Tíminn - 08.08.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.08.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miftvikudagur 8. ágúst 1973. Reikningarnir gefa villandi upplýsingar um stöðu • a JC — kaflar úr ræðu Guðmundar G. Þórarinssonar |^^% fflfi rSlOOS borgarfulltrúa við umræður um reikninga Reykjavíkur 1972 StÐARI umræða um reikninga Reykjavikur- borgar fyrir árið 1972 fór fram i borgarstjórn 19. júli s.l. Við umræður um reikninga benti Guð- mundur G. Þórarinsson, borgarfuiltrúi, á nauð- syn þess, að reikningur Reykjavikurborgar yrði byggður upp þannig, að glöggt yfirlit fengizt um stöðu borgarsjóðs á hverjum tima. Guðmundur sagði m.a.: „I ræðu sinni sagði borgar- stjóri, þegar hann fylgdi þessum reikningum úr hlaöi; að væntan- lega væru reiknmgarnir nú komnir i það form, sem þeir yrðu i framtiöinni. Undir þetta tekur borgarritari i sinni greinargerð, sem fylgir reikningnum þar sem hann segir, að nú sé eigna- breytingareikningur kominn i það horf, sem fylgt verði i framtið- inni. Það er enginn vafi, að það má mikið og oft deila um, hversu byggja skuli upp reikning fyrir- tækis og ekki sizt svo viðamikils fyrirtækis, sem Reykjavikurborg er. Vafalaust erum við samt öll sammálaumþað að reikingurinn skuli hafa það markmið að gefa glöggt yfirlit yfir tekjur og gjöld, fjárhagslega stöðu fyrirtækisins og starfsemina raunar alla. Sérreikningar stofnana Reykjavikurborgar Reikningur Reykjavikurborgar er byggður upp þannig, að borgarsjóöur hefur éérstakan reikning, hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki eru siðan færð með sér reikningi. Þessi uppbygging hefur(marga kosti, með henni er unntá fljótvirkan hátt að fá yfir- lit yfir starfsemi hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja. En upp- byggingin hefur lika sina galla og þessi reikningsuppbygging hefur möguleika á villandi upplýsingum um stöðu borgar- sjóðsins sjálfs: meö ýmsum millifærslum erunntaðfæra milli borgarsjóðs og fyrirtækja, þannig aö erfitt veröuraðátta sig, a.m.k. i fljótu bragði, á þvi, hver hin raunverulega staöa er. Algengasta herbragðið i reikningum Reykjavikurborgar er, að færa rekstrartap sem eignaaukningu. Þetta er tiltölulega auövelt meö þeim millifærslum á milli reikninga, sem gerðir eru, og eignaaukningin, sem fram kemur á eignabreytingareikningum, er siðan metin sem veltufjármunir borgarsjóðs. Þannig er unnt með þvi reikningsformi, sem Reykja- vikurborg notar nú, að færa rekstrarhalla með þeim hætti að hann bæti greiðslustöðu borgar- sjóðs og þetta er gert. Skuld Strætisvagna Reykjavíkur við borgarsjóð er 46 millj. Nærtækustu dæmin i þessu sambandi og þau augljósustu eru Strætisvagnar Reykjavikur og Bæjarútgerð Reykjavikur. Eins og fram kemur i skýrslu endur- skoðenda er staða Strætisvagna Reykjavikur afar slæm. Greiðslustaðan er 0.15 og er hún verst allrá fyrirtækja borgar- innar. Rekstrarhalli Strætisvagn- anna um árabil hefur verið metinn sem skuld strætisvagn- anna viö borgarsjóö og stendur nú I um 46 millj. Rekstrarhalli þessi er færður sem veltufjármunir borgarsjóðs, þó aö augljóst sé, að Strætisvagnar Reykavikur geta ekki greitt þessa skuld. Þetta gefur okkur ástæðu til að hugleiða hugtakið veltufjár- munir, sem er innfært i bókfærslu, til þess að auðvelda yfirsýn yfir stöðu fyrirtækja. Veltufjármunir eru skilgreindir sem fé, sem unnt er að ná inn i rekstur fyrirtækis innan eins árs, og i venjulegri skilgreiningu er þar átt við fé i sjóði, skammtima- kröfur og framleiöslubirgðir. Hugtakið greiðslustaða