Tíminn - 21.09.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.09.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 21. september 1973 AllsherjargoAinn á Oraghálsi hefur veriö kvaddur til ferftar að Göröum, þar sem fyrrum sátu goöorðsmenn. Gesturinn er kominn i áfangastað og hefur lagt hnakkinn á hestasteininn f Görðum. Hér stendur hann við bæjardyr og hefur drepið þrjú högg á hurðina með svipu sinni, svo sem gestum var tftt. GESTUR f BYGGDASAFNINU í GÖRÐUM Á AKRANESI 1»AÐ hefur hvorki fyrr né siðar verið nýlunda, þótt gcstur komi i hlað i Görðum á Akranesi. Þar hjuggu að fornu höfðingjar og goðorðsmenn, þar var prestsetur i þúsund ár og þar bjó eftir það risnubóndi i fjóra áratugi. Margir fætur hafa þvf markað spor i svörð i Görðum. Ljósmyndir: Matthías Jónsson Hér er ekki ætlunin að rifja neitt upp af þvi, sem gerzt hefur i Görðum. En minna má á það, að Garðar voru óðal Böðvars goð- orðsmanns Þórðarsonar, föður Guðnýjar, ættmóður Sturlunga, og afa Þorleifs i Görðum, sem mjög kom við sögu á þrettándu öld. Þótt nú sé ekki lengur búið i Görðum né heldur kirkja á staðn- um, leggja eigi að siður ærið margir leið sina þangað. Orsökin er sú, að þar hefur verið komið upp i elzta steinsteypuhúsi lands- ins mjög merkilegu byggðasafni, og tengir það á skemmtilegan hátt samap fortið og nútið, að þetta safn er i öllum megindrátt- um verk prestsins á Akranesi, hins þriðja i röðinni af arftökum Garðapresta, er þar situr — séra Jóns M. Guðjónssonar, er komið hefur þvi upp, aukið það og prýtt og fóstrað á allan hátt af dæma- fárri elju, smekkvisi og natni. Nú fyrir nokkru fékk séra Jón Sveinbjörn Beinteinsson, alls- herjargoðann margumtalaða, til þess að koma i heimsókn að Görð- um, og bjó það raunar undir, að hann veitti safninu dálitla þjón- ustu. Hann átti að vera þar eins konar fyrirsæta, og er skemmst af þvi að segja, að hann var myndaður þar við margvisleg störf. Var þetta þáttur i söfnun mynda af fólki við ýmiss konar störf, sem nú gerast fágæt eða eru aö mestu eða öllu úr sögunni. Úr þessu varð dálitil mynda- saga, sem við birtum hér i Tim- anum, og erþeimkostum búin, að hún getur verið eins og gluggi inn i liðna tið. Ef dálitið imyndunar- afl kemur til viðbótar myndun- um, getur fólk sett sér fyrir hugarsjónir, hvernig það var, er gest bar að garði á fyrri dögum, þegar enn var unnið i baðstofu á vökunni. Pottur er á hlóftum I eidhúsinu í Görftum, og senn verftur niatur skainmtaftur. Honum er aft sjálfsögftu unninn beini. Maturinn er fram reiddur i aski. „Enginn þykist of vel mettur, utan fylgi tóbaksréttur”. Sveinbjörn fer aft skera tóbak á tóbaksfjöl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.