Tíminn - 06.04.1973, Side 9

Tíminn - 06.04.1973, Side 9
Föstudagur 6. april. 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306. Skrif- stofur I Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjaid 300 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Hugarfarsbreyting Það kveður heldur betur við nýjan tón i forystugreinum Mbl. i gær. Báðir leiðararnir fjalla um landhelgismálið, og er vonandi^ð um varanlegan afturbata sé að ræða hjá rit- stjórunum, þvi að ekki verður betur séð en þeir séu farnir að finna til eins og íslendingar i landhelgismálinu. Leiðararnir bera yfir- skriftina ,,Ósvifni og ófyrirleitni” og ,,Hroki Breta” og fjalla um yfirgang Vestur-Þjóðverja og Breta og átroðslu þeirra á islenzkum hags- munum i krafti samninganna frá 1961 og bráðabirgðaúrskurðar Haag-dómsins, sem úr- skurðaði sér lögsögu á grundvelli sömu samn- inga. Þessum samningum sögðu íslendingar upp með 60 atkvæðum á Alþingi og lýstu samningana úr gildi fallna. Vonandi leiðir bati ritstjóra Morgunblaðsins til þess, að þeir láti af kröfum sinum um að við tökum þátt i málaferl- um fyrir úreltri og steinrunnmni stofnun á grundvelli samninga, sem allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ásamt öllum þing- mönnum öðrum hefur lýst úr gildi fallna og þar með óbindandi fyrir íslendinga. 1 leiðurum Mbl. kemur fram glöggur skilningurá yfirgangshugsunarhætti Breta. Það ber vissulega að harma,að þessi næmi skilningur var ekki fyrir hendi, þegar ráða- menn Sjálfstæðisflokksins gerðu óláns- samningana við Breta árið 1961. En betra er s^int en aldrei og vonandi leiðir þessi nýi en siðbúni skilningur ritstjóranna til þess, að rökvisi og ályktunarhæfni þeirra standi einnig til bóta og hafi i för með sér endurmat á hinni fáránlegu stefnu, sem blaðið hefur haft gagn- vart Alþjóðadómstólnum i Haag. „Ósvifni, ófyrirleitni og hroki Breta” er sannarlega ekki nýr fyrir Islendinga, er þeir hafa gert ráðstafanir til að verja lifsrétt sinn i landinu, en i Mbl. undanfarin misseri hafa það þó verið islenzkir ráðherrar, sem hafa hlotið þær einkunnir, en ekki Bretar og Vestur-Þjóð- verjar. Með hugarfarsbreytingunni, sem virð- ist orðin hjá Mbl., má þjóðin þvi búa sig undir að fagna þvi, að á næstunni verður ekki gert eins mikið i Mbl. úr þeim fréttum frá Bretlandi og viðar, þar sem Islendingum eru valin þessi einkunnarorð vegna útfærslu islenzku land- helginnar i 50 sjómilur og neitun íslendinga að mæta fyrir Alþjóðadómstólnum i Haag og yfir- lysingar þeirra um að hafa afskipti og úr- skurði dómsins að engu. Slikar fréttir hafa nefnilega skipað alveg sérstaklega veglegan og stóran sess i Mbl. fram til þessa. Við fögnum þvi sannarlega, að týndu synirnir i landhelgismálinu eru loksins að losna úr álagafjötrum sektartilfinningarinnar frá 1961 og ætla að snúa heim. Gat í kerfinu Það hefur verið upplýst, að sú meinloka er i launa- og lifeyriskerfinu, að laun hæstaréttar- dómara tvöfaldast, þegar þeir láta af starfi. Þeir halda fullum launum, er þeir láta af starfi og fá til viðbótar fullar eftirlaunagreiðslur úr lifeyrissjóði opinberra starfsmanna og ellilif- eyri almannatrygginga. Fjármálaráðherra undirbýr nú frumvarp til að loka þessu gati i kerfinu. -TK. Max Lerner, New York Post: Stefna Nixons höfðar til miðstéttarinnar Hylli sína byggir hann á ótta við óöld og upplausn UNDANGENGIN fimm ar hafa verið skrifaðar margar bækur um ,,nýja stefnu” en höfundar þeirra hafa aldrei haft tækifæri til að reyna þessa nýju stefnu i fram- kvæmd með neinni þjóð. Nixon forseti er nú að reyna sina eigin útgáfu nýrrar stefnu i framkvæmd og leitast við að breyta forsetadómnum án þess að styðjast við nokkrar bækur. Efalaust þarfnast bækurnar gagngerðrar endur- skoðunar um það bil sem þær ná honum. Stefna Nixons sameinar tvær ólikar aðferðir: Stjórn- málavaldið er ýmist dulið eða sýnt nakið, og hins vegar er höfðað til allrar þjóðarinnar yfir og framhjá þingi og blöð- um. Aðferðirnar magna hvor aðra. Forsetinn sýnir vald sitt með þvi, að beita fjárlagahlut- verki forsetans hlifðarlaust, breyta og draga úr sumum áætlunum og nýta i nýju augnamiði fé, sem til annars var ætlað. Þetta setur þinginu stólinn fyrir dyrnar, eykur blóðþrýsting sumra öldunga- deildarþingmanna og gerir suma m in ni h lu ta hó pa