Tíminn - 30.08.1973, Side 9

Tíminn - 30.08.1973, Side 9
Fimmtudagur 30. ágúst 1973. TÍMINN 9 burðaraðferðina tortryggilega aöeins vara við takmörkum henn- ar „Públikum” hlýtur fyrr eða siðar að neyðast til að gera það upp við sig, hvort óhlutbundið listaverk er mynd i sögulegum og mannlegum skilningi. Ekki er grunlaust um, að fólk hyggi óhlut- bundna list eitthvað loftkennt. Samt er vonandi,að það þyki þakkarvert að tekinn sé af allur vafi i þvi sambandi. Tuttugasta öldin hefur teygt svo hugtakið mynd, að meira „bió” af þvi tagi fer senn að snúastu upp i vansa. Þetta er enn einn flöturinn á hin- um margstrenda aðskiljanleik. A mynd endilega að „blifa” um ald- ur og eilifð og dæmast sem slik? Má hún ekki vera skissa, hug- detta, eða blátt áfram loftsteinn, sem ráknar næturmyrkrið andar- tak. Sker ekki i augun, hve þetta stjónarmið er fráleitt? Dæma- lausir snillingar erum við annars! Mynd, sem ekki er hægt að alhæfa fyrir smekk og inn- stillingu allra tima er húmbúkk. Jafnvel Einstein verður að óalandi og óferjandi mohaus i þessu tilliti. Einu og aðeins einu vill höfundur þessa pistils visa al- gerlega á bug og það er að gagn rýnandinn eða listrýnirinn sé nauðsynlegur tengiliður milli „públikums” og listamannsins. Gagnrýni eða listrýni er ofur einfaldlega list út af fyrir sig, mismunandi góð vara rétt eins og önnur mannanna verk. Þá er svo málum komið, að skoðandinn stendur einn og óstuddur i þeirri baráttu að koma myndinni fyrir sig, ef svo mætti að orði komast. Það eru ekki mörg heilræðin, sem hægt er að gefa undir slikum kringumstæðum. Það er ein ásjónan á marghöfða guði hins aðskiljanlega. Mynd getur virzt eintóm lausatök við fyrstu sýn, ekki sizt i heimi, sem grautar saman heild og einhvers konar „tillögðum” gordonshnút boða og íjanna, loftkenndra kerfa og formúlna. Að hreppa óbrigðult myndskyn er áþekkt æskuórum okkar um að komast undir regn- bogann. Hið aðskiljanlega smýg- ur gegnum alla múra, sem við reisum og ýtir okkur út i baráttu, sem hefur engan fyrirsjáanlegan endir. Þá er hollt að rifja upp vonina um einingu, þessa fjar- stæðukenndu von, sem eftir allt saman er hinn þrjóskufulli hvati látlausrar framsóknar og sem mun samhæfa aðgerðir okkar fyrr eða síðar. Tökum til sæmis sértakið, sem svo grátlega oft virðist vera i senn keppikefli listamannsins og kvarði skoðand- ans. Ber það ekki keim af hálf- geröri „plattlist”, að slægjast eft- ir þvi að taka sig út úr, en láta allt annað lönd og leið. Nærri má geta, hvort annað er samt ekki látið i veðri vaka, svo sem jafnan fyrr i skyldum tilvikum. Að visu leikur á ýmsum áttum i list- heiminum, en þó að djarfi i nýja merkjasteina verður eftir sem áður jafnmikið rúm fyrir vafa- samar tilhneigingar og þvi bezt að vera á verði. Nátengt þessu er sú árátta að ýta á eftir públikum og listamanninum með opin- berri gagnrýni i þvi skyni að fella hveria minnstu fráviksvellu á Það þarf vissa æfingu i sjómennt til að koma auga á óumdeilanlegt gildi þessarar myndar, sem Jules Olitski nefnir „skyrta”. fo’rmsviðinu fyrst að við teknum smekk áður en nokkur viðurkenning kemur til mála. Ahugaleysi er iðgjald þessa stein- gelda andrúmslofts. Skoðandan- um er