Tíminn - 09.08.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.08.1973, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. ágúst 1973. TÍMINN 13 Yfirglæpaforingi Japans laus a ný fagnað eins og konungi við fangelsisdyrnar SB-Reykjavik. — Á sunnudags- morguninn 4. ágúst sl. var kon- ungur glæpamanna i Japan, Sige- masa Kamoda látinn laus úr fangelsi eftir 11 ára inniveru. Honum var fagnað næstum eins og þjóðhetju. Löngu fyrir sólar- upprás höfðu þúsund velklæddir virðulegir menn safnazt saman fyrir utan fangelsið og þar biðu þeir eftir að hliðið opnaðist. Loks opnaðist það og út gekk litill maður. Hópurinn laust upp fagnaðarópum, þvi þarna var kominn „glæpakonungur” landsins, 43 ára og klæddur i mikla og fagra silkiskikkju. Kamoda sigldi gegn um skara undirsáta sinna eins og raun- verulegur konungur. Aftan við ® Íþróttír 4. Stewart McCallum, Bretlandi, 7330 stig, 5. Michel Lerouge, Frakklandi, 7535 stig, 6. Yves Leroy, Frakklandi, 8140 stig, 7. Frédéric Roche, Frakklandi, 7524 stig, 8. Jean-Pierre Schoebel, Frakk- landi 7577 stig, 9. Steen Smidt-Jensen, Danmörku 7296 stig, (7947) 10. Erling Hansen, Danmörku, 7196 stig, 11. Finn Malchau, Danmörku 7152 stig, 12. Per Ovesen, Danmörku, 7006 stig, 13. Stefán Hallgrimsson, Islandi 7029 stig, 14. Elias Sveinsson, tslandi 6875 stig, 15. Valbjörn Þorláksson, tslandi (6827 1972) bezt 7354 1967. 16. Hafsteinn Jóhannesson, Is- landi, 5896 stig, 17. Freddy Herbrand, Belgiu (7998 1971 Ekkert keppt i ár. 18. Regis Chesquiere, Belgiu, 7905 stig, 19. André Fridenberg, Belgíu 7046 stig, 20. Luc Carlier, Belgiu, 6537 stig, 21. Hans Smeman, Hollandi, 7381 stig, 22. Ed de Noorlander, Hollandi 7386 stig, 23. Eltjo Schutter, Hollandi 7028 stig, 24. Fred Schrijnders, Hollandi, 6803 stig. stóð löng röð finustu bila með blúndulögðum hnakkapúðum. Herrarnir settust inn og þetta var eins og sigurför til miðborgar Tókió. Lögreglan upplýsti siðar. að ekki he'fði i mörg ár sézt jafn- stór hópur glæpamanna á almannafæri. Samkvæmt skýrslum Tókió- lögreglunnar eru um 124000 glæpamanna i landinu og þeir halda sig i um 2000 skipulögðum „fjölskyldum” likt og Mafian. Þeir ráða spilavitum, eiturlyfja- sölu, stjórna smygli og vændi. Jafnframt þessu hafa þeir komið upp varðsveitum, sem þeir leigja einkaaðilum til varnar gegnannarri starfsemi sinni. Það nýjasta sem glæpamennirnir hafa skipulagt eru iðnaðarnjósnir og er það þeim góð tekjulind. Kamoda, sem nú gengur aftur laus, er lifandi sönnún um þetta skipulagða glæpaveldi i Japan. t deilu um yfirmannsstöðuna fyrir Orðsending frá land- lækni Samkvæmt tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni hefur kólera komið upp i Túnis. öllum, sein hafa í hyggju að ferðast til Túnis eða nálægra landa á næstunni, er þvi eindregið ráðið til láta bólusetja sig i tæka tið, enda mega þeir búast við, að vottorðs um bólusetningu gegn kóleru verði krafizt við komu hingað til landsins. Norðurlandamet í lyftingum GÚSTAF Agnarsson, lyftinga- maðurinn góðkunni, setti i gær nýtt Norðurlandamet unglinga i snörun. Lyfti hann 145 kg. Gamla metið, sem Eivind Rekustad frá Noregi átti, var 143 kg„ sett fyrir 6 árum. Gústaf jafnhattaði 170 kg„ og náði þvi einnig að setja Norðurlandamet i samantögðu 315 kg. Gamla metið var 310 kg. i eigu Tommy Manssons, Sviþjóð. A sama móti lyfti Guðmundur Sigurðsson 