Tíminn - 01.03.1973, Síða 16
Fimmtudagur 1. marz. 1973.
xj;
MERKID SEM GLEDUR
Htttumst í haupjélagínu
[Hlégarður
± *—' QQmlrnmnoolir
Samkomusalir til leigu fyrir:
Arshátiöir, Þorrablót, fundi,
ráðstefnur, afmælis- og ferm-
ingarveizlur. Fjölbreyttar
vcitingar, stjórir og litlir salir,
stórt dansgólf. Uppi. og pantan-
9JT' ÍKr lx húsverði i slma 6-61-95.
<r?
GOÐI
fyrir gódan mat
EJOTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS
P
^ EJOl
Geta afgreitt timbur
húsin á fimm vikum
KJ—Reykjavík. — Okkur var ein-
göngu falið að kanna hvaða húsa-
geröir myndu henta bezt, og von-
ast ég til, að sendinefndin geti
skilað skýrslu um feröina um
næstu helgi, og þá verður strax
hægt að fara að panta húsin, sagði
Guðmundur G. Þórarinsson verk-
fræðingur I samtali við Tlmann i
gær.
— Verksmiðjurnar geta svo af-
greitt húsin fimm vikum eftir að
pöntun hefur veriö gerð, þá er
það undir viökomandi sveitar-
félögum komið, hvort þau eru
tilbúin með götur og lagnir,
hvenær hægt verður aö taka húsin
I notkun, sagði Guðmundur enn-
fremur.
Guðmundur kom einn nefndar-
manna heim fyrir siöustu helgi,
en meðnefndarmenn hans komu á
miðvikudag, en þeir eru: Bárður
Danlelsson brunamálastjóri, Jó-
hann Friöfinnsson kaupmaður i
Vestmannaeyjum og Hafsteinn
Stefánsson skipasmiður I Vest-
mannaeyjum.
— Leiðin lá fyrst til Finnlands,
þar sem Juuranto ræðismaöur
hafði skipulagt dvölina, sagði
Guðmundur G. Þórarinsson.
Fyrst var heimsótt Puutalo, sölu-
fyrirtæki fyrir tilbúin hús, en auk
þess húsaverksmiðjurnar Enso-
Gutzeit, og viðræður áttu sér stað
við fulltrúa fyrirtækjanna Seismo
og Dominu, auk fleiri aðila.
Skipulag þessara húsa var mis-
jafnt, en það var athyglisvert, að
I þeim öllum var Sauna-baðstofa.
I Finnlandi eru þrir aðilar, sem
ætla að gefa hús til Islands,
Huvudstadsbladet, kirkjan og
Nordisk byggedag.
1 Sviþjóö voru skoðaðar margar
gerðir af húsum og má nefna
Aldalshus, sem framleidd eru af
B.P.A., en það fyrirtæki er tengt
alþýðusamtökunum i Svlþjóð. Þá
voru skoðuð Hultsfredshús, Ekj-
sjö-hús, Guldringen-hús, Mock-
fjard-hús og Wellit-hús. Þetta
voru lagleg hús, og I Sviþjóð eins
og I Finnlandi mættum við mikl-
um velvilja, ságöi Guðmundur I
viðtalinu við Timann.
t Svlþjóð töluðu nefndarmenn
m.a. viö innanrlkisráðherra Svia,
og þar var mikið rætt um aðstoð
viö tslendinga vegna náttúru-
hamfaranna lEyjum. M.a. var sú
saga sögð, að maður nokkur, sem
gekk I hús og safnaöi til tslands,
kom þar að sem fimm ára, dreng-
ur kom til dyra. Maðurinn sagði
drengnum I hvaða erindum hann
væri, og spurði hvort nokkur full-
oröinn væri heima. Drengurinn
bað hann að biöa, og kom að
vörmu spori til baka með kr. 3.75
sænskar krónur, sem hann sagð-
ist hafa tekið úr sparibauknum
sinum. Hann hefði ætlað að
safna sér fyrir hjóli, en nú vildi
hann gefa aleiguna til hjálpar ts-
lendingunum, sem orðið heföu að
flýja Heimaey.
