Tíminn - 06.04.1973, Page 6

Tíminn - 06.04.1973, Page 6
6 TÍMINN Föstudagur 6. apríl. 1973 IVAR ESKELAND heldur fyrirlestur i fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 8. april kl. 20.30 og ræðir um möguleika á samnorrænum bókamarkaði og stofnun þýðingarmiðstöðvar. Aðgangur öllum heimill. NORRÆNA Verið velkomin. HUSID PIERPONT-úrin handa þeim, sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns- úr af mörgum gerðum og verð- um. KARL R. GUÐMUNDSSON úrsmiður - Selfossi PRÓF í AKSTRI fólksbifreiða fyrir fleiri en 16 farþega fer fram i Reykjavik og á Akureyri i þess- um mánuði. Þeir, sem hugsa sér að þreyta þetta próf, hafi samband við bif- reiðaeftirlitið i Reykjavik eða á Akureyri, fyrir 18. þ.m. 1 Reykjavik verður tekið á móti umsóknum i prófherbergi bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, milli kl. 17 og 18 alla virka daga nema laugardaga, en á Akureyri á skrifstofu bifreiðaeftirlitsins. Fyrirhugað er að halda ökukennarapróf i Reykjavikog á Akureyri I þessum mán. beir, sem hugsa sér að þreyta prófið, hafi samband við bifreiðaeftirlitið i Reykjavik eða á Akureyri fyrir 18. þ.m. Gögn með umsóknum: Próf i akstri fólksbifreiða fyrir fleiri en 16 farþega: 1. ökuskirteini. 2. Meiraprófsskirteini. 3. Sakavottorð. 4. Læknisvottorð. Ökukennarapróf: 1. ökuskirteini. 2. Meiraprófsskirteini. 3. Sakavottorð. 4. Læknisvottorð. Kristín Karlsdóttir: Húsmóði rin og þjóðfélagið Fyrir nokkrum dögum var ég að þvi spurð, hvort ég starfaði nokkuð. Þessi spurning vakti hjá mér furðu, þar sem spyrjandan- um var vel kunnugt um, að ég er gift og 6 barna móðir og hef þar af leiðandi nóg verk að vinna. En með spurningunni mun hann hafa átt við starf utan heimilisins. Að hugsa um heimili og börn, það er ekki starf i augum flestra nú til dags. Ég tel nauðsyn á að koma þvi hugarfari að hjá konum og körlum, þó aðallega hjá konum, að það sé göfugt verk en ekki einskis vert, sem þær gegna með þvi að ala upp sin börn sjálfar, en ekki láta það opinbera sjá um það hlutverk fyrir sig. Með þvi að segja það opinbera, á ég við dag- heimili, þar sem riki og borg greiða þar stóran hluta með hverju barni. Hlutur Reykjavikurborgar var 3000.00 kr. með barni á mánuði, sem sagt um 50% á móti foreldr- um. Aætlað heildarframlag Rvikurborgar var 51 milljón kr. og dugar ekki til. Sumargjöf hef- ur farið fram á 20% hækkun, sem hún hefur ekki fengið. Heildar- kostnaður barnagæzlu er rúmar 100 milljónir króna. Einnig er það staðreynd, að langt er frá þvi, að hægt sé að fullnægja þeim um- sóknum, sem eru forgangsum- BARNALEIKTÆKI * IÞRÓTTATÆKI Vélaverk«t»8l BERNHARDS HANNESS.. Su8urland*braut 12. Shni 35810. Trúlofunar- HRINGIR Fljót afgreiösla N& Sent i póstkröfu GUÐMUNDUR <§§ ÞORSTEINSSON <& gullsmiður /g Sf Bankastræti 12 Kristín Karlsdóttir. sóknir, og þvi miður er það, að ekki eru öll börn, sem eru á dag- heimilum, forgangsbörn. Persónulega er ég ekki á móti barnaheimilum og tel, að það geti verið þroskandi fyrir börn að vera þar hluta úr degi. Ég vil, að foreldrar, sem vinna báðir úti jafnvel þó að konan þurfi þess ekki með fjárhagsins vegna, borgi að fullu fyrir sin börn, án aðstoðar frá þvi opinbera. Ekki fá þær konur, sem heima sitja og hugsa um börn sin neitt borgað fyrir það, né frádrátt á skatt- skýrslu. Hins vegar þykir sjálf- sagt, ef þær vinna úti, að borga stóran hluta fyrir börn þeirra á dagheimilum. Að sjálfsögðu á að aðstoða efnalitið fólk og það, sem er að komast yfir byrjunarörðug- leika i