Tíminn - 14.08.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 14. ágúst 1973. Arnór Sigurjónsson: Gorkúlan við Arnarhól ÉG skrapp til Reykjavikur I gær, fimmtudaginn 2. ágúst. Erindiö var aö hitta tengdason minn ný- kominn frá Englandi. Ég haföi beöiö hann fyrir kveöjur til kunn- ingja minna i BexhiII-on-Sea, og mig langaöi til aö frétta af þeim. Bilstjórinn skildi viö mig á Lækjargötu. Um leiö og ég steig á götuna rakst ég á kunningja, sem ég haföi eigi hitt I mörg ár. Hann tók mér fagnandi. „Nú skal ég sýna þér dýröarljóma framtiöar- innar hér i Reykjavlk” sagöi hann. „Þaö er geysileg gorkúla,', sem undirbúiö er aö láta vaxa hér viö Arnarhól. Ég er viss um , aö þú veröur svo hrifinn, aö þú getur oröiö hundrað ára. Ég sá i íslend- ingaþáttum Tlmans, að þú varðst áttræöur I vor. Ég óska þér til hamingju meö þaö og vona aö þér geti enn oröiö langra lifdaga auö- iö, og nú skal ég hjálpa þér til þess. En fyrst sklulum viö fá okk- ur kaffi”. Hann leiddi mig óvart fram hjá kaffihúsinu I bókabúö og keypti þar Visi, ekki nýtt blað, heldur nokkurra daga gamalt. Svo sneri hann til baka og leiddi mig aö veglegu kaffiboröi. Þar fletti hann blaöinu, áöur en hann kall- aöi eftir kaffinu. Þar blöstu við teikningar af háu húsi á geysilega stórum grunni, en viö teikningu hússins var þaö eftirtektarverö- ast, aö þaö varð umfangsmeira þvi hærra, sem þaö reis af grunn- inum „Littu nú á dýrðina” sagöi hann „þarna er teikningin af gorkúlunni, þó ekki eins og hún á aö veröa fullgerö, heldur á aö koma ofan á þetta sundlaug meö hvolfþaki, og þá er gorkúlan kom- in öll”.Svo bætti hann við lágum rómi, eins og hann væri ekki leng- ur að tala viö mig heldur viö sjálfan sig. „Upp á hvolfþakinu eiga aö koma stórar forngrýti- myndir af bankamálaráöherran- um og yfirbankastjóranum I allri sinni reisn. Þar sem þeir horfast I augu og haldast I hendur, hægri vinstri, vinstri hægri, en hinir bankastjorarnir sitja i djúpum hægindastólum til hliöar við þá og horfa á þá dolfallnir. Bankaráðs- menn Seölabankans umlykja þessa goðbornu sveit I dansstill- ingu”. Hann rétti mér blaöiö. Ég leit á fyrirsögnina: Húsiö veröur byggt úr islenzku grýti.„Hvaða grýti?” spuröi ég. „ÍJr Islenzku gabbró frá Einari sáluga i Hvalnesi. Þaö er dýrast og hefur mest áhrif á verðmæti peninganna. Það er lika harðasta steintegund hér á landi, þolir bezt úrkomuna, getur staöizt þúsund ára reng borið uppi öldum sam- an, þetta minnismerki um is- lenzka fjármálastjórn, banka- málaráöherrann, aöalbanka- stjórann og bankaráðsmenn Seölabankans”. „Sjáöu undir- stööuna að þessari fyrirhuguöu vöruskemmu”, eins og Guö- mundur arkitekt kallar gorkúl- una”, hóf hann svo til máls aö nýju. „Þessi undirstaða á aö minna á mykjuskán, sem gorkúl- an vex upp úr. Hún er rúmlega dagslátta aö stærð, 2940 fermetr- ar, tvær hæöir, aöallega hugsuö sem bllageymsla. Bankahöllin, imynd fjármála landsins á aö standa á bilum Annars eiga allra neöst aö vera fjárhirzlur, brennsla, götun og tæknibæunaöur, «ins og þú getur lesiö I blaöinu”. „Hvaö á þetta aö kosta?” spuröi ég. „Þaö á hér um bil ekk- ert aö kosta, segja þeir I Seöla- bankanum, aöeins 200-300 millj. Islenzkra króna. En áætlunin er vlst oröin nokkurra ára, þaö er svo langt siöan Seölabankinn fékk löngun til aö byggja sér hús og peningarnir hafa ekki hækkað i veröi siðan. Svo er sundlaugin ekki I áætluninni og ekki