er siðan metið sem hlutfallið milli veltu- fjármuna og skulda til skamms tíma. Greiðslustaða fyrirtækis þannig skilgreind á jafnframt að gefa þeim, sem áhuga hafa á að fylgjast meö rekstri fyrirtækisins raunverulega fjárhagsstöðu fyrirtækisins. En hér er um algjöra blekkingu að ræða, þegar rekstrarhalli er færður sem veltufjármunir borgarsjóðs og notaður þannig til að bæta greiðslustöðu hans á pappirunum. Allir vita, að þarna erekki um að ræða fjármuni, sem unnt er að ná inn i reksturinn innan ars, þarna er ekki um að ræöa fjármuni, sem i venjulegum og jafnvel . rýmri skilningi þess oðrs, geta talizt veltufjármunir. Annað, sem vekur athygli við athugun þessara sérreikninga, er að t.a.m. verða Strætisvagnar Reykavikur að greiða vexti af þessari upphæð, af þessum rekstrarhalla, vexti, sem á þessu ári nema um 4 1/2 millj. Þarna er raunar enn um sjónarspil að ræða, vegna þess að borgarsjóður áætlar framlag til strætis- vagnanna til rekstrar þeirra. Borgarsjóður áætlar þar með fé til strætisvagnanna þannig að strætisvagnarnir geti greitt borgarsjóði þessa vexti, sem siðan eru færöir sem tekjur hjá borgarsjóði. Þaö er kannski erfitt aö meta, hvaöa afleiðingu slikar færslur hafa og með hvaða hugar- fari þær eru gerðar. Augljóslega bæta slikar færslur greiðslustöðu borgarinnar, sem aö sjálfsögðu er yfirráðamönnum borgarinnar nokkuö i mun. Jafnframt valda þær þvi, að I augum og eyrum allra borgarbúa verða Strætis- vagnar Reykjavikur algjört vandræðafyrirtæki, þrotafyrir- tæki rekið meö botnlausum halla. Ég tel, að það sé ástæöa til fyrir borgarstjórn að velta fyrir sér rekstri strætisvagnanna meira en gert hefur verið. Gildi strætis- vagnanna og almenningavagna i Reykjavikurborg, hvernig viljum viö byggja þetta fyrirtæki upp, og til hvers ætlumst við af þvi. Bæjarútgerð Reykjavikur og Framkvæmdasjóðurinn Þegar rætt er um Bæjarútgerö — Fyrri hluti — Reykjavikur kemur inn i mynd- ina athyglisverður milliliður, þar sem er Framkvæmdasjóður. Reykjavikurborg, borgar- sjóður, iánar bæjarútgerðinni fé i gegnum Framkvæmdasjóð. Menn hafa velt þvi fyrir sér, hvort að Framkvæmdasjóður ætti nokkurn tilverurétt. Hvort það sem hann ' kann að veita auðveldari yfirsýn yfir málin, sem reikingsliður, sé raunveru- lega nokkurs virði. Það má segja, að nú upp á síðkastið hafi Fram- kvæmdasjóður öðlazt meira hlut- verk með lánum til annarra út- gerðarfyrirtækja, sem lán fá fíá Reykjavlkurborg sem sveitar- félagi, en eigi að siður er lika auðvelt að sjá, að borgarsjóður gæti lánað þetta beint og spurningin er þá fyrst: er Framkvæmdasjóður óþarfur miililiður? En við nánari athugun kemur i ljós, sem ég vik að hér siðar, aö Framkvæmdasjóður er i rauninni nokkuö snjöll hugmynd. Hann er notaður á snjallan hátt bókhaldsl.Þó er það að segja, að ósamræmis gætir i færslum, þar sem borgarsjóður reiknar sér þau lán, sem til bæjarútgeröarinnar fara i gegnum Framkvæmdasjóð, sem lán til skamms tima, en bæjarútgeröin reiknar þessi lán aftur sin megin, sem lang- timalán. A sama hátt og með Strætisvagna Reykjavikur er þessi skuld Framkvæmdasjóðs eða bæjarútgeröarinnar við borgarsjóð færö sem veltufjár- munir, þ.e.a.s. rekstrarhalli bæjarútgeröarinnar, sem safnazt hefur saman um árbil, er færður sem veltufjármunir borgarsjóðs,- fjármunir, sem unnt er að ná inn I sjóðinn innan árs, fjármunir, sem bæta greiöslustöðu borgar- sjóðs verulega! Oft hefur verið rætt um það, að leggja Fram- kvæmdasjóö niöur, en menn hafa ekki verið á einu máli um það, hvort það væri réttmætt. Þær raddir hafa heyrzt frá meiri- hlutanum, að nauðsynlegt væri að áætla fyrir þessum afskriftum, áætla framlag til Framkvæmda- sjóðs, sem siðan yrði notað til greiðslu á skuldinni við borgar- sjóð . Og það sem fram kemur i bókfærslu reikninganna núna er, að Reykjavikurborg áætlar framlag til Framkvæmdasjóðs, Framkvæmdasjóður getur siðan greitt niður hluta af skuld sinni við borgarsj. En B.