Tíminn - 09.08.1973, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 9. ágúst 1973.
MERKIÐ, SEM GLEÐUR
Htttumst i kaupfélaginu
—
GSÐI
fyrir tjfóóan tnai
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Sfaða Kambódíuhers
fer sífellt versnandi
— Bandaríkjamenn rdðast enn d sína menn
NTB-Phnom Penh — Banda-
riskar flugvélar gerðu enn I gær
loftárásir á stöðvar stjórnarhers
Kambódiu og er það þriðja
daginn i röð sem siik mistök eiga
sér stað. Var nú um að ræða þorp
við þjóðveg nokkurn, en talsmenn
stjórnarinnar vilja ekki gefa upp
nafn þorpsins, segja aðeins að
árásin hafi verið smávægileg.
Þjóðfylkingarmenn vöruðu i
gær ibúa höfuðborgarinnar við
þvi að halda sig nálægt hernaðar-
lega mikilvægum stöðum, eða
aðsetri Lon Nols hershöföingja og
annarra stjórnarmanna. Þetta
eru staðir, sem lagðir verða i
rúst, segir i dreifibréfi, sem dreift
var i Phnom Penh. Sama
viðvörun var send um leyniút-
varpsstöð þjóöfylkingarinnar.
Staðirnir, sem nefndir voru, voru
flugvöllurinn, útvarpshúsið,
margar ráðuneytisbyggingar og
bústaðir æðstu manna stjórnar-
innar. Jafnframt voru allir
hvattir til að gripa til vopna og
risa upp gegn stjórn Lon Nols eða
flýja til frjálsu héraðannna, þar
sem vel yrði tekið á móti þeim.
Staöa stjórnarhersins fer sifellt
versnandi og sérfræðingar telja,
að þjóðfylkingarherinn muni gera
úrslitaárás á Phnom Penh rétt
eftir að Bandarikjamenn hætta
loftárásum i landinu hinn 15.
ágúst. í gær eyðilögðu þjóð-
fylkingarmenn simakapal
skammt utan við borgina og rufu
þar meö sambandið viö hana al-
gjörlega.
Hverjir voru að
verki í Aþenu?
Moberg
drukknaði
NTB-Stokkhólmi — Hinn kunni
sænski rithöfundur Viihelm
Moberg, fannst i gær látinn við
landsetur sitt i Forrtá'lje i Svi-
þjóð. Hann hefði orðið 75 ára
innan fárra daga.
Kona Mobergs saknaði hans i
gærmorgun og leitaði aðstoðar
lögreglunnar. Eftir dálitla leit
fannst lik Mobergs i vatnsborði
stöðuvatns á landareigninni,
iklætt náttfötum og morgunslopp.
Talið er að skáldið hafi fengið sér
morgungöngu og dottiö i vatnið.
NTB-Tókió— Japanska lögreglan
hefur nú komizt að þvi hver
Japaninn er, sem þátt tók i að
ræna japönsku Júmbóþotunni
fyrir hálfum mánuði. Hann heitir
Osamu Maruoka og hefur verið
eftirlýstur um allan heim, siðan
hann tók þátt i blóðbaðinu á Lod-
flugvelli i ísrael i fyrra.
Maruko og þrir Arabar sitja nú
i fangelsi i Libýú, þar sem þeir
sprengdu þotuna á Benghazi -
flugvelli. Libýsk yfirvöld hafa
ekki geíiö upp nöfn þeirra, en
talið er að konan sem meö þeim
var og lét lifið, hafi engin önnur
verið en Leila Kahled, löngu fræg
fyrir flugrán.
Rængingjarnir kröfðust þess i
upphafi, að Okamoto, Japaninn,
sem dæmdur hefur verið i
lifstiðarfangelsi i Israel fyrir Lod-
morðin, yrði látinn laus, en
minntust siðan ekki á það meira,
er samningaviðræður fóru fram á
flugvellinum i Dubai.
Undanúrslit í Evrópubikarkeppni
Blaðburðarfólk óskast
i eftirtalin hverfi:
Eskihlið, L.iósaland og Logaland.
Upplýsingar á afgreiðslu Timans, Aðalstræti7,
simi 1-23-23.
