Tíminn - 14.08.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.08.1973, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 14. ágúst 1973. TÍMINN 7 Sf&ustu bllarnir aka vestur Austurstræti. — Timamynd: Róbert. HUGUR OG HÖND Og svo fyllti fólkift strætiö, fegift þvi aft bilarnir voru horfnir. SB-Reykjavik. — Eins og aiþjóö mun nú kunnugt, var Austur- stræti lokað fyrir bilaumferð og opnað gangandi fólki og strætis- vögnum nú um helgina. A götunni hefur verið komið fyrir bckkjum, pottum með trjám og listaverk- um. Fólk, sem var á ferli eftir dans- leiki á laugardagskvöldið, kunni vel að meta breytinguna og fékk sérgjarnansæti i Austurstræti, ef ekki á bekk, þá bara á götunni sjálfri. F^jölmennt var þar lengi nætur, en ekki kom til neinna óspekkta, það var bara sungið og leikið sér af miklu fjöri. Að sögn lögreglunnar var ölvun i miðbænum þessa nótt ekki meiri en venjulega, kannske heldur minni, og aðeins þurfti að fjar- lægja tvo menn, sem voru að slást á Lækjartogri. Meðfylgjandi myndir af Aust- urstræti eru teknar á laugardag- inn rétt fyrir lokun götunnar, og i gærmorgun. Er svipurinn tals- vert mismunandi. Þess má geta, að margir eru þegar farnir að tala um þetta sem „Strikið” eða „Austurstrikið”. — myndarlegt tímarit A islandi er gefinn út fjöldi timarita af ýmsu tagi. Þar gætir margra grasa, og þau eru að sjáifsögðu ærið misjöfn að inní- haldi og útliti, þótt mikil framför hafi oröið i timaritaútgáfu okkar á hinum siðari árum. Eitt hinna allra gerðarlegustu er tvimælalaust rit Heimilis- iðnaðarfélags íslands, Hugur og hönd, sem nýlega kom út i átt- unda sinn. Móttökur lesenda sýna lika ótvirætt, að fólk kann vel að meta það, sem vel er gert i þessu efni, þvi að eintakafjöldi ritsins sem i upphafi var 1000 ein tök, hefur á átta árum stigið um 2500 eintök. Margvislegt efni er i þvi riti, sem nú er nýútkomið. Þar er við- tal við listasmiðinn Kristófer Pétursson, einn margra hagleiks- manna úr Húnaþingi. Þá er grein um stafailát, sem undirrituð er K.E., en að baki þeirra Upphafs- stafa ætlum við, að ieynist dr. Kristján Eldjárn forseti, sem ritað hefur töluvert i blaðið. Leið- sögn um gerð ýmissa gripa úr is- lenzku efni er jafnan mikilvægur þáttur ritsins, eða hvernig þætti mönnum að eignast slyngda leppa, vestfirzka laufaviðar- vettlinga, fagurlega útsaumaðar sessur, eða gleraugnahús, heklaða „kósakkahúfu” eða hnýtt gluggatjöld, svo að nokkuð sé nefnt af þvi sem vikið er að i þessum árgangi. Þá eru i blaðinu margar litmyndir af færeyskum listiðnaði af færeysku sýningunni, sem haldin var i Norræna húsinu i Reykjavik, i vor, er leið. Heimilisiðnaðarfélag Islands var stofnað 1913. I þvi eru nú um 300 félagar, en formaður þess er Stefán Jónsson arkitekt. Markmið þess er að halda við og hlúa að og efla þau vinnubrögð og þá verkmenningu, sem tiðakaðist með þessari þjóð, áður en vélaöld gekk i garð. Véla- menningin hefur fært i kaf sumt hinna fornu verkhátta, svo að þeir verða aldrei endurheimtir, en tæpast mun ofmælt, þótt sagt sé, að Heimilisiðnaðarfélagið hefur átt að þvi drjúgan hlut, að ekki hefur meira glatazt en raun ber vitni. Okkur er að sjálfsögðu skylt að varðveita á söfnum og i bókum