búskap, einstæðar mæður og feður. En við búum i það fá- tæku þjóðfélagi, að við höfum ekki efni á að borga fyrir þá, sem þurfa þess ekki með. bvi miður eru allt of margir, sem gera ein- tómar kröfur en vilja ekkert láta af mörkum sjálfir. Ég teldi betri lausn, að þau laun, sem það opinbera greiðir með barnaheimilunum og i FRÍMERKI — MYNTl Kaup — sala Skrifið eftir ókeypis vörulista. Frímerkjamiðstöðin Skólavörðustíg 21 A Reykjavík barnaheimilisbyggingar, yrðu greidd til húsmæðra sjálfra og þeim þar af leiðandi gert kleift að ala sin börn upp sjálfar, sem hlýtur að vera það heilbrigðasta, þvi að annars verður endirinn sá, að menn spyrja hver annan: „Hvaða barnaheimili ól þig upp?” Og sjálfsagt býður fram- tiðin með aukinni tækni upp á raf-' knúnar mæður, sem ekki þarf annað en styðja á hnapp á til að fá þær til að starfa. En nóg um það. Til er félag, sem nefnist Hús- mæðrafélag Reykjavikur, en er mjög litið virkt. Tel ég þá ástæðu helzta til þess, hversu félagið hef- ur litið verið auglýst og húsmæð- ur almennt hafa ekki vitað um til- veru þess, frekar en áhugaleysi. Gæti fyrrnefnt mál verið þarft verkefni fyrir félagið að vinna að. Nú spyrja sjálfsagt margir, hvar á að fá vinnukraft fyrir allar þær húsmæður, sem færu af vinnu- markaðnum. Hvernig væri að leyfa þeim sjötugu að starfa eins lengi og þeir treysta sér til? Alit ég, að 70 ára aldurstimabil- ið sé að verða eitt erfiðasta i lifi hverrar manneskju, nema við- komandi persóna stundi sjálf- stæðan atvinnurekstur, að öðrum kosti er öllu svipt af þessu fólki. Það missir sina atvinnu, sem það er búið að helga alla sina starfs- krafta. Margt af þessu fólki er við beztu heilsu bæði andlega og likamlega, en brotnar gjörsam- lega niður, þegar það missir alla möguleika til að notfæra starfs- krafta sina. En vist er, að þeir 7- tugu gleymast ekki á kjördegi. Þá muna allt i einu allir eftir þeim og viðkomandi eru orðnir afskap- lega mikilvægir. En hver er lausnin á vandanum? Erum við Islendingar svo fjölmennir, að við þurfum að afskrifa þetta fólk, eða erum við bara að taka milljóna- þjóðirnar okkur til fyrirmyndar að ástæðulausu? Ég held, að hjá okkur þyrftum við á öllum okkar vinnukrafti að halda bæði hjá ungum og gömlum, það ætti að leyfa þeim að vinna, sem hafa starfskrafta til þess, en þeir, sem óska eftir hvild,eiga að fá hana. Þvi við eigum að setja allan okk- ar metnað i að gera sem bezt fyrir elztu og yngstu þegna þessa lands. Þeir elztu hafa plægt akur- inn fyrir okkur með elju og dugn- aði. Þvi getum við bezt sýnt þakk- læti okkar i að vinna sem bezt að málefnum þeirra og vandamál- um, sem upp risa hverju sinni. t Reykjavik Bifreiða- viðgerðir Flfóttog vel af hendi leyst. Reynið viðskiptin. Bi freiöastí llingín Síðumúla 23, sími 81330. .Við veljum mmtal “V1 *" ; * —9 það borgar sig % . PUHÍal - OFNAR H/F. < Síðumúla 27 * Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 Pfl ba pi ba M ba M CmI P1 ba pi b«a M ba p*i ba p<* ba p** ba p*i ba bababababababababababababababababababababababababababababababababababababa Vestmannaeyingar! Steingrímur Benediktsson gullsmiður hefur fengið aðstöðu í GULLSMÍÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðinsgötu 7 — Rafhahúsinu Sími 20-0-32 Trúlofunarhringar Fjölbreytt úrval af gjafavör- um úrgulli, silfri, pletti, tini o.fL Önnumst viðgerðir á skartgirp- um, —Sendum gegn póstkröfu. GULLSMIÐAVERKSTÆÐr ÖLAFS G. JÓSEFSSONAR óðrnsgötu 7 — Rafhahúsinu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.