Tíminn - 08.08.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.08.1973, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Miðvikudagur 8. ágúst 1973. Miðvikudagur 8. ágúst 1973. TÍMINN 9 Isafifiz Morð ánægjunnar vegna eða— Nú er Landru farinn að sjá fram á, að ibúð sú, sem hann leig- ir í tizkuhúsi, er býr til föt fyrir leikhús, er of litil fyrir svo stór- fellda glæpastarfsemi sem hans. Hann velur Gambais, þar sem hann finnur bústað, er hentar honum mæta vel. Þangað fer hann meb hina 55 ára gömlu ekkju Héon frá Le Havre. Ekkja þessi á sér all- stormasama fortið. Mikill styrr hefur staðið um þessa fjörugu og fögru konu. Þess vegna verður Landru að vera mjög varkár, eft- ir að hún sem fjórða konan i röð- inni hefur endað ævi sina i ofnin- um. Næsta fórnardýr er ekkjan Collomb frá Marseille. Hún er vellauðug og Landru villir á sér sýn með þvi að þykjast vera iðn- aðarmaður frá svæði, sem þýzku hersveitirnar hafi hertekið og hafi þvi engin persónuskilriki. Hann vinnur brátt traust hinnar auðtrúa ekkju. Um eina helgina fer hann með hana til Gambais.... Fram að þessu hafði morðing- inn skipulegt öll morðin nákvæm- lega, ekkert var tilviljunum háð. Þannig varð hann enn blóðugri mannvera en Bláskeggur Perr- aults. Aöferðin við morðin var alltaf sú sama. Gegnum hjóna- bandsauglýsingar i blöðum náði hann sambandi við ekkjur, helzt eins rlkar og mögulegt var, dró þær á tálar, komst yfir eignir þeirra og myrti þær síöan. Nú er komið að sjöttu konunni i röðinni og skiptir þá sköpum. Þetta morð stingur mjög I stúf við hin og er mjög dularfullt. Virðist sem svo er hér er komiö, að Landru sé nú farinn aö myrða sér til ánægju og beri ekki annaö til. Sú sjötta heitir Andrée Babaley, — kona, er ekki á grænan eyri, en er ung og fögur. Landru hittir hana á neðanjarðarjárnbrautar- stöð. Hann hlustar á hana skýra frá ævi sinni og gefur henni dá- litla peningaupphæð. Seinna fer hann með hana til Gambais. Af öllum morðunum, sem Landru framdi er þetta það dul- arfyllsta. A þvi finnst engin skýr- ing, nema sú væri, að Landru hafi komizt að þvi, að hún væri farin að gruna hann meira eða minna um eitthvað óhreint og hann hafi ,,þvi talið sig nauðbeygðan að út- rýma hættulegu vitni.” ....fjórar ekkjur i viðbót Landru tekur nú aftur til viö ekkjurnar. Sú næsta heitir ma- dame Buison og er sú sjöunda. En hún á systur, mademoiselle La- coste, sem á eftir að flækja málin. Hún hatar Landru þegar i stað, er hann tekur systur hennar frá henni. Hún fer til Gambais og reynir að telja Buison á að yfir- gefa þennan mann. Sú siðar- nefnda fyrtist aðeins við. Hún endar svo ævi sina I ofninum.. 1 mai 1917 reynir Landru að koma Luise Jaume, 36 ára að aldri, til að skilja við mann sinn. Margt bendir til þess, að konan, sem var mjög trúuð, hafi ekki viljað fallast á þá uppástungu, Landru fylgir henni i Sacre Coeur — kirkjuna, þar sem hann krýpur á kné og biður lengi með henni...Ei löngu siðar lýkur ævi hennar i Gambais. rásum eða pípum.Upp um annan skorsteininn sáu þorpsbúar oft og tiöum stiga þykkan, svartan reyk, jafnvel i steikjandi hita. Vakti þetta hina mestu furðu þeirra.Þetta varð eimmit til aö stuðla að afhjúpun hins hægláta og, aö þvi er virtist, hlé- dræga Dupont, eins og Landru kallaöi sig, sem eins grimmasta morðingja, sem um getur I allri sögunni. Uppfinningamaður og svindlari Henri Désiré Landru fæddist árið 1869. Gekk hann i kristilegan skóla, og að lokinni skólagöngu fór hann að starfa sem skrifstofu- maður. Hann giftist og eignaðist fjögur börn. Fram til ársins 1902 fara ekki af honum neinar sögur. En það ár var hann dæmdur fyrir svindl, sem hann þó neitaði sig sekan um. Hélt hann þvi fram, að uppfinningu sinni, er varðaði mótorhjól, hefði verið stolið frá sér ásamt nokkurri peningaupp- hæð. Þetta mál var aldrei upplýst til fulls, en vist er um það, að Landru hætti skyndilega að vera duglegur skrifstofumaður og fyrirmyndar eiginmaður. 