Indíánar taka
lOOOmanna bæ
NTB-Suður-Dakóta. Rúmlega 200 Indiánar
réðust i gær inn i 1000 manna bæ, Wounded
Knee i S-Dkóta og tóku tiu manns sem gisla.
Taka Wonded Knee er nýjasta
aðgerð Indlana I mótmælaskyni
við kynþáttamisrétti og slæm lifs-
skilyrði, sem þeim eru búin. Leið-
togar innrásarmanna segjast
ekki láta gislana lausa fyrr en
gengið verði að körfum þeirra.
Woonded Knee er þekktur stað-
ur vegna þess, að þar stráfelldu
bandariskir hermenn 200 Indiána
fyrir 83 árum.
96 lögreglumenn umkringdu
svæðið, sem er skammt frá
verndarsvæði Oglala-Sioux-
Indiána.
Margir Indlánanna, sem þátt
tóku I árásinni, eru I hreyfingu
bandariskra Indiana. Innrásar-
menn eru vopnaöir byssum og
segjast reiðubúnir að berjast til
siöasta blóðdropa.
1 Noregi skoðaöi sendinefndin
margar gerðir húsa, og þar
bjuggumst við við, að finna hent-
ugustu húsin, sagði Guðmundur,
vegna svipaðs veðurlags á
vesturströnd Noregs og á Islandi.
Húsin, sem viö skoðuðum þar,
voru Moelven-hús, Block Watne-
hús, Anberg-hús, Trysil-hús, Sun
house, sem er eftirtektarvert af-
brigði, þótt þaö henti e.t.v. ekki
hér á landi. Auk þess voru fleiri
hús athuguö. Trysil er sveitar-
félag, þar sem búa aðeins um sjö
þúsund manns, og hafa ibúarnir
ákveðið að gefa Vestmannaey-
ingum hús.
Ég varð svo að fara heimleiðis,
áöur en húsin I Danmörku voru
skoðuð, og einnig áður en hús
voru skoðuö i Gautaborg.
— Hvernig eru svo öll þessi hús
uppbyggð?
— Þetta eru að sjálfsögðu allt
timburhús, og má segja, að þau
séu byggð upp á þrennskonar
máta. I fyrsta lagi er um að ræða
mjóar einingar, eða um 30 senti-
metra breiðar. I öðru lagi eru
flekahús, og veggirnir þá i heilu
lagi. 1 þriðja lagi eru einingahús
og koma þá heilu húshlutarnir
tilbúnir frá verksmiðjunum.
Ollum þessum húsum má svo
skipta I varanleg hús og bráða-
birgðahús, og skoðuðum við báð-
ar geröirnar. Ég held að flestir
séu þeirrar skoðunar, að kaupa
eigi góð hús, sem verða til
frambúöar, heldur en að kaupa
ódýrari hús.
í þessu sambandi má geta
höfðinglegrar gjafar frá SKF
kúluleguverksmiðjunum I Svl-
þjóð, en þær hafa boðizt til að gefa
10 hús, sem hvert er 350 fermetr-
ar að stærð, meö 10-12 herbergj-
um. Þessi hús virðast geta hentaö
Frh. á bls. 15
Þjóðernistilfinningar hurfu
í skuggannó írlandi
NTB — Dublin — Kosningaþátttaka i þingkosning-
unum i irska lýðveldinu i gær virtist siðdegis ætla
að verða mikil. Engu var þó hægt að spá um, hvort
það lofaði góðu fyrir Fianna Fail, flokk Jack Lynch
forsætisráðherra eða andstæðinga hans, kosninga-
bandalag Fine Gael og Verkamannaflokksins. 1
kosningabaráttunni hafa báðir aðilar lagt áherzlu á
að nauðsynlegt væri að úrslit kosninganna yrðu
greinileg á annan hvorn veginn. Fianna Fail átti að-
eins 69 sæti af 144 i fráfarandi alþingi
Sérlega flókið kosningakerfi
veldur þvl, að enginn flokkanna
getur búizt við mikilli breytingu á
fylgi, og margir hafa látið I ljósi
ótta um, að hvorki núverandi
stjórnarflokkur, Fianna Fail, né
samsteypa Fine Gael og Verka-
mannaflokksins fái hreinan
meirihluta atkvæða.
