Tíminn - 06.04.1973, Síða 1

Tíminn - 06.04.1973, Síða 1
WOTEL mtMIR „Hótel Loftleiðir býður gestum slnum að velja á milll 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa líka Ibúðir til boða. Allur búnaður miðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIOUR VEL. V Óhemju fannkyngi á Héraði, rafmagnsbilanir og símaslit JK—Egilsstöðum. — Geysilega miklum snjó hefur kyngt niður á Austfjörðum, og eru þar allir veg- ir gersamlega ófærir. Miklar skemmdir hafa oröið á raflfnum og simalinum, snjóflóö fallið og með öllu var rafmagnslaust á stórum svæöum um tfma I gær. Ekki voru afgreidd sfmtöl milli Austurlands og annarra lands- hluta nema hraðsamtöl um eina linu gegnum Hornafjörð. I fyrradag hlóð niður firnum af snjó á skömmum tima, einkum i fyrrakvöld, og varð allt ófært. Þegar á fætur var komið i gær- morgun, var fönnin svo mikil og jafnfallin, að harðfylgi þurfti til þess að ösla á milli húsa hér i Egilsstaðaþorpi. Þessi snjór féll i hægri austanátt og var raunar bleytuhrið um skeið, en nú er komin norðaustanátt. A láglendi niðri á fjörðum er snjórinn miklu minni, þótt úrkoma væri þar einnig mjög mikil. Krapastifla i Grimsá, disilstöðvar bilaðar Mjög viða slitnuðu raflinur og simalinur, er snjórinn hlóðst á þær. Þrir staurar raflínunnar, sem liggur um Svinadal til Eski- fjarðar brotnuðu , og búnaður á tuttugu til viðbótar skemmdist. I gærmorgun kom krapastifla i Grimsá, og stöðvaðist þá orku- verið þar, og var með öllu raf- magnslaust i hálfan sjötta klukkutima. Disilrafstöövarnar á Seyðisfirði og i Neskaupstað hafa verið bilaðar vegna mikils álags i sambandi við loðnubræðsluna að undanförnu, og hafa varahlutir i Seyðisfjarðarstöðina ekki fengizt vegna verkfalls i Englandi. Dsisilrafstöð Norðfirðinga tókst að koma i gang i fyrrinótt. Allir mjólkurflutningar liggja að sjálfsögðu niðri á Héraði og til marks um simabilanir má nefna að linan á Fagradal eyðilagðist á fimm hundruð metra kafla. Simalina á Gagnheiði rofnaði einnig, svo og viðs vegar annars staðar i héraðinu. Þá var endurvarpsstöðin á Eiðum biluð i gær. Rafmagnið brást i kveðjuhófinu Fréttaritari Timans á Seyðis- firði, Ingimundur Magnússon, sagði svo frá, að loðnubræðslu hefði lokið þar i fyrradag, og var þá haldið kveðjuhóf. Þegar hófið stóð sem hæst, rofnaði háspennu- linan að sildarverksmiðjunni, og var myrkur i bænum i rúma klukkustund. I gær var engan mat að fá i mötuneytinu vegna raf- magnsskorts. Mikill snjór er i fjöllum, þótt ekki kveði ýkjamikið að honum niðri við sjóinn, og hafa snjófióð falliðá nokkrum stöðum skammt innan við söltunarstöðina Neptún. Snjóbill var sendur til könnunar, og fór hann yfir tvær snjóskriður, en sneri frá við þá yztu og breiðustu. Voru þær tiu til þrjátiu metra breiðar og náðu i sjó fram. Þarna hafði raflina fallið niður og staurar brotnað, einn eða fleiri. Við Hánefsstaði var sambands- laust i gær. Happdrættislán vegna hringvegar tSLENDINGAR hafa færzt það i fang að vega mestu torfæruna á landinu, Skeiðarársand, og brúa vötnin, sem um hann falla. Þvi vérki skal lokið sumarið 1974, þegar þúsund ár eru liðin frá þvi land byggðist þeim kynþætti, sem siðan hefur haft hér búsetu. Það verður mikill sigur, unninn með fjárfrekum fórnum, erfiði og kunnáttu, og veglegur minnis- varði, sem ber hátt yfir allan stundarglaum. Nú á að bjóða út nýtt happ- drættislán til þess að standast kostnað við framhald verksins, svo unnt sé að vinna sleitulaust að þessari miklu samgöngubót, sem allir hugsandi menn bera mjög fyrir brjósti. Myndina hér á siðunni tók Einar Valdi af einu mannvirkinu á Skeiðarársandi, burðarvirkjum fyrirhugaðrar brúar á Gigju. Sjá nánar frásögn á 3. blaðsiðu. Netabáti hvolfdi snögglega: Uppfinning eins skipverjans bjargaði áhöfninni á kjöl VÉLBATNUM Katrfnu GK-90 hvofldi snögglega á Sandvik sunnan