Tíminn - 01.11.1973, Síða 8
TÍMINN
Frumvarp til jarðlaga lagt fram á Alþingi:
Byggðarlögum veitt meira
áhrifavald um hvernig jörð-
um og landi er ráðstafað
A mánudag voru eftirfar-
andi fyrirspurnir lagðar fram
á Alþingi:
Til félagsmálaráðherra um
styttingu vinnutlmans.
Frá Pétri Sigurðsyni.
1. Hvað er áætlað að stór hluti
launþega hafi fengið raun-
verulega (effektiva) vinnu-
timastyttingu með setningu
laganna 1971 um styttingu
vinnutimans?
2. Hver er áætluð kaupmáttar-
aukning hjá þeim launþegum,
sem notið hafa vinnutima-
styttingarinna að fullu á þvi
timabili, sem liðið er frá
setningu umræddra laga, og
um hvaða launþegahópa er
hér helzt að ræða?
Til dómsmálaráðherra um
Landhelgissjoð og innheimtu-
menn hans.
Frá Pétri Sigurðssyni.
1. Hvað á Landhelgissjóður
mikið óinnheimt:
a. af sektarfé islenzkra
skipa,
b. af sektarfé erlendra
skipa?
2. Hvaða embætti sýslumanna
og fógeta eiga þessar skuldir
óinnheimtar, og hver er
upphæðin hjá viðkomandi em-
bættum hverju fyrir sig?
Til heilbrigðismálaráðherra
um byggingu læknisbústaðar
á Hóimavik.
Frá Steingrimi Hermanns-
syni.
1. Hað hefur tafið byggingu
læknisbústaðar á Hólmavik?
2. Hvenær má gera ráð fyrir
þvi, að bygging hefjist og
henni ljúki?
3. Hver verður hlutur rikis-
sjóðs I kostnaði við byggingu
þiessa læknisbústaðar?
Til samgönguráðherra um
hafnaáætlun.
Frá Steingrimi Hermanns-
syni.
1. Hvenær má gera ráð fyrir
þvi, að áætlun um fram-
kvæmdir við hafnir landsins
verði lögð fyrir Alþingi?
2. Hvað tefur gerð umræddrar
áætlunar?
Til sjávarútvegsráðherra um
rekstrargrundvöll skuttogara.
Frá Halldóri Blöndal.
1. Hve miklu nam tap
togaraútgerðarinnar 1972?
2. Hvaða ráðstafanir hyggst
rikisstjórnin gera til þess að
tryggja rekstur hinna nýju
skuttogara?
Til f jármálaráðherra um
verkfallsrétt opinberra starfs-
manna.
Frá Halldóri Blöndal.
1. Hvað liður heildarendur-
skoðun laga um kjara-
samninga opinberra starfs-
manna?
2. Hefúr fjármálaráðherra i
hyggju að leggja fram frum-
varp um fullan samningsrétt
og verkfallsrétt opinberra
starfsmanna á þessu þingi?
Til sjávarútvegsm álaráð-
herra um athugun á rekstri
skuttogara.
Frá Jóni Árm. Héðinssyni.
1. Hvaða athugarýr hafa átt
sér stað um afkomu hinna
nýju skuttogara á yfirstand-
andi ári?
2. Má gera ráð fyrir,að meiri
hluti þeirra geti staðið i skil-
um með greiðslur á vöxtum
og afborgunum?
3. Er einhver aðili, sem fylgizt
skipulega með þeim göllum
eða bilunum, sem fram koma
á fyrsta ári?
4. Hvað má gera ráð fyrir
miklu meðalaflamagni og
verðmæti á ári hjá 500 brt.
skuttogara?
Halldór E. Sigurðsson, land-
búnaðarráðherra, hefur lagt
fram frumvarp til jarðalaga.