mynda- stytturnar. Einnig gætu peningarnir haldiö áfram aö rýrna þar til byggingunni er lok- iö. Ætli hún kunni ekki aö kcsta einn milljarð, ef henni yrði lokiö á morgun, tvo milljaröa, ef henni yröi ekki lokiö fyrr en aö ári. Ef byggingin tæki álika langan tima og bygging Péturskirkjunnar i Róm, þoriég ekki aö nefna neina upphæö kostnaöarverös hennar”. Ég andvarpaöi: „Eru menn hrifnir af þessu hér I Reykjavik? ” „Þeir sem mest mega sin. „Mikil eru verkin guös, en meiri eru þó verkin mannanna”, sagði karlinn. Guömundur arkitekt oröar þaö svona: „Arnarhóll veröur nærri eins og kvos, ef fyrirhuguö vöruskemma ris upp”. Góöborgararnir segja aö peningarnir geymist bezt I föstu”. Viö lögöum leiö okkar á Arnar- hólinn, aö Ingólfsstyttunni, þaðan niöur þangaö, sem veriö var aö ryöja grunninn aö „fyrirhugaöri vöruskemmu”. Þar var mikiö um að vera. „Hver ber ábyrgöina á þessu”? spuröi ég. „Auðvitaö rikisstjórnin og Seölabankinn, aðallega banka- málaráöherrann og yfirbanka- stórinn”. Ég er fylgismaöur rikis- stjórnarinnar og finnst ég eiga afarlitinn hlut i Seölabankanum. Mér rann blóðið til skyldunnar: „Þetta var ekki satt. Lúövik á engan hlut i þessu og Jóhannes ekki heldur. Ég veit það. Þeir hafa sagt þaö sjálfir. Jóhannes sagöi reyndar, að bankaráö Seölabankans réöi þessu”. bætti ég viö til þess aö fullyröa ekki of mikiö. Ofurlitiö bros færöist út i vinstra munnvikið á vini minum! „Auövitaö eru bankaráösmenn Seölabankans enginn smámenni, Ragnar Olafsson er skólabróöir Gisla Guömundssonar, sem sagöur er vitrasti maöur Fram- sóknarflokksins, án þess aö menn hafi orðiö þess varir. Birgir Kjaran hefur smekk fyrir fallegt landslag utan Arnarhóls, Ingi R. Helgason er mér sagt aö sé heiöarlegasti lögfræöingur, Sverrir Júliusson, sem þekkir alla fiska á sjó og landi, Sigurjón i Freyju þekkir brjóstsykur frá kandissykii. Enginn þeirra er pólitiskur biltingamaöur, þeir taka engin laun fyrir starf sitt við bankann önnur en þau aö boröa hádegisverð á mánudögum með bankastjórunum, til þess að hafa ráö undir hverju rifi alla starfs- vikuna. Þvi er enginn hætta á, að Framkvæmdaráö rikisins á Rauöarárstig 31 snúi á þá. Hitt gæti verið, aö þeir freistuöust til aö gera þaö, sem Framkvæmda- stofnunin bannar þeim, þess vegna segja sumir, aö sú stofnun beri raunverulega ábyrgö á vöru- skemmunni”. Fyrst ég var kominn niöur aö höfn Reykja- vikurborgar, þótti mér skynsam- legt aö ganga á fund skattsjóra borgarinnar, Halldórs Sigfús- sonar. Skattstofan haföi reiknaö mér 200 þús kr. meiri skatttekjur en ég haföi taliö fram og mér þótti þaö of mikiö. Halldór lét einhvern endurskoðara sinn endurskoöa þetta, en sagöi mér á meöan frægöarsögur af Jónasi frá Hriflu, sem hann vissi, að veitti ekki af til sáluhjálpar. I þetta sinn sagöi hánn mér sögu úr kennslustund hjá Jónasi, og var sagan af skáldunum Hannesi Hafstein og Einari Benedikts- syni. Milli þeirra var skáldarigur, en báöa langaði til aö þvi lyki og nytu þeir viröingu og vináttu hvors annars. Hannes átti einu sinni leið um Lundúnaborg, en vegur Einars var þar mestur. Þaö tækifæri vildi Einar notfæra sér I þessu skyni og bauö Hannesi til kvöldveröar. Þegar Hannes bar þar að dyrum stóöu tveir fil- efldir blámenn vörö viö dyr Einars. Hannes var hugdjarfur maöur og kurteis hneigöi sig fyrir blámönnunum og kvaddi dyra. Einar tók virðulega á móti honum i fordyrinu. Vel fór á meö þeim skáldunum