Tíminn - 09.08.1973, Blaðsíða 1
IGN1S
FRYSTIKISTUR
i
RAFTORG SÍMI: 26660
RAFIÐJAN SIMI: 19294
tölublað — Fimmtudagur 9. ágúst — 57. árgaugur.
Hálfnað
erverk
þá hafið er
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
Banaslys í Borgarfirði:
Piltur, sem ætlaði að vaða
Hvítá, finnst drukknaður
Klp, Reykjavik — Um miðjan
dag á þriöjudag Fundu ferða-
menn, sem áttu leið um bakka
Uvitár, skammt fyrir neðan
Barnafossa, lik af ungum manni,
sem þar hafði rekið upp á eyrar.
Lögreglunni i Borgarnesi var
þegar gert viðvart og þegar hún
kom á staðinn kom i ljós, að likið
var af 18 ára gömlum Reyk-
vikingi, Sumarliða Einarssyni til
heimilis að Búlandi 12, en hans
hafði veriö saknað frá þvi um
helgina.
Sumarliði heitinn mun hafa
farið ásamt tveim félögum sinum
úr Reykjavik á föstudagskvöldið
og ætluðu þeir i Húsafellsskóg.
Munu þeir hafa komið að að-
göngumiðasöluhliðinu á milli
Hraunáss og Húsafells um mið-
nætti. Þeir vildu þó ekki freista
þess að fara i gegnum það,
og hittu þeir nú
fyrir fimm pilta, sem bentu þeim
á aðra leið inn á mótsvæðið.
Skyldu þeir fara yfir göngubrúna
yfir Barnafossa, ganga siðan upp
með Hvitá og vaða hana á móts
við samkomusvæðið, sem að viti
allra, sem til þekkja má heita óðs
manns æði.
Ekki er vitað nánar um ferðir
þeirra félaga, nema ökumaðurinn
i bil þremenninganna ók sem leið
Framhald á bls. 15.
Litla-Víti
ir í
sig veðrið
JI-Mývatnssveit. — Menn
héðan úr sveitinni fóru að
Kröflu á þriöjudaginn var. Þá
kom I ljós, að igufuútstreymi
er meö meira móti. Gufuhver-
inn Litla-Viti var t.d. I tölu-
verðum ham. Þar hefur gufan
aö undanförnu streymt út um
eitt aðalop, en vellur nú út um
ein sex til átta op, þótt erfitt
væri að telja þau nákvæmlega
vegna gufumökksins.
I siðustu viku fóru menn að
Kröflu, en þá var ekki aö sjá
annað en að allt væri meö
felldu, svo að þessi breyting
hlýtur að hafa orðið einhvern
siðustu daga. Þess ber þó að
geta i þessu sambandi, aö oft
veröa breytingar á þessu
svæði.
Hverirnir við Námaskarð
sóttu mjög i sig veðrið fyrir
skömmu, eins og frá var sagt
hér i blaðinu, en nú hefur
sljákkað i þeim. Sumir geta
sér þess til, að umbrotin hafi
verið af völdum þurrkanna.
Jarðvatnsyfirborð hafi lækkað
vegna langvinnra þurrka og
þá lækkað i hverunum, en um
leið hafi hitinn i þeim aukizt.
ALMENNINGUR ATTAR
SIG EKKI Á REGLUNUM
Allt að 50% meira um víxlaafsagnir eftir
verzlunarmannahelgina heldur en endranær
HANN sagði sinar farir ekki
sléttar: „Þeir tóku af mér tvö
þúsund krónur i dráttarvexti og
kostnað viö afsögn á vixii, af þvi
að ég áttaði mig ekki á þvi, að
mánudagurinn eftir verzlunar-
mannahelgina er i regium bank-
anna talinn sem rúmhelgur
dagur, enda þótt allar viðskipta-
stofnanir séu þá lokaöar”. Þannig
komst að orði maður, sem snéri
sér til Timans, nýkominn úr
bankanum, sár yfir óvæntum
útgjöidum og ieiöur yfir því, að
hafa veriö stimpiaður óreiðu-
maður.
Timinn komst fljótt á snoöir
um, aö það höfðu fleiri flaskað á
þessu en sá, sem upphaflega sneri
sér til blaðsins. Það er yfirleitt
mjög mikið um afsagnir vixla á
þriðjudaginn eftir verzlunar-
mannahelgina, og þeim mun
meira, sem helgin er nær
mánaðamótum, þvi að gjald-
dagar eru gjarnar fyrsta eða
siðasta dag mánaðar en aðra
daga.
Þetta staðfesti Benedikt
Asgeirsson hjá Búnaðar-
bankanum, sem vitnaöi jafn-
framt til þess, að samvinnunefnd
banka og sparisjóða hefði á sinum
tima ákveðiö, að vixlar, sem eiga
að greiðast á mánudögum, þegar
bankastofnanir eru lokaðar, skuli
afsagðir næsta þriðjudag. Hann
sagði jafnframt, að dráttarvextir
á afsögðum vixlum væru hálft
annað prósent á mánuði og brot af
Grófasta til-
raun Breta
til að valda manntjóni
SJÓPRÓF fór fram i gær vegna
atburöarins, er dráttarbáturinn
Lloydsmann sigldi fyrir varð-
bátinn Albert úti af Horni. t sjó-
prófunum kom ótvírætt fram, að
Lloydsmann sigldi fyrir Albert i
þvi skyni einu að laska hann, og
gerði siöar tvær grófar ásigl-
ingartilraunir, sem mistókust þó.
