Tíminn - 01.11.1973, Síða 6
6
TÍMINN
Fimmtudagur 1. nóvember 1973.
Tekin verði upp kennsla í haffræði
Þingsálykfunartillaga Ingvars
Gislasonar og fl. endurflutt
við Háskóia íslands
Ingvar Gislason hefur lagt
fram I Sameinuöu Alþingi tillögu
til þingsályktunar um kennslu I
haffræði og skyldum greinum við
Háskóla tslands. Meðflutnings-
menn Ingvars að tillögunni eru
þeir Jón Árnason, Geir Gunnars-
son, Jón Ármann Héðinsson, Kar-
vel Pálinason og Vilhjálmur
Hjálmarsson. i tillögunni segir,
að j'Ikisstjórnin skuli láta kanna
svo fljótt sem vcrða megi, hvort
ekki sé timabært aö hefja kennslu
I haffræði og skyldum greinum
við Háskóla tslands.
t greinargerð með tillögunni
segir:
Tillaga þessi var lögð fram
seint á siöasta þingi, en varð ekki
útrædd.
Með þingsályktunartillögu
þessari er hreyft máli, sem flm.
telja mikla nauðsyn á að verði
kannað til hlitar. íslendingar eru
umfram allt fiskveiðiþjóð, og
þjóðarbúskapurini)?stendur og
fellur með sjávaraflanum. Sem
eyþjóð eru Islendingar einnig i
likri nálægð og snertingu við haf-
ið, að ekki fer milli mála, að það
er hluti af nánasta umhverfi is-
lenzku þjóðarinnar. Á tslending-
um hvilir þvi sérstök skylda um
rannsóknir á hafinu, auk þess
sem vist er, að þekking á eðli sjá-
var hefur hagnýtt gildi fyrir
þjóðarbúskapinn.
tslendingar hafa vissulega lagt
mikið af mörkum á sviði fræði-
legra og hagnýtra fiskirann-
sókna, sem fram fara á vegum
Hafrannsóknastofnunarinnar.
Einnig hefur sú stofnun með
höndum haffræðirannsóknir, eftir
þvi sem fjármagn og mannafli
hrekkur til, en með haffræði er i
stuttu máli átt við þá fræðigrein,
sem fjallar alhliða um hafið og
náttúru þess i viðri merkingu.
Það er skoðun flm., að auka
beri haffræðirannsóknir og haf-
fræðilega þekkingu. Við teljum
flest rök mæla með þvi, að tekin
verði upp kennsla i þessari vis-
indagrein við Itáskóla tslands.
Kunnastur haffræðingur is-
lenzkur er án efa dr. Unnsteinn
Stefánsson, sem um nokkurra ára
skeið hefur starfað við góðan
orðstir hjá Menningar- og vis-
indastofnun Sameinuðu þjóð-
anna, m.a. að þvi að skipuleggja
kennslu i haffræði i ýmsum lönd-
um, einkum hinum svonefndu
þróunarlöndum. Flm. hafa átt
þess kost að kynnast viðhorfum
dr. Unnsteins varðandi þá hug-
mynd að hefja kennslu i haffræði
og skyldum greinum við Háskóla
Islands. Þar sem flm. hafa undir
höndum skriflegar tillögur hans
um þetta efni, þykir einlægast að
birta þær sem fylgiskjal með
þingsályktunartillögu þessari,
enda er þar að finna rökstuðning
fyrir málinu, sem flm. vilja gera
að sinum.”
I tillögu Unnsteins Stefánsson-
ar segir m.a.:
,,Um heimsbyggð alla fer nú
áhugi manna ört vaxandi á haf-
inu, verndun þess og skynsam-
legri nýtingu i nútið og framtið.
Til þess liggja ýmsar gildar
ástæður, eins og nú skal greina:
1) Hafið þekur meira en 70
hundraðshluta af yfirborði jarð-
ar, og rúmtak þess er um það bil
14-faltstærra en allra landssvæða
ofan sjávarmáls. Haldgóð þekk-
ing á þessum stóra hluta af yfir-
borði jarðar er forsenda þess, að
við öðlumst viðhlitandi skilning á
þeim heimi, sem við búum i.
Þannig er orkubúskapur jarðar
að miklu leyti háður hafinu og
samspili þess við andrúmsloftið.
