Tíminn - 24.08.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.08.1973, Blaðsíða 17
Föstudagur 24. ágúst 1973. TÍMINN 17 HILDUR SIGURÐARDÖTTIR..sést hér skora mark gegn Fram i úr- slitaleik útimótsins i fyrra. í baksýn sést BARA EINARSDÓTTIR úr Fram. Ágústleikarnir: HALLDOR NALGAST METIÐ ( 800 M HLAUPI 1:51,9! ÞAÐ VORU fleiri en Bjarni Stefánsson og Stefán Hailgrimsson, sem stóðu sig vel á Ágústleikunum, sem hófust á Bislet i fyrra- kvöld, en við skýrðum frá árangri þeirra i blaðinu i gær. Halldór Guðbjörnsson tók þátt i 800 m hlaupinu og varð þriðji á hinum glæsilega tima 1:51,9 min, hans langbezti timi og aðeins 1,8 sek. lakari en Islandsmet Þorsteins Þorsteinssonar. Halldór fékk sama tima og annar maður og sigurvegarinn hljóp á 1:51,8, Agúst Asgeirsson hljóp i B- riðli og varð annar á sinum bezta tima 1:53,8 min. Að loknum 800 m hlaupinu tóku þeir Halldór og Agúst þátt i 3000 m hlaupi, Halldór fékk sting og hætti, en Agúst hljóp á 8:44,0 min. rúmum 10 sek. betra en hann átti bezt áður. Þá keppti Friðrik Þór Óskarsson i þristökki og varð þriðji, stökk 14,49 m. HREINN STOÐ SIG BEZT í GÆRKVÖLDI HREINN Ilalldórsson stóð sig bezti íslending- anna á siðari degi Ágústleikanna i Osló i gærkvöldi, hann varð þriðji i kúluvarpinu, varpaði 17,70 metra. Olympiu meistarinn Komar frá Póllandi sigraði, varpaði 19 metra rétta og Björn Bang Anderson, norski methafinn varð annar með 18,40 metra. Bjarni Stefánsson ætlaði upp haflega að taka þátt i 400 m hlaupinu siðari daginn, en fékk þvi breytt, hann hljóp aftur 200 metra. Aleit sig hafa möguleika á að setja met. Sú von brást, hann hljóp ekki eins vel og daginn áður og varð fimmti á 21,9 sek. Stefán Hallgrimsson tók þátt i 110 m grindahlaupi og varð fimmti á 15,6 sek. Eitt norskt met var sett á mótinu, Kvalheim i 3000 m hindrunarhlaupi, hann hljóp á 8:25,6 min. Sigurvegarinn Mayer setti vestur-þýzkt met hljóp á 8:23,0 min íslenzki flokkurinn fer nú til Odda i Vestur-Noregi og keppir þar á móti um helgina. Æfðu í Þjórsár- dal HANDKNATTLEIKSDEILD Fram gerði tilraun til að fá inni fyrir handknattleiksfólk sitt i iþróttamiðstöð ÍSÍ að Laugarvatni, en fékk neitun, þar sem fullbókað var og margir á biðlista. Ekki létu forráðameun deildarinnar þetta á sig fá, heldur efndu til ferðar fyrir leikmenn og fjölskyldur þcirra i Þjórsárdal. Var slegið upp tjöldum þar og handknatt- Jcikur æfður á nálægum gras- l'lötuin. Þótti þessi æfingaför lakasl bið lie/.ta. íslandsmót kvenna haldið ó Húsavík um helgina: Fremur dræm þátt- taka, en beztu liðin mæta samt FREMUR litil þátttaka er i íslandsmóti kvenna í útihandknattleik ( meistaraflokkur), sem háð verður á Húsavik um helgina, en þátttöku- liðin eru aðeins sex tals- ins. Þau eru Ármann, Valur og Reykjavik, eyri, vogi ur Fram Þór, Akur- Breiðablik, Kópa- og Völsungur, Unglingalandsliðið gegn Dönum valið UNGLINGALANDSLIÐ tslend- inga i frjálsum fþróttum, sem keppir við Dani í Kaupmannahöfn 28. og 29. ágúst n.k., hefur verið valið og er þannig skipað: Jón S. Þórðarson, ÍR.hástökk og 110 m grindahlaup. Jason ívarsson, HSK.þristökk og 110 m grindahlaup. óskar Jakobsson, 1R, spjótkast, Akureyri og KR leika á morgun A MORGUN, laugardag, mætast 1. deildar lið Akureyrar og KR á Akureyrarvellinum. Er þessi leikur fjáröflunarleikur vegna Danmerkurferðar Akureyr- ar-liðsins i næsta mánuði. Hefst leikurinn kl. 14 á morgun. kúluvarp, kringlukast og sleggju- kast. Arni Þorsteinsson, FH, hástökk og stangarstökk. Vilmundur Vilhjálmsson, KR, 100 m, 200 m og 400 m hlaup, 300 m grindahlaup og langstökk. Július Hjörleifsson, ÍR, 400 m og 800 m hlaup. Guðni Halldórsson, HSÞ, kúluvarp, kringlukast og sleggju- kast Einar Óskarsson, UMSK, 3000 m og 2000 m hindrunarhlaup. Þórólfur Jóhannsson, KA, 3000 m og 2000 m hindrunarhlaup. Sigurður Sigurðsson, A, 100 m hlaup, 200 m hlaup og langstökk. Jón Diöriksson, UMSB, 800 m hlaup og 1500 m hlaup. Markús Einarsson, UMSK, 1500 m hlaup. Magnús Geir Einarsson, ÍR, 400 m grindahlaup. Sigurður Kristjánsson, ÍR, stangarstökk. Snorri Jóelsson, ÍR, spjótkast. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR, boðhlaup. Fararstjóri verður Magnús Jakobsson, formaður laganefnd- ar F.R.Í. Húsavik. Sennilegasta skýringin á þvi, hve dræm þátttakan er, er sú, að kvennalið Þórs á Akureyri vann rétt til að leika i 1. deild á næsta keppnistimabili. Það þýðir, að 1. deildarliðin úr Reykjavik og ná- grenni þurfa að greiða meiri ferðakostnað vegna keppni næsta vetur, en þau hafa gert hingað til. Er þess vegna horft i kostnað nú, þegar mótið er haldið á Húsavik. En þótt ýmis félög láti sig vanta ikeppnina á Húsavik um helgina, verða þó öll sterkustu kvennaliðin samankomin þar, þ.á.m. Vals-lið- ið, sem hefur verið ósigrandi i úti- mótum um langt skeið. Víkingar nálgast I. deildina VÍKINGAR eru nú nær öruggir mcð 1. dcildarsæti næsta ár. Þrátt fyrir óvæntan sigur Völsunga yfir Vikingi 2:1, seni hcfði getað aukið spcnnu i 2. dcildina. En FH-ingar sáu fyrir þvi að svo yrði ckki, mcð þvi að sigra Þrótt frá Reykjavik 2:0. Víkingsliðið á nú tvo leiki cftir i dcildinni, gegn Þrótti frá Neskaupsstað og FH-Vikingar þurfa aðeins að vinna Þróttara til að tryggja sér 1. deildarsæti. Staöan er nú þcssi i 2. deild. bjargað Þrótti frá Neskaupsstað frá falli. IAðið tapaði fyrir Armanni 5:2 um helgina. A sama tima sigruðu Selfyssingar Hauka 2:1. Víkingur Þróttur R Völsungar FH Ármann Haukar Selfoss Þróttur N 12 9 1 2 12 6 3 3 12 7 1 4 116 2 3 12 6 2 4 12 3 3 6 12 3 0 9 110 2 9 34:8 27:17 21:22 25:12 20:21 15:20 12:33 9:29 19 15 15 14 14 9 6 2 Ekkert nema kraftaverk getur Minnis peningar FRÍ MINNISPENINGAR FRt i tilefni Evrópubikarkeppninnar i fjöl- þrautum eru nær uppseldir, en nokkrar ósóttar pantanir er hægt að fá hjá Frimerkjamiöstöðinni, Skólavörðustig 21a. Einnig eru til sölu nokkrir minnispeningar frá fyrri tið. þús. KRR 60 frá til Hauks- söfnunar KNATTSPYRNURAÐ Reykjavikur ákvað á fundi sinum nýlega, i samráði við aðilda,'iélög sin, að gefa 60 þúsund krónur til Haukssöfn- unarinnar, en sú upphæð eru tekjur ráðsins af siðasta pressuleik. I stuttu viðtali við Ólaf Erlendsson, formann Knatt- spyrnuráðsins, sagðist hann vona. að iþróttafélög um land allt legðu sitt af mörkum til Haukssöfnunarinnar, annað hvort með beinum framlögum eða gengust fyrir söfnun meðal iþróttamanna sinna. Handknattleiksmenn ráðast á golfboltann á þriðjudag HIN árlega golfkeppni hand- knattleiksmanna fer fram n.k. þriöjudag — 28. ágúst. Aö þessu sinni fer keppnin fram á velli Golfklúbbs Ness á Seltjarnarnesi og mun hefjast eigi siðar en kl. 17,00. Þetta er i þriðja sinn, sem þessi keppni fer fram, en jafnan hafa margir tekið þátt i henni, þvi mikill hluti handknattleiksmanna leikur golf yfir alla sumar- mánuðina. Keppendum verður skipt i tvo hópa. I öðrum þeirra veröa þeir, sem þegar hafa hlotið forgjöf i einhverjum klúbb, en i hinum verða byrjendur i þessari iþrótt. Þeir munu leika 9 holur af fremri teigum en þeir, sem eitthvað kunna fyrir sér, fá að glima við 18 holur af aftari teigum. Þeir, sem hafa rétt til að taka þátt i þessu vinsæla móti, eru þeir handknattleiksmenn, sem leikið hafa heilt keppnistimabil með 1. og 2. deildarliði. Allir handknatt- leiksmenn —,hvort sem þeir hafa slegið golfbolta eða ekki — eru velkomnir i mótið svo fremi að þeir uppfylli þessi skilyrði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.