Tíminn - 28.03.1973, Qupperneq 7

Tíminn - 28.03.1973, Qupperneq 7
Miðvikudagur 28. marz 1973 TÍMINN 7 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18S06. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. - ' Ýmsum ferst en ekki þeim! í sambandi við þær umræður, sem urðu á Al- þingi utan dagskrár i fyrradag um verðlag landbúnaðarafurða og verðlagsþróunina i landinu, gerðu leiðtogar stjórnarandstöðunnar harða hrið að rikisstjórninni og sögðu hana hafa sleppt dýrtiðarófreskjunni lausri á al- menning. Þessi kollhrið kom i kjölfar þeirrar iðju stjórnarandstæðinga undanfarin misseri að taka upp og styðja og gera að sinum allar þær kröfur, sem fram hafa komið um hækkun verð- lags um leið og þeir skömmuðu rikisstjórnina fyrir að vera að drepa atvinnufyrirtækin með þvermóðsku i verðlagsmálum. Rikisstjórnin hefur haldið svo fast á verð- lagsmálunum að lengra verður naumast geng- ið i þeim efnum og hefur reynzt óhjákvæmilegt að undanförnu að slaka nokkuð til. Margar þessar verðhækkanir stafa af hækkunum er- lendis og enginn mannlegur máttur á Islandi fær við þær ráðið. Vissulega h.afa stjórnarflokkarnir þungar áhyggjur af dýrtiðarvextinum og vel getur verið, að einhverjum farist að deila á rikis- stjórnina fyrir að hafa ekki staðið nægilega fast i istaðinu i verðlagsmálum. Hitt er jafn vist, að engum ferst það siður að halda uppi slikum ádeilum á rikisstjórnina og þeim Jóhanni og Gylfa, sem báru ábyrgð á þróun efnahags- og verðlagsmála i 12 ár samfleytt, en þau ár eru einmitt mettimabilið i sögu verð- bólgu á íslandi. Á siðustu þremur valdaárum þeirra Jóhanns og Gylfa, fram til verðstöðvunarinnar i nóv. 1970, hækkaði dýrtíðin skv. framfærsluvisitölu um 18.6% á ári að meðaltali, en frá upphafi þeirrar verðstöðvunar, sem núverandi rikis- stjórn tók siðan að sér að framlengja, og jafn- framt að kljást við allan þann óleysta vanda i verðlagsmálum, er henni fylgdi sem arfur, og fram til 1. marz sl. hefur hækkunin aðeins numið 7.7% á ári. Með öðrum orðum: Það hef- ur dregið úr dýrtiðarvextinum um meira en helming. Svo halda þessir ólukkufuglar að það taki einhver mark á þeim, þegar þeir segja að rikisstjórnin eigi að fara frá vegna dýrtiðar- aukningarinnar til þess að þeir geti að nýju tekið að sér að halda dýrtiðinni i skefjum! Fyrr má nú vera kokhreystin. En það skulu þessir herrar vita, að þjóðin fékk ekki af þeim 12 ára reynslu i stjórnarstólum fyrir ekki neitt. Og fólk veit lika vel, hverjir það eru, sem nú gera mestar kröfur um hækkanir á verðlagi til neytenda og hvaða flokk þeir fylla. Má minna á kröfur borgarstjórans i Reykjavik i þvi sam- bandien nýjustu kröfurnar eru frá forystusveit heildsalanna i Reykjavik mannanna, sem út- vega fjármagnið til reksturs Sjálfstæðisflokks- ins. Þeir heimta nú 36% hækkun á álagningu! — TK. William Johnstone, The Scotsman: Hreinsun er hafiníKomm- únistaflokki Sovétríkjanna Allir eiga að afhenda flokksskírteini sín og þau verða endurnýjuð að athugun lokinni KOMMÚNISTAFLOKKI Sovétrikjanna er eins farið og öðrum stjórnmálaflokkum, sem ekki hafa náð öllum markmiðum sinum, að i honum eru margir óvirkir félagar. Fyrir dyrum stendur „endurnýjun flokksskirteina” og er aðaltilgangurinn að losa sig við hina óvirku félaga, sennilega með þvi að fækka mjög verulega i flokknum og herða inntökuskilyrðin. Flokksblað Pravda er gefið út i 9 milljónum eintaka og leiðtogarnir vona, að flokks- félagar geri sér að skyldu að lesa það. Blaðið gaf fyrir skömmunokkra hugmynd um þá gifulegu hreinsun, sem hafin er. Tekið var fram i upphafi, að ekki væri um „hreinsun” að ræða, en