Tíminn - 30.08.1973, Síða 12

Tíminn - 30.08.1973, Síða 12
12 TÍMINN Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar Savignplatz. Allt til einskis. Hvergi finnast blóm, sem hæfa viö svo hátiðleg tækifæri, — en svo lítur hann allt i einu upp fyrir sig og kemur auga á runna með gulum slnandi blómum. Greinar, sem ljóma eins og sólin sjálf — en grænt lauf sóst ekki á þeim, aðeins gul bóm og brúnn börkur greinanna. Hann hugsar sig ekki um eitt einasta augnablik — litur ekki einu sinni i kringum sig — heldur stigur yfir girðinguna, skálmar um garðinn og slitur upp heilt hnippi af hinum gullnu greinum. Og án þess að nokkur veröi til þess aö áreita hann, með- an hann er að þessum verknaöi, gengur hann með þessar skinandi greinar i höndunum alla þessa löngu leiö heim til sin. Þaö hlýtur aö standa heima, að einhver góð vættur vaki jafnan yfir þeim, sem haga sér sem fifldjarfast, þvi aö hann gekk fram hjá lögregluþjón- um tugum saman, áður en hann komst heim til sin i Gamla-Móa- bit og upp stigann i litlu ibúöina sina. Þar seturhann greinarnár i vatnskönnuna og fleygir sér alveg úrvinda i rúmið og er stein- sofnaður örstundu siöar. Auðvitað hafði hann gleymt aö setja klukkuna til að vekja sig, en þrátt fyrir það vaknaði hann eins og ekkert heföi i skorizt, alveg i þeim svifum, þegar hún sló sjö, og þegar klukkan var gengin tiu mlnútur i átta gekk hann ný- rakaöur af stað til spítalans með blómgreinarnar i höndunum, og hann sveiflaöi þeim dálitið fram og aftur, eins og til þess að fólk tæki eftir þeim meðan hann gekk eftir hinum malbikuðu götum, sem liggja meðal hinna mörgu sjúkraskála spitalans— og allir hinir mörgu sjúku og deyjandi menn komu honum ekki hætishót viö! Ein hjúkrunarkonan tók á móti honum i fæöingardeildinni og fór með hann inn i langt og m jótt her- bergi, þar sem hann fann þegar með feimni og kviða i senn að mörg kvennaandlit snéru sér að honum i einu og virtu hann fyrir sér, en siöan gleyndist þetta allt i einu, þvi að rétt fram undan hon- um lá Pússer, ekki i venjulegu rúmi, heldur á börum. Hún leit til hans meö stóru, titrandi brosi og sagði, eins og hún væri langt i burtu: „Hannes, elsku vinurinn minn’” Og hann laut yfir hana og lagði stolnu blómgreinarnar á ábreið- una, og hvislaði i hálfum hljóö- um: „Pússer, æ elsku Pússer min, að ég skyldi fá þig aftur! Að ég skyldi þó fá að sjá þig aftur! ” Og hún lyfti handleggjunum ofur- hægt, þeir voru snjóhvitir og lituútfyrir að vera þreyttir og ör magna, en henni tókst þó að vefja þeim um hálsinn á honum, og hún hvislaði: „Nú er Drengsi þá loksins kominn i heiminn. Þaö er drengur, vinur minn!” Þá tók hann allt i einu eftir þvi, að hann var farinn að gráta, að hann haföi ekka, meðan hann sagði I reiðilegum rómi: „Af hverju hafa þessar kerlingar hérna ekki getað látiö þig fá al- mennilegt rúm? Ég fer undireins og kvarta yfir þessari óhæfu. „Þaö er ekkert laust rúm enn þá,” hvislaöi Pússer. „Ég fæ rúm eftir einn eða tvo tima.” Hún fór lika að gráta. Elsku vinur, elsku vinur, ert þú lika svona voða glaður yfir þessu? Þú mátt ekki gráta, þetta er allt saman um garð gengið.” „Var það sárt?” segir hann. „Var það voða sárt? Hljóöaðir þú — hljóðaðir þú lika?” „Nú er þetta allt saman búið,” segir hún i hálfum hljóöum. „Ég er nærri búin að gleyma þvi öllu saman. En við skulum nú samt ekki gleyja þvi undir eins. Ekki allt of fljótt — er þaö ekki rétt hjá miér. Nú kom ein hjúkrunarkonan að dyrunum og sagði, að ef