Ennfremur hefur hann endurflutt
stjórnarfrumvarp nýrra ábúðar-
laga.
i fyrstu grein frumvarpsins
segir að tilgangur laganna sé að
tryggja, að nýting lands utan
skipulagðra þéttbýlissvæða sé
eðlileg og hagkvæm frá þjóðhags-
lcgu sjónarmiði og að cignarráð
á landí og búseta á jörðum sé i
samræmi við hagsmuni sveitar-
félaga og þeirra, sem landbúnað
stunda.
I athugasemdum um 1. gr.
frumvarpsins segir:
A undanförnum árum hefur
eftirspurn eftir landi til annarra
nota en landbúnaður farið stór-
vaxandi. Einkum hafa jarðir ver-
ið keyptar háu verði, þar sem góð
aðstaða er til að setja niður
sumarbústaði, eöa eftirsóknar-
verð hlunnindi fylgja jörðum, svo
sem veiði.
Verðslikra jarða er þegar orðið
svo hátt að sjaldnast er viðráðan-
legt fyrir bændur að kaupa þær,
og reynist oft fullerlitt lyrir
sveitarfélög, þrátt fyrir að þau
eiga lögboðinn forkaupsrétt.
Afleiðingin er þvi sú, að margar
vildisbújarðir hafa verið skákað-
ar niður, en það hefur torveldað
eðlilegan búrekstur, og á mörg-
um hefur föst búseta lagzt niður,
vegna jarðarkaupa félagssam-
taka eða manna, sem ekki hyggja
á búskap.
Rétt verður að teljast að gefa
þéttbýlisbúum og öðrum, sem eft-
ir sækjast, kost á landspildum til
ræklunar og útivistar og trt a&
reisa sumardvalarhús.
Reynslan sýnir hins vegar nú
þegar, að brýn þörf er á að fylgj-
ast með slikum ráðstöfunum
lands og hafa áhrif á, hvar og
hvernig landi er ráðstafað á þann
hátl. Að öðrum kosti vofir yfir
stórfelld röskun á búsetuaðstöðu
fólks á dreifbýlissvæðum umfram
það, sem þegar er orðið,og óeðli-
leg verðhækkun lands.
Lögum þessum er m .a. ætlað að
veita byggðarlögunum meira
áhrifavald i þessu efni, styrkja
aðstöðu bænda, bændaefna og
sveitarfélaga til jarðakaupa,
skapa aðstöðu til að fylgjast með
öllum ráðstöfunum fasteigna og
fasteignaréttinda, utan skipu-
lagðra þéttbýlissvæða; og hafa
áhrif á verðlag þeirra.
t athugasemdum með frum-
varpinu segir:
„Búnaðarþing 1971 samþykkti
ályktun um að fela Búnaðarfélagi
tslands að hlutast til um við land-
búnaðarráðherra að skipa nefnd,
til þess að endurskoða eftirtalin
lög:
1. Lög um kauprétt á jörðum nr.
40 frá 5. april 1948.
2. Ábúðarlög nr. 36 29. marz 1961.
3. Lög um ættaróðul, ættarjarðir,
erfðaábúð og sölu þjóð- og
kirkjujarða nr. 102 21. desem-
ber 1962.
4. Lög um Jarðeignasjóð rikisins
nr. 54 27. april 1967.
Hlutverk þeirrar nefndar, sem
skipuð yrði, skyldi vera að gera
frumvarp til nýrra laga um
framangreind efni eða breyt-
ingartillögur á gildandi lögum,
þar sem þess yrði meðal annars
gætt, að aðstaða sveitarfélaga og
einstaklinga, búsettra innan
þeirra,við að ná og halda eignar-
og umráðarétti á landi innan við-
komandi sveitarfélaga, yrði
tryggð sem bezt, einnig að ábúð-
ar- og erfðaábúðarlög verði gerð
einföld og réttlát i framkvæmd.