allir flokksfélagarsem eru 14.5 milljónir, yrðu að skila skirteinum sinum. Sér- stök nefnd kannaði málið og hver félagi fengi sitt flokks- skirteini afhent að nýju ef hann reyndist „hæfur” og „verðugur”. Blaðið flutti enn- fremur þá aðvörun, að sér- hver félagi, sem sætti gagn- rýni yfirboðara sinna, ætti að taka henni með góðu. Lof yrði i té látið opinberlega þar sem við ætti, en yrði ekki eins væmið og oft áður. VITASKULD táknar endur- nýjun skirteinanna hreinsun þó að það sé ekki látið i veðri vaka. Sú hreinsun verður þó ekki svipuð þeirri, sem fram fór á árunum milli 1930 og 1940 og gerði öllum lifið leitt, jafn- vel hinum tryggustu flokks- mönnum. Þá létu milljónir manna lifið, eins og allur heimurinn veit, en Rússar eru enn tregir til að viðurkenna opinberlega. Fleiri voru þó þær milljónir, sem sendar voru i vinnubúðir, oft fyrir duttlunga Stalins sjálfs eða undirmanna hans, en sumir þeirra eru enn i ábyrgðar- stöðum. Uppbygging iðnaðar- ins var að verulegu leyti verk þeirra, sem vinnubúðirnar gistu. Skrifstofuvaldið sovézka er þungt i vöfum og þarf þvi engan að undra að tekið hefir meira en ár að hrinda skirteinaskiptunum i fram- kvæmd. Leonid Brezhnev flokksleiðtogi sagði á 24. flokksþingi árið 1971, að út- runninn væri timinn, sem flokksskirteinunum hefði verið ætlað að gilda (Hreins- unin verður framkvæmd i nafni Brezhnevs og Lenins sáluga). Brezhnev sagði ekki, að þetta táknaði strangt tekið, að enginn væri gildur félagi i flokknum, en hann sagði ski^teinaskiptin nauðsyn og á þau yrði litið sem mikilvægt skipulags- og stjórnmála- atriði. TRÚIR félagar fögnuðu Brezhnev við og við meðan hann flutti ræðu sina, en hann lýsti þeim ágöllum, sem hann sæi á flokknum. Hinum smærri flokksfélögum — sem eru fast að 400 þúsund að tölu — væri mörgum ábótavant og brygðust þvi hlutverki að lita eftir og magna heimamenn i sinu héraði. Brezhnev sagði þá fiokksmenn einnig allt of marga, sem alltaf væru að gagnrýna og áminna félaga sina, en hætti svo til að þoka sér til hliðar þegar átaka væri þörf. Þá sagði Brezhnev einnig, eins og Pravda rifjaði upp um daginn, að flokksfélagar sýndu oft og tiðum miklu meira sinnu- og hirðuleysi og jafnvel agaleysi en hæfði „siðferði kommúnista”. Mann ganga i Kommúnista- flokk Sovétrikjanna af mörgum ástæðum og eru þar virkir félagar á mismunandi vettvangi, svo sem i iðnaði, listum, hernum, og jafnvel flokksstarfinu sjálfu. Sumir ástunda fyrst og fremst frama sinn i flokknum (og er Brezhnev einmitt gott dæmi um slika menn), en aðrir keppa að þvi að breyta flokknum innan frá. ALGENGASTA ástæðan til inngöngu I flokkinn er hag- ræðið, sem það veitir i starfi einstaklingsins, sér i lagi þó ef um ábyrgðarstarf er að ræða eða mikla umgengni við fólk. Einstaklingurinn kann einnig að ganga i flokkinn af þvi að það gerir hið daglega lif ánægjulegra, — en til inn- göngu þarf auðvitað meðmæli og viðurkenningu réttra aðila. Formaður flokksins i héraði getur haft nokkur áhrif. Hann getur til dæmis ráðið úrslitum um efnahagslega velferð eða hrun umhverfisins með þvi að lýsa þörf nýrrar verksmiðju, eða skýra frá þvi, að verk- smiðja sem fyrir er, svari ekki kostnaði. Hann nýtur einnig forgangs hjá vöru- dreifendum I nágrenninu og efalitið verður hans heimili búið heimilistækjum á undan öðrum. Hann fær sennilega nýjan bil (og að öllum llk- indum kostnaðinn við rekstur hans greiddan), hvað þá nýtt grænmeti og kjöt, (sem stundum er skortur á) og að- stoð við að hirða heimili og bíl. Tilgangur og ferill slikra manna og margra annarra verður kannaður kerfisbundið á næstu tveim árum. Sagt