ýkjulaust vorkunnarmál, þó að hann nái ekki ætið áttum i moldroki þversagna og ruglandi á listasviðinu. Engum þarf heldur að koma á óvart, þó að úttekt á eftirtekjunni valdi vonbrigðum. Einhver versti dragbitur á list er hátiðleikaskrúð, sem drepur i dróma næmi fólks á hina eigin- legu „absolútt” nauðsyn listar- innar, þar sem við þráum jú upp- hafningu. Eða um hvað snýst lif- ið? Þvi að velta vanmætti sinum yfir á venjulegar, grallaralausar manneskjur með óbrenglað brjóstvit, aðeins fyrir þá sök, að þeir eru i hlut eiga, sjá ekki út fyrir fallvelti þessa stutta glampa á sjónvarpsskermi alheimsins, sem við köllum vort jarðneska lif, siflaggandi svart-hvitum hauskúpufána útþurrkunar, hrokafullir, en um fram allt brjóstumkennanlegir i eðlilegum vandræðum sinum. Abyrgir aðilj- ar, sem ræða framtið lifsins á jörðinni, vara við lifsgæða kapp- hlaupinu og afleiðingum þess, en benda þess i stað á lifsfyllinguna sem hina einu varanlegu lausn. Verði búið að eitra svo þann eina jarðveg, sem fær er um að taka viö og koma upp útsæði hins nýja mannlifs þegar til á að taka til hvaða úrræðis gripum við þá? Enn einu sinni verður skoöandinn að greiða úr flækju hins að- skiljanlega. Og það er vissulega hlutverk hans. Gisli Magnússon. (íslendingar) séum þegar komnir mjög nálægt þeirri tölu, sem hæfilegt væri að miða við”, og á hann þá viö æskilegt hámark ibúafjölda i landinu. Ekki er nú risið hátt. Vill hann láta „taka upp skipulega baráttu fyrir þvi, að ekki verði farið yfir það há- mark. Hér er það ekki aðeins fjölgun Islendinga sjálfra, sem m'áli skiptir, heldur einnig að- flutningur erlendra manna”. Svo mörg eru doktorsins orð. Nú er sjálfsagt vandalitið að lögbanna aðflutning erlendra manna, enda þótt vel mætti svo fara, að fyrir litið kæmi, verður siðar að þvi vikið. En með hverj- um hætti vill þ.S. „taka upp skipulega baráttu fyrir þvi”, að Islendingum fjölgi ekki? A að taka upp fóstureyðingar i stórum stil? Að farga lifi i móðurkviði er villimannleg aðferð, jafnvel þótt réttmætt kunni að vera i stöku til- viki. A að örva ungt fólk til að flytja úr landi, eða hreinlega visa þvi brott? Mér er nú einu sinni sVo farið,að ég sé blóðum blóðug- um augum eftir hverjum Islend- ingi, sem hverfur úr landi. I hjarta minu áfellist ég þá ungu menn, sem þiggja úr hendi þjóöfélagsins hundruð þúsunda til þess að þroska vit sitt, manndóm og menntun, en eyða svo starfs- kröftum sinum ollum i þágu framandi þjóða i staö þess að helga þá ættjörðinni, sem ól þá, og þjóðinni, sem keypti i þá vitið og þekkinguna. Ugglaust er ég of dómharður á stundum, get ekki að þvi gert. Og er ekki skuldin of oft illa goldin? Fóstureyðingar. Brottvisun æskufólks úr landi. Er þetta það sem koma skal? Ég verð að taka undir með dr. Birni háskólabókaverði: „Staða vor og tilheyrandi skyldur meðal allra Evrópu- þjóða, að Lúxemborg ógleymdri, krefst framhalds á þvi, að Islend- ingar geri sig ekki sjálfir að til- tölulega smærra krypplingsriki, enda er ósennilegt, at það út af fyrir sig yki fjárráð á nef hvert eöa létti skattbyrði á ihaldinu”. V. Margvislegur háski blasir við þessari fámennu þjóð, ef hún ugg- irekki að sér. Olnbogarými þverr viða um