Tíminn - 06.04.1973, Qupperneq 19
Föstudagur (i. apríl. 197:i
TÍMINN
19
AAengun
þvi er ekki heldur a& neita, að
þeir veita mönnum viss þægindi.
En ásókn manna i þessa hluti
hefur iika gengið út yfir öll skyn-
samleg takmörk. Ungt fólk, sem
safnað hefur sér einhverju spari-
fé er kannski að velta vöngum
yfir þvi, hvort það eigi nú heldur
að kaupa sér bil eða leggja aur-
ana sina i húsnæði — til dæmis að
leggja fram einhvern hlut i sam-
býlishúsi. Oftast er það þó billinn,
sem verður fyrir valinu. Þetta er
ekki skynsamlegt, það hljóta allir
að sjá. Svo kosta nú lika eitthvað
öll bilastæðin, að maður nefni
ekki viðhald gatna og vega, sem
eru að sligast undan ofurþunga
þessarar gifurlegu bilaumferðar.
Ég held þvi, að unglingar ættu að
hugsa sig tvisvar um, áður en
þeir leggja sinn siðasta eyri og
þar að auki allt, sem þeir geta
fengið lánað hjá pabba og
mömmu, afa eða ömmu, til þess
að kaupa sér bil, sem svo verður
oftast sá ómagi, sem gleypir
hvern eyri, sem þessir unglingar
vinna sér inn.
— Ertu ekki þeirrar skoðunar,
að bæta mætti til muna þjónustu
almenningsvagna, yfirleitt?
— Jú, það álit ég sannarlega.
Mér finnst freistandi að varpa
fram þeirri spurningu, hvort ekki
væri hægt að leggja sérstakan
lúxusskatt á þá bila, sem vitað er,
að eru eingöngu leikföng, sem
engum gera neitt gagn. Sjálfsagt
gæti oft orðið erfitt að meta það,
hvaða bill er leikfang og hver
ekki, en þegar menn eiga bil til
þess að fara á honum á milli
heimilis og vinnustaðar, sem er
um og innan við fimm minútna
gangur, eða sækja mjólkina og
fiskinn á bil, þá fer þetta að verða
fáránlegt. Að visu er þess að
gæta, að okkar ágæta höfuðborg
er enn á bernskuskeiði, og
borgarmenning þarf venjulega
nokkra mannsaldra til þess að
þróast.
— Hvað ættum við að gera við
lúxusskattinn, sem þú varst að
tala um áðan?
— Leggja hann i almennings-
vagna — alveg skilyrðislaust —
hvern einasta eyri. Strætisvagna-
ferðir eiga að vera svo ódýrar og
á svo hagst. timum, að menn
venjist sjálfkr. af þeim ósið að
eiga fokdýra bila til þess eins að
komast til og frá vinnu kvölds og
morgna.
Það þarf aukna
ábyrgðartilfinningu.
— Um ökuhraðann hefur oft
verið deilt. Hver er þin skoðun á
þeirri hlið þessara mála?
— Ef ég man rétt, þá er hæsti
leyfilegur hraði hér sextiu kiló-
metrar á klukkustund. Gallinn er
bara sá, að þetta ákvæði er marg-
brotið á hverjum einasta degi, og
eftirlitið er lika slælegt. Þessu
verður ekki kippt i lag, nema með
nákvæmu og ströngu eftirliti á
öllum aðalgötum, ekki einn eða
tvo daga, heldur oft og mörgum
sinnum, að minnsta kosti i hálfan
mánuð i einu, og endurtaka það
svo, þegar þörf þykir.
En hversu góö sem löggæzlan
er, og hve vel sem einstakir
starfsmenn hennar standa i stöðu
sinni, þá komumst við þó ekki
framhjá þvi, að ábyrgðartilfinn-
ing einstaklinganna er það sem
mest veltur á. Hér dugir ekkert
minna en hugarfarsbreyting, og
hún kemur ekki, nema að menn
temji sér umhugsun, stillingu og
rólega yfirvegun hvern einasta
dag. Hér er um að ræða svo
veigamikinn þátt mannlegra
samskipta, að við megum ekki
með neinu móti skjóta okkur und-
an þeirri ábyrgð, sem okkur er
þar á herðar lögð.
— V.S.
