Tíminn - 01.11.1973, Síða 5

Tíminn - 01.11.1973, Síða 5
Fimmtudagur 1. nóvember 1973. TÍMINN 5 Gufimundur Daníelsson. Kári Tryggvason. Blindingsleikur — í annari útgdfu BLINDINGSLEIKUR Guð- mundar Danielssonar er nú kom- in út i annarri útgáfu. Hún er átt- unda bókin, sem út kemur i rit- safni höfundar, en hann hefur alls sent frá sér yfir þrjátiu bækur. Þegar Blindingsleikur kom upp- haflega út árið 1955, hlaut bókin frábærar viðtökur. Skáldsagan Blindingsleikur er allt i senn: ástarsaga, afbrotasaga og saga um ótta og hugrekki. Hún lýsir mannssálinni á úrslitastund, þeg- ar leitin að betra lifi hefur borið hana út á yztu þröm og hún mætir sjálfri sér, þegar blindleikurinn hefur náð hámarki og skýlan fell- ur frá augunum. Fullyrt skal, að sagan fjallar um sigilt og al- mannlegtefni og að hún er spenn- andi. Isafoldarprentsmiðja gefur út. Bókin er 175 biaðsiður sb Skemmtilegir skóladagar —önnur útgdfa SKEMMTILEGIR SKÓLADAG- AR eftir Kára Tryggvason er nú komin út i annarri útgáfu. Fyrri útgáfan kom út 1962. 1 bókinni segir frá skólaferð Disu og stall- systkina hennar, leik skólakrakk- anna i fristundunum og svo er þarna lika fallegt ævintýri fyrir börn, sem skólakennarinn segir þeim fyrir jólin. Að lokum segir frá verðlaunum, sem Disa litla vinnur. Þess má geta, að Disa þessi er sú hin sama og Disa frá Græna- læk, sem var ein vinsælasta barnabókin á sinum tima, en hún kom fyrst úr 1951, næst 1959 og loks 1970. Raunar hefur Kári sent frá sér fleiri sögur um Dfeu litlu. Skemmtilegir skóladagar er 97 blaðsiður, með teikningum eftir Odd Björnsson og kápumynd eftir Benedikt Gunnarsson. Isafoldar- prentsmiðja gaf út og prentaði.SB UR BYGGÐUM BORGARFJARÐAR — þriðja bindi með nafnaskrd ÚT ER KOMIÐ þriðja bindi af „Úr byggðum Borgarfjarðar” eftir fræðimanninn Kristleif Þor- steinsson. Er þetta önnur útgáfa safnsins, en fyrsta bindið kom út i fyrri útgáfu 1944 og annað bindi 1946. Þriðja bindið kom áður út 1960. Þvi fylgir nafnaskrá. Þórður Kristleifsson, sonur höfundar, hefur búið verkið til prentunar og skrifað formála. Þar segir hann: 1 bók þessari birtast kaflar sér- stæðs eðlis: búendatal i þremur hreppum i Borgarfirði. Lýsing á eðli, útliti, hugsunarhætti, högum og hæfileikum þeirra sem við sögu koma á þessum vettvangi, munu mynda holl vináttutengsl milli eftirkomenda þessa fólks, sem flest var rikt af góðvild, en fátækt af fé. Bókin er stór, 400 blaðsiður. tsafoldarprentsmiðja gefur út. —SB. Fyrir Spdnarfara: Spænsk-íslenzk orðabók komin út Isafoldarprentsmiðja hei'ur sent frá sér sæpnsk-islenzka orðabók. Er hún eftir Sigurö Sigurmundsson. 1 formála segir höfundur, að hann hafi unnið verkið fyrir sig einan, en atkvikin hafi hagað þvi þannig, að það komi nú fyrir almenningssjónir. Segist hann hafa byrjað með þvi að styðjast við spænskt-enskt orðasafn en of timafrekt reynzt að fletta hverju orði tvisvar upp, og þvi hafi hann gripið til þess ráðs að þýða orðasafnið úr ensku yfir á islenzku. Orðabókin er 185 blaðsiður að stærð, i sams konar bandi og aðrar orðabækur heims- málanna, sem til eru á is- lenzku. —Sb Frímerkjaverðlistinn —100 dra hdtíðarútgdfa ISLENZK FRtMERKI 1974, er komin út. Er þetta 100 ára há- tiðarútgáfa i tilefni afmælis is- lenzka frimerkisins i sumar. Sig- urður H. Þorsteinsson hefur tekið verðlistann saman og skrifar for- mála fyrir útgáfunni, sem er hin 18. i röðinni af verðlistanum. Seg- ir þar, að nú hafi farið fram gagn- ger endurskoðun á listanum og sérstaklega sé vandað til verð- lagningar að þessu sinni og reynt að komast sem allra næst raun- vérulegu markaðsverði. Segja má, að hvert einasta frimerki hafi hækkað i verði i listanum. Ýmsan meiri fróðleik en verð fri- merkja er að finna i listanum, sem nú er 140 blaðsiður. lsa- foldarprentsmiðja gefur verðlist- ann út. —Sb. Tvær nýjar bækur um Siggu og Skessuna ATTUNDA OG NtUNDA Skessubókin eru nú komnar út hjá lsafoldarprentsmiðju. Fjalla þær allar um Siggu litlu og skessuna i fjallinu. Sögurnar eru eftir Her- disi Egilsdóttur kennara og eink- um ætlaðar átta og niu ára börn- um. Sagt er á skemmtilegan hátt frá samskiptum Siggu litlu i sveitinni og skessunar góðu i fjallinu. Höfundur hefur einnig teiknað myndirnar, sem eru margar og skemmtilegar. Letrið er stórt og aðgengilegt börnum. Nýju bækurnar eru 32 og 42 blað- siður, heftar og al'tast eru spurn- ingar úr sögunni handa barninu að svara. —SB. Skrautkerti llmkerti Aðventukerti Figúrukerti Borðskraut Jólaskraut Tertuskraut Jóla- pappír Leikföng. Sendum í póstkröfu tUUeUöldi, KJALLARAIMUM AUSTURSTOÆTI SÍMI 14376

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.