Ú.R. situr eftir og skuldar jafn mikið og meira Framkvæmdasjóði og raunar sömu skuldina. Og hvað er þarna aö gerast, ef við förum aö velta þessu fyrir okkur? Þaö skyldi þó aldrei vera að þarna væri nú hagurinn að Fram- kvæmdasjóði. Sá hluti framlags borgarsjóös til Framkvæmda- sjóðs,sem notaður er til lækkunar á skuld Framkvæmdasjóös við borgarsjóð , er metinn sem gjöld hjá borgarsjóði, á fjárhagsáætlun áætluö gjöld, en koma siðan aftur inn sem eingöngu eignahreyfing, — greidd skuld, sem raunveru- lega var inn i veltufjármunum fyrir. Þetta þýðir i fyrsta lagi það, aö borgarstjórn fær þarna, 10.7 millj., sem auka ráðrúm borgaryfirvalda utan fjárhags- áætlun. Þarna koma inn fjár- munir, sem ekki var reiknaö með sem tekjum. En viö fyrstu sýn viröist, að þarna hafi i rauninni ekkert gerzt, vegna þess aö þetta var reiknað I reikningum fyrri árs til veltufjár. Þannig að veltufjármunir hafa ekki breytzt i heild. En þegar dæmið er skoðað allt saman og við sjáum að við erum inn i lokuðu kerfi, vegna þess að bæjarútgeröin hefur ekki lögskilin fjárhag frá borgarsjóði, þá sjáum við að þarna er miklu aivarlegri hlutur að gerast. Með sama áframhaldi gæti Reykja- vikurborg afskrifað skuldina við Framkvæmdasjóð, eða skuld Framkvæmdasjóðs við borgar- sjóð, ná honum inni veltufjár- munina, en sömu fjármunirnir, sem er skuld bæjarútgerðarinnar við Framkvæmdasjóð, standa enn og raunverulega á Reykja- vikurborg bæði Framkvæmda- sjóð og bæjarútgerðina, þannig að þarna er um eignaaukningu að ræða. Það er kannski einfaldast að skýra þetta dæmi út þannig, að stofnaður væri millisjóður sem héti Útgerðarsjóður. Þá væri hægt að láta borgarsjóð lána Framkvæmdasjóði, Fram- kvæmdasjóð lána Útgerðarsjóði og Útgerðarsjóð lána bjarútgerð- inni alveg á sama hátt. Siðan væri hægt með framlögum að afskrifa skuld Framkvæmdasjóðs við borgarsjóð smám saman, og veita borgarsjóði aukna mögu- leika og rými utan fjárhags- áætlunar. Þegar Framkvæmda- sjóður hefði greitt niður sina skuld þá væri hann lagður inn i borgarsjóö og tekið til viö næsta sjóð, sem væri Útgerðarsjóður. Borgarsjóður eignast fjármuni Framkvæmdasjóðs við niður- lagningu þ.e. Útgerðarsjóö. Hann ætti þá f jármuni hjá bæjarútgerð- inni og þann sjóð væri ekki hægt að leggja niður beint með sömu rökum og ekki var unnt aö leggja niður Framkvæmdasjóð, heldur yrði að fara aö áætla upp á nýtt inn i útgerðarsjóðinn og fá þannig aukna fjármuni inn I borgarsjóö utan fjárhags- áætlunar og enda síðan á bæjar- útgerðinni, sem hefur allan timann aukið skuld sina við þessa sjoði. Þannig að það sem skeður, er hrein eignamyndun i kerfinu. Þarna er alls ekki einföld milli- færsla, það er veriö að afskrifa sömu skuldina mörgum sinnum. Þess vegna er ákaflega öeðliiegt, að afskrift á skuld Framkvæmda- sjóðs við borgarsjóö skuli ekki koma bæjarútgerðinni beint til hagsbóta og eðlilegast væri að veita þennan styrk beint til bæjar útgerðarinnar, en vera ekki meö þann skollaleik, sem beinlinis kemur út úr þessum millifærslum á milli sjóða. Nú á sama hátt og strætisvagnarnir greiöir Fram- kvæmdasjóður borgarsjóöi vexti, rúmar 10.0 millj. kr. Borgarsj. áætlar framlag til Framkvæmda- sjóðs, þannig aö Framkvæmda- sjóður hafi af þvi tekjur til þess að greiöa borgarsjóði vextina, sem hannfærir þá siðan aftur sem tekjur hjá sér. En staða bæjar- útgerðarinnar batnr ekki, það er aðeins staða Framkvæmdasjóös, sem batnar. Ég veit ekki, hvort það er hægt að segja, að það sé raunverulega hugur íhaldsins til bæjarútgerðarinnar, sem komi fram i þessum færslum. Rekstrarhalli B.