið á
grundvelli viðskipta- og tollasamnings, eins og
Framsóknarmenn gerðu tillögu um. Nú sjá
allir, að þessi afstaða Framsóknarflokksins
var rétt, og það er Sjálfstæðisflokknum og
Alþýðuflokknum til lofs að hafa fallizt á hana.
Robert R. Bowie, Harvord Center:
Versnandi sambúð
Atlantshafsríkjanna
Góð sambúð er þeim þó lífsnauðsyn
Nixon forseti.
ÞEGAR Nixon forseti
fagnaði Heath forsætisráð-
herra Breta um daginn sagði
hann, að sambúð Atlantshafs-
rikjanna væri sá „hornsteinn,
sem stefna Bandarikjamanna
hvilir á”. Sama dag var þvi
haldið fram i forustugrein i
Wall Street Journal, að „flest-
um kæmi saman um, að
sambúð Atlantshafsrikjanna
væri nú verri en hún hefði
nokkru sinni áður orðið sfðan
að siðari heimsstyrjöldinni
lauk”.
Hvað er hér til ráða?
Aðildarþjóðir Atlantshafs-
bandalagsins eiga óneitanlega
við margskonar vanda að
striða. Á stigum fjármála,
viðskipta og fjárfestingar
leynast hvarvetna jarð-
sprengjur alls konar ágrein-
ingsefna, sem geta sprungið
hvenær sem er i næstu
framtið. Verið er að reyna að
semja við Sovétmenn um tak-
mörkun kjarnorkuvigbúnað-
ar, fækkun i herjum i Evrópu
og væntanlega ráðstefnu um
öryggismál álfunnar. Þessar
viðræður geta hvenær sem er
leitt i ljós ágreining milli
Bandarikjamanna og banda-
þjóða þeirra i Evrópu. Deilur
og tortryggni geta hvenær
sem er valdið klofningi innan
Atlantshafsbandalagsins,
þegar farið verður að reyna að
breyta stefnu, herstyrk og
kostnaðarþátttöku i samræmi
við þær kröfur, sem uppi eru
um lækkun útgjalda til her-
væðingar og breytingar á her-
afla Bandarikjanna i Evrópu.
ATLANTSHAFSBANDA-
LAGIÐ var stofnað fyrir fjórð-
ungi aldar og á samheldnina
hefiroft reynd, t.d. i sambandi
við Suez-málið árið 1956, en
bandalagið hefir lifað ágrein-
inginn af. Aðilarnir að banda-
laginu voru þrátt fyrir allt
sannfærðir um, að þeir væru
knúnir til samvinnu vegna
sameiginlegra hagsmuna.
Einingin hefir þó aldrei átt
eins erfitt uppdráttar og nú.
Yfirvofandi ógnun Sovétrikj-
anna knúði aðilana áður til
þess að láta sérhagsmuni þoka
fyrir sameiginlegum hags-
munum.
Nú horfir friðvænlegar en
áður og þá missir hið sameig-
inlega öryggi sinn fyrri for-
gang. Aður voru Bandaríkja-
menn fullir sjálfstrausts og
héldu sig hafa köllun að
gegna. Nú er þetta hvort
tveggja á undanhaldi, bæði
vegna framvindunnar i Viet-
nam, ýmissa erfiðleika heima
fyrir og kynslóðaskipta.
Evrópa hefir einnig tekið
breytingum. Aöildarþjóöir
Efnahagsbandalags Evrópu
eru ákveðnari en áður, enda
þótt horfur á stjórnmálaein-
ingu séu minni en þær þóttu
áður.
ÞESSAR breytingar leggj-
ast á eitt um að draga úr löng-
un og getu til sameiginlegra
átaka. Breyttar aðstæður
virðast gefa aukið svigrúm til
sjálfstæðis i sumra augum og
veita tækifæri til að þjóna
svæðisbundnum hagsmunum
án þess að skeyta hinum sam-
eiginlegu hagsmunum jafn
mikið og áður.