Undanúrslit Evrópubikarkeppn-
innar i frjálsum iþróttum fóru
fram um helgina. 1 keppni karla i
Osló komust Sovétmenn og
Bretar áfram i úrslit. 1 Celje i
Júgóslaviu sigruðu Vestur-Þjóð-
verjar og Finnar fylgdu þeim i
úrslitin. Loks hlutu Austur--
Þjóðverjar og Frakkar sæti i
úrslitum i keppninni i Nice i
Frakklandi.
1 keppni kvenna sigruðu
Austur-Þjóðverjar i Búkarest og
Rúmenar voru i öðru sæti. Þá
komust Rússar og Búlgarar úr
riðlinum i Varsjá og Vestur-Þjóð-
verjar og Bretar úr riðlinum i
Sittard i Hollandi.
Einn í loftbelg
yfir Atlantshaf
NTB—Bar Harbour — Banda-
rikjamaðurinn Bob Sparks,
sem ætlar að verða fyrsti
maðurinn til aö fara vel
heppnaða ferð yfir Atlantshaf-
ið i loftbelg, lagði af staö frá
Bar Harbour i Maine i gær.
Það var þoka, þegar belgurinn
„Yankee Zephyr” leið upp i
íoftið, en svo tók sólin að
skina.
Sparks, sem er 37 ára, hefur
ákveðið að lenda á Le
Bourget-flugvelli viö Paris kl.
9.30 að morgni 13. ágúst, en
viðurkennir þó, að belgurinn
sé algjörlega háður vindinum.
Ef hann skyldi falla i sjóinn, er
hægt að breyta körfunni snar-
lega i seglbát.
Um 500 manns kvöddu
Sparks og óskuðu honum góðr-
ar ferðar. Fyrir fjórum árum
reyndu tveir Kanadamenn að
gera þetta, en lentu i sjónum
við Nova Scotia og var
bjargað þar. Arið 1970, þegar
tveir piltar og ein stúlka fóru
frá Long Island, þá fór belgur-
inn I sjóinn við Nýfundnaland
og þau fórust.
Japanski flug-
ræninginn var
eftirlýstur
NTB-Beirut — Óþekkt skæruliða-
samtök, sem kalla sig „sjöundu
sjálfsmorðssveitina” hafa lýst á
hendur sér ábyrgð á árásinni á
Aþenuflugvelli um helgina, þar
sem þrir menn biðu bana og 55
særðust. Tvö dagblöð hafa fengið
yfirlýsingu samtaka þessara um
að þau hafi staðið að baki
verkinu.
Talsmaður þjóðfrelsishreyf-
ingar Palestinu sagði þó i gær, að
nafnið væri tilbúningur einn og
samtök þessi væru alls ekki til.
Hann segir, að það hafi verið
israelska leyniþjónustan, sem
stóð á bak viö árásina til að skaða
málstað Palestinu og gefa
ísraelsmönnum einhverja ástæðu
til að gera árásir á stöðvar i
Sýrlandi og Libanon.
Níu flúðu
um jarðgöng
NTB—Vestur-Berlfn — Niu
Austur-Þjóðverjar, meðal
þeirra fimm börn flúðu i fyrra
mánuöi vestur yfir gegnum
jarðgöng, sem þeir höfðu
sjálfir grafið. Austur-þýzka
landamæralögreglan
uppgötvaði siðan göngin og
lokaði þeim.
Fólkið, tvenn hjón og fimm
börn þeirra, flúði daginn áður
en alþjóðlegt æskulýsðmót
hófst i A-Berlin, þann 26. júll.
Göngin enduðu i ameriska
hluta V-Berlinar. Flogið var
með flóttafólkið til V-Þýzka-
lands.
KOPARLITUÐ
EÐA
LJÓSGRÆN
heimilistæki
FRÁ
Eldavélar, uppþvotta
vélar, kælisképar,
frystisképar, kæli- og
frystisképar
og gufugleypar
Allt úr sænsku stdli
ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112, REYKJAVÍK
ör 1
| Electrolux |
í
■
Jj,', ’ f 'ií-
* mm WPM
| wSSiÍg Wfjjg i "