Tíminn - 01.11.1973, Side 9
Fimmtudagur 1. nóvember 1973.
TÍMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
Næsta stórvirkjun
verði norðanlands
Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, þeir
Steingrimur Hermannsson, Stefán Valgeirs-
son, Ingvar Gislason og Jónas Jónsson, hafa
lagt fram i Sameinuðu þingi tillögu um, að
markvisst skuli stefnt að þvi, að næsta stór-
virkjun landsmanna eftir Sigölduvirkjun verði
utan Þjórsársvæðisins, t.d. á Norðurlandi, og
sé rikisstjórninni þvi falið að láta haga
virkjanarannsóknum og öðrum undirbúningi
þannig, að svo geti orðið.
í greinargerðinni segir, að i mörg ár hafi
verið um það talað, að næsta stórvirkjun yrði á
Norðurlandi og sú stóriðja, sem kynni að risa i
þvi sambandi. Þetta var fullyrt, þegar ráðizt
var i Búrfellsvirkjun og álbræðslan reist. Það
hafa hins vegar reynzt orðin tóm. Rannsóknir á
virkjunaraðstöðu utan Þjórsársvæðisins hafa
ekki einkennzt af sliku markmiði, þrátt fyrir
það að utan þess eru sumir af hagkvæmustu
virkjunarstöðum þessa lands.
Með u.þ.b. 10% árlegri aukningu á orkuþörf
landsmanna mun Sigölduvirkjun aðeins
fullnægja þörfum i 3-4 ár. Hönnun næstu stór-
virkjunar þarf þvi að hefjast um það leyti, sem
Sigölduvirkjun er lokið, eða á árinu 1976. Ef
ekki verður þegar breytt um stefnu og mark-
visst unnið að undirbúningi að einni virkjun,
t.d. á Norðurlandi, bendir allt til þess, að næsta
virkjun eftir Sigöldu verði Hrauneyjarfoss í.
Tungnaá. Þar er þegar allt tilbúið til hönnunar
og framkvæmda.
Flestum mun ljóst, að æskilegt er að dreifa
stórvirkjunum um landið. Þjórsársvæðið er á
eða við jaðar eins mesta eldfjallasvæðis lands-
ins. Eitt kröftugt eldgos i Heklu gæti lagt allar
virkjanir þar i rúst á einni nóttu.
Virkjanarannsóknir utan Þjórsársvæðisins
hafa verið takmarkaðar og dreifðar, og segja
má, að þær hafi verið reikular og án mark-
miðs. Liklega hefur mestu fjármagni verið
varið til rannsókna á flutningi Jökulsár á
Fjöllum og Jökulsár á Brú yfir i Fljótsdals-
hérað. Þessar hugmyndir hafa verið óljósar,
ekki sizt með tilliti til þess að aldrei hefur
þeirri spurningu verið svarað, hvernig ætti að
nýta þau 1000 megawött, sem þannig fengjust.
Þó hefur verið litið á aðra virkjunarmögu-
leika. Af þeim virðast álitlegastir annars veg-
ar virkjun Dettifoss og hins vegar virkjun
Blöndu. Þó er einnig rætt um virkjanir i
Skagafirði og stóra jarðhitavirkjun á Kröflu-
svæðinu. Að öllum likindum eru allir þessir
valkostir álitlegir, og e.t.v. skiptir ekki höfuð-
máli, i hvaða röð þeir eru valdir. Því virðist
auðvelt að einbeita rannsóknum að einum
ákveðnum stað, sem yrði valinn með tilliti til
hæfilegrar stærðar.
Þegar virkjað er stórt á Norðurlandi, er
nauðsynlegt að tengja þá virkjun við Suðvest-
urlandið. í þvi sambandi er talað um tvo mögu-
leika, annars vegar linu um byggð og hins
vegar linu yfir hálendið, annað hvort niður i
Eyjafjörð eða Bárðardal. öllum mun vera
ljóst, að lina um byggð hefur marga kosti. Hún
er I fyrsta lagi öruggari, og i öðru lagi þjónar
hún mikilvægum byggðarlögum á leið sinni.
Þvi ætti að vera auðvelt að ákveða nú þegar þá
leið. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Verður þingræði endur
reist í Grikklandi?
Vantrú rikir á tilraun Markezinis
l’apadopoulos
Markeznis
FYRIR skömmu gerði
Papadopoulos, einræðisherra
Grikklands, þær breytingar á
rikisstjórn sinni, að hann lét
herforingjana, sem höfðu setið
i henni siðan 1967, vikja, og fól
þekktum stjórnmálamanni,
Spyros Markezinis, að mynda
nýja rikisstjórn, sem skipuð er
mönnum utan hersins, aðal-
lega embættismönnum. Það á
að vera meginhlutverk hinnar
nýju stjórnar að efna til
frjálsra þingkosninga á næsta
ári og færa stjórnarfar Grikk-
lands þannig i lýðræðislegra
form. Breytingar þessar á
stjórnarforminu eru ekki sizt
gerðar vegna gagnrýni þeirr-
ar, sem herforingjastjórnin
hefur sætt innan vébanda Nato
og Efnahagsbandalags
Evrópu. Af sömu ástæðum
létu herforingjarnir i Tyrk-
landi undan og efndu til þing-
kosninga þar i siðastl. mánuði,
og er nú unnið þar að stjórnar-
myndun á grundvelli þeirra
úrslita, sem urðu i kosningun-
um.
Flestir þeirra, sem til
þekkja, efast um, að kosn-
ingarnar verði frjálsar. Þær
hömlur verða strax settar, að
hvorki konungssinnar né
kommúnistar fá að bjóða
fram. Jafnvel þótt
kosningarnar yrðu tiltölulega
frjálsar innan þess ramma,
myndu þær ekki breyta miklu.
