Tíminn - 08.08.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.08.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 8. ágúst 1973. Ha ns Fallada: Hvaðnú,ungi maður? Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar „En Mð eigum von á barni”. ,,Æ, það gerir ekki vitund til. Börn eru sjálfsögð i hverri fjöl- skyldu. En þau skemma alltaf ibúðirnar og svo fylgir þeim slagi vegna þessara sifelldu þvotta. Og þetta eru svo indæl húsgögn, sem við höfum, en börn rispa þau alltaf og eyðileggja gljáann á þeim. En við höfum samt sem áð- ur ekkert á möti barnafólki, en ég neyðist bara til að setja upp við yður áttatiu mörk á mánuði i staðinn fyrir fimmtiu annars”. „Nei, þakka yður fyrir”, segir Pússer og heldur áfram. Og hún kemur i fallegar ibúðir, björt og sólrik herbergi með snotrum húsgögnum, rósóttum glugga- tjöldum og hreinu, ljósu vegg - fóðri. Æ, Dengsi litli! hugsar hún. Og þarna stendur kannski ein- hver kona komin af æskualdri og horfir vingjarnlega á hina ungu konu, þegar hún hvislar einhverju um barnið, sem hún á i vændum — og fyrir þá, sem hafa augu i höfðinu, er lika ósvikin ánægja að horfa á hina tilvonandi ungu móð- ur —■ en svo segir eldri konan við hina yngri, meðan hún virðir slitnu bláu kápuna fyrir sér með rannsóknaraugum: „Já, kæra frú, ég get ómögu- lega leigt þetta fyrir minna en hundrað og tuttugu mörk. Húseigandinn verðurað fá áttatiu og ég hefi ekki nema örlitinn lif- eyri og einhvern veginn verð ég lika að lifa----” Æ, hvers vegna höfum við ekki ofurlitið meira af peningum, svo að við þurfum ekki að telja eftir okkur hvern einasta skilding? hugsar Pússer. Allt lægi þá svo beint fyrir og allt lifið kæmi manni öðru visi fyrir sjónir og þá væri hægt að hlakka svo ótrúlega mikið til þess, að Dengsi kæmi --- Af hverju höfum við ekki þessa skildinga, sem á vantar? Og breiðir bilar renna fram hjá henni og þarna eru sælgætisbúðir og þarna er fólk, sem hefir svo miklar tekjur, að það getur alls ekki notað alla sina peninga — Nei, Pússer skilur þetta ekki. A kvöldin situr stóri drengurinn hennar oft heima og biður eftir henni. „Hittir þú á nokkuð? ” spyr hann. „Ekki ennþá,” segir hún, ,,en misstu samt ekki kjarkinn. Eg finn það á mér að ég næ áreiðan- lega i eitthvað á morgun. — Æ, guð minn góður, hvað mér er iskalt á fótunum! ” En þetta segir hún bara til að beina hugsunum hans i aðra átt og láta hann fá annað að sýsla. Að visu er það alveg rétt, að henni er kalt á fót- unum og hún er vot i þá lika — en hún segir þetta bara til að fá hann til að gleyma vonbrigðunum yfir þvi, að ibúðin hefir ekki fengizt. ennþá. Þvi nú tekur hann skóna af henni og dregur af henni sokkana og nuddar fæturna með hand- klæöi og vermir þá. „Svona,” segir hann ánægður. „Nú eru þeir orðnir heitir aftur. Farðu nú i inniskóna. Þú mátt ekki reyna svona allt of mikið á þig. Það gerir ekki svo mikið til, hvort þetta gegnur deginum fyrr eða seinna. Ég missi ekki móðinn undir eins.” „Nei nei,” segir hún. „Það veit ég.” En hún sjálf er alveg að missa móðinn. Þessi sifelldu hlaup og eltinga- leikur, og allt til einskis. Fyrir það, sem þau geta borgað, geta þau bókstaflega ekki fengið neift viðunandi. A þessum ferðalögum slnum hefur hún þokazt lengra og lengra inn i austur- og norður- hluta Berlinar, þar sem þeir standa, þessir endalausu, hræði- legu leigukumbaldar, yfirfullir af fólki, hávaða og óþef. Verka- mannskonur opna dyr að her- bergjum með blettóttum og kámugum veggjum. „Já, það voru hérna veggjalýs, en viðdrápum þær með blásýru.” ---Jánrúm allt af sér gengið. — — Tréborð, tveir stólar, nokkrir litlir veggskápar. Þar með er allt upp talið. „Börn? Eins mörg og þér viljið! Mér stendur nokkurn veginn á sama, hvort hér er einu eða tveimur meira eða minna af þvi tagi. Ég á sjálf fimm stykki „Ég veit ekki,” segir Pússer hikandi. „Ég kem kannske' hingað seinna-----” „Nei það gerið þér áreiðanlega ekki,” segir verkamannskonan. „Ég þekki þetta allt saman. Ég hef einu sinni haft þokkalega stofu sjálf. Nei — það er ekki svo auðvelt að ákveða sig.” Nei það er ekki svo auðvelt að ákvéða sig. Þetta er að sökkva til botns: þetta er að sleppa öllum kröfum um sina eigin tilveru. — — Kámugt tréborð, hann öðrum megin og hún hinum megin og barnið skælandi i rúminu.