1912 og 1914 var hann dæmdur fyrir tvö ný svindl. Nú var hann farinn að búa einn sins liös. Upp úr árslokum 1914 hófst hann svo handa við kvennaveiðar og morð. fjölskyldu sinni eða i húsinu i Gambais? Það er mögulegt. Menn mega ekki gleyma þvi, að þetta gerðist i ringulreið striðsins. A þeim tima gátu menn flutzt frá einum stað til annars, án þess að þvi yrði veitt sérstök eftirtekt. Og hvarf manneskju var ekki þegar i stað sett i samband við hugsanlegan glæp. Það var ekki fyrr en lögreglan sá sambandið milli tveggja hinna myrtu ekkna, að skriður komst á rannsóknina. Það gerðist i janúar 1918. Vitn- isburður fjölskyldna og vina ekknanna Collomb og Buison komu þessu öllu af stað. 1 ljós kom, aðbáðarþessar konur höfðu kynnzt dularfullum manni, er nefndist monsjör Freynet. Ekki vissi vandafólkið annað um hann en nafnið. Rannsókn sú, er fylgdi i kjölfar- ið, var undir stjórn Dautle lög- reglustjóra og lögregluforingjans Belin. Belin fylgdi sporunum til Gambais, þar sem hann kom til hússins „L’Ermitage”. Var hon- um tjáð, að maður á fimmtugs- aldri, Dupont að nafni, hefði af og til búið i þessu húsi. Var honum lýst sem sköllóttum manni með mikiö svart alskegg og undarleg- an glampa i augum. Eftir lýsing- unni var hann ekki beinlfnis af „Don Juan-gerðinni”. Belin var einnig tjáð, aö alltaf, er Dupont væri i húsinu, stigi ry-- $$e*u&iédi Land ru nöhs fórnax- •iambanLta 00 éia- Cuchet, Laborde, Guillin, Héon, Coliomb. Fimm af fórnarlömbunum Babalay, Buisson, Jaume, Pascal og Marchadier. önnur fimm fórnar iömb. Allar létu þær lifið i ofni Landru' s og einnig sonur einnar þeirra Þrír hundar annarrar fylgdu og með i drápunum. BLASKEGGUR Hann krækti sér i rikar ekkjur Þetta byrjaöi allt saman i janúar 1915.Landru tekur þá á leigu einbýlishús i Vernouillet við Signu og stofnar til kunnings- skapar við ekkjuna Cuchet, sem hann kynnti sig fyrir undir nafn- inu Diard. Cuchet var mjög snot- ur kona I kringum fertugt. Landru trúlofaðist henni og bauð henni ásamt syni, er hún átti, að búa hjá sér uppi i sveit. Nærvera sonarins gerði þetta.allt nokkru flóknara fyrir Landru. En hann leysti vandamálið á einfaldan hátt. Hann drap þau bæöi. 1 mai veiddi hann ekkjuna Labordei net sitt, en hún var af brasiliskum ættum. Hann tók ekkjuna með allar hennar eignir, þar á meðal húsgögn, með sér til Vernouillet, þar sem hún hvarf sporlaust. Næst kom röðin að ekkjunni Guiliin, er svarað hafði aug- lýsingu frá sendiherra, sem kvaðst vera að leita sér að konu. Frú Guillin var á sextugsaldri og ekki sérlega fögur á að lita, en hún hafði erft hvorki meira né minna en 20.000 franka eftir konu, sem hún hafði unnið fyrir i mörg ár. Hún féll gersamlega fyrir „franska sendiherranum” frá Astraliu. Og einnig i þetta skipti er maðurinn Landru, en hefur tekið sér dulnefnið Napier. Ævi- lok Guillin verða og meö hörmu- legum hætti i Vernoillet. Þetta eru minnisblöðin, er fundust i fórum Landru’ s. A þau hafði hann m.a. ritað nöfn ekkjanna, einhverjar dagsetningar o. fl. Það er eins og honum hafi þótt vissara að hafa eitthvað tii þess að minna sigá.... AÐUR en hann gekk að fallöxinni, það var þann 26. febrúar 1922, bað hann hárskerann að kiippa á sér hárið eftir nýjustu tizku þess tima, „til þess að konunum litist vel á hann”. Landru lét eftir sig 10 