hann vildi fá að sjá son sinn, skyldi hann koma strax,og siöan fylgdi hann henni inn i langt og mjótt herbergi, þar sem nokkrar hjúkrunarkonur stóðu og virtu hann fyrir sér, en hann fyrirvarð sig ekki minnstu vitund fyrir að hafa gratiö og snökti meira að segja dálitið ennþá. „Jæja, ungi faðir, hvernig lizt yður þá á barnið?” spurði gild- vaxin hjúkrunarsystir i digrum karlmannsrómi. En hún — sú ljóshærða, sem hafði lagt hand- legginn svo hlýlega um axlirnar á Pússer I gær — sagöi, að hann heföi ekki einu sinni séð son sinn ennþá, og Pinneberg brosti og kinkaði kolli. En siðan lukust upp dyrnar að næsta herbergi og hjúkrunarkonan, sem haföi visað honum þangað inn, stóð þar fyrir framan hann, með hvitan böggul á handleggnum, og út úr reifun- um, stóð ellilegt, hárautt, ljótt og hrukkótt andlit með ilangt mjótt höfuð, og kjökraði hátt, frekju- lega og beisklega. Þá glaðvaknar Pinneberg fyrst. Allar hans syndir frá bernsku og æsku standa honum allt i einu fyr- ir hugskotsssjónum: Skólasyst- urnar og leiðinlegur sjúkdómur, sem hann fékk einu sinni, og fjög- ur, fimm skipti, þegar hann hafði verið yfir sig drukkinn. og meðán systurnar hlæja og brosa framan i þennan litla, ellilega, hrukkótta dverg, eykst ótti hans meir og meir. Pússer gat ekki hafa séö hann eins og hann var i raun og veru. Loks getur Pinneberg alls ekki haft hemil á sér lengur og spyr i angistarrómi: „Heyrið þér systur: er hann, — er hann eins og hann á aö vera? — eins og önnur nýfædd börn, á ég við?” „Guð minn góður! Honum finnst ekki einu sinni að sonur hans sé nógu laglegur!” hrópaöi systirin meö digra karlaróminum upp yfir sig. „Þú ert allt of falleg- ur handa öðrum eins pabba, snáði minn!” En Pinneberg er ennþá fullur af kviða og skelfingu og spyr i raun- um slnum, hvort ekki hafi fæðst annaö barn í nótt, sem hann geti fengiö aö sjá — svona til saman- buröar. „Ekki, sem lifir”, sagði sú ljós- hærða. „Að hugsa sér að hann, sem á langfallegasta angann i allri deildinni, skuli ekki einu sinni vera ánægöur með hann! Komið hérna inn, ungi maöur, og litið i kringum yður”. Og hún leiddi Pinneberg inn i næsta herb- ergi, þar sem stóðu sextíu, sjötiu rúm, full af smádvergum með ellileg hrukkótt, grágul eða rauð örsmá andlit. Pinneberg virti þau fyrir sér með hryggðarsvip: hon- um var að nokkru leyti hughæg- ara en áður, en samt — . „Já, en drengurinn minn hefir svo undarlega uppmjótt höfuð”, sagði hann að lokum hikandi. „Segið mér systir, haldið þér ekki aö það sé vatn i höfðinu á hon- um?” „Vatn i höfðinu á honum! ” end- urtók hjúkrunarkonan og fór að hlæja. „Ja, þið eruð laglegir piltar allir þessir feður! Kúpan gengur saman, guöi sé lof. Þetta lagast allt saman eftir á. En farið þér nú heldur til konunnar yðar og verið ekki of lengi”. Og Pinneberg leit einu sinni enn I svip á son sinn og fór aftur til Pússer, og Pússer tók á móti hon- um fagnandi og ljómandi og hvislaði: „Er hann ekki indæll, hann litli Dengsi? Er hann ekki alveg yndislegur?” „Jú: hann er voðalega indæll! Hann er alveg yndislegur!” hvisi- aði Pinneberg á móti. Herrar sköpunarverksins eignast börn, og Pússer faðmar Putt- breese. Það er miðvikudagur siðast I marz. Pinneberg gengur i hægö- um sinum gegnum Gamla-Móabit og snýr loks inn i Litla-dýragarð- inn. Eiginlega ætti hann að vera kominn á leið i búðina um þetta leyti, en hann hefir beðiö um fri einn dag. Hann ætlar að sækja Pússer á spitalann og fara með hana heim. Inni i Litla dýragarð- inum leggur hann koffortið frá sérog dregur djúpt andann. Hann hefir nægan tima þvi að hann á ekki að koma þangað fyrr en klukkan átta. Hann er búinn að 1487 Lárétt l)Pressa.