Tíminn - 14.08.1973, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 14. ágúst 1973.
Hans Fallada:
Hvaðnú,unai maður?
Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar
hvað einstaklingurinn selur
margar buxur, þá þætti mér
gaman að vita hvaða einkunn for
stjórarnir sjálfir fengju — Ég get
alveg sleppt mér, þegar ég hugsa
um annað eins og þetta!”
Pinneberg verður alltaf að
reyna að lita á hvert mál frá
tveim hliðum, og það gerir
hann lika i þetta skipti Hann segir
að vinnuveitendurnir hugsi auð-
vitað sem svo: Við borgum ekki
starfsmanni fyrir það eitt, að
hann er viðfeldinn og almennileg-
ur maður, heldur fyrir það að
selja þetta og þetta margar bux-
ur.
En Pússer er enn þá i uppnámi.
,,Já, þú segir þetta, en það stend-
ur bara ekki heima. Þeir heimta
þaðeinm. af fólkinu sinu, að það
sé viðfelldið og almennilegt i
framkomu. En þessi meðferð,
sem þeir beita bæði ykkur og
verkamennina er bara til að æsa
ykkur upp, að gera ykkur að villi-
dýrum. Þú getur veriö viss um að
sú aðferð borgar sig ekki til
lengdar. Einn góðan veðurdag
verða þeir að standa reiknings-
skað gerða sinna, og þá geturðu
verið viss um að þeir sjá villu sins
vegar, þótt það verði kannski um
seinan”.
„Auðvitað er það”, segir
Pinneberg og kinkar kolli til sam-
þykkis. ,,Hjá okkur hefir heill
hópur gengið i nazistaflokkinn”.
„Hitler —” segir Pússer og
grettir sig háðslega. „Já, sá gerir
víst slag i þvi að laga til, Nei, ég
þakka fyrir! Ég veit hvert at-
kvæðin okkar beggja eiga að
fara! ”
„Þú átt auðvitað við
kommúnistana? Ég held samt, að
við ættumað hugsa okkur tvisvar
um áður. Fyrst um sinn er ekki
hætta á að ég tapi stöðunni, og ef
til þess kemur, skal ég gerá allt,
sem i minu valdi stendur, til aö
halda henni”.
Nú standa Pinnebergshjónin
upp frá borðum. Þau hjálpa hvort
öðru við uppþvottinn. Pússer
þvær ilátin, en Pinneberg þurrkar
þau og setur þau á þeirra stað.
Allt i einu spyr Pússer: „Hefurðu
farið til Puttbreese með húsaleig-
una?”
,,Já, það er allt i lagi,” segir
Pinneberg og á bæði við húsaleig-
una og uppþvottinn.
„Þá skaltu leggja afganginn af
peningunum til hliðar undireins”.
Pinneberg gengur að skápnum,
dregur út miðskúffuna, tekur
fram bláa buðkinn og tæmir vesk-
ið sitt. Honum verður allt i einu
litið niður i buðkinn og hann fer að
snúa honum upp og niður. „Það
er ekki grænn túskildingur i hon-
um”, segir hann alveg þrumu-
lostinn.
„Nei”, segir Pússer og mætir
augum hans án þess að bregða hið
minnsta.
„En hvað hefir þá orðið af pen-
ingunum? Við getum þó ekki hafa
eytt þeim öllum.”
„Við höfum eytt þeim”, segir
Pússer og lætur engan bilbug á
sér finna. „Nú er ekki neinu
sparilé til að dreifa lengur. Héðan
i frá verðum við að komast af
með mánaðarlaunin þin”.
Pinneberg stendur alveg agn-
dofa. Hann veit ekki sitt rjúkandi
ráð og sár og kveljandi grunur
gripurhann. Hann hefir heyrt tal-
að um aðrar konur, sem eyða
peningum á bak við mennina
sina, en að er þó alveg óhugsandi
að konan hans — hún Pússer hans
— fari að svikja hann þannig. Og
samt er það staðreynd, að pen-
ingarnir eru horfnir. Honum vefst
dálitið tunga um tönn áður en
hann kemur upp nokkru orði.