i veizlusalnum. En er leiö aö_ náttmálum, lét Hannes þess hógværlega getið að sig heföi illa dreymt næstliöna nótt og litiö sofið og fýsti sig nú I næturstað. Lét Einar blá- menninga fylgja honum þegar til gististaöarins. Þessa sögu hefi ég ekki heyrt en ég kunni framhald hennar: Hannesi varð ekki svefnsamt er til gististaðarins kom fyrr en hann haföi fest á blað ljóð þetta, er sýnir hvilik áhrif Einar hefur haft á hann um kvöldið. Aldrei gól á hástokk hjaiísins hærra blakkur svanur gors, hár i eigin hæstri Imynd höfuöskáldiö eignarfallsins. Byltir höföi helgur fors. Brot á óö er smekksins frisynd Trygging setur sala landsins sögurétti Islendingsins Þetta er stefna þjóöarstrandsins, þrumudraumur skálddremg- ingsins. Þegar sagnfræöi Jónasar og skáldsnilld Einars og Hannesar höföu tekiö huga minn, sá ég i anda, hvernig gengið yröi frá for- dyri gorkúlunnar viö Arnarhól. Geröur yröi pallur frá kúlunni út aö Ingólfsstyttunni, og anddyriö aö móttökuhæö bankastjóranna byggt á þeim palli þannig, að Ing- ólfsstyttan yröi til annarrar handa við dyrnar, en stytta af Guömundi arkitekt hússins til hinnar handarinnar og þessir tveir máttarstólpar héldu vörö viö dyrnar likt og blámenn Einars, nema hvað þeir yröu aö sjálfsögöu málaöir hvitir. Þá yröi viröulegt aö sjá bankastjórana taka á móti tignum gestum i for- dyrinu. Næst þurfti ég aö hitta Björn Þorsteinsson háskólakennara I tslendingasögu Ég haföi skrifaö fyrir hann ritgerö um jarömat hér á landi frá 1100 til 1846 til birtingar I Sögu timariti Sögufélagsins. En svo höfðu oröiö ritstjóraskipti viö timaritiö og voru yngri sagnfræðingar við þvi teknir. Þeir vildu fella aöalefniö úr ritgerö minni og fá mig til aö breyta hinu, liklega skrifa það aö nýju. Um þetta þurfti ég að tala viö Björn, og svo var ég aö hugsa um að kaupa mig inn I fornrita- samkunduna, sem var aö hefjast I Arnasafni og Háskólanum. Ég átti ágætar samræður viö Björn. Hann haföi i höndum og afhenti mér þaö, sem nýju ritstjórarnir heföu enn i höndum og lána mér til lesturs erindin, sem flutt yröu á fornritasamkundunni. Mér féll aö visu illa að hafa falliö á minu söguprófi, en þaö haföi ég gert áöur, m.a. hjá Benedikt frá Hoft- eigi. En þetta var nú reyndar ekki nema hljóölát ábending um, aö ég skyldi hætta minu sögugrúski i ellinni og sjálfsagt aö taka henni vel og vera ekki til sýnis á forn- ritasamkundunni. Ég gat svo sem haldið áfram minu grúski fyrir þvi, ef ég léti ekki á þvi bera. Björn fylgdi mér svo á Umferða- miöstöðina áleiöis heim I elli- heimiliö. Ég var miður min, er ég kom heim I elliheimilið hans Gisla I Hveragerði og naut þess ekki, þó aö vel færi um mig. „Er litli drengurinn minn þreyttur eftir feröina, eða leiðist honum þaö aö hafa hætt viö aö sitja fornrita- fyrirlestrana?” spuröi konan min og strauk mér um hárið. „Nei”, sagöi ég. „Eins og þú mannst vorum viö hrædd um, að ég væri ekki fær um að sitja undir fyrir- lestrunum, og er ég viss um að þaö er rétt. Þú trúir þvi liklega ekki, aö ég hef áhyggjur af Seðla- banka Islands og rikisstjórninni okkar. Seölabankinn er farinn aö byggja sér höll utan i Arnarhól og ég heyröi þannig um það talaö, að hugur minn beygðist allur aö þvi og afleiðingum þess, lika þegar önnur umræöuefni voru vakin”. Ég sagði ekki fleira. Þess er varla von aö nokkur viti aö mér er ekki sama um Seðla- banka lslands. Ég átti einu sinni fyrir löngu, fyrir siöari heims- styrjöld, sæti I gömlu Rauðku, og þar var mér ekkert eins hugleikiö og stofnun sérstaks Seölabanka á tslandi. Við Finnbogi Rútur sömdum frumvarp um stofnun sliks banka og fengum sænskan hagfræöing, Erik Lundberg, til aö fægja þaö. Emil Jónsson flutti þaðan siöan á Alþingi. 