var i Pravda, að skirteinaskiptin yrðu framkvæmd „smátt og smátt”, en ekki i neinum flýti”. Starfsfélagar flokks- manns verða sennilega kvaddir til ráðuneytis við kannendur að ofan þegar ákvarðanir verða teknar. MARGT hefir gerzt siðan að skipt var siðast um flokks- skírteini eftir lát Stalins. Tala flokksmanna hefir til dæmis rúmlega tvöfaldazt og ef til vill er hann orðinn of fjöl- mennur til þess að traustu eftirliti verði við komið. Krustjeff kom fram og hvarf aftur frá völdum. Uppþot hafa orðið i Ungverjalandi, Tékkó- slóvakiu og Póllandi. Banda rikin og Kina hafa valdið Sovétmönnum ugg og áhyggjum, þó að sitt með hvórum hætti sé. Suð-austur Asia, löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins og Kúba hafa átt i styrjöldum eða þvi sem næst með mismunandi hætti, og hagsmunir Sovét- rikjanna hafa komið þar mjög við sögu. Liklegt má telja, að félagi i Kommúnistaflokki Sovét- rikjanna verði að skýra af- stöðu sina til þessara atburða allra, eða að minnsta kosti sumra. Hann kann einnig að þurfa að skýra frá skoðunum sinum á efnahagslifi Sovét- rikjanna og hvernig horfið sé, frá bæjardyrum hans séð. Þetta verður eflaust erfitt og varasamt i meðförum, þar sem flokksfélagar og kannendur þurfa að finna hentuga leið til að geta sagt án hneykslunar, að allt sé meira og minna óskipulegt og á afturfótum eins og sakir standa. VARLA þarf að koma á óvart þó að ágreiningur verði hér og hvar, og margur, sem ekki er nægilega næmur á veðurstöðuna i Kreml, verður vafalaust að láta af starfi sinu. Og margur verður efalaust af þeirri upphefð, sem verið hefir samgróin daglegu lifi hans undangengin ár. Ef gert er ráð fyrir, að Brezhnev og nánustu sam- starfsmenn hans standi að hreinsuninni, má gera sér þe ss nokkuð ljósa grein, hverju á að fá framgengt. Fyrst og fremst verður að þvi keppt að treysta aðstöðu „hægri arms” flokksins. Þar á Brezhnev heima og þvi verður slik aðstaða til þess að auka á og magna dýrkunina, sem honum er þegar sýnd, enda þótt hann sé ótrúlega sviplitill sem einstaklingur. A 24. flokksþinginu réðist Brezhnev gegn „huglægum villum” fyrrverandi forustu og sagði suma forustumenn flokksfélaga bresta aðhald, háttvísi og hæfni til þess að hlusta á uppbyggilegan hátt. Hann hvatti til þess, að „hin vinnandi stétt” og ungt fólk fengi aukið og eflt hlutverk i flokknum. Höfuðmarkmiðið ætti að vera og væri að gæða almenning „nýrri k o m m ún i s t a a f s töðu til starfs.” EN Brezhnev ákvað skil- yrðin ekki nánar, enda gat hann það ekki. Ekki kom fram, hver eigi á þessari nýju tækniöld að skýra og ákveða „kommúnistaafstöðu til starfs” án þess að þurfa að ákalla Lenin, sem nú hefir verið dáinn i hálfa öld. Það er heldur ekki ljóst, hver hefir vald — eða með hvaða hætti — til þess að sitja i hinum ýmsu rannsóknarnefndum eða skipa i þær. Verði verkið framkvæmt af nákvæmni og samvizkusemi verður hugað grannt að hugs- un og afstöðu starfandi flokks- manna alveg niður úr. Reynt verður að nálgast eins og framast er kostur staðfesting — eða öfugt — á stefnu Sovét- rikjanna, sem risaveldis á átt- unda tugi aldarinnar, eða eitthvað loðið og afsleppt þar i milli — sem er öllu senni- legra. Úrvinnsla þess, sem fram kemur, verður fram- kvæmd fyrir luktum dyrum, sennilega i Moskvu, og ef til vill ekki fyrr en Brezhnev er horfinn af sviðinu. Þegar þetta er komið I kring verður ákveðið að leggja á hilluna stefnuskrá flokksins, sem samþykkt var 1961, en þar sagði meðal annars, að árið 1970 yrði erfiðisvinna „horfin” og allir ættu „hæga og auðvelda ævi.”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.