320 kg. i samanlögðu i milliþungavigt. Gústaf keppir i þungavigt. Óskum að ráða tvo röska pilta til ullarmóttöku o.fl. — Mikil vinna. Góðar ferðir til og frá Reykjavik. Álafoss, simi 66-300. Óskum að ráða tvo menn til starfa i ullarmati voru i Mosfellssveit. Mikil vinna. Góðar ferðir til og frá Reykjavik. Álafoss, simi 66-300. Glussa-grafa á beltum HY-MAC 580 til sölu. Vélin er i góðu lagi með nýrri Glussa-dælu og endurnýjuðum beltabúnaði o.fl. (30 tommu breið belti). Upplýsingar i sima 53075. 12 árum varð hann að draga upp samuraisverð sitt og verja sig. Hann felldi hinn, en sigurinn kostaði 11 ár bak við lás og slá. Japanska lögreglan gnistir tönnum, þegar minnzt er á glæpa- fjölskyldurnar, en þær eru látnar að mestu i friði, og enginn láir lögreglunni það. Jafnframt þvi að eiga staérsta skipulagt samfélag glæpamanna, eiga Japanir nefnilega lægstu tölur i heiminum yfir fjölda glæpa. VATNS- HITA- lagnir og síminn er 2-67-48 óskum eftir að kaupa eða taka á leigu jorð Skipti á fasteign á Heykja- vikursvæðinu koma til greina. Tilboð scndist afgreiðslu hlaðsins merkt: Svcitafólk 1506. Traktor tll sölu árgerð ’72, með ámoksturs- tækjum. 55 hestöfl. Sinii 33079. Vantar gamla dráttarvél með sláttuvél. Ennfremur snúnings- og múgavél. úpp- lýsingar i simum 99-4287 og 18895. IGNIS ÞVOTTAVÉLAR RAFIÐJAN — VESTURGOTU 11 19294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL 26660 Héraðsmót að Vík í AAýrdal 11. ágúst Framsóknarfélögin halda héraðsmót að Vik i Mýrdal, laugar- daginn li. ágúst, kl. 21. Ræðu i'lytur Halldór E. Sigurðsson fjár- málaráðherra. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir bæjarfulltrúi og Jón Helgason oddviti flytja ávörp. Sigurveig Hjaltested og Magnús Jónsson syngja. Trio 72 leikur fyrir dansi. f Héraðsmót í Strandasýslu 11. ágúst Framsóknarfélögin halda héraðsmót að Laugarhóli, laugardaginn 11. ágúst kl. 21. Ávörp flytja Bjarni Guðbjörnsson alþingismaður og Gerður Steinþórsdóttir varaborgarfulltrúi. Ómar Ragnarsson skemmtir. Ásar leika fyrir dansi. Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Vestf jarðakjördæmi Kjördæmisþingið verður haldið að Klúku i Bjarnarfirði, Stranda- sýslu 11. og 12. ágúst næst komandi. Þingið hel'st kl. 13 á laugardaginn, og verður framhaldið sunnu- daginn 12. ágúst. Héraðsmót í Skagafirði 18. ágúst Framsóknarfélögin halda héraðsmót að Miðgarði laugar- daginn 18. ágúst kl. 21. Ræðurhenn úlafut Jóhannesson forsætisráðherra og Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Guðrún A. Simonar syngur. Ómar Ragnarsson skemmtir. Gautar leika lyrir dansi. Sumarhátíð FUF í Árnessýslu 25. ágúst Félag ungra Framsóknarmanna i Árnessýslu heldur hina árlegu sumarhátið sina i Arnesi laugardaginn 25. ágúst kl. 21. Hljóm- sveit Ólals Gauks leikur. Nánar auglýst siðar. Héraðsmót á Snæfellsnesi 26. ágúst Framsóknarfélögin halda héraðsmót að Röst Hellissandi sunnu daginn 26. ágúst kl. 21. Einar Ágústsson utanrikisráðherra flytur ræðu um utanrikismál og landhelgismál. Magnús Jónsson óperusöngvari syngur. Hljómsveit Ingimars Eydals leikur fyrir dansi. Flugferðir til útlanda á vegum Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík Flokksmenn, sem hafa hug á slikum ferðum, fá upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30, simi 24480. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.