Tíminn - 06.04.1973, Page 4

Tíminn - 06.04.1973, Page 4
4 Föstudagur 6. apríl. 1973 TÍMINN Vi11 spila fótbolta ó ný Það vakti töluverða athygli nú fyrir skömmu, þegar brezka fótboltahetjan George Best birt- ist á sjónvarpsskerminum i Gautaborg. George Best lék með liðinu Manchester United, en stakk svo af vegna eintómra leiðinda. 1 sjónvarpsviðtalinu i Gautaborg sagðist hann gjarn- an vilja byrja aftur að íeika knattspyrnu, svo fremi það væri með einhverju af toppliðunum i London. Hér sést Best koma i sjónvarpshúsið til upptöku þátt- arins, en með honum er sjón- varpsmaðurinn Dag Stálsjö, sem tókstað fá hann til að koma fram i þættinum. Engar hindranir d vegi hans Þetta er ekkert plat, heldur hreinn og beinn raunveruleiki. Þessi maður heitir Rolf Witthöft og er Evrópumeistari i mótor- hjólreiðum á löngum leiðum. Hann hefur þjálfað sig sérstak- lega i að hjóla yfir margs konar hindranir, og hér er ein slik, en hann virðist þó ekki eiga neitt erfitt með að komast yfir þessa hindrun, Fólksvagninn. Það mun þó þurfa töluverða æfingu, til þess að geta gert þetta af jafnmiklum léttleika og Rolf gerir. Hann hefur lika æft sig i að hjóla upp og niður tröppur og fyrir alls konar aðra farartálma og allt gengur honum jafn vel að gera. Fyrsta sigur sinn i hjól- reiðunum vann Rolf Witthöft þegar hann var 17 ára gamalll, en siðan hefur hann unnið mörgum sinnum i hjólreiða- keppni. Til dæmis hefur hann fimm sinnum i röð orðiö Evrópumeistari i mótorhjóla- reiðum. Hann hefur oft verið fenginn til þess að koma fram i sjónvarpsþáttum og sýna þar Nálægt þorpinu Olené, sem er um 70 km frá Volgograd, hefur fundizt svæði, sem er sérstak- lega auðugt af kvarz-sandi. Kvarznámurnar eru þær stærstu i Sovétrikjunum. Ný- lega var reist þarna verk- smiðja, sem framleiðir tæki, sem notuð eru i oliuiðnaðinum. Kvarz-sandurinn er harður sem granit, hefur frábæra siunar- eiginleika og er metinn að jöfnu við gull. Kvarz-sandurinn er notaður i sambandi við boranir eftir oiu, við hreinsun borhola og til einangrunar i málm- bræðsluofna. Áður fyrr þurftu Sovétrikin að flytja inn kvarz frá Italiu, Vestur-Þýzkalandi og Hollandi, en eftir að námurnar við Olené fundust er kvarzið orðið útflutningsvara og er meðal annars flutt út til Kúbu og Afganistan. A s.l. ári voru unnin rúmlega 100.000 tonn af kvarzsandi. Klondyke-Olené listir sinar,'og einnig hefur hann verið fenginn til þess að koma fram i kvikmyndum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.