Veðurfar á hverjum stað er ná-
tengt hafinu, ástandi þess og
straumakerfum. Ýmsar merk-
ustu nýjungar, er lúta að þróun-
arsögu jarðar og fram hafa komið
á seinustu árum, eru byggðar á
rannsóknum á sjávarbotninum,
lögun hans og gerð. Lif á jörðu
hófst i hafinu, og þróun og viðhald
flókinna og margbreytilegra lifs-
forma, eins og við þekkjum þau,
er erfitt að hugsa sér á hafsnauð-
um hnetti. Þó er talið, að nú á 8.
áratug þessarar aldar viti menn
minna um hafsbotninn en yfir-
borð tunglsins.
2) Eins og íslendingar þekkja
flestum betur, er öflun matvæla
úr hafinu mjög mikilvæg, og al-
mennt er nú talið, að hafið sé það
forðabúr, sem i æ rikari mæli
muni sjá jarðbúum fyrir næringu
i framtiðinni, ef forða á mann-
kyninu frá hungurdauða. Enn
sem komið er notfæra menn sér
þó aðeins litið brot af þeim eggja-
hvituefnum og öðrum fæðu-
tegundum, sem i hafinu eru.
3) Fjölmargar aðrar auðlindir
hafsins en matvæli eru nú þegar
hagnýttar viða um heim. Nægir i
þvi sambandi að nefna salt-
vinnslu úr sjó, vinnslu þangs og
þara, nýtingu verðmætra efna af
sjávarbotni og oliuvinnslu. Með
vaxandi tækni á komandi árum er
liklegt talið, að i framtiðinni fari
vinnsla málma aðallega fram af
hafsbotni.
4) Þekkingá hafinu hefur mikið
hagnýtt gildi i daglegu lifi manna,
hvort sem um er að ræða sigling-
ar og samgöngur á sjó, gerð
hafnarmannavirkja, veðurspár
o.fl.
5) Á seinustu árum hafa menn
vaknað upp við vondan draum og
orðið þess áskynja, að „heilsu-
far” hafsins er i hraðri áfturför.
Viða er mengun slik á strand-
svæðum, að fiskistofnar eru i
bráðri hættu, fuglar og önnur dýr
veslast upp og farast i oliubrák,
og notkun baðstranda leggst nið-
ur vegna óþrifnaðar og sýkingar-
hættu. Vaxandi magn eiturefna i
hafinu og lifverum þess er mikið
áhyggjuefni, og sums staðar hef-
ur sala ákveðinna fisktegunda og
annarra sjávarafurða verið bönn-
uð af heilsufarsástæðum. Nýjustu
athuganir benda jafnvel til þess,
að mengunarvandamálið sé slikt,
að ekki aðeins grunnslóðir, heldur
heimshöfin sjálf séu i bráðri
hættu, ef ekkert verður að gert.
Af þeim ástæðum, sem hér hafa
verið raktar, eru nú til athuganar
hjá Sameinuðu þjóðunum og sér-
stofnunum þeirra ýmsar ráða-
gerðir um viðtæka alþjóðasam-
vinnu um auknar rannsóknir á
hafinu sjálfu, könnun á auðlind-
um þess og ráðstafanir til að
vernda það gegn frekari mengun.
Menn gera sér jafnframt ljóst, að
slikum fyrirætlunum verður þvi
aðeins hrundið i framkvæmd, að
til komi aukin fjárframlög til
könnunar á hafinu og jafnframt
þurfi að mennta stóran hóp sér-
fræðinga á ýmsum sviðum haf-
fræða og i tæknigreinum, er lúta’
að rannsóknum og nýtingu hafs-
ins og auðlinda þess. Þvi er það,
að kennslumál i haffræðum eru
nú mjög ofarlega á dagskrá hjá
Menningar- og fræðslustofnun
Sameinuðu þjóðanna. A það hefur
einnig verið lögð áherzla, að ekki
sé nóg að mennta sérfræðinga,
heldur sé það engu siður mikil-
vægt að efla þekkingu á hafinu
meðal almennings og vekja hann
til umhugsunar um verndun þess
og skynsamlega hagnýtingu. Sú
uppfræðsla er einnig hugsuð sem
liður i þeirri viðleitni að kenna
uppvaxandi kynslóð að meta kosti
þess að búa við hreint og heil-
næmt umhverfi og njóta óspilltr-
ar náttúru, hvort heldur er til
fjalla, á láglendi, við fjöruborð
eða á hafi útr.