Hinn 18. ágúst 1971 skipaði
Halldór E. Sigurðsson —
landbúnaðarráðhcrra.
landbúnaðarráðherra nefnd til
þess að starfa að þessu verkefni
Nefndina skipuðu Asgeir Bjarna-
son, alþingismaður, formaður,
Sveinbjörn Dagfinnsson, skrif-
stofustjóri og Arni Jónasson,
fulltrúi. Dr. juris Gaukur
Jörundsson, prófessor hefur verið
nefndinni til ráðuneytis við samn-
ingu frumvarps þessa.
Nefndin hefur haldið marga
fundi og átt viðræður við ýmsa
varðandi viðfangsefni sitt. Meðal
annarra;búnaðarmálastjóra, for-
mann Stéttarsambands bænda,
framkvæmdastjóra Sambands
sveitarfélaga, skipulagsstjóra,
skógræktarstjóra, auk viðræðna
við ýmsa bændur og sveitar-
stjórnarmenn.
Nefndin hefur aflað sér upplýs-
inga um meðferð jarða og fast-
eigna utan þéttbýlissvæða i
Noregi, Sviþjóð og Danmörku.
t>á hefur nefndin farið yfir nú-
gildandi ábúðarlög, lög um ættar-
óöul, ættarjarðir, óðalsrétt og
erfðaábúð. Nefndin kynnti sér,
hver væri fjöldi skráðra ættar-
óðala og ættarjarða við öll sýslu-
mannsembættin. Niðurstaða
þeirra athugana er sú, að mjög
fáir bændur hafa gert jarðir sinar
að ættaróðulum aðrir en þeir,
sem keypt hafa jarðir af rikinu,
en þá er það skylda.
Allmörg dæmi eru þess, að
bændur, sem eiga óðalsjarðir,
hafa fengið jarðir sinar leystar
undan ákvæðum óðalslaga sam-
kvæmt heimild i lögum nr. 18 frá
1968. Ættarjarðir eru sárafáar
skráðar, þó að vitað sé að mikill
fjöldi jarða hefur verið lengur i
eigu eða ábúð sömu ættar en 75
ár, og við athugun nefndarinnar
upplýstist, að andstaöa er meðal
eigenda fjölda jarða, að þær verði
gerðar að ættarjörðum.
Að fengnum upplýsingum og
eftir athugun á gildandi laga-
ákvæðum um framanskráð efni
var ákveðið að leitast við að
stytta ábúðarlögin frá 1961, auk
efnisbraytinga, sem á þeim yrðu
gerðar. Akvæði um ættaróðul,
óðalsrétt og erfðaábúð halda sér
litið breytt, en kaflinn um ættar-
jarðir er felldur úr gildi.
Ákveðið var að taka efni það,
sem fjallað hefur verið um saman
I tvo lagabálka, sem bera heitin
Jarðalög og Ábúðarlög. t Jarða-
lögunum eru nýmæli i islenzkum
lögum um meðferð á landi og
eignarhald á jörðum, landi og
landspildum.
t nóvembermánuði s.l. var
nefndinni að auki falið af nefnd,
sem endurskoðar lög um land-
nám rikisins, Stofnlánadeild
landbúnaðarins o.fl., að fella inn i
Jarðalagafrumvarpið ákvæði úr
IV.-VIII. kafla laga nr. 45/1971,
sem þörf var talin á, að héldu
áfram gildi, þó lögin yrðu felld úr
gildi i núverandi formi.
t Jarðalög eru tekin ákvæði um
byggðaráð, hvernig skuli fara
með hvers konar aðilaskipti að
umráðum yfir fasteignum og
fasteignaréttindum, auk þess
ákvæði um forkaupsrétt að jörð-
um, jarðir i opinberri eign, Jarð-
eignasjóð og óðalsjarðir.
t ábúðarlögin er bætt inn kafla
um erfðaábúð og er þannig lögum
nr. 102/1962 um ættaróðul,
ættarjarðir, erfðaábúð og sölu
jarða i rikiseign skipt upp milli
þessara tveggja lagabálka.”