heim, landþrengsli mikil og mannfjöldi þvilikur i mörgum löndum, að út af flóir á alla vegu. Vér tslendingar, sára fámenn þjóð, búum hins vegar i stóru og góðu landi, sem fætt gæti fjöl- menni, en er enn litt byggt og numið. Og þá ris spurningin: Hversu lengi helzt tslendingum á sinu stóra og góða landi, ef þá brestur vilja og manndóm til að byggja landið — byggja það allt og nýta það vei? Ég varpaði þessari spurningu fyrst fram fyr- ir einum 20-30 árum. Svo hafa fleiri spurt. Hættan er að sjálf- sögðu mörgum ljós. Þó eigi öll- um. Það sýnir erindi dr. Þ.S. Hann óttast, að veruleg mannfjölgun á tslandi muni leiða til þess, aö þjóðin glati „þeim verðmætum, sem okkur eru kær- ust og aldrei verða metin til fjár þeim verðmætum sem fólgin eru i frjálsu umhverfi og hinni ósnortnu náttúru, sem fámenniö hefur tryggt okkur hingað til”. Vissulega er þarna nokkur hætta . En hvað þá ef til kæmi innstreymi erlendra manna i bólfestuskyni — misjafns lýös, eins og gengur? Vist er um það, að allt of margir tslendingar eru hirðulausir sóðar. A hinn bóginn hafa þeir til að bera nógsamlegt vit og þekkingu til að búa svo að náttúru þessa blessaða lands, að eigi valdi spjöllum til ævarandi tjóns. Verður að treysta þvi, að þeim lærist að haga sér eins og siðaðir menn i samlifi sinu við landið og náttúru þess. Þá ætti is- lenzk þjóð naumast tilverurétt, ef reisa þyrfti — með fóstureyðing- um, með brottvisun úr landi eða með enn öðrum örþrifaráðum — skorður við eðlilegri fólksfjölgun til bjargar „þeim verðmætum, sem fólgin eru i frjálsu umhverli og hinni ósnortnu náttúru, sem fámennið hefur tryggt okkur hingað til ’, svo að endurtekin séu orð dr. Þorst. VI. Utvarpserindi dr. Þ.S. var flutt af alvöru og festu og stakk að þvi leyti mjög i stúf við ritstjórnar- greinar ihaldsblaðanna um land- helgismálið, sem mótaðar eru flestar af haltu-mér-slepptu- mér-stefnu og bera ótviræð- an vott þrautþjálfun ritstjór- anna i þeirri list, að steypa sér kollhnis og fara i gegnum sjálfa sig. Það er iþrótt tyrir sig. Skrif ihaldsblaðanna bera þess fyrst og fremst merki, að það eru hatursfullir stjórnarandstæöing- ar, sem á pennanum halda. Þeir skirrast ekki við að nota land- helgismálið til illvigra árása á rikisstjórnina, en hvetja þó i öðru orðinu til þjóðareiningar. Þeir þora hvergi að stiga niður föstum fótum. Þeir ganga á glóðum. Dr. Þorsteinn kemur til dyr- anna eins og hann er klæddur. Það er allrar virðingar vert. En ég held að kenningar hans og staðhæfingar séu varhugaverðar, jafnvel háskalegar. Ég held t.a.m. að hvatningin um sam- stööu i landhelgismálinu sé hvorki „heimskuleg” né „skað- leg”. Er ekki einmitt samstaðan öruggasta vopnið, ef til vill eina vopnið, sem okkur kann að endast til sigurs? Ég held lika, að eigi nái nokkurri átt „að taka upp skipu- íega baráttu fyrir þvi, að tslend- ingum fjölgi eigi teljandi frá þvi, sem nú er. Dr. Þ.S. ér vafalaust mætur maður. En ég er ákaflega andvigur þeim skoðunum, er hann varpaði fram i erindi sinu. Þvi eru þessar linur skrifaðar. — Og ég, sem hef litið upp til stjarnfræðinga og alla tið haldið, að þeir hlytu að vera manna viðsýnastir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.