0 Djúp spor
Ennfremur' hefur skapazt viss
hefð um stöðu fjórðungssam-
bandanna.
— Eru nokkrar nýjungar á
prjónunum i störfum sambands-
ins?
— Við höfum talið nauðsynlegt
að sinna meira hagfræðilegum
efnum og tölfræðilegum upp-
lýsingum, sem að gagni geta
komið fyrir landsfjórðunginn og
höfum til dæmis nýlega ráðið við-
skiptafræðing til að sinna þessum
málum i samvinnu við Fram-
kvæmdastofnun rikisins. Við vilj-
um geta skoðað hagþróun
Norðurlands frá eigin sjónarhóli,
sem lið i starfi okkar. til að undir-
búa málaflokka, sem við höfum
afskipti af, meira eða minna.
— Snyst þetta mest um efna-
hagsmál?
—. Að visu má segja það. að
efnahagsmálin séu rauði þráður-
inn i byggðaþróun. Hins vegar má
ekki missa sjónar á þvi. að
Fjórðungssambandið starfar að
hugsjónamálum og baráttumál-
um fyrir heilan landshluta. Reynt
er að fá heildarsýn yfir málin,
jafnframt þvi, að unnið er að mál-
efnum einstakra byggðarlaga.
Ekki er minnsti vafi á þvi, að
starf landshlutasamtakanna hef-
ur markað djúp spor i þróun máia
og á eftir að láta til sin taka frek-
ar á þessum vettvangi. Þetta gef-
ur ýmsum aðilum og ólikum öfl-
um að vinna saman byggðalega,
þar sem málin eru hafin yfir
flokkserjur, segir Askell Einars-
son, framkv æ m dastjór i
Fjórðungssambands
Norðurlands að lokum.
jg
0 Haag
leyti hjá dómnum, getum við á
þeirri forsendu neitað að virða
efnisdóminn og skotið málinu til
Öryggisráðsins. Með þvi að mæta
i Haag er loku fyrir þetta skotið,
þar sem ekki er við neinn að
sakast nema okkur sjálfa. Það er
vissulega ekkitilað auka timann
til frestunar að hafa af sér heilt
dómsstig.
Alþingi samþykkti 15. febrúar
1972, að vegna breyttra aðstæðan
hefði samningurinn frá 1961 náð
tilgangi sinum og ætti ekki lengur
við, með öðrum orðum, væri
brottu fallinn. Jafnframt er, i
beinu framhaldi af þessu, land-
helgin færð út samkvæmt land-
grunnslögunum i 50 milur. Þessu
voru allir alþingismenn
samþykkir og ekki komið fram að
neinn vildi taka sina uppréttu
hönd til baka.t þessu felst ekkert
annað en það, að Alþingi lýsir
samninginn brottu fallinn og
getur ekki i hinu orðinu ákveðið
að senda málflutningsmenn til
dóms i máli sem það viðurkennir
ekki að dómurinn hafi lögsögu i. 1
stuttu máli, að fara ekki að til-
mælum dómsins að láta svo til
óbreytt ástand ríkja á tslands-
miðum meðan málið er fyrir
dómnum, segja samninginn
brottfallinn og þar með úr
sögunni, viðurkenna ekki lögsögu
Haagdómsins i málinu, en eftir
allt þetta að senda svo menn til
að flytja málið fyrir Haagdóm-
stólnum.
Getur þetta verið full meining?
Lætur Haagdómurinn bjóða sér
slfka framkomu? Verða Is-
lendingar ekki að al-
heims-athlægi, ef þeir sendu nú
menn til Haag, og þá ekki hvað
sizt elzta þing heimsbyggðar-
innar? Það verður ekki mætt i
Haag, án þess að viðurkenna lög-
sögu dómstólsins, mæting ein út
af fyrir sig er viðurkenning á lög-
sögunni. Hvernig er svo staðan
með viðurkennda lögsögu og
tapað mál.sem fullt eins má telja
vist að endalokin veröi i Haag,
vegna þeirrar staðreyndar að
engin skráð lög eru til að dæma
eftir, og dómurinn horfir þvi til
baka, en ekki fram og fer eftir
ákveðnum lögfræöilegum leiðum
án þess að finna út venju, sem
lögð verður til grundvallar við
dómsniðurstöðu. Ennþá er 12
milna reglan sú, sem flestar
þjóðir heimsins viðhalda, þótt sá
hópur minnki og hinn, sem hefur
stærri fiskveiðilögsögu en 12
milur stækki. Þvi er hin óvenju-
lega lögfræðihlið málsins stór-
hættuleg, getur ógnað „þjóöartil-
veru” Islendinga.