Ú.R. var 12,5 millj. Þar af vaxtagreiðslur til Framkvæmdasjóðs 8.8 millj. Rekstrarhalli bæjarúrgeröar- innar á siöasta ári nam um 12.5 millj. Þar af eru vaxtagreiöslur til Framkvæmdasjóðs um 8.8 millj. Þannig að ef afskrifað hefði verið á sama hátt og við Fram- kvæmdasjóð, þá væri rekstrar- hallinn ekki raunverulega nema 3.5 millj. Þegar litið er á það, að afskriftir B.Ú.R nema um 8.7 millj. þá má raunverulega segja, að hallinn komi fram á afskriftum. Mætti þá orða þetta þannig, aö bæjarútgerðin hafi ekki náð að afskrifa nema um 5 millj. i sinum rekstri og þá kemur auðvitað spurningin: hvernig eru afskriftirnar metnar, eru þær metnar óeðlilega hátt? Er kannski nóg fyrir fyrirtækið að afskrifa 5 millj. og þá væri ekki þessi halli, eða hvernig snúa þau mál? Nú mun hluti þessara af- skrifta vera beinlinis afskrift af endurnýjun á togurunum og ég hygg, eftir nánari athugun, að af- skriftir bæjarútgerðarinnar séu ekki of miklar. Ég held, að það sé rétt að benda á þegar menn velta fyrir sér stöðu bæjarútgerðar- innar, að bæjarútgerðin greiðir borgarsjóði 1.0 millj. rúma, i að- stöðugjöld, sem borgarsjóður fengi ekki, ef að fyrirtækið væri ekki rekið. Það vekur athygli, þegar menn velta fyrir sér bæjarútgerðinni, að hún hefur haft nokkra sérstöðu innan borgarkerfisins á ýmsan hátt. Bæjarútgerðin hefur t.d. ekki gert fjárhagsáætlanir fyrr en nú að fjárhagsáætlun kemur fram á miðju ári og er þaö til nokkurra bóta þó að með rökum megi segja, að erfitt sé að áætla afla togaranna og aflaskiptingu, þannig að slik fjárhagsáætlun er eðlisins vegna ónákvæmari en flestar aðrar fjárhagsáætlanir innan borgarfyrirtækjanna. Annað, sem vekur athygli við rekstur bæjarútgerðarinnar, er aö bæjarútgerðin hefur ekki og virðist ekki þurfa að skipta við Innkaupastofnun Reykjavikur, sem þó eftir reglugerðum öll fyrirtæki borgarsjóðs eru bundin að skipta við. Það kann aö vera að auka mætti hagkvæmni i rekstri bæjarútgerðarinnar meö þvi að nýta Innkaupastofnun Reykja- vikur og það verður að segjast eins og er að litið gagn er að Innkaupastofnuninni, ef fyrirtæki hafa ekki einhvern hag af þvi aö skipta við hana. Rekstur bæjarútgerðarinnar verður auðvitað aö skoða i ljósi þess, að hún er gerð út með gömlum og erfiðum togurum, þar sem viðhald á togara getur farið upp 18.5 millj. og erfiðleikar hafa komið fram við kaup hins nýja togara, sem enn hefur ekki farið nema eina eða eina og hálfa veiði- ferð. Þó sýnir fjárhagsáætlun bæjarútgerðarinnar sem nýlega hefur verið lögð fram, að gert er ráð fyrir um 10.0 millj. kr. hagnaði á þessu ári af þvi skipi. Bæjarútgerðin hefur oft verið hér til umræðu i borgarstjórn og þyrfti samt sjálfsagt að ræðast miklu meira. Framtiðaráætlanir útgerðarinnar eru miklar, hún býr yfir nýjum skipum, hér er rætt um nýtt frystihús, og nýlega lá fyrir hafnarstjórn lóðarumsókn bæjarútgerðarinnar ym geysimikiö svæði á upp- fyllingu fyrir vestan Granda. Veljið yður í hag OMEGA Nivada JUpina. Magnús E. Baldvlnsson Laugavegi 12 - Slml 22804 úrsmíði er okkar fag PIEAPOÍIT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.