myrtar konur. Allar hafði hann dregið þær á tálar. Og eftir aö hann hafði komiztyfir eignir þeirra, lét hann þær hverfa, - inn i ofn... Ofninn, sem Landru brenndi fórnardýr sin i er enn i dag eitt það, er hvað mesta athygli vekur á Grevin-safninu i Paris. Þessi ofn er einsog teningur að lögun, gerður úr þungum járn- plötum, er liggja samsiða. A honum eru þrjú op, það stærsta svo, að Landru átti ekki i neinum erfiðleikum með að troða ástkon- um sinum þar inn um og brenna siðan til ösku, eftir aö hafa áður kyrkt þær. ( Innskot: Þótt kaldhæönislegt megi þykja, verður ekki annað sagt, en að i hug komi nornin i sögunni gömlu (og góðu(?)) „Hans og Gréta”, nema hvað norninni i sögunni mun hafa gengið nokkuð annaö til, heldur en Landru þeim franska I raun- veruleikanum. Ef til vill kann eftirfarandi frásögn, eins ófögur og hún er, að verða til að vekja einhverja til umhugsunar um hiö grimma eðli, er leynist og leynzt hefur með mannskepnunni um alla tima og brýst út af og til skefjalaust viða um heim, ekki sizt á siðustu timum. Ekki er svo fjarri lagi að ætla, að slikar frá- sagnir úr raunveruleikanum geti orðið til að sporna við þróun og viögangi hins illa... Aðrir vilja láta þegja yfir ósómanum....) 1 æsku var Landru mikill áhugamaður um tækni hvers konar og reyndar ekki fjarri þvi að vera dálitill uppfinninga- maöur. Alitið er, að hann hafi „gert nokkrar betrumbætur á ofninum” eftir aö hann keypti hann, til þess að hann þjónaði betur tilgangi sinum... Grevin-safnið keypti ofninn árið 1922, eftir að hin hryllilegu ofbeldisverk Landru’s höfðu verið afhjúpuð. Verðið var 4.200 frankar. Hann hafði staöið I kjallara einbýlishúss i Gambais, sem morðinginn hafði leigt. A þessum tima bjuggu aðeins um 900 manns i þorpinu Gambais. Sjálft húsið var lágreist og var meö norrænu yfirbragði. I kringum það var litill garður, umluktur tveggja metra háum steinvegg. Tveir skorsteinar voru á þakinu, hvor um sig með þrem þykkur, svartur reykur upp um reykháfinn, og aö hann hefði keypt fimm hundruð kiló af kol- um I upphafi vetrar. Belin þótti þetta nokkuð grunsamlegt, en hugsaöi sem svo, að þessi Dupont væri ef til vill sérlega kulsæll. Nokkru siðar kemur Landru inn i búðarholu i Rue de Rivoli i Paris til þess aö kaupa dálitið af bollum og skálum. Kynnir hann sig sem Guillet verkfræöing og biður um, að vörurnar séu sendar heim til sin, I Rue Rechechont nr. 7. Er hann gengur út úr búðinni, rekst hann á vinkonu mademoiselle Lacoste, systur ekkjunnar Buiss- on. Konan minnist þess, að hafa séð þennan mann með undarlegu augun ásamt madame Buisson. Hún hringir strax I lögregluna. Belin er kominn i búðina eftir andartak og fær þar heimilisfang „Guillet verkfræðings.” En Guillet er þá horfinn ásamt konunni, er á ibúðina, sem hann leigir, Fernande Segret. Þau eru i burtu i hálfan mánuö. fórnarlambanna, ýmist fornöfn þeirra eða nöfn borganna, sem þau foru frá. I vösum hans voru Hka farmiðar: miðar fram og til baka til Gambais, og miöar að- eins aðra leið, að sjálfsögðu. Ekki þurfti hann að borga undir kon* una „aftur I bæinn”. „Hinn rómantiski óperuunnandi og daðrari” 1 einbýlishúsinu i Gambais fann lögreglan m.a. um eitt kiló af leyfum mannbeina. Og í skáp fannst skrá yfir 283 konur i staf- rófsröö, er svarað höfðu auglýs- ingum Landru’s i blöðunum. Þrátt fyrir þessar sterku sannan- ir neitaði Landru stöðugt. Landru kveðst vera fórnarlamb djöfullegs ráðabruggs. Verjandi hans var Moro nokkur Giaffieri. 1 réttarhöldunum hagar Landru sér á margan hátt mjög undar- lega. Hann svarar mjög kæru- leysislega, eins og honum sé al- veg sama um framtið sina. Er dómarinn spurði hann t.d: En spurðu synir yðar yður ekki, hvar þér hélduð yður, er þér vor- uð iburtu?”