------ „Aldrei!” segir Pússer. En ef hún er þreytt eða hefur verki, hvislar hún aftur á móti: „Ekki ennþá.” Konan hefur á réttu að standa. Það er ekki svo auðvelt að ákveða sig en það er heldur ekki nema gott. Þvi fer þetta allt saman á annan hátt. Einu sinni fvrri hluta dags stendur Pússer i sápubúð i Spenerstræti. Það er útsala þar og Pússer ætlar að kaupa ögn i þvottinn. Allt i einu sortnar henni fyrir augum og hún fellur i öngvit. „Emil! Flýttu þér hingað, maður,” hrópar konan, sem selur sápuna. Pússer.er komið fyrir á stól, og hún fær heitt kaffi. „Ég er búin að vera á svo miídum hlaupum,” segir Pússer i afsökunarrómi, þegar hún er dálitið farin að ná sér. Sápukonan virðir fyrir sér vaxtarlag hennar og segir i hálf- gerðum þykkjurómi, að það ætti hún að láta ógert i þessu ástandi. „Já, en ég má bara til,” segir Pússer alveg örvingluð. „Ég verð að finna einhverja ibúð handa okkur.” Og nú er sem hún fái málið aftur i einni svipan, og hún fer að segja sápukonunni og manni hennar frá hinni árangurs- lausu húsnæðisleit. Hún verður að létta á sér, þvi að þegar hún talar við Hannes, verður hún allt af að látast vera vongóð og örugg. Sápukonan er há og mögur, gul- leit og hrukkótt i framan, svart- hærð. Hún er harðleit og bitur i andliti. Hann er stór og rauð- birkinn, feitur karl og situr snöggklæddur innar i búðinni. „Já, frú min góð, það er gamla sagan,” segir hann. „Fuglar himinsins eiga sér hreiður, en við hin------” „Þvaður!” segir konan, „Vertu nú ekki að neinu rausi út i loftið, legðu heldur heilann i bleyti. Veizt þú ekki af neinu?” „Af hverju ætti ég að vita? Nei, það er eins og ég hef alltaf sagt: Þetta skrifstofufólk, — það er eymdin uppmáluð —” „Það þarf nú unga konan þarna ekki að láta þig segja sér. Reyndu að nota þennan þarna ofurlitið.” Kaupmaðurinn mælir með Jurta! ! ( 1 # BQDITÍÍa ' %0 ” smjörliki V J J II 1468 Lárétt 1) Rfki.- 6) Stökk.- 7) Efni,- 9) Vigtaði,- 10) Oþrifinna.- 11) Eins.- 12) Ott.- 13) Poka.- 15) Sambandslinur i þolf. Lóðrétt 1) Sett á vöxtu.- 2) Stafur.- 3) Fimar.- 4) Skst.- 5) Timabil- anna,- 8) Manngrúa.- 9) Gruna,- 13) 1050,- 14) Féll,- X Ráðning á gátu No. 1467 Lárétt 1) Hallæri.- 6) Múr.- 7) Ná,- 9) An,- 10) Drekkti.- 11) RS.- 12) IV.-13) Öað.-15) ÐÐÐÐÐÐÐ,- Lóðrétt 1) Hundrað,- 2) LM.- 3) Lúskrað..- 4) Ær,- 5) Innivið.- 8) Ars,- 9) Ati,- 13) Óð.- 14) ÐÐ,- :: 11:1111:111 1 :< Miðvikudagur 8. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl . 7,30, 8,15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heiðdis Norðfjörð lýkur lestri sögunnar um „Hönnu Mariu og vill- ingana” eftir Magneu frá Kleifum(17). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Bruce Abel syngur tvö sálmalög eftir Reger. -Gabriel Verschraegen leikur á oregl flæmska tónlist frá 17. og 18. öld. Fréttir kl. 11.00 Tónlist eftir Béla Bartók: Sinfóníu- hljómsveit ungverska út- varpsins leikur Dansasvitu / Tibor Varga og FII- harmóniusveitin i Berlín leika Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viðvinnuna: Tónieikar. 14.30 Siðdegissagan: „Kannski verður þú...” eftir Ililmar Jónsson Höfundur les (3). 15.00 Miðdegistónieikar: tslenzk tónlist 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.05 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 A döfinni Kristján Bersi Ólafsson stjórnar umræðum um skattheimtu rikisins. 20.00 Einsöngur i útvarpssal: Guðmundur Jónsson syngur lög af léttara tagi eftir Schrader, di Curtis, Bakalainikoff, Malashkin, Rubinstein, Flotow, Mozart og Nicolai. Undirleikari: Ólafur Vignir Albertsson. 20.20 Sumarvakaa. Við Hofsá Gunnar Valdimarsson talar um laxa, stórlaxa og fólk. b. A Skálholtsstað Auðun Bragi Sveinsson kennari flytur fjögur frumort kvæði. c. Þáttur af Valgrimi Sigurðssyni pósti og smið i StykkishólmiArni Helgason simstöðvarstjóri flytur. d. Kórsöngur Otvarpskórinn syngur nokkur lög dr. Róbert A. Ottósson stjórnar 21.30 Útvarpssagan: „Verndarenglarnir” eftir Jóhannes úr Kötlum Guðrún Guðlaugsdóttir les (8) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Eyja- pistill 22.35. Frá sex landa keppni i skák i Ribe Jóhann Þórir Jónsson segir frá. 22.50 Nútimatóniist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. III llilSilll II :: ■■ Miðvikudagur 8. ágúst 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Þotufólkið Lokaþáttur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 Geimferðir nú og siðar Mynd frá Upplýsinga- þjónustu Bandarikjanna um sögu geimvisindanna til þessa. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.25 Mannveiðar Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.15 Form og tóm Þriðji þáttur myndaflokksins um nútimamyndlist. Hér er fjallað um tiiraunir ýmissa manna til að notfæra sér rými og hreyfingu hluta til listtjáningar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.