Okkar eina örugga leið til
sóknar og varnar, á öllum vett-
vöngum, i öllum atriðum málsin
og til skilnings alheimsins á mál-
stað okkar er neyðarrétturinn.
Ekki kemur til mála, að taka þátt
i málarekstri út af hernaöarof-
beldissamningi. Neyðarrétturinn
gefur okkur heimild til að virða
ekki lengur slikan samning en við
erum neyddir til. Neyðar-
rétturinn gefur Islendingum
heimild til að færa út fiskveiði-
lögsögu sina til þess aö tryggja
undirstöðu „lifsafkomu ”
þjóðarinnar. A þessu byggist
„þjóðartilvera” Islendinga.
0 Alþingi
leiddra á timabilinu frá 1. júli
til áramóta verði um 5.5
milljarðar. Auknar tekjur
sjóðsins vegna þeirra breyt-
inga. er i frumvarpinu felast,
munu þvi nema um 110
milljónum króna á þessu ári
og vrði helmingurinn af þeirri
fjárhæð framlag úr rikissjóði.
Ef reiknað er meö 10%
aukningu útflutningsverð-
mætis á næstu tveimur árum,
munu tekjur sjóðsins aukast
um :i:i0-:!5(l milljónir á árinu
1074 og mun :t(>0-:iS0 milljónir á
árinu 1075 og yrði helmingur
þessara fjárhæða framlag úr
rikissjóði”.
0 Holberg
aði gaf það mér aftur fall-
hlifarólar. og vmislegt
annað. sem að gagni má
koma — Nú sem stendur er
ég að fara i próf, en að þeim
loknum mun ég fljúga ein-
hverju þessara loftfara við
fyrsta tækifæri”
— Það sakar ekki að geta
þess, að Holberg flaug i 45
minútur i loftbelg þann tima,
sem hann dvaldi i Banda-
rikjunum.
0 Vegatollur
leggja Hafnarfjarðarveginn i
gegnum Kópavog, heldur hefði
átt að leggja hann fyrir austan
Kópavog, rétt eins og gert hefði
verið i Hafnarfirði, þar sem um-
ferðaræðin hefði verið færð úr
miðbænum og upp fyrir bæinn.
Jafnframt sagði ráðherrann, að
það yröi að halda áfram með veg-
inn i gegnum Kópavog, og það
væri sin skoðun, að nokkur bið
yrði á þvi, að Reykjanesbrautin
yrði lögð fyrir austan Kópavog,
eins og gert er ráð fyrir i framtið-
inni. Þess má geta hér til skýring-
ar, að áætlað mun vera að tengja
Reykjanesbraut fyrir neðan
Breiðholtshverfin við Fifu-
hvammsveg i ár, en þar mun ekki
verða um varanlega vegarlagn-
ingu að ræða.
\ / Tíminn er 40 siður
» V alla laugardaga og
1 \ sunnudaga. —
Askriftarsíminn er
Oi* 1-23-23
MJÓR ER MIKILS
§ SAMVINNU8ANKINN
■
4
SKIPAUTGCÍtB RIKISINS
M/S HEKLA
fer frá Reykjavik fimmtu-
daginn 12. april n.k. vestur
um land i hringferð Vöru-
móttaka föstudag, mánudag
og til hádcgis á þriðjudag til
Vestfjarðahafna, Noröur-
fjarðar, Siglufjarðar, ólafs-
fjarðar og Akureyrar.