1 þann tiö komst þaö ekki lengra, en nokkur slitur úr þvi voru siöan tekin i lög þess Seðlabanka, sem viö eigum nú. Min örlög uröu hins vegar þau, aö ég hvarf frá þessum málum og hef engin afskipti haft af Seölabankanum. En ég geröi mér vonir um mikinn hlut hans, einkum eftir þaö, aö sonur viidi- skennara mins, Siguröar Nordals, tók við stjórn hans. 1 ferö minni til Reykjavlkur haföi Veriö steýpt yfir mig baöi úr isulullkrapi um starf og fyrir- ætlanir þessa banka okkar. Vissulega voru öfgar I þvi baöi, og sumt meinfýsnir skáldaórar, en þaö hafði samt orkaö svo á mig, aö ég gat ekki um annaö hugsaö. Gömlu hugmyndir mfnar um Seðlabanka munu nú þykja barnaskapur, en þær hafa fylgt mér (eins og draugur? )og bundiö skilning minn. Ekki hugsuöum viö Rútur okkur Seölabankann sem yfirlætisstofnun, sem byggði sér slika höll, aö hún geröi Arnar- hól I Reykjavik að kvos. Hann átti bara aö veröa eins konar trygging þess, aö fjármál okkar, einkum lánveitingarnar færu ekki I heimskulegar öfgar og óreiðu, heldur væru I skynsamlegu hófi, svo aö verðgildi peninga okkar gætu haldizt á réttum kili. Okkur var ljóst aö hér á íslandi þurfti margt að gera eftir margra alda kyrrstööu, en okkar mesta hætta væri, að fjárfesting okkar vildi ööru hvoru verða meiri en við heföum fé og krafta til. Þá gæti fariö eins og þegar bátur hallast, að allt færi I þaö boröiö, er hann hallast I, svo aö hann fylltist og sykki. Frá þvl átti Seölabankinn aö vernda þjóö okkar. Nú höfum viö ár eftir ár f járfest I margskonar framkvæmdum, miklu meira en viö höfum aflaö umfram kostnaðinn viö öflun tekna okkar. Þetta hefur valdiö þvl, aö peningar okkar, sem ekki eru annað en ávisanir á framleidd verömæti, hafa falliö I veröi ár frá ári. Viö höfum blekkt okkur meö þvi aö kalla þetta „dýrtið”, en þaö er ekkert annað en þaö, að viö höfum lifað og framkvæmt um efni fram, og sumt af þvi, sem viö höfum gert er óþarft og gangslaust, jafnvel skaölegt. Þvi meira sem viö höfum fram- kvæmt umfram efni, og þvi meira sem af þvi hefur veriö þarflaust, þvi meira hefur veröfall peninga okkar, ávisananna, oröið. Þær eru nú orönar meira en hundraö sinnum verðminni en fyrir heims- styrjöldina, þegar við Rútur vildum stofna Seðlabanka til að tryggja gildi þeirra. Svo mikiö hefur verðgildi þeirra hrapaö, aö viö erum hættir að finna þaö og sjá, nema helzt þannig að lesa um þaö tölur. Seðlabanki okkar hefur ekki reynzt þvi vaxinn að veita nokkra tryggingu gegn þessu. Hann hefur látið nægja að segja okkur frá þvi, að málin hafi nú tekið þessa stefnu og fyrir þvi séu margar ástæður, en raun- verulega komi honum þetta ekki viö og hann geti ekki viö þaö ráöiö og þvi láti hann þetta fara sem fara vill. Og stundum hefur hann jafnvel heldur flýtt fyrir þvi. En hann hefur þó aldrei, svo mikiö bæri á, veriö til fyrirmyndar aö þessu leyti, fyrr en nú, er hann byrjar að reisa stórhýsi, sem hann hefur ekkert meö aö gera, einmitt þegar meira leggst út i það borö þjóðarskútunnar en nokkru sinni fyrr, og hún hallast svo, aö aldrei hefur veriö meiri Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.