fróðleik um lifshætti feðra okkar og mæðra, en æskilegast er þó, aö verkmenning þeirra lifi áfram i höndum okkar, þótt með öðru móti sé en fyrr, eins og gefur að skilja. Þess vegna hefur Heimilisiðnaðarfélagið jafnan efnt til námskeiða, þar sem kennd eru hin gömlu handbrögð. Þar geta menn lært vefnað, útskurð, hnýtingu, útsaum, spuna og baldýringu. Þessi námskeið voru áður fyrr éinvörðungu haldin á veturna, en undanfarin tvö ár hafa lika verið haldin námskeið að- sumarlagi. Námskeiðin hafa jafnan verið fjölsótt, en vin- sælstur er vefnaðurinn, ekki sizt barnanámskeiðin. Athyglisvert er lika og góðs viti, að sifellt fjölgar ungu fólki i félaginu og á námskeiðum þess. Heimilisiðnaðarfélagið rekur tvær verzlanir i Reykjavík, þar sem er á boðstólum hið bezta af islenzkum heimilisiðnaði, og er- lendir íeröamenn kaupa einnig mikið af sliku tagi i frihöfninni i Keflavik. -HHJ. FÉLAG DÖNSKUKENNARA tekur upp það nýmæli nú i haust að efna til námskeiðis i hinu nýja Málaveri i Norræna húsinu dag- ana 11. til 13. september n.k. Kennarar verða þar þjálfaðir i dönskum framburði og tali. Kennt verður sex stundir á dag. Leiðbeinendur verða Peter Ras- mussen lektor og Gunna Hofdal, menntaskólakennari. Takmarka verður fjölda þátttakenda við 14 manns. Félag dönskukennara hefur til umráða styrktarfé, sem Fondet for dansk-islandsk samarbejde veitir islenzkum kennurum til náms i Danmörku. Umsóknar- frestur um þessa styrki hefur verið framlengdur til 1. septem- ber n.k. Formaður félagsins er Guðrún Halldórsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavikur, og gef- ur hún allar nánari upplýsingar. Leirárkirkju vant fjármuna til endurbóta IIAFIZT hefur vcrið handa uni verulegar endurbætur á Leirár- kirkju. Þegar hefur verið skipt' um járn á kirkjunni, efri hluti turnsins hefur verið endurnýjað- ur, veggir hans klæddir plasti og smiðaður á hann nýr og smekk- legur kross. Fyrirhugaðar eru miklu fleiri framkvæmdir við kirkjuna, enda þarf hún gagngerðra endurbóta við. Skipta þarf um gólf i kirkj- unni, gera við hvelfingu, endur- bæta einangrun og mála hana alla utan sem innan, svo að nokkuð sé nefnt af þvi, sem nauðsynlega barf að gera kirkjunni til góða. Hér er um mjög kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða, en kirkjan er fátæk og hefur ekki aðrar tekjur en lögbundin sóknargjöld, sem nema um 40 þúsund krónum á ári. Þess vegna leitar kirkjan nú á náðir vina sinna i þeirri von, að þeir fórni henni einhverju og sýni með þvi ræktarsemi og kær- leika til þessa gamla guðshúss, þar sem margir hafa átt helgar stundir og eiga ljúfar og fagrar minningar um, minningar, sem aldrei verða frá þeim teknar. Tekið skal fram, að aflað hefur verið heimildar rikisskattstjóra til þess að gjafir gefnar kirkjunni á þessu ári megi draga frá skatt- skyldum tekjum gefenda á næsta skattári. Undirritaðir veita viðtöku gjöfum til kirkjunnar og gefa nánari upplýsingar. Jón Einarsson sóknarprestur, Saurbæ NÁMSKEIÐ FYRIR DÖNSKUKENNARA Sumir settust bara á sjólfa götuna Sauðskinnskór og slvngdir leppar Tóbaksflát eftir Einar Skúlason á Tannstaðabakka. Kristinn Júliusson, bóndi, Leirá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.