-------------------Vf
JER
jón E. Ragnarsson
LÖGMAÐUR
Laugavegi 3 • Sími 17200
P. O. Box 579
»S .......■■■/•
Magnús E. Baldvlnsson
I»u*..»fl 1} - Slml 77104
Skeiðará
Samkvæmt upplysingum Sig-
urðar Jóhannssonar og Helga
Hallgrimssonar hafa fram-
kvæmdir við hringveginn verið
sem hér ségir:
A árinu 1972 var vegurinn frá
Kirkjubæjarklaustri að Lóma-
gnúpi að langmestu leyti byggður
að nvju eða styrktur og endur-
byggður. Alls voru bvggðir 23 km
ai’ nyjum vegi, en 7 km voru
endurbyggðir. A þessum kafla
voru byggðar sex bryr svo og
brúarstöplar á Súlu. Hafin var
gerð varnargarða vestan brúar-
innar yfir Súlu, sem veita eiga
Núpsvötnum i farveg Súlu. Auk
þess voru byggðar bráðabirgða-
bryr á Núpsvötn og Súlu og unnið
að undirbúningslramkvæmdum
við Gigju. Þá var einnig byggður
vegur austan Skeiðarár, um 7 km.
A þessu ári hófust fram-
kvæmdir i jánúarlok. og er langt
komin bygging brúa á Súlu, 420 m
á lengd, og Gigju. 380 m á lengd
og bygging 6 km langra varnar-
garða við brýrnar. Aætlað er, að
þessar brýr verði teknar i notkun
l'yrri hluta sumars. Þá er áætlað,
að byggður verði vegur yfir sand-
inn að Skeiðará, alls um 25 km.
svo og brú á Sæluhúsvatn. I haust
á siðan að geta ha’fizt brúargerð á
Skeiðará, og er áætlað að Ijúka
við lyrri hluta brúarinnar á þessu
ári. Austan Skeiðarár er siðan
ætlunin að bvggja varnargarða
um 4 km á lengd. og einnig veg
milli Skaftafellsár og Skeiðarár,
um 4 km.
Kostnaöaráætlun nú
er 700 milljónir
Upphaflega var gert ráð fyrir,
að kostnaður við vegafram-
kvæmdir yfir Skeiðarársand
myndi veröa 500 milljónir króna,
en endurskoðaður kostnaðar-
áætlanir hljóða nú upp á 700
milljónir króna.
öfugt við allar aðrar vega-
framkvæmdir, hefur vegagerðin
lagt áherzlu á framkvæmdir á
Skeiðarársandi að vetrinum. þvi
eins og vegamálastjóri sagði:
,,Þótt frost og snjór sé erfitt
viðureignar, þá eru vötnin á
Skeiðarársandi enn erfiðari á
sumrin”.
Bryrnar, sem nú eru i
byggingu. eru byggðar á þurru,
og svo er einnig ætlunin með
brúna vfir Skeiðará. Fram-
kvæmdum verður liætt á sand-
inum i júni, en bvrjað aftur i
águst.
Aðspurður sagði vegamála-
stjóri, að hann éfaðist um, að það
myndi borga sig að innheimta
veggjald á veginum yfir Skeiðar-
ársand, þvi það heföi sýnt sig, að
15-20% af innheimtu fé færi i
kostnað, og umferð um veginn
ylir sandinn yrði ekki það mikii
að svara mvndi kostnaði að inn-
heimta þar vegtoll.
osóttir vinningar.
15. júni i fyrra var i l'yrsta skipti
dregið i A flokki happdrættis-
lánsins, og enn eru rúmlega ein
milljón i vinningum ósótt. Þar á
meðal er einn vinningur á hálfa
milljón, sem kom á miða nr.
18872, og l'jórir hundrað þúsund
króna vinningar eru einnig
ósóttir, en þeir komu upp á eltir-
talin númer 67624 - 71005 —- 85501
96692. ( Númerin eru birt án
ábyrgðar, en vinningaskár liggja
l'rammi á útsölustöðum happ-
drættislánsins).
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
íf 21190 21188
Aðalfundur
Lögmannafélags Islands
verður haldinn að Hótel Esju laugardag-
inn 7. april 1973 og hefst kl. 13,30.
Dagskrá samkvæmt 19. grein samþykkta
félagsins.
Árshátíð
félagsins verður vonandi haldin á sama
stað um kvöldið og hefst með borðhaldi kl.
19.
Stjórnin.
Vörumarkaðurinn hf.
J ÁRMÚLA 1A
Matvörudeild
Húsgagnadeild og gjafavörur
Heimilistækjadeild
Vefnaðarvörudeild
Skrifstofan
Símar:
8-61-11
8-61-12
8-61-12
8-61-13 I
8-61-14