Hjá fáum þjóðum heims sýnist
meiri ástæða til uppfræðslu um
hafið og vandamál þvi viðkom-
andi en á tslandi. Frá fyrstu tið
hefur lif fólksins i landinu verið
nátengt hafinu, duttlungum þess
og gjafmildi, og mun svo væntan-
lega verða um langa framtið. Hjá
slikri þjóð ætti að vera hags-
munamál og siðferðileg skylda að
efla ekki aðeins rannsóknir, held-
ur einnig almenna fræðslu um
hafsvæðin umhverfið landið og is-
lenzkt landgrunn, sem að dómi
undirritaðs ber að skoða sem óað-
skiljanlegan hluta islenzkrar
náttúru.
Samt er það svo, að til þessa
hefur gætt furðulegs tómlætis i
þessum efnum i islenzku skóla-
kerfi. Þannig er fræðsla um hafið
af mjög skornum skammti i mið-
skólum landsins og þá eingöngu
veitt af kennurum, sem litla eða
enga þekkingu hafa i haffræðum.
Til skamms tima var engin
fræðsla veitt um hafið i mennta-
skólum landsins. Astæðan fyrir
þessari vanrækslu er vafalaust
fyrst og fremst sú, að náttúru-
fræðikennarar á tslandi hafa eng-
an kost átt á þvi að læra um hafið
eða hafrannsóknir og þvi eðlilega
litlu getað miðlað nemendum sin-
um i þeim efnum.
Sýnist, að nú megi eigi lengur
við svo búið standa og beri okkur
sem eyþjóð, sem á allt sitt undir
hafinu og auðæfum þess, að kosta
kapps um að veita staðgóða
fræðslu um hafið i skólum
landsins. En til þess að svo geti
orðið, þarf að gefa náttúruræði-
kennurum landsins kost á að
nema grundvallaratriði þessara
fræða. Hér hefur Háskóli Islands
stóru hlutverki að gegna.
Kennslugreinar i haffræði við
Iláskóla islands.
Lagt er til, að Háskóli tslands
taki upp kennslu i haffræðum og
hefjist fyrsti þáttur kennslunnar
strax á næsta skólaári, þ.e. 1972 —
1973. Megintilgangur slikrar
kennslu ætti að vera: a) að veita
fræðslu i haffræðum fyrir fram-
haldsskólakennara i náttúru-
fræðum, b) að skapa möguleika
fyrir islenska námsmenn, sem
áhuga hafa á að leggja fyrir sig
hafrannsóknir sem lifsstarf, að
ijúka fyrri hluta prófi í haffræði á
'tslandi, og c) að útskrifa
aðstoðarsérfræðinga i haf-
fræðum.
Gert er ráð fyrir, að fyrst um
sinn verði einungis tekin upp haf-
fræðikennsla til B.Sc. prófs, og er
ástæðan sú, að ætla má, að á
næstu árum verði fjöldi þeirra
nemenda, sem hyggja á siðari
hluta nám i haffræðum, tiltölu-
lega litill. Auk þess verður að
telja æskilegt, að slikt siðari hluta
nám sé sótt til stærri landa, sem
lengra eru á veg komin i haf-
rannsóknum en við tslendingar.
Siðar meir, þegar islenskar haf-
rannáoknir hafa eflst og þróast
frá þvi, sem nú er, kynni það að
vera athugandi að koma á siðari
hluta námi og jafnvel að gefa er-
lendum stúdentum kost á að
stunda nám i þessum greinum á
íslandi.