-6) Aria.-7) Þröng.- 9) Röð,- 10) Hættuleg.- 11) Guð,- 12) Tónn,- 13) Æða.- 15) Óréttsýn,- Lóðrétt 1) Fugl.- 2) Þófi,- 3) Þvingun.- 4) Eins.-5) Núast.-8) Tása,- 9) Hyl,- 13) Ott,- 14) Nafar,- Ráðning á gátu nr. 1486. Lárétt 1) Svangur.- 6) Raf.- 7) Au.- 9) GF,- 10) Klettur,- 11) Kl,- 12) Mö.- 13) Eim.- 15) Rennvot,- Lóðrétt 1) Skakkur,- 2) Ar.- 3) Nautnin,- 4) GF.- 5) Rafröst.- 8) Ull.- 9) Gum,- 13) En.- 14) MV,- » F F F F \ .■ :Í5: I s meðengum gluggum er að- eins peningaskápui-7 Hann læsir skjolin ínni i skápnum. Skyldi ég einhverntima komast að ivi hvort hann fær þessi skjöl 1 Venjulega samþykk/r ■ hánn'val ókkar,3' Hver er hinn óþekkti stjórnandi? H ■■ ■■ :: y :: ■■ y :: ■■ :: ■■ ■■ :: ■■ ■■ ■■ :: 1 ■ ■ :: :: :: :: :: ■■ ■■ ■■ :: :: :: ■ ■ ■■ ■■ :: ■■ : ■ ■ ■ ■ ■ ■ s ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■ ■ ■ ■ ■ i ■ ■ »■ ■ ■ : ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Fimmtudagur 30. ágúst 1973. Fimmtudagur 30. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50, Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þorlákur Jónsson heldur áfram sögunni um „Börnin i Hólmagötu” eftir Asu Löckling (10). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Michael Jackson syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Óþekkt nafn” eftir Finn Söeborg. Þýðandinn, Halldór Stefánsson, les (13). 15.00 Miðdegistónleikar: Arthur Grumiaux fiðluleik- ari, Georges Janzer viölu- leikari og Eva Czako selló- leikari leika Þrjú stutt strengjatrió op. 53 eftir Haydn um stef úr pinósónöt- um nr. 40-42. Gérard Souzay syngur lög eftir Chausson, Fauré og Duparc. Jaqueline Bonneau leikur á pianó. Daniel Adni leikur á pianó þætti úr'„Images” eftir De- bussy. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.25 Landslag og leiðir. Gunnar Snjólfsson hrepp- stjóri i Höfn segir frá ferða- mannaleiðum I Stafafells- fjöllum I Austur-Skaftafells- sýslu. Arni Gunnarsson flyt- ur./ 19.50 Einsöngur: Guðrún A Simonar syngur lög eftir Þórarin Jónsson, Björgvin Guðmundsson, Karl O. Run- ólfsson, Bjarna Þorsteins- son, Loft Guðmundsson, Bjarna Böðvarsson, Arna Thorsteinson, Sigvalda Kaldalóns og Emil Thor- oddsen. Guðrún Kristins- dóttir leikur undir á pianó. 20.10 Leikrit: „Stanislás og prinsessan”, ævintýraleik- ur eftir Lee Torrance. Þýö- andi Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Stefán Baldurs- son. Persónur og leikendur: Sagnamaður..Sigmundur Orn Arngrimsson. Prinsess- an.. Þuriður Friðjónsdóttir. Titania drottning.. Guðrún Þ. Stephensen. óberon kóngur.. Valdemar Helga- son. Stanislás garðyrkju- maður.. Ævar R. Kvaran. Polowski hertogi og nætur- klúbbseigandi.. Pétur Einarsson. Gombach far- andleikari.. Hákon Waage Gömul kona.. Nina Sveins- dóttir. Almúgafólk, prinsar, biölar og leikarar: Guð- mundur'Magnússon, Harald G. Haraldsson o.fl. 21.20 Kvöldtónleikar. Irmgard Seefried, Wolfgang Schneiderhan, André Lar- drot, Claude Starck og Hátiðarhljómsveitin i Lucerne flytja Kantötu nr. 202 „Vikið, vikið sorgar- skuggar” eftir Bach: Rud- olf Baumgartner stjórnar. 21.45 Ljóð eftir Dag Sigurðar- son. Erliiigur E. Halldórs- son les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Evjapist- ill. 22.35 Manstu eftir þessu? Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.