Tíminn - 24.08.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.08.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 24. ágúst 1973. TtMINN 15 Hans Fallada: Hvaðnú,i ingi maður? w Þýðing Magnúsar Asgeirssonar Honum finnst að henni fari svo yndislega að hlæja. „Hvernig lizt yður á að borða kvöldmat hérna, þar sem við erum núna?” Hún hafði kinnkað kolli til sam- þykkis og fundizt þetta góð hug- mynd. Siðan klifruðu þau og skriðu um kritarklettana þangað til þau fundu dæld, þar sem þau sátu mjúkt og i skjóli fyrir öllum vindum. Þau sátu þar eins og i stórrí, góðri hendi og skiptust á mat, bjúgum og harðsoðnum eggjum. Hann átti kaffi á hita- flöskunni sinni, en hún var með kakó á sinni. Þau skröfuðu lika dálitið saman og öðru hvoru hlógu þau. En lengst af voru þau samt að borða, og gerðu það með vel- þóknun, rækilega og lengi. Ann- ars voru þau alveg sammála um það, að annað fólk væri óþolandi. Einkum þegar maður færi út til að skemmta sér. „Mig langar ekki vitund til að fara til Lehnsahn,” sagði hún. „Og ég vil helzt vera laus við að fara til Wiek,” sagði hann. „Já, en hvað eigum við þá að gera?” „Við skulum nú fyrst og fremst baða okkur.” Sólin var gengin undir. Samt var glaða, glaða birta. Þau hlupu saman niður að ströndinni þar sem öldurnar veltu sér letilega, Kokkurinn mælir með Jurta! ýrðu vatni hvort á annað og hlógu. Þau höfðu bæði baðföt og handklæði eins og jafnsiðsömu fólki hæfði — Pinneberg var með baðhandklæði húsmóður sinnar. Sfðan settust þau og horfðu yfir vatnsflötinn, og vissu ekki hvað þau áttu að taka sér fyrir hendur. „Ég verð vist að klæða mig og reyna að komast eitthvað lengra áfram.” „Já, það fer að kólna úr þessu,” sagði hann, en samt sitja þau kyrr eftir sem áður. Þau þegja lengi og hvorugt þeirra sýnir á sér nokkurt farar- snið. Hafið byltir sér og stynur i kvöldkyrrðinni. „Nei, nú verð ég að fara,” segir hún og henni er i raun og veru al- vara með að standa upp, en þá leggur hann handlegginn blitt og varlega yfir um hana. Hann er jafnkviðafullur og titrandi og hún. Hafniðurinn verður allt i einu svo hávær. Hann beygir sig niður að andliti hennar. Augu hennar eru aldökk og skinandi. Munnur hennar — já — það er einmitt munnur hennar, sem hann hefir fundið. Varirnar opn- ast eins og af sjálfu sér og mæta vörum hans. „A-æ,” segir hann i hálfum hljóöum og er fjarska, fjarska hamingjusamur. Svo flytur hann hönd sina frá herðum hennar og tekur um brjóst hennar. Hún fær- ir sig litið eitt og snöggt frá hon- um, en þegar hann litur bara bænaraugum á hana, þrýstir hún brjóstinu að hendi hans. Og allt i einu hrópar hún hátt og skýrt: „Já! Já! Já!” Það er eins og fagnaðarhróp frá hjartarótum hennar. Hún vefur örmunum um háls honum og þrýstir sér að hon- um. Hann veit samstundis að hún vill það sama og hann. Hún hafði sagt: Já! þrisvar sinnum. Þau vissu ekki einu sinni nafniö hvort á öðru. Þau höfðu aldrei séð hvort annað. Hafið lá kyrrt og raulaði lög sin og him- inninn varð myrkari og myrkari. Pússer sá hverja stjörnuna kvikna á fætur annarri og sagði það við hann. Nei þau vissu ekk- ert hvort um annað. Þau vissu bara að það var gott að vera ung og elska hvort annað. Þau hugs- uðu ekkert um Dengsa — áreiðan- lega ekki þá. En þá kom hann! — Borgargnýrinn færist aftur nær. Nú er það ekki niður hafsins, heldur stórborgarinnar. Já, já, það hafði verið yndislegt allt saman. Hann hafði unnið i happ- drættinu. Stúlkan þarna frá klett- unum og sandströndinni var bezta kona i heimi. Bara að hann gæti lika orðið bezti maðurinn — Pinneberg ris hægt á fætur. Hann kveikir ljós og litur á klukk una. Hún er dálitið yfir sjö. Nú liggur hún þarna fyrir handan. Nú er það að gerast. Hann fer i frakkann sinn og hleypur til sjúkrahússins. Dyravörðurinn horfir undrandi á hann. „Hvertá að fara? Nú, á fæðing- ardeildina, já einmitt. Haldið bara áfram beint af augum.” Pinneberg hleypur á milli hús- anna. Alls staðar er þegar búið að kveikja ljós. Undir ljósunum eru hvitar sængur. Þarna liggur það þúsundum og hundruðum saman. Sumir deyja annaðhvort fljótt eða seint. öðrum batnar til þess eins aö deyja i annað skipti. Við deyj- um allir undir hvitri sæng. Lifið er annars auma stofnunin. Inni á gangi fæðingardeildar- innar stafar birtu frá fáeinum skyggðum ljóskúlum. Enginn er inni i herbergi yfirhjúkrunarkon- unnar, en nú kemur önnur systir og Pinneberg fer þegar með fumi og fáti að stama fram löngum út- skýringum á þvi, hvers vegna hann sé kominn. Systirin heyrir aðeins nafnið og siðan segir hún: „Viljið þér biða aðeins eitt augnablik,” og gengur inn um dyr með bólstaðri hurð og siðan um aðrar dyr, sem llka eru með bólstraðri hurö. Litlu siðar eru báðar þessar bólstruðu hurðir opnaðar i skyndi og látnar aftur á eftir nýrri hjúkrunarkonu, litilli og dökkri yfirlitum, skörunglegri og einbeittri á svip. Hana ber mjög hraðan á. „Það eruð þér, sem heitið Pinneberg? Já, þetta er allt eins og það á að vera. En það liður dá- litil stund enn þangað til allt er um garð gengið. Viljið þér ekki reyna að hringja um tólf-leytið. Nei, þér getið verið alveg rólegur. Allt gengur eins og i sögu — í sömu svipan heyrist öskur á bak við bólstruðu dyrnar. Ekki óp. Ekki kvein, heldur eitthvert bmennskt öskur. Og á eftir koma mörg skerandi sársaukakvein. Pinneberg verður hvitur i framan eins og liðið lik. „Er þetta ----?” Tungan loðir við góminn svo að hann kemur varla upp nokkru orði: „Er þetta — konan min?” „Nei,” segir systirin i ákveðn- um rómi. „Þetta er ekki konan yðar. Hún er ekki enn þá komin svo langt.” Varir Pinnebergs titra. „Haldið þér — haldið þér, að konan min muni lika hljóða svona?” Systirin litur á hann. Ef til vill heldur hún að hann muni hafa gott af að fá að heyra allan sann- leikann. Karlmennirnir eru ekki eins og þeir ættu að vera — venju- lega ekki. Þess vegna segir hún: „Já, fyrsta fæðingin er nú ekki vön að vera neitt glingur,” Pinneberg stendur grafkyrr og hlustar. En nú er allt hljótt. — „Þér reynið þá að hringja um tólf-leytið,” segir systirin. „Já, þakka yður — þakka yður fyrir — —” Pinneberg hlustar með öllum sinum skilningarvit- um, meðan að systirin nærri þvi þokar honum út úr dyrunum. Auðvitað getur hann ekki staðið 1482 1482. Krossgáta Lárétt I) Geymsla,- 6) Fiskur.- 7) Komast,- 9) Hvað.- 10) Land.- II) Klukka.- 12) Blöskra,- 13) Dugnað.- 15) llát,- Lóðrétt 1) Kólfur.- 2) Stafur.- 3) Þvingur.- 4) Lagarmál,- 5) Lélegast,- 8) Afar.- 9) Skar.- 13) 501,- 14) öfug röð.- Ráðning á gátu No. 1481 Lárétt 1) Öléttar,- 6) Lit.- 7) Ær,- 9) Af.-10) Röndina,- 11) ÐÐ.- 12) Al,- 13) Stó,- 15) Notaleg,- Lóörétt 1) Óværðin,- 2) Él.- 3) Tindáta,- 4) TT.- 5) Refalög.- 8) Röð.- 9) Ana,- 13) ST. 14) Öl,- i ÍI p Fi f?- »« Dg ZWTZZMZ t* 1 I :: ■ ■ ■ ■ :: ■■■■ :: ■ ■ ■ ■ H ■■ H ÉS ■■ ■■ :: ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ :: ■■ :: ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ :: :: ís a ■■ :: :i :: :: FÖSTUDAGUR 24. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Þorlákur Jónsson heldur áfram að lesa söguna „Börnin i Hólmagötu” eftir Asu Löckling (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Donovan flytur. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Maria Callas, Ferruccio Tagliavini, Pero Cappu- cilli, Bernard Ladysz, kór og Filharmóniusveit Lundúna flytja atriði úr óperunni „Lucia di Lammermoor” eftir Donizetti. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Óþekkt nafn” eftir Finn Söeborg. Þýðandinn Halla. Stefánsson, les (9). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.05 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.40 Spurt og svarað Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfóniskir tónleikar a) „Iberia”, hljómsveitar- svlta eftir Claude Debussy. Tékkneska filharmóniu- sveitin leikur: Jean Fouret stj. b) Rianókonsert nr. 1 i b- moll op. 23 eftir Pjotr Tsjaíkovský. Shura Cherkassy og Filharmóniu- sveitin i Berlin leika: Leopold Ludwig stjórnar. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.00 Frá heimskreppu til heimsstyrjaldar Vilmundur Gylfason ræðir við Brynjólf Bjarnason um áratuginn 1930—40. 21.30 Útvarpssagan: „Verndarenglarnir” eftir Jóhannes úr Kötlum Guðrún Guðlaugsdóttir les (15). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Eyja- pistill 22.35 Draumvisur Sveinn Arnason og Sveinn Magnússon sjá um þáttinn. 23.35 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. lllliiii I FÖSTUDAGUR 24. ágúst 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Fóstbræður. Brezkur gamanmyndaflokkur með Tony Curtis og Roger Moore I aðalhlutverkum. Tilrauna- dýrið. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 21.20 Að utan. Erlendai fréttamyndir. Umsjónar maður Sonja Diego. 22.00 Leikhúslif í Pu• . Sænsk yfirlitsmynd i helztu viðburði i leikhús . Parisar að undanförnu myndinni, sem gerð snemma I vor, er litið ýmis leikhús, sýndir úr leikritum og óperu rætt við leikhúsfólk un sem er á döfinni. Þý Dóra Hafsteinsdó; ■ . (Nordvision — Sænska varpið) 23.00 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.