Sem fylgiskjöl með frumvarp-
inu fylgja stutt yfirlit yfir afskipti
rikisvalds og sveitarstjórna á
eignahreyfingum á jörðum, lóð-
um og lendum utan skipulagðra
svæða I Noregi, Sviþjóð og Dan-
mörku. Þau þykir Timanum rétt
að birta, þar sem þessi mál eru
svo mjög i brennidepli nú hér á
landi:
Noregur
Samkvæmt lögum, sem sett
voru á timabilinu frá árinu 1909 til
1920, þarf leyfi landbúnaðarráðu-
neytisins til þess að eigendaskipti
geti orðið að landeignum utan
skipulagðra svæða og gildir þar
jafnt, hvort um er að ræða skóg-
lendi, mýrlendi, fjalllendi eða
ræktað land. Akvæðum þessara
laga hefur verið beitt allt fram til
þessa dags og þannig, að hvenær
sem eigendaskipti eru áformuð
að landi eða bújörð, verður að
leggja inn beiðni um heimild til
eigendaskiptanna, áður en þau
eru endanlega framkvæmd. t
norskum lögum frá 18. marz 1955,
jarðalögum, er ákvæði um for-
kaupsrétt rikisins að bújörðum,
skóglendum og fjalllendum, sem
áformað er að selja eða að láta af
hendi á annan hátt. Tilgangur
þessara lagaákvæða er sá að
reyna að tryggja það, að land
verði nýtt á sem hagkvæmastan
hátt fyrir þjóðfélagið og þá, sem
hafa afkomu sina af landbúnaði.
Enn fremur er það tilgangurinn
að gæta þess,svo sem tök eru á,að
hafa hamlandi áhrif á miklar
verðhækkanir lands. Mörg dæmi
eru þess, að norska landbúnaðar-
ráðuneytið hafi neitað að heimila
eigendaskipti að jörð, þar sem að
mati ráðuneytisins hefur verið
um of hátt kaupverð að ræða.
Slíkar neitanir byggjast gagngert
á þvi að gera það, sem tök eru á,
til þess að halda verðlagi lands
niðri. Slik afstaða er m.a. rök-
studd með þvi, að norska rikið
hafi aukið verðmæti lands með
framlögum og eigin framkvæmd-
um.
Beiðni um eigendaskipti að
landi, þar sem ástæða er til að
ætla,að áformað sé að skipta landi
niður i hagnaðarskyni, t.d. i
sumarbústaðalóðir, er að jafnaði
neitað. Norska rikið er ekki skylt
að kaupa land, sem það leyfir
ekki sölu á. Akvæði er i lögum um
það, að engri þeirri jörð, sem
hægt er að nota til landbúnaðar;
megi skipta niður, nema að áður
fengnu sérstöku samþykki land-
búnaðarstjórnar viðkomandi
héraðs.
Algengt er, að norska rikið noti
forkaupsréttarheimild sina og
kaupi þær jarðir og landspildur,
sem til sölu eru eða eigendaskipti
eru áformuð á af öðrum ástæðum.
Slikt er nær undantekningarlaust
gert i hagræðingarskyni til þess
að fella saman jarðir i stærri ein-
ingar eða á annan hátt að auka
hagkvæmni við landbúnað, og eru
þessar eignir þvi að öllum jafnaði
seldar aftur innan tiltölulega
skamms tima, frá þvi að rikið
eignaðist þær.
Til þess að annast kaup og sölu
fasteigna og lands i þessu skyni
starfar sérstakur sjóður, er Norð-
menn kalla Jordfond,og fær hann
fjárveitingu eftir þvi, sem þörf
krefur á fjárlögum hvers árs.
