Tíminn - 14.08.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.08.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 14. ágúst 1973. ALLT r i LUCAS RAFKERFIÐ Skípholtí 35 SlMI 8,350 VEtZLUNIN S|M| 81352 SKRIFSTOFAN SlMI 81351 VERKSTÆÐIÐ nrrt Tf TTT>TTfT»i f ? f f y t mimmmi Sérleyfis- OQ Reykjavik — l.augarvatn — Geysir — Gullfoss , 1 ... um Grimsnes, Biskupstungur, Laugardal SkemmTireroir aua ^aga _ engin fri við akstur BSt — Simi 22-300 — Ólafur Ketilsson TopKvick leysist fljótt upp Hollurog bragðgóður drykkur Gefió börnunum KAUPFELAGIÐ Fiskveiðilögsagan og blaðaskrifin um hana Kæri Landfari. Ég mun hafa verið með þeim fyrstu sem minntist á þetta stórmál i þáttum þinum i fyrrahaust. Skoðun min á þvi máli er óbreytt, ég álit að sig- urinn sé okkur vis, ef við stöndum fast saman og látum ekki þann ó- vinafagnað henda okkur, að vera með neins konar hnútukast okkar i milli. Nú er samt svo komið að brigzl- yrðin ganga á vixl, „höggormur- inn” er sem sagt kominn i spilið, og er þá ekki á góðu von. En við skulum ekki láta þetta blekkja okkur. A öllum öldum hafa verið til menn, sem hafa verið svo heiftræknir, að þeir hafa einskis svifizt, ef þeir héldu að mótstöðu- maður sinn biði tjón af, öðruvisi verða ekki skilin ýms skrif um fiskveiðilögsöguna, sem birzt hafa i blöðunum, Visi og Morgun- blaðinu nú undanfarið, þar sem stjórnin er ýmist skömmuð fyrir slælega gæzlu landhelginnar, eða of harkalegar aðfarir. Sem sagt, „allt hefur hún illa gert”. Það er henni að kenna, að samningar við lögbrjótana hafa ekki fyrir löngu tekizt”, og svo er hún skömmuð fyrir undanlátssemi, t.d. i þvi að ljá nokkurn tima máls á kvóta- fyrirkomulagi. 011 þessi skrif nefndra blaða, virðast miða að þvi, að eyðileggja þá einingu, sem skapaðist með þjóðinni strax i upphafi. Hér er þvi verið að leika sama leikinn og hófst strax 1958, og stóð til 1961, og endaði með fullkomnum ósigri íslendinga, eins og allir ættu nú að geta skilið. Hvað eigum við að segja um menn sem stjórna svona skrif- um? Eigum við að láta flokkana þeirra vera ábyrga fyrir svona landráðaskrifum? Ég segi nei! Innan Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins er áreiðanlega margfaldur meirihluti, sem hefur ógeðá þessum skrifum, og veit að þau skaða okkur. Sama er að segja um skrif, eins og birtist i Landfaraþætti 4. ágúst, i óbundnu og bundnu máli, þau eru ekki til þess fallin að skapa einingu held- ur þveröfugt, þvi að margir eru svo sannfærðir um ágæti sins flokks, að þeir þola ekki gagn- rýni, þótt hún sé réttmæt. Auk þess tjóar ekkert að sakast um orðinn hlut.. En fyrst ég á annað borð fór að minnast á grein E.K. þá vil ég segja það, að ég er henni hjartan- lega sammála um, að við eigum — úr þvi sem komið er — ekkert að vera að semja við Breta þótt við ættum kost á þvi, heldur ekki við V-Þjóðverja. Við verðum að reyna að þvælast fyrir eins og við höfum gert þar til eftir hafréttar ráðstefnuna, láta hvergi deigan siga, þótt svo sýnist sem árangur- inn sé ekki mikill. Við megum ekki láta sömu ógæfu henda okk- ur og 1961 að semja af okkur, þrátt fyrir allar hótanir stórveld- anna, „sporin hræða”. Ekki er ég sammála E.K. um áframhaldandi veru okkar i Nató. Ég sé ekki ..að það leysi neinn vanda — siður en svo — að við segjum okkur úr þvi bandalagi. Við megum ekki gefa Nató sök á þvi þótt Bretinn hundsi tillögur þeirra i lausn fiskveiðideilunnar. öðru máli er að gegna með her- setuna, herinn á að fara, og hefði löngu átt aö vera farinn. Enn sem komið er, tel ég að stjórn okkar hafi staðið vel i istaðinu móti ofureflinu. Það eina, sem ég er óánægður með, er að þeir skyldu slaka svo til að gangast inn á kvóta-fyrirkomu- lag. Þó raunar Bretar þægu ekki boðið, þá er það ei að siður veik- leikamerki hjá okkur. Seinustu boð Þjóðverja eru blátt áfram hlægileg, — að dómsvaldið yfir veiðiþjófum þeirra skyldi vera i höndum Þjóðverja sjálfra. Að bjóða slik boð fullvalda þjóð eins og okkur, er blátt áfram hlægi- legt, þegar auk þess liggur grun- ur á, að þessir menn — Þjóðverj- arnir — stundi þá hroðalegustu rányrkju á miðunum, með tvö- faldri vörpu. Um slikt athæfi af hálfu Breta, er maður minna undrandi, þvi það er svo likt þeim. Vissulega eru menn ekki á einu máli um ágæti þessarar „Vinstri stjórnar”. En ég hygg það sanni næsti, að flestir treysti henni bet- ur en núverandi stjórnarandstöðu (og það jafnt stuðningsmenn hennar og hinir) til að leiða þetta landhelgismál til lykta á farsælan hátt, eða eins og hægt verður bezt að gera. Ég get ekki skilið svo við þessar linur, að ég láti ekki i ljósi aðdáun mina á okkar hraustu og djörfu varðskipsmönnum, þökk sé þeim, og öllum, sem veita málstað okk- ar brautargengi. En skömm hafi þeir, sem reyna að sundra okkur, þvi geti nokkuð heitið landráð, er það slik iðja. Guðmundur Einarsson. Fré Samvinnu- skólanum, Bifröst Tvær kennarastöður eru lausar við skólann. Önnur i hagnýtum verzlunarfræðum, hin i ensku og þýzku. Laun samkvæmt 24. launaflokki opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist fyrir 20. ágúst skrifstofu skólans, Ármúla 3, Reykjavik, eða skóla- stjóra á Bifröst, Borgarfirði. Skólastjóri. Starf verzlunarstjóra Kaupfélag Vopnfirðinga vantar verzlun- arstjóra i aðalverzlun sina, sem er nýleg kjörbúð. Góð starfsreynsla eða verzlunarmenntun nauðsynleg. Höfum 3ja herbergja ibúð. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist til kaupfélagsstjór- ans Halldórs Halldórssonar Vopnafirði. Samvinnuskólinn, framhaldsdeild Stofna á framhaldsdeild við Samvinnu- skólann nú i haust, ef næg þátttaka fæst. Framhaldsdeildin verður i Reykjavik. Umsóknir sendist skrifstofu Samvinnu- skólans, Ármúla 3, Reykjavik, fyrir 20. ágúst. Skólastjóri verður til viðtals að Ármúla 3 kl. 2-5 til föstudagsins 17. ágúst. Skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.