Tíminn - 01.03.1973, Síða 2
2
TÍMINN
Fimmtudagur 1. marz. 1973.
SSMIRJ&II
MAFOEYMAR
Jafngóðir
þeim beztu
8
ca
:0
CO
XO
CL>
E
Viöurkenndir af Volkswagenverk AG í
nýja VW-bila, sem fluttireru til lands-
ins.
Yfir 30 mismunandi tegundir 6 og 12 v
jafnan fyrirliggjandi — 12 mánaöa
ábyrgð.
Viðgerða og ábyrgðarþjónusta Sönnak-
rafgeyma er að Laugavegi 168 (áður
Fjöðrin) — Simi 33-1-55.
ARAAULA 7 - SIMI 84450
OHNS-MANVILLE
—1 ■ Wm MM• i i |. i ^
glerullareinangrun
::::::
:n:r.
••••••
•••••*
••••••
*♦»•••
••••••
••••••
>•••••
►•♦•••
>•••••
er nú sem fyrr vinsælasta og
örugglega ódýrasta glerullar-
einangrun á markaðnum í
dag. Auk þess fáið þér frían
álpappír með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið í flutningi.
Jafnvel flugfragt borgar sig.
MUNIP
í alla einangrun
Hagkvæmir greifisluskilmálar.
Sendum hvert á land
sem er.
/.
''///•A'.iil
/ý/HHH
■ i' I /•••»••
•7 /i < / ••••♦♦
:ni::
•••••••••••••••••
<«••••••••••••••••
•••••••••••••••••
,♦•••••«••••••••••
•••••*••••••••♦•
•••••«••••••••• •
JON LOFTSSON HF. ----
Hringbraut 121 ® 10 600
r* — — ■♦ ♦ •
!••••••
>♦•♦••
'•♦•••
HÍíH'
••••♦♦
••••«•
••••••1
•♦•••♦
•••••♦•
•«••••
••••••
••••♦•
Höfum á boðstöium mikið úrval gardínustanga bæði
úr tré og járni. Einnig nýja gerð af viðarfylltum
gardínubrautum. Kappar í ýmsum breiddum, spón-
lagðir eða með plastáferð í flestum viðarlíkingum.
Sendum gegn póstkröfu.
Gardinubrautir h/f Brautarholti 18,s. 20745
Tlmlnner
peningar
Augtýsicf
i Timanum
Um nöfn
Benedikt Gislason frá Hofteigi
skrifar Landfaragrein, 15. febr.
s.l. og lætur þar frá sér fara ýms-
ar furðulegar fullyrðingar, varð-
andi nöfn og liti hrossa. Get ég
varla látið hjá liða að svara þeim,
svo undarlega komu þær mér
fyrir sjónir. Benedikt segir m.a.,
að enginn hestur heiti Stjarni,
nema hann sé rauður, annars sé
hann kenndur aukalega við lit,
s.s. Brúnstjarni. Hvergi hef ég
rekizt á lög né venjur þar að lút-
andi, og gaman væri að heyra álit
fleiri manna þar um. Hvaðan
hefur Benedikt það, að rauður lit-
ur sé æðri öðrum litum? Mér er
kunnugt um, að bæöi brúnt, jarpt
og rautt kallast ræktaðir litir
meðal hrossaræktarmanna, og
hef ég hvergi vitað rauöa litinn
tekinn fram yfir hina, þrátt fyrir
talsverðan lestur rita eftir ýmsa
--------- ' ■
Jón Grétar Sigurðsson
héraðsdómslögmaður
Skólavörðustig 12.
Slmi 18783.
merka hestamenn, Islenzka og
erlenda. Sömu fyllyröingar hefur
Benedikt uppi um blesótt, nema
þar nefnir hann aðeins rautt og
brúnt sem möguleika, og segir
siðan orðrétt: „önnur blesótt
hestakyn virðast ekki hafa komið
i landið.” Hefur Benedikt aldrei
séð jarpblesótt, bleikblesótt, mó-
blesótt eða leirljósblesótt?
Samkvæmt hans kenningu má
ekki skira hesta með slikum lit
Blesa. Þá vita menn það. Ég vil
ráðleggja Benedikt að lesa hinar
ágætu hestalýsingar Asgeirs frá
Gottorp, i ritum hans um Horfna
góðhesta. Varla dregur hann i
efa, að Asgeir hafi þekkt liti, þótt
hann efist um skynsemi annarra
manna i þessu efni.