Skipherrann á Albert sagöist
ekki fyrr hafa kynnzt hjá Bretum
svo grófum tilraunum til þess aö
valda skipsskaöa og mar.ntjóni
sem i þetta sinn. Sjálfir munu
Bretar hafa gert sér fyllilega
ljóst, hve hættulegan leik þeir
léku, þvi að gefið var til kynna, að
læknishjálp yröi veitt, ef með
þyrfti.
mánuði, jafnvel þótt aðeins ein
nótt væri, reiknaðist sem heill
mánuður. Við dráttarvextina
bætist svo venjulegur kostnaður
við afsögn.
Oddur Guðmundsson i Lands-
bankanum kvaö 264 vixla hafa
verið afsagöa þar á þriðjudaginn
var. Þess væri þó aö gæta, að dag
hvern væru að jafnaöi afsagðir
yfir hundrað vixlar, sem ekki
hefðu verið greiddir eða fram-
lengdir, áður en þeir gjaldféllu,
og myndi nærri lagi aö telja slik
örlög biða 130-200 vixla á dag.
Orsök afsagna er auðvitað
langoftast gleymska eða trassa-
skapur, til dæmis i sambandi viö
sumarleyfi og fjarveru, þótt
óhöpp og mistök geti einnig komið
til. En munurinn á þvi, hversu
miklu fleiri vixlar eru afsagðir
þriðjudaginn eftir verzlunar-
mannahelgina heldur en aðra
daga, til dæmis eftir aörar
helgar, er svo ótviræður, liklega
sem næst 50%, að þar hlýtur
fleira að koma til. Þar er varla
ööru til dreifa en þvi, að fólk áttar
sig ekki á reglum viðskiptastofn-
ana um mánudaga, þegar allt er
lokaö og þess enginn kostur að
gera gjaldskil. Það veröur aö
ætla, að bankar og sparisjóöir fái
hér stórfé úr vasa fólks, sem ekki
hefur áttað sig á flækjum og
duttlungum viðskiptalifsins, og
leiðir þetta i ljós, að þaö er
vanræsklusynd hjá peninga-
stofnunum að auglýsa ekki reglur
sinar rækilega i blöðunum fyrir
þær helgar, er hættast er við, aö
almenningur flaski á þeim.
—JH
Súlu-
hlaupíð
SÚI.A laut I lægra haldi.
Súluhlaupið var öllu incira
en mcðalhlaup, en mann-
virkin stóðust það með prýöi.
Myndin er tekin af varnar-
garði ofan við brúna, og á
miðri myndinni sjást menn
að vinnu við að styrkja
straumbrjót. Nú er hlaupið
tckið að fjara.
Ljósmynd: EV.
Kartöflu-
grösin frusu
SB, Iíeykjavik — útlitiö mcð
kartölTusprcttu I Þykkvabæ cr
helduir slæmt núna, að sögn
Sigurbjarts Guðjónssonar i
Há varðarkoti. Astæðan er
einkum vorkuldinn, sem varaði
fram á suinar.
1 fyrrinótt var svo kalt þar
eystra, að kartöflugrös frusu, en
féllu þó ekki vegna þess að þau
náðu að þiðna áður en sól kom
upp.. Hitinn var i frostmarki
siðla nætur i tveggja metra hæð
og er þá oft um 2ja stiga frost við
jöröu. Ef svona heldur áfram
með veðurfar, er ekki við þvi að
búast aö fariö verði að taka upp
fyrr en i september, en ef
hlýindakafli kemur fyrir haustiö,
getur það breytzt eitthvað.
Birtir í Breiðdal:
Tuttugu bæir
fá rafmagn
SB, Reykjavik — Það má teljast
til stórfrétla að hér cr veriö aö
leggja rafmagn um alla sveitina,
sagði Guðmundur Arason, frétta-
ritari Timans á Breiödalsvik.
Framkvæmdir hófust I júli og
munu standa eitthvaö fram á
haustið. Er þarna um að ræða
eina 20 bæi, auk Berufjarðar-
strandar. A flestum þessara bæja
hafa undanfarin ár veriö disilraf-
stöövar, en þó munu tveir þeirra
aldrei hafa haft rafmagn áður, og
má heimafólki þar bregða við.
Ilið nýja rafmagn er frá sam-
veitunum og veröur bændum all-
miklu ódýrara en disilrafmagnið.
Nú er unnið að undirbúningi að
lagningu oliumalar á götur á
Breiödalsvik. 1 sumar verður lögö
norsk oliumöl á 600-800 metra
spotta og haldið verður áfram tvo
næstu sumur.
Hreindýr eru i grennd við
þorpiö, eins og þau hafa raunar
verið nokkur undanfarin ár. Guð-
mundur sagði, að i sumar væri
leyfilegt að skjóta þarna 43 dýr,
en áhuginn væri ekki mjög mikill
á þvi. Siðast var ekki skotið nema
hluti af þvi, sem leyfilegt var.
Viö sjávarsiöuna er allíaf tals-
vert að gera. Skuttogarinn Hval-
bakur er eign Breiðdælinga, aö
hálfu á rrfóti Stöðvarfiröi og
einnig eru tveir bátar á humar-
veiðuin. Allir hafa nóg að gera og
um þessar mundir er margt aö-
komulólks á Breiðdalsvik við
ýmis störf, gatnagerð raflagnir
og fisicvinnu.