stjórnarandstöðunnar æva- reiða. FORSETINN hefur beitt jafn hvatvislegri notkun eigin valds i utanrikis- sem innanrikismálum. Hann hefir til dæmis tekið með leynd örlagarikar ákvarðanir um striö og frið, og gengiö frá framkvæmdasamningum viö erlendar rikisstjórnir (eins og um gengisfellingu dalsins) án þess að hirða um að spyrja þingiö ráða. Ef svo stæði á, að Demókrataflokkurinn færi með völd, en Nixon væri repu- blikani i stjórnarandstöðu, yrði hann manna fyrstur til þess að ráðast gegn sliku at- hæfi sem viöleitni til vald- niðslu og háskalegri einræðis- hneigð. Valdþenslan dylst engum og gæti verið háskaleg, ef þingið væri ekki annars vegar, svo og blöðin og hópar frjálslyndra menntamanna, til þess að berjast á móti af þvi afli, sem þeim er til tækt. Ég verð ekki var neinnar fjölda- andúðar á þeirri meðferð, sem forsetadómurinn sætir af hálfu Nixons. MARGT ber eflaust til, að þessa verður ekki vart. Hvað sem mönnum kann að finnast um aðfarir Nixons við fráfall frá áætlunum Lyndons B. Johnsons um endurbætur stór- borganna þa éru flestir meö mæltir viðleitni hans til þess að draga fremur úr skrifstofu- valdinu i samrfkinu en að auka þaö. Almenningur er einnig mjög ánægður með lúkningu styrjaldarinnar og alger stefnuhvörf frá árunum 1960-1970. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd, að verulegir stjórnarfarslegir árekstrar hafa oröið milli valds forset- ans annars vegar og valds þingsins hins vegar. En for- setinn fer kænlega að og hefir góða aðstöðu i þessum átök- um, þar sem hann er aö svara stundlegri þörf, sem almenn- ingur finnur fyrir, og líkir verulega eftir Roosevelt, Kennedy og Johnson, þegar þeir voru að auka vald sitt. Margir þeirra, sem nú kvarta, hvöttu hina til dáða i sinni tiö. Staðfestan er að visu ekki endanleglifshugsjón.en renna má til hennar auga. VALD ASTEFNA Nixons væri ekki á marga fiska ef hún styddist ekki við hæfilega og hentuga höfðun. Enn er allt með felldu i þvi efni. í ,,hinni nýju stefnu” fyrrum var lögð höfuðáherzla á aö sameina óánægða og örvona hópa, svo sem blökkumenn, fátæklinga, æskumenn, menntamenn, konur, verkamenn, og mið- stéttarmenn. Stundum var þetta kallaö lýðskrum, stund- um „stefna eftirvæntingarinn- ar”. Sigilt dæmi er aö finna i forkosningunum i Indiana, þegar Robert Kennedy tókst aö afla sér atkvæða bæöi blökkumanna og hvitra erfiðisvinnumanna i miö- vestur fylki. Þegar um er að ræöa „nýja stefnu” verður viðleitnin ávallt full mótsagna. Nixon breytir forsetadómnum með dirfskufullri beitingu allra ráða, sem honum eru tiltæk, en þykist jafnframt vera hinn útvaldi baráttumaöur vald- dreifingar, sem ræðst gegn skrifstofuvaldi samrikisins. Hann viöhefur hina mestu leynd á valdatindinum en legg ur mikla áherzlu á sjálfs- bjargarviðleitni, átthaga- tryggð, vinnusiðgæði og öll hin gömlu, hefðbundnu gildi yfir- leitt. Hann skipar hæsta- réttardómara, sem liklegir eru til að fylgja stjórnar- skránni sem allra fastast, en þenur áskapað vald forseta- dómsins til hins ýtrasta. Nixon ÞRATT fyrir allt sannar Nixon eitt sögulegt einkenni forsetadómsins, þar sem hon- um eru mótsagnirnar fyrir- gefnar. Og honum liðast þær vegna þess, að hann höfðar alveg sérstaklega til mið- stéttarinnar á öllum sviðum, hvort heldur er i þjóðernis- starfs- eða aldurshópum. Miðstéttin litur á tvö hlutverk hans sem aðalhlutverk, eða annars vegar aö binda endi á styrjöldina og hins vegar að snarbreyta um frá árunum 1960-1970, þegar állt var á hverfanda hveli og öll hvers- dagsleg tilvera minnti á sifellt umsátursástand. 1 þessu er fólginn bæði veik- leiki og styrkur i senn. Sú lýð- hylli, sem Nixon nýtur, er fyrst og fremst byggð á ótta fólks, ótta viö glæpi, eiturlyf, velferöarútgjöld og ofbeldi. Stefna, sem byggist á ótta, varir aðeins meðan óttinn er áleitinn. Hafi Nixon haft á réttu að standa i siðustu útvarpsræðu sinni og það sé satt, að óttinn i stórborgunum sé að réna, get- ur lýðhylli hans orðið undir rústunum, þegar hin nýja stefna hans sjálfs hrynur. Meiri hætta er þó á, að óttinn vari, en stefnu óttans veitist erfitt að vekja traust — gagn- kvæmt traust þjóöernishópa, stétta, starfsgreina og kyn- slóða en stefna óttans getur aldrei breytzt i stefnu vonar og eftirvæntingar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.