„Heyrðu, Pússer”, segir hann,
„ég sá með minum eigin augum i
fyrradag, að það voru peningar i
krukkunni. Það var fimmtiu
marka seðill og eitthvað af minni
seðlum fyrir utan silfurpening-
ana”.
„Já, það voru nákvæmlega
hundrað mörk”, segir Pússer.
Pinneberg varpar öndinni létti-
legar. „Og hvað hefir þá orðið af
þeim?” Hann reynir að fá Pússer
til að brosa, en það tekst ekki.
„Þeir eru búnir”, segir hún
stuttaralega. „Þeir eru búnir:
það er allt og sumt.
Nú verður Pinneberg alveg
uppvægur og slær i borðið og seg-
ir með þrumandi röddu: „Þú get-
ur þó i það heitasta sagt hvað þú
hefir gert við þá! Segðu það bara
undireins! ”
„Ég hefi ekki gert neitt”, segir
Pússer ósköp hægt og rólega. En
þegar hún finnur að æsingin i sér
fer vaxandi, breytir hún til og
hlær lágt og bliðlega: „Geturðu
I raun og veru ekki skilið þetta
drengur? Ég er búin að taka þá
frá — búin að fela þá. Héðan i frá
verðum við að láta eins og þeir
séu ekki til. Við verðum að lifa af
laununum þinum”.
Pinneberg stendur kyrr dálitla
stund og fitlar við bláa buðkinn.
Auðvitað detur honum ekki i hug
að tortryggja Pússer lengur.
Þessi skýring, sem hún var að
gefa, er auðvitað rétt frá upphafi
til enda. En þó er það eitthvað.
sem nartar hans innstu rætur.
Hann reynir að tjá það, að
finna þau orð, sem eiga við, og
loksins segir hann, af þvi að hann
hefir ekki dottið niður á neitt ann-
að betra:
„Þó að svo væri, þurfum við
ekki að fela peningana fyrir okk-
ur sjálfum. Ef við erum sammála
um aö nota þá til einhvers, ætti
það að vera nóg”.
„Hitt er vissara”, segir Pússer.
t þetta sinn er það hún, sem reyn-
ir að fá hann til að brosa, en tekst
„Já, það er þú, sem segir það”.
Hann leggur sérstaka áherzlu á
orðin þú. Pússer heyrir það vel,
en hún skilur ekki hvað á bak við
liggur. Hún átti við það eitt, að
þetta væri þeim báðum og
Dengsa fyrir beztu. Hvernig á
hún lika að vita að honum sárnar
meö sjálfum áer, að hún skuli
hafa tekið sér þetta einræðisvald?
„Hlustaðu nú á mig”, segir
Pússer. „Þessi hundrað mörk er
þaö siðasta, sem við eigum eftir
af spariskildingunum okkar, og
við erum i raun og veru búin að
leggja heilmikið i kostnað. Svo
erum við búin að flytja okkur
þrisvar sinnum, og allt er vist
dýrara fyrir nýgift hjón en þau,
sem hafa reynsluna. Fyrst kunni
ég til dæmis alls ekki að kaupa
þar, sem bezt var að verzla, og
stundum eyðilagði ég matinn, svo
að það varð að fleygja honum. Og
svo höfum við farið einu sinni eða
tvisvar oftar á kaffihús en við
höfum haft ráð á i raun og veru.
Þegar á allt er litið verður ekki
annað sagt, en að við höfum stað-
iö okkur vel, þegar við eigum
samt sem áður hundrað mörk eft-
ir”.
Það birtir yfir Pinneberg. Það
er sjaldgæft að Pússer sýni þeim,
honum og sér sjálfri, svona mikla
viðurkenningu. „Og hverju ertu
þá að nóldra yfir?” segir hann
brosandi.