Fyrir Stórþinginu liggur nú
frumvarp að lögum um leyfi til
þess að eignast fasteign (kon-
sesjonsloven). Tilgangurinn með
þessu lagafrumvarpi er, að lögin
komi i stað þeirra laga, sem áður
hafa gilt um eigendaskipti að
fasteignum á dreifbýlissvæðum,
og taka nánari afstöðu til þarfa
landbúnaðarins, þéttbýlissvæða,
almennrar náttúruverndar og
útilifsáhugamála. t þvi eru
ákvæði um, að ekki geti orðið eig-
endaskipti að fasteignum utan
skipulagðra svæða, nema með
leyfi ráðuneytisins, og jafnframt
er i frumvarpinu ákvæði um for-
kaupsrétt rikis og sveitarfélaga
að þeim fasteignum, sem til sölu
eru eða eigendaskipti eru áform-
uð á. t frumvarpinu er tekið fram,
að.leyfi til eigendaskipta skuli
ekki veitt, þar sem ástæða þykir
til að ætla, að kaupandinn ætli sér
fyrst og fremst að afla eignarinn-
ar til þess að ávaxta á þann hátt
fé,og heldur ekki ef ástæða er til
þess að ætla,að sá, sem eignina
ætlar að kaupa eða yfirtaka, ætli
sér með þvi að hafa
fjárhagslegan ávinning af að
selja eignina aftur eða hluta af
henni innan skamms tima.
Sviþjóð
t Sviþjóð hafa verið i gildi lög
allt frá árinu 1916, sem hafa i för
með sér vissar takmarkanir á
rétti manna til þess að hafa frjáls
eigendaskipti að bújörðum. Nú
giida um þetta efni lög nr. 290 frá
Fimmtudagur 1. nóvember 1973.
1965. t 1. gr. þeirra laga segir, að
ekki megi verða eigendaskipti að
fast'eign, sem sé skattlögð sem
jörð, nema með leyfi viðkomandi
landbúnaðarráðs, ef um er að
ræða kaup, skipti eða gjöf, viðbót
við fyrri eign eða skipti út úr eign.
Landbúnaðarráð eru lögboðin i
öllum lénum Sviþjóðar.
Undantekningar eru frá þessu
ákvæði laganna, m.a. ef eignin er
keypt af riki eða sveitarfélagi, ef
eignin er keypt á nauðungarupp-
boði eða þéttbýli er skipulagt á
henni. t lögunum segir, að um-
sókn um leyfi'til eigendaskipta sé
heimilt að neita, þegar ástæða er
til að ætla, að aðaltilgangurinn
með kaupunum sé ekki sá að reka
landbúnað á eigninni. Enn fremur
segir i lögunum, að þegar rikið
neitar um leyfi til eigendaskipta
að fasteign, þá sé það skylt, ef
seljandinn hefur rekið þar land-
búnað, að kaupa eignina á þvi
verði, sem seljandinn átti kost á
að fá fyrir eignina, en skyldan
nær ekki til þess að kaupa, ef
verðið telst óeðlilega hátt.
Framkvæmd þessara laga er
þannig, að þegar kaup á fasteign-
um eru áformuð, þá eru umsóknir
lagðar til landbúnaðarráðs við-
komandi léna, sem eru undir
stjórn landbúnaðarráðuneytisins,
en fjallað er um leyfin i land-
búnaðarráðuneytinu. Þegar neit-
að er um leyfi til sölu a jörð af
hagkvæmnisástæðum, er venjaf
að rikið kaupi slikar eignir. Þegar
kaup virðast áformuð i þvi skyni
aðhafa af þvi sérstakan fjárhags-
legan ávinning, þá er það megin-
regla, samkvæmt upplýsingum
þeirra, sem hafa með fram-
kvæmd laganna að gera, að neita
um leyfi til sölu.
Takmark laga þessara er. að
auka hagkvæmni i landbúnaði og
i nýtingu lands. Aðalgreglan er
sú, að leyfi eru veitt til sölu jarða,
og meira frjálsræði rikir nú á
þessu sviði, heldur en var. Sam-
kvæmt ársskýrslu sænska land-
búnaðarráðuneytisins fyrir árið
1970 yfir störf landbúnaðarráða
landsins hefur á þvi ári verið
neitað um leyfi til þess að selja
jarðir eða fasteignir utan þétt-
Framhald á bls. 19
lÍÍ
GFBET'
■