Þvi næst vitnar Benedikt i er-
lend kyn, og nefnir þar m.a.
„rauöstjörnóttu hestana frá
Kazakstan.” A öðrum stað i
greininni kallar hann þá raunar
rauðblesótta, svo fleiri virðist
geta förlazt, en einfaldri alþýð-
unni. Segir Benedikt þá sama
kyns og rauðblesana islenzku, ef
ég skil hann rétt. Raunar hefur
mér skilizt að ekkert sérræktað
islenzkt hestakyn, meö ákveðn-
um, sérstökum lit,sé til, að áliti
sérfróðra manna. Gaman væri aö
heyra álit þeirra um þaö, á þess-
um vettvangi. Helzt hlytu það þá
að vera blesóttu hrossin i Kirkju-
bæ, sem raunar hafa ekki verið
ræktuð þar nema rúma tvo ára-
tugi, svo varla eiga þau kyn að
rekja til Rússlands eða Afriku.
Ég las i bókinni The World’ s
finest Horses and Ponies, eftir
Richard Glyn. Þar er þessa rús-
neska kyns getið á bls. 110. Virö-
ast hestar þessir hafa ýmsa
ólika liti m.a. skjótt, svo varla
teljast þeir rauðblesótt kyn.
Einnig nefnir Benedikt „brún-
blesana frá Afriku og rauðbles-
ana frá Rússlandi”. í bókinni
Horses af the World, e. Daphne
Machin Goodall, eru nefnd og
mynduð ekki færri en tuttugu
rússnesk kyn, og ekkert þeirra er
eingöngu rautt eða rauðblesótt
eins og Benedikt vill vera láta.
Þar eru lika nefnd sex Afrikukyn,
ásamt lýsingu og ljósmynd.
Hvergi er þar nefnt sérstakt
brúnblesótt kyn, en hitt vita allir,
að þessir litur getur vitanlega
komiðfram, jafnt og aðrir, i þeim
kynjum, sem hafa marga liti.
Nokkuð vafasöm finnst mér
fullyrðing Benedikts, um að reiö-
hestur Abessiniukeisara sé
„alveg eins” og einhver brún-
blesóttur frá Hnappavöllum, sem
Benedikt sá um aldamót. Verö
ur það þó sennilega hvorki varið
né hrakið héðanaf.
Læt ég þetta svo útrætt að sinni,
en gaman væri að heyra skoðanir
fróðra manna, um þessar
kenningar Benedikts.
Anna IVLargrét Sigurðardóttir,
Saurbæ,
Kjalarnesi.
Hvenær getum við sólað
okkur í Adams- og Evu-
klæðum?
„Gerið svo vel að afla eftir-
farandi upplýsinga: Sund-
laugarnar i .Laugar-
dalnum eru yndislegur staður.
Nú langar mig að spyrja,
hvort forráðamenn þeirra hafi
nokkur áform á prjónunum i
þá átt að útbúa aðskilin sól-
baðsskýli handa konum og
körlum svo að fólk geti notið
sólarinnar i Adams- og Evu-
klæðum, hvort i sinu lagi”.
Kærar þakkir,
Sólveig G. Einarsdóttir.
Stefán K r i stjánsson,
iþróttafulltrúi Reykjavikur-
borgar svarar:
„Nei, slikt er ekki hægt. Við
sundlaugarnar i Laugardal
eru engin sérstök sólbaðs-
skýli, heldur er ætlazt til að
fólk njóti sólarinnar á stéttun-
um umhverfis laugarnar og á
áhorfendapöllunum. Aftur á
móti eru þurrkskýli við
laugarnar, en mörgum þykir
gott að þurrka sér úti eftir
baðið. Sólskýli á þessum stað
þarf að vera mjög yfirbyggt til
þess að ekki sjáist ofan i það af
áhorfendasvæðinu og væri
erfitt að útbúa það”.
Gufubaðið verði opið
oftar fyrir konur
Og hér eru fleiri spurningar
um starfsemi sundlauganna i
Laugardal:
„Hvers vegna er gufubað
sundlauganna i Laugardal að-
eins opið fyrir konur þrjá
hálfa daga i viku, á
mánudags- og miðvikudags-
eftirmiðdögum og á föstu-
dagsmorgnum? A öðrum tim-
um sitja karlmennirnir einir
að gufubaðinu, og lika á
laugardögum og sunnudögum
þegar flestir eiga fri. A ekki að
vera jafnrétti kynjanna?