. Landru svarar: „Ég veit ekki, hvort þér eigið einhver börn eða hvernig þér alið þau upp. En min börn spyrja mig aldrei neins”. Við réttarhöldin var dómsalur- inn jafnan troðfullur og mikil ókyrrð og læti voru oft með fólk- inu. 'A fremsta bekk sat tignasta fólkið i Paris og fólk úr skemmt- analifinu. Þarna mátti m.a. sjá næturlifsstjörnuna Mistinguette. Menn voru ýmist með eða móti „Bláskegg” á opinberum vett- vangi. Vitnið Fernande Segret lýsti fjöldamorðingjanum sem afar til- finninganæmum og góðum manni. Skýrði hún frá rómantisk- um gönguferðum með honum i Bois de Boulogne, um stefnumót þeirra og „rómantiskt daður hans.” „Hann er skáld,” segir hún, „og eftirlætishöfundur hans er De Musset.. Og hann hefur einnig gaman af óperum. Tvisvar höfum viö séð Fást og Manon”. Dómi fullnægt Réttarhöldin stóðu i þrjár vik- ur. Dauðadómur var kveðinn upp. Landru virtist ekki láta hann neitt á sig fá. Dóminum var fullnægt i dögun 25. febrúar 1922. Er lögfræðingur Landru’s kom inn i klefann um sex-leytið þennan morgun til þess að taka i hönd skjólstæðings sins I siðasta sinn, sagði Landru: „Minn kæri lögfræðingur. Þetta Framhald á bls. 15. Aslkona Landru’ s, Fernande Segret, vilnar i réttinum. llún kvað Landru mjög góðan og ást- úðlcgan mann, „rómantiskt skáld og óperuunnanda.” Gripinn — „Þetta er allt misskilningur” Klukkan sex að morgni 12. april 1919 hringir Belin dyrabjöllunni, þar sem „Guillet” býr. Landru opnar fyrir honum fklæddur nátt- fötum, svefndrukkinn og hálfsof- andi. Belin biður hann að koma með sér til aðalstöðva lögreglunnar ásamt vinkonunni Fernande. Landru mótmælir og sakar lög- regluforingjann um að „trufla frið einkalifsins!” Hann heldur þvi fram, að hann sé velmetinn kaupsýslumaður og nefnir nöfn nokkurra „þýðingarmikilla vina.” En hann lætur undan aö lokum, klæöir sig og fer ásamt Fernande með Belin til lögreglu- stöðvarinnar. „Við skulum bara fara,” segir hann við Fernande, „svo að hægt sé að skýra allt saman.” I aðalstöðvunum kom i ljós, að hann var einn og sami maður og Henri Désiré Landru, svindlar- inn. Fernande varð mjög um þessa afhjúpun, en Landru reyndi að hugga hana. „Þetta er allt saman misskilningur. Við getum áreiðanlega skýrt þetta allt sam- an.” í vösum Landru’s fannst m.a. minnisbók, er I voru skráð nöfn 1 aprfl 1918 fer konan Anette Pascal sömu leið. Sú tiunda, og siðasta, verður Marie Marchad- ier frá Bordeaux, er fer að búa með Landru i Gambais ásamt þrem litlum hundum sinum.... Kjúkur hundanna fundust i garö- inum. Svartskeggurinn sköllótti og kola- kilóin fimm hundruð Nú kann margur að spyrja: Er það mögulegt, að 10 konur (þar af ein með syni sinum) hafi getað horfið sporlaust, án þess að lög- reglan aðhefðist nokkuð? Er það mögulegt, að Landru hafi getað athafnað sig án nokkurrar trufl- unar og án þess að vekja grun, þar sem hann dvaldist ýmist hjá Iiér er húsið „L ’ Ermitage” í þorpinu Gambais I Frakkiandi þar sem Landru brenndi konurnar 10 I ofni. Þykkur svartur reykur, er liðaðist stundum upp um reykháfinn vakti furðu og að lokum ótta nábúanna. Efst I vinstra horni myndarinnar hefur verið komiö fyrir annarri, þar sem við sjáum „Bláskegg” sjálfan undir gæzlu. Hann var ekki beinlinis af „Don Juan-gerðinni" en engu að siöur féllu konur fyrir honum eins og flugur. Augun voru mjög undarleg. Réttarsalurinn i Versölum, þar sem réttarhöldin fóru fram. Þau eru hér I fullum gangi og sést Landru til hægri milli lögreglumanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.