Kosningabaráttan hefur á
margan máta verið furðuleg.
Þjóðernistilfinningar og kröfur
um að Stóra — Bretland láti
Noröur Irland af hendi hafa ávallt
sett mikinn svip á kosningar I
Irlandi. En nú, meðan ný morða-
og hryðjuverkaalda geisar fyrir
norðan, haía þessi mál alveg
horfið I skuggann fyrir velferðar-
og skattamálum.
Lynch forsætisráðherra kaus i
Dublin og hélt siðan til kjördæmis
sins, Cork á Suður-írlandi til að
bíða úrslitanna. Liam Cosgrave,
leiðtogi andstæðinga hans,
greiddi einnig atkvæði I Dublin,
Mynd þessi var tekin I efri deild Irska þingsins I desember s.l., er samþykkt voru umdeild lög, sem
gerðu stjórnvöldum hægara um vik að handtaka meðiimi i ólöglegum samtökum, þ.á.m. Irska lýð-
veldishernum. í dag verður úr þvi skorið hverjir stjórna eiga trlandi næsta kjörtlmabil.
GefaNorð-
menn
okkur fræ-
ræktarstöð
1974?
NTB — Osló.Norska skógræktar-
félagið hefur lagt til, að Islend-
ingum verði gefin fræræktarstöð
fyrir sitkagreni I tilefni 1100 ára
afmælis tslandsbyggðar 1947. 1
fregn frá NTB fréttastofunni
segir, að félagiö hafi boðið skóg-
ræktarráði sambandi norskra
skógeigenda, norska skógarelda-
tryggingafélaginu og yfirstjórn
skóga rikisins að taka þátt I
kostnaði vegna gjafarinnar.
í fréttinni segir ennfremur, að
Islendingar noti stikagreni I
miklum mæli til skógræktar, og
fái fræ frá Bandarlkjunum. En
loftslag I skógræktarstöðvum þar
er ekki mjög svipað islenzkri
veðráttu.
Skógræktarstöð þessi verður
e.t.v. á Haraldsöy I Etne , en þar
hefur skógræktarfélaginu norská
boðizt land til langtimaleigu.
Hugmyndin er að gjöfin standi
undir kostnaði viö stofnun
stöðvarinnar og rekstur, þangað
til hún fer að gefa af sér fræ. Þá
eigum við sjálfir að taka að okkur
kostnaðinn. Stofnkostnaður er
áætlaöur um 50.000 norskar krón-
ur.
Sakadómur segir:
„Allt í lagi
að nota
orðin Wine
& Dine"
Klp—Reykjavlk. — Fyrir
skömmu var kveöinn upp I
Sakadómi Reykjavlkur dómur I
máli, sem höföaö var af hálfu
ákæruvaldsins á hendur Hauki
Hjaltasyni, framkvæmdastjóra
veitingahússins óðals viö Austur-
völl.
Var honum gefið að sök, að hafa
látið prenta auglýsingakort á
ensku með orðunum WINE &
DINE og hafa kortin frammi á
veitingastaðnum og ferðaskrif-
stofum. Var þetta talið brot á
ákvæðum laga um bann við
áfengisauglýsingum.
Þórður Björnsson yfirsaka-
dómari kvað upp dóminn og
sýknaði hann ákærða I máli
þessu. Jafnframt var kostnaður
sakarinnar lagöur á rikissjóð, þar
með talin málsvarnarlaun verj-
anda ákærða, Guðmundar Ingva
Sigurðssonar, hrl., kr. 15.000.00.
1 dómsorði segir m.a. að við
skýrin^u á orðinu „áfengisaug-
lýsing megi greina á milli auglýs-
Frh. á bls. 15
WINE «
iN A COZV ATMOSPHERE
ICÉLAND S MOST EXCLUSIVE RESTAURAt
IN THE HEART OF THE CITY
HEADWAITER TELEPHONE 11322 - OPEN DAILY 11,30 - 15 & i»