Reykjaness i gærmorgun. Fjórir inenn voru á Katrinu, sem var 11 lcstir að stærð, gerð út frá Hafnarfirði. Komust þeir á kjöl og var bjargað um borð i Knarr- arnes, sem fór með skipsbrots- mennina til Grindavikur. Eigandi bátsins var Þorkell h.f. Markús Þorgeirsson gerir bátinn út og var hann einn af há- setunum, er honum hvolfdi. Timinn hafði samband við hann i gær, og sagði, að báturinn hefði verið á lausri keyrslu, þegar hann valt skyndilega. — Bátnum hvolfdi rétt fyrir kl. 10. Var það svo snöggt, að ekki var hægt að komast i gúmibjörg- unarbátinn. Báturinn var fyrir framan kappann, og það hefði ekki verið hægt fyrir neinn að nálgast hann, hvorki úr stýrishúsi né annars staðar að. Það, sem varð okkur til lifs, var að lúgur vóru velskálkaðar, lúkar lokaður og öryggisgrindverk á lunningu, sem við notuðum sem stiga til að komast á kjöl. Katrin var smiðuð i Bátalóni 1970. Er hún fyrsti báturinn, sem smiðaður er þar með sliku öryggisgrindverki, og er það min uppfinning, og lét ég setja grindverkið á lunninguna fyrstur manna. Grindverkið notuðum við sem stiga til að spyrna okkur upp á kjöl. Ef grindverkið hefði ekki verið, skal ég ekkert segja um, hvað orðið hefði um okkur. — Við vorum um 15 minútur á kili áður en okkur var bjargað. Veðrið var gott og margir bátar nærri. Til okkar sást af Knarrar- nesinu og brugðu skipverjar fljótt við og silgdu að okkur og tóku um borð. Vil ég færa þeim sérstakar þakkir fyrir björgunina, sem gekk mjög fljótt og vel. Skipstjóri á Katrinu var Lúter Þorgeirsson, en Gunnar örn Gunnarsson vlestjóri., Guð- mundur Friðriksson og Markús voru hásetar. Hinn siðastnefndi var ekki skráður á bátinn, en fór þess ferð i forföllum annars há- seta. Katrin var á þorsknetum og var búin að fá 35 lestir siðan 16. febrúar s.l. Skipverjum á Hópnesinu frá Grindavik tókst að koma taug i Katrinu, þar sem hún maraði i kafi, og sást rétt i bátinn. Þegar siðast fréttist var ekki útséð um, hvort tækist að draga bátinn að landi OÓ Nú hefur Holberg eignazt nóga belgi ÞÓ, Reykjavik—- Loft- belgjafrömuðurinn Holberg Másson er nú nýkominn frá Bandarikjunum, þar sem hann-flaug meðal annars i loftbelg og var viðstaddur fyrsta heimsmeistaramót i flugi ,,heitra loftbelgja”. Holberg kom ekki alveg tómhentur til landsins, því hann kom með hvorki meira né minna en niu loftbelgi, og loftskip, tvær fallhlifar og ýmislegt annað, sem að gagni kemur fyrir loftfara- Við náðum tali af Holbergi i gærkvöldi, en hann kom með alla loftbelgina og loft- skipin með sér heim um siðustu helgi. Hann sagði, að hann væri búinn að vera tvisvar i Bandarikjunum siðan um áramót. 1 fyrra skiptið var hann i einn mánuð og i seinni ferðinni i tvær vikur. A þessum ferða- lögum sinum ferðaðist Hol- berg um öll Bandarikih og fór meðal annars til Alaska og skoðaði þar loftbelgja- verksmiðjur. I eitt skiptið, sem Holberg var staddur á Keflavikur- flugvelli, kynntist hann pró- fessor frá Bandarikjunum, sem hafði verið að rannsaka gosið i Vestmannaeyjum, og bauðst hann til að útvega Holberg loftbelg. ,,Ég ákvað þess vegna að fara aftur út og heimsótti ég þá prófessorinn i þeirri ferð” sagði Holberg. Hann tók mér mjög vel, sýndi mér háskólann, sem hann kennir við, og að skilnaði útvegaði hann mér tvær fallhlifar, fjóra loftbelgi, sem geta borið einn mann og einn loft- belg, sem getur borið einn mann. Auk þessa gaf hann mér hæðarmæla og klifur- mæli. Ekki var allt búið, þvi að auki fékk ég fjögur litil loftskip, sjö til átta metra að lengd sagði Holberg. ,,Ég gaf eitt þessara loft- skipa loftbelgjafólki, sem ég kynntist og hafði verið mér mjög hjálplegt, og að skiln- Framhald á bls. 19 Holberg Másson með hluta af loftbelgj kom með frá Bandarfkjunum. unum og fallhlifunum, sem hann —Tímamynd Gunnar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.