Hvers vegna eru skáparnir i
búningsherbergjum karla
helmingi stærri en hjá konun-
um?
Væri ekki hægt að breyta
sólskýlinu þannig að þaö sneri
betur við sól? Eins og það er
nýtur sólar á aðeins litlum
bletti þess á aðalsólskinstima
dagsins.
Ég hef heyrt fólk kvarta yfir
þvi, að útisteypuböðin eru
opin að neðan, en það gerir
það að völdum að hifandi rok
er þar ef eitthvað er að veðri.
Þárf þetta að vera svo?"
Hitamælar, hárþurrkur,
opnunartími
„Væri kostnaðarsamt að
hafa til fróðleiks og gamans
hitamæli á hverjum heitu poll-
anna fjögurra?
Væri mjög dýrt að hafa hár-
þurrkur hjá laugunum. Það er
vont að fara út með blautt hár-
ið á veturna ekki sizt fyrir
börn.
Og siðast en ekki sizt spyr
ég, hvers vegna er ekki opiö
lengur á kvöldin og siödegis á
sunnudögum þegar allir eiga
fri? Mætti þá krefjast hærra
gjalds ef nauðsyn bæri til.
Lengri opnunartimi yrði
áreiðanlega vinsæll t.d. hjá
fólki, sem vinnur vaktavinnu,
eða á öðrum timum en frá kl.
9-5”.
Vilborg Harðardóttir.
Og enn svarar Stefán:
„Þegar gufubaðið við sund-
laugarnar i Laugardal var
opnað var reynsla fyrir þvi að
aðsókn karlmanna er meiri að
gufubaðstöðum en kvenna og
svo hefur reyndin einnig orðið
þar. Hins vegar mætti engu að
siður vel athuga það að hafa
gufubaðið oftar opið konum en
nú er.
Um stærð skápanna i
búningsherbergjunum er það
að segja að i búningsherbergj-
um karla og kvenna uppi var
ákveðið að hafa skápana
fremur litla til að geta tekið
við sem flestum gestum. Niðri
þar sem eru viðbótarbúnings-
herbergi karla svo og i gufu
baðinu eru skáparnir helmingi
stærri.
Um böðin og búningsher-
bergin er annars rétt að taka
fram, að þau eiga að réttu lagi
að vera vestan lauganna nær
Laugarnesskólanum. Núver-
andi búningsherbergi á að
vera aukarými, sem ætlunin
var að nota þegar óvenju mikil
aðsókn væri að sundlaugun-
um.
Um útisteypiböðin vil ég
segja það, að mér er ekki
kunnugt um, hversvegna
arkitektinn hefur haft þær
með þessu lagi. Hins vegar
var i upphafi reiknað með að
þær yrðu aðeins notaðar á
sumrin. En raunin hefur orðið
önnur. Jafnframt hefur að-
sóknin að sundlaugunum
hreinlega tvöfaldazt frá þvi
þær voru opnaðar. Aðsóknin i
marz er eins og hún var á
sumrin fyrir nokkrum árum.
Það væri vel hægt að gefa
fólki upplýsingar um hitastig
heitu pottanna. A þeim er
sjálfvirk hitastilling og ekki
þyrfti einu sinni að hafa i þeim
hitamæla heldur koma fyrir
plötu á hverjum þeirra, þar
sem gefnar væru upplýsingar
um hitastig hans.
Mér þykir spurningin um
hárþurrkurnar góð.
Raunar voru til að byrja
með tvær hárþurrkur i laug-
unum, en þær voru litið notað-
ar og fljótlega skemmdar. En
ef til vill hafa þær ekki verið
nógu traustar að gerð. En ég
er sammála Vilborgu um
þörfina fyrir slika þjónustu.
Hins vegar er plássið litið i nú-
verandi búningsherbergjum.
Og þá er það siðasta
spurningin. Ég tel að sund-
staðir borgarinnar séu mjög
mikið opnir eða frá 7.20 á
morgnana til kl. 8 á kvöldin
virka daga og til kl. 9 á sumr-
in. A laugardögum er opið til
kl. 6 og á sunnudögum til kl. 2,
en á sumrin til kl. 6 á sunnu-
dögum. Til þess að hafa þetta
svona þarf starfsfólkið að
vinna marga aukatima. Við
teljum þetta langan tima. Og
einhvers staðar verða nú
mörkin að vera”.