Þetta viðhorf er háskaleg
blekking. Náin samábyrgð og
samvinna er Atlantshafsþjóð-
unum og Japönum lifsnauðsyn
(og sama má raunar segja um
allar þjóðir yfirleitt). Hinar
tækniþróuðu þjóðir eiga
öryggi sitt og velmegun i
siauknum mæli undir þvi, að
þær ástundi nána samvinnu á
fjölmörgum sviðum. Umbóta
er þörf i peningamálunum,
þörf er á betri skipan og auknu
frelsi i viðskiptum og fjárfest-
ingu, varðveita þarf nægilega
öflugar sameiginlegar varnir
og þessar þjóðir þurfa að sam-
ræma afstöðu sina til Austur-
veldanna og vanþróuðu rikj-
anna.
Þegar um þessa lifshags-
muni er að ræða verða þær að
treysta á samvinnuna, þar
sem sérhagsmunastreita er
visasti vegurinn til glötunar.
Auðvitað er óhjákvæmilegt að
deila um einstök atriði, en þær
deilur mega ekki með nokkru
móti valda félagsslitum. Við
erum allir i sama bátnum og
okkur kemur öllum i koll ef
sett eru göt á botn hans.
TILVERA og nauðsyn þess-
arar samábyrgðar veldur þvi,
að ráða verður niðurlögum
hinna einstöku ágreinings-
efna, hvort sem þau snerta
fjármál, stjórnmál eða
öryggismál. Viðurkenning
þessarar staðreyndar afmáir
ekki hin einstöku ágreinings-
mál, en hún auðveldar að hafa
hemil á þeim og varpa ljósi á,
hvers með þarf til iþess að
lausn finnist. Mótun sameigin-
legrar stefnu hlýtur óhjá-
kvæmlega að hafa veruleg
áhrif á stefnu hvers einstaks
aðildarrikis i innanrikismál-
um. Eigi samvinnan að takast
verður hver aðili um sig að
reyna að lita á málin frá
sjónarmiði hinna.
Timinn skiptir miklu máli i
ýmsum efnum, sem lýðræði
snerta. Deilan um sameigin-
lega stefnu Efnahagsbanda-
lagsrikjanna i landbúnaðar-
málum sýnir þetta betur en
margt annað. Bandarikja-
menn snúast öndverðir gegn
áhrifum þessarar stefnu á út-
flutning landbúnaðarafurða
frá Bandarikjunum. (Þessi út-
flutningur hefir þó aukizt um
40% á tiu árum). Aðildarríki
Efnahagsbandalagsins eru
ekki reiðubúin að snúast gegn
hagsmunum bænda, þrátt
fyrir þau útgjöld, sem hin
sameiginlega stefna veldur.
Bændum fækkar hins vegar
stöðugt og kostnaðurinn
hækkar ört. Sennilegt er þvi,
að neytendur og fjármálaráð-
herrar knýi fram stefnu-
breytingu eftir þrjú eða fjögur
ár. Þá gæti sameiginleg lausn
Atlantshafsrikjanna hentað
sæmilega, svo fremi þó, að
Bandarikjamenn dragi eitt-
hvað úr landbúnaðarvernd
sinni i einstökum atriðum.
YFIRLEITT er málum svo
háttað, að hvert riki um sig
getur orðið að aðstoða hin i
glimunni við innlendan stjórn-
málaþrýsting i fjölmörgum
efnum. Af þessu kann að leiða
nauðsyn á táknrænum tilslök-
unum, aðhæfingu smátt og
smátt eða aðrar hliðstæðar
aðferðir til þess að gera
stjórnmálaleiðtogum fært að
ráða við sérhagsmunastreitu i
heimalandi sinu.
Hitt er þó ávallt hin æðsta
skylda stjórnmálaleiðtoga að
sannfæra kjósendur, löggjafa
og skrifstofuvald um, að sam-
vinna við aðrar tækniþróaðar
þjóðir er eina færa leiðin til að
sjá hag sinum borgið i þessum
mjög svo samslungna heimi.
Leiðtogafundir ættu að geta
beint athyglinni að þessarri
staðreynd og eflt stjórn-
málaviljann til að leysa ein-
stök ágreiningsmál.
Eigi þessi tengsl að haldast i
góðu horfi þarf daglega sam-
vinnu stofnana og embættis-
manna á öllum sviðum. Sliku
verður hins vegar þvi aðeins
við komið, að leiðtogarnir láti
horfa i átt til aukinnar sam-
vinnu og samhjálpar.