Til skamms tima var það al-
menn skoðun, að haffræði táknaði
nánast þá fræðigrein, sem lýtur
að eðlisfræði hafsins. Enda var
um nokkurt árabil sá háttur
hafður á erlendis, t.d. i Noregi og
Þýskalandi, að annars vegar
miðaði kennslan við hafeðlis-
fræðinga og hins vegar við fiski-
fræðinga. Þetta viðhorf hefur
breyst hin siðari ár i flestum
löndum. Mönnum er nú ljóst, hve
hinar ýmsu greinar hafrannsókna
eru samtvinnaðar og hver
annarri nátengdar. Þvi er nú lagt
kapp á að veita alhliða fræðslu
um hafið sem undirstöðu fyrir þá,
sem leggja stund á sérfræði-
greinar, hvort heldur um er að
ræða hafeðlisfræði, hafefnafræði,
hafliffræði eða jarðfræðilega haf-
fræði. Hér er lagt til, að þessari
stefnu sé fylgt i kennslufyrir-
komulagi við Háskóla tslands og
eftirfarandi námsgreinar teknar
upp:
I. Almenn haffræði, 10 náms-
einingar (og er þá gert ráð fyrir
30 námseiningum á ári). Þetta
námskeið skal veita allitarlegt
yfirlit yfir almenna haffræði og
yrði undirstaða undir allt frekara
haffræðinám. Aðgang að náms-
keiðinu hefðu stúdentar i eðlis-
fræði, efnafræði, landafræði og
náttúrufræðigreinum.
II. Hafeðlisfræði, 10 náms-
einingar. Að þessu námskeiði
hefðu aðgang stúdentar á þriðja
ári með eðlisfræði sem aðalfag og
skyldu þeir fyrst hafa lokið al-
mennri haffræði.
III. Hafefnafræði, 10 náms-
einingar. Að þessu námskeiði
hefðu aðgang stúdentar á 3ja
ári með efnafræði sem aðalgrein
að loknu námskeiði i almennri
haffræði.
IV. Hafliffræði, 10 náms-
einingar. Að þessu námskeiði
hefðu aðgang stúdentar með lif-
fræði sem aðalgrein að loknu
námskeiði i almennri haffræði og
tveggja ára námi i almennum lif-
fræðigreinum.
V. Jarðfræðileg haffræði, 10
námseiningar. Að namskeiðinu
hefðu aðgang þeir stúdentar, er
stundað hafa jarðfræði sem aðal-
grein og lokið hafa námskeiði i al-
mennri haffræði og tveggja ára
námi i almennum jarðfræði-
greinum.
VI., VII., VIII. og IX. Sérhæft
viðbótarnám i hafeðlisfræði, haf-
efnafræði, hafliffræði eða jarð-
fræðilegri haffræði, 20 náms-
einingar. Þetta nám yrði i nánum
tengslum við rannsóknastofnanir.
Auk þess að veita næga undir-
stöðu til frekari haffræðináms er
I. námskeið, almenn haffræði,
hugsað sem liður i almennri
náttúrufræðimenntun fyrir
kennara i framhaldsskólum. Hin
námskeiðin eru aftur á móti
hugsuð sem liður i haffræðinámi
til B.Sc. próf (i hafeðlisfræði, haf-
efnafræði o.s.frv.) B.Sc. próf i
haffræði ætti að a) veita næga
undirstöðu til að kenna haffræði
við menntaskóla sem aðal-
kennslugrein: b) veita næga
undirstöðu til siðari hluta náms i
haffræði við erlenda háskóla og c)
veita réttindi til starfa sem
aðstoðarsérfræðingur við rann-
sóknastofnanir.
Til þess að ljúka B.Sc. prófi i
haffræði þyrfti nemandinn að
ljúka auk undirstöðugreina, sem
Ingvar Gislason
færu eftir sérgrein hans, al-
mennri haffræði (10 náms-
einingum), sérgrein (10 náms-
einingum) og hinu sérhæðfa
viðbótarnámi (20 náms-
einingum). Með núverandi náms-
tima á ári við Háskóla tslands er
hæpið, að þessu námi verði Iokið á
skemmri tima en 4 árum.
Hugsanlegt er þó með sumar-
vinnu að hinu sérstaka verkefni,
að náminu megi ljúka á 3 1/2 ári.
Með lengingu námsins i 4 ár
mætti verja lengri tima til hins
sérhæfða viðbótarnáms og auk
þess bæta við æskilegum greinum
skyldum aðalfagi.”
Híafreikna
8 stafir— fjórar reikniaðferðir + 4- x :
ennfremur fljótandi komma og konstant.
MX8 reiknirinn er með NiCad rafgeymum og
hleðslutæki. Einnig fylgir taska.
BOWMAR er nýjung á islandi.
BOWMARer brautryðjandi i framleiðslu vasa-
rafreikna.
BOWMAR er mest seldi vasarafreiknirinn í
Ameríku.
Verðið er aðeins kr. 11.580,00.
TherBowmar Brains
ÞQRHF
REYKJAVIK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25