Samkvæmt hinni nýju
stjórnarskrá, sem her-
foringjastjórnin fékk sam-
þykkta i þjóðaratkvæða-
greiðslu i fyrra, eru völdin
fyrst og fremst i höndum for-
setans. Völd þingsins eru m jög
takmörkuð. Þó gæti það gert
nokkurt gagn, ef þar kæmi
fram nokkurn veginn rétt
mynd af þjóðarviljanum.
1 framhaldi af stjórnar-
skrárbreytingunni i fyrra, var
Papadopoulos kosinn forseti
til átta ára, og hefur hann
þannig tryggt sér völdin til
1980, ef honum verður ekki
steypt af stóli með einhverjum
hætti á timabilinu.
ÞAÐ hefur gert umrædda
stjórnarbreytingu i Grikk-
landi nokkuð sögulegri og um-
talsverðari en ella, að nýi for-
sætisráðherrann, Spyros
Markezinis, er þekktur og um-
deildur stjórnmálamaður frá
árunum fyrir byltingu herfor-
ingjanna 1967.
Markezinis fæddist 9. april
1909, og á fæðingardagur hans
þátt i þvi, að hann heldur upp
á töluna 9. Afi hans og faðir
voru báðir þingmenn, og hlaut
hann þvi pólitiskt uppeldi, ef
svo mætti segja. Hann lagði
stund á laganám og lauk góðu
lögfræðiprófi. Álit hans á
þessum tima má nokkuð ráða
af þvi, að árið 1936 var hann
ráðinn lögfræðilegur ráðu-
nautur Georgs II Grikkjakon-
ungs. Hann var kosinn á þing
1946sem fulltrúi fhaldsmanna,
sem varð viðskila við þá ári
siðar og stofnaði þá nýjan
flokk, sem hlaut litið fylgi.
Það var ekki sizt fyrir áeggjan
hans, að Papagos hershöfð-
ingi, sem var þjóðhetja
Grikkja frá heimsstyrjaldar-
árunum, ákvað að mynda
flokk og taka þátt i þing-
kosningunum 1953. Flokkur
Papagos vann mikinn sigur,
og myndaði Papagos rikis-
stjórn. Hann gerði Markezinis
að efnahagsmálaráðherra sin-
um. Flestum kemur saman
um það nú, að Markezinis hafi
verið athafnasamur sem efna-
hagsmálaráðherra og lagt
grundvöll að bættri efnahags-
legri afkomu Grikkja. Hann
sat hins vegar ekki lengi i
stjórninni. Þegar Papagos
vildi ekki fallast á vissar til-
lögur hans, baðst hann lausn-
ar. Papagos lézt árið 1955, og
er það almennt álitið, að
Markezinis hefði þá orðið for-
sætisráðherra, ef hann hefði
ekki verið farinn úr stjórninni.
Sama ár stofnaði Markezinis
flokk með 29 þingmönnum
Framfaraflokksins, en hann
hlaut litið fylgi. Markezinis
var eftir þetta áhrifalitill i
griskum stjórnmálum, en
naut þó vissrar viðurkenning-
ar sökum gáfna og einbeitni.
Hins vegar þótti hann oft tæki-
færissinnaður og óútreiknan-
legur. Það vakti athygli, að
hann var einn hinna þekktari
grisku stjórnmálamanna, sem
ékki fordæmdi byltingu her-
foringjanna 1967, en hann lýsti
ekki heldur fylgi við hana.
Á undanförnum árum hefur
Markezinis unnið að þvi að
rita sögu Grikklands á siðari
timum, og nær hún fram til
1960. Þetta er orðiö mikið
verk, sex bindi. Markezinis er
sagður viðlesinn og fjölfróður,
og gætir þess lika i viðræðum
við hann. Hann er heldur lágur
vexti og hefur breitt og sér-
kennilegt enni. Þessi sérkenni
hafa gert hann að eftirlæti
skopteiknara. Markezinis læt-
ur sér skopmyndirnar ekki illa
lika, heldur hefur hann safnað
þeim, og á hann yfir 1000 skop-
myndir af sér. Af þessu er
dregin sú ályktun, að Marke-
zinis sé ekki eins hörundssár
og herforingjarnir hafa þótt.
Markezinis er kvæntur
konu, sem hlaut menntun sina
i Bretlandi, og sjálfur er hann
sagður aðdáandi brezkrar
menningar. Þau hjón eiga
dóttur og son, sem dvelur við
nám i Cambridge.
MARKEZINIS lét svo um-
mælt i sambandi við stjórnar-
myndunina, að hann myndi
óðara segja af sér, ef hann
fengi þvi ekki framgengt, að
kosningarnar yrðu frjálsar, en
hann taldi það höfuðhlutverk
sitt að vinna að þeim, ásamt
því að gera ráðstafanir gegn
verðbólgunni. Þá hyggst hann
vinna að stofnun flokks, sem
laki þátt i kosningunum. Hann
segist engu vilja spá um úr-
slitin, þar sem siðast hafi ver-
ið kosið til þings 1964, og þvi sé
kjósendahópurinn allt annar
nú en þá.
Litið er kunnugt um afstöðu
Markezinis til utanrikismála
annað en það, að hann lýsti þvi
yfir fyrir tveimur árum, að
Rússar og Bandarikjamenn
ættu ekki að hafa herskip á
Miðjarðarhafi, og Banda-
rikjamenn ættu ekki að hafa
herstöðvar i Grikklandi.
Tilraun hans til að koma á
visi að þingræði i Grikklandi
mun verða veitt veruleg at-
hygli, þótt vantrú sé nú á, að
hún muni heppnast. þ.Þ.