En nú heldur Pússer sér aftur
við efnið og búshyggindin: „Þú
skalt nú reyna að hugsa þér
hvernig við heföum farið að, ef
■ ■
jj IIIII llliSII It
Húsmóðirin
mælir með Jurta!
14f3
Lárétt
I) Flækist.- 6) Hlemmur.- 7)
Reipi.- 9) 1001.- 10) Máttlaus.-
II) Leit.- 12) Ónefndur.- 13)
Borðhaldi.- 15) Hreingerning.-
Lóðrétt
1) Veikur I fótum.- 2) Bor.- 3)
Hornalaus,- 4) Eins.- 5)
Hegning,- 8) Mörg,- 9) Veik,-
13) Spil.- 14) Eins.-
Ráðning á gátu No. 1472.
Lárétt
1) Kafarara.-6) Flá. - 7) RS,- 9
RS,-10) Liðamót,- 11) In.- 12)
LI.- 13) Óðs,- 15) Gæðavin.-
Lóðrétt
1) Kerling,- 2) FF,- 3)
Aldauða,- 4) Rá,- 5) Rostinn. -
8) Sin,- 9) Ról,- 13) óð,- 14)
SV,-
j fl [» F5 [r
\*
ÞRIÐJUDAGUR
14. ágúst.
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Við sjóinn kl. 10.25:
Morgunpopp kl. 10.40:
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Sfðdegissagan: „Óþekkt
nafn” eftir Finn Söeborg.
Þýðandinn, Halldór Ste-
fánsson, byrjar lesturinn.
15.00 Miðdegistónleikar:
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið.
17.05 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.35 Umhverfismál. Sveinn
Runólfsson landgræðslu-
stjóri talar um nýtingu
beitilands.
19.50 Lög unga fólksins.
Ragnheiður Drifa Stein-
þórsdóttir kynnir.
20.50 Frá lýðháskólanum i
Askov.Einar Guðmundsson
flytur siðari hluta þýðingar
sinnar á frásögn eftir Selmu
Lagerlöf.
20.10 Einsöngur: Axel Schiötz
syngur.lög eftir Hartmann,
Heise, Lange-Muller og Carl
Nielsen.
21.30 Skúmaskot. Svipazt um
Signubökkum. Hrafn Gunn-
laugsson ræðir við Halldór
Dungal um Paris áranna
1926—1928: fjórði og siðaSti
áfangi.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Eyjapist-
ill
22.35 Harmonikulög. Lennart
Warmell leikur.
22.50 A hljóðbergi, Boris
Karloff les „Flautuleikar-
ann frá Hameln” (The Pied
Piper) eftir enska skáldið
Robert Browning.
23.15 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
::
■■
■■
::
::
::
::
Þriðjudagur
14. ágúst
20.00 Frcttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Riddarinn ráðsnjalli.
Franskur ævintýramynda-
flokkur. 3. og 4. þáttur.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir. Efni 1. og 2. þáttar:
Recci riddari hefur særzt i
bardaga og dvelur hjá
frænku sinni. meðan hann
er að gróa sára sinna. Hann
vill ólmur komast aftur i
strið, en hertogafrúin,
frænka hans, reynir að aftra
þvi og vill koma honum i
hjónabahd. Tilraun hennar
mistekst þó, og Recci held-
ur, ásamt þjóni sinum, til
Casal-virkis, þar sem
franski herinn er, um-
kringdur af spænsku árásar-
liði.
21.20 Sagnaþing. Umræðu-
þáttur um Fornsagna-
þingið, sem nýlega var
haldið i Reykjavik. Þátttak-
endur Jónas Kristjánsson,
forstöðumaður Handrita-
stofnunarinnar, Peter Hall-
berg frá Sviþjóð, Kurt
Schier frá Vestur-Þýzka-
landi, Oskar Bandle frá
Sviss, Arnold Taylor frá
Englandi og Jonna Louis-
Jensen frá Danmörku.
Stjórnandi Eiður Guðnason.
22.05 iþróttir. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
Dagskrárlok óákveðin.