Tíminn - 01.11.1973, Side 13

Tíminn - 01.11.1973, Side 13
Fimmtudagur 1. nóvember 1973. TÍMINN 11 O Viljayfirlýsing stjóri, fyrir hönd iðnaðarráðu- neytisins og fjármála- og iðnað- arráðherra Gambfu Mr. J.M. Garba-Jahumpa viljayfirlýsingu (Expression of intent) varðandi möguleika á samvinnu landanna um notkun á tftaniumrikum sandi frá Gambiu til framleiðslu á titaniumgjalli og járni með raf- bræðslu hérlendis. Þar með má segja að mjög merkum áfanga sé náð i máli, er lengi hefir verið á döfinni, svo sem nú skal rakið. spray net krystal- tært liárlakk GÆÐI - GOTT VERÐ Kristján Jóhannesson heildverzlun Laugarnesveg 114.s. 32399 Aðdragandi og söguþráður Er fyrsta sendinefnd frá Iðn- þróunarstofnun S.þ. kom til ts- lands i ársbyrjun 1970, vakti sér- fræðingur þeirrar stofnunan i málmiðnaði athygli á þvi, að einn þáttur i þvi að nýta raforku Is- lands væri svonefnd ,,Ilmenite''- bræðsla. Taldi hann að Sovét- menn heföu þróað athyglisverða tækni á þessu sviði. Varbeiðnium tæknilegaaöstoð á þessu sviði send UNIDO á miðju ári 1970. Af hálfu Tæknistofnunar S.þ. kom óvæntur afturkippur i öll þessi mál á siðari hluta ársins, sem leiddi til þess að tækniað- stoðin er ekki samþykkt fyrr en vorið 1971. Að loknum undirbún- ingi höfst hún þó ekki fyrr en haustið 1971. Hins vegar tókst Iðnþróunar- stofnuninni (UNIDO) ekki, þrátt fyrir itrekuð tilmæli, að finna hæfa menn til könnunar á ,,il- menite”-bræðslunni. Loks kom þó vorið 1972 hingað til lands rúss- neskur sérfræðingur á vegum UNIDO, Mr. Alexandrow. Hann starfaði hér um mánaðartima og sendi svo frá sér forrannsóknar- skýrslu i febrúar 1973. Niður- stöður þessarar skýrslu voru mjög álitlegar. Var þar með lokið frumþætti þessa máls. Nánari könnun. Skýrsla Alexandrows gaf vissu- lega tilefni til nánari könnunar. Sem fyrsta skref i þeirri veru var að iðnaðarráðuneytið sendi tvo fræðimenn til Sovétrikjanna til að kynnast framleiðsluháttum i þvi iðjuveri sem Mr. Alexandrow var frá. Skýrsla þeirra lofaði einnig góðu um þessa framleiðsluhætti. Fram til þess hafði litið verið hugað að hráefnisþætti málsins. Var málið að nýju tekið upp á fundum hjá UNIDO vorið 1973. UNIDO hafði aðallega bent á tvo staði i Vestur-Afriku, þar sem titanium-rikan sand væri að finna, þ.e. i Senegal og Gambiu. Mæltu þeir með fyrrnefnda rik- inu. Á fundum i Vinarborg i mai 1973 kom þó i ljós að Senegal taldi sig að svo stöddu ekki reiðubúið til samningsviðræðna. Nokkru siðarlýsti Gambia yfir, að þeir vildu ræða við Island um gagnkvæma samvinnu. Dagana 10. og 11. sept. s.l. átti Magnús Kjartansson, ráðherra, viðræður við UNIDO i Vin þar á meðal fastafulltrúa Gambiu við stofnunina. Var þar mótaður v i ð r æ ð u g r u n d v ö 11 u r um hugsanlega viljayfirlýsingu. Nokkru siðar óskuðu Gambiu- Tíminner peningar menn eftir þvi að fulltrúar Islands kæmu til Gambiu til viðræðna. Af þvi gat ekki orðið, en stungið upp á þvi að fulltrúar landanna hittust einhversstaðar i Evrópu. Gambia svaraði með þvi að stinga upp á fundi i Vinarborg 22. október 1973. Viljayfirlýsing Til þessa fundar voru sendir á vegum iðnaðarráðuneytisins þeir Ingi R. Helgason, hrl. og Árni Snævarr, ráðuneytisstjóri, svo sem fyrr segir. I lok þessa fundar undirrituðu aðilar viljay firlýs- ingu um áframhaldandi samstarf um rannsóknir á hagkvæmni þessarar iðnaðarframleiðslu og að finna grundvöll að samvinnu þjóðanna á þessu sviði, ef niður- stöður yrðu jákvæðar. Báðir aðilar voru sammála um það, i grundvallaratriðum, að samvinn- an byggðist á þvi, að hvort riki um sig hagnýtti auðlindir sinar i sameiginlegum iðnaðarfyrirtækj- um (joint venture), þannig til dæmis, að tslendingar ættu minni hluta i námufélaginu i Gambiu og að Gambiumenn ættu minni hluta i bræðslufyrirtækinu á Islandi. Sameiginlega yrði siðan staðið að sölu hinnar endanlegu fram- leiðslu. Við upphaf og við lok þessa fundar voru nærstaddir flestir af háttsettum mönnum UNIDO og létu þeir i ljós mikla ánægju vegna þessa merka áfanga, sem þeir töldu aö náðst hefði og hétu áframhaldandi stuðningi við málið. Töldu þeir að með þessu samkomulagi tveggja minnstu þjóða innan samtakanna, væri brotið blað i sögu UNIDO með þvi að stofna til iðnaðarsamvinnu á jafnréttisgrundvelli og vonandi tækju aðrar þjóðir sér þetta til fyrirmyndar. Næsta skref Næsta skref er að ganga úr skugga um hvort fyrirtækin séu raunverulega hagkvæm. 1 þvi sambandi liggur fyrir tilboð frá Sovétrikjunum með aðstoð UNIDO að láta fram fara endan- lega hagkvæmnisathugun á il- menite-bræðslu á íslandi. Á hinn bóginn hefur Gambia sótt um hagkvæmnisathugun á svörtum sandi til UNIDO. Það var upplýst á Vinarfundinum, að allar likur bentu til að UNIDO myndi að- stoða Gambiu á þessu sviði. Borgarnes Nýr umboðsmaður Tímans er tekinn við í Borgarnesi, frú Ásta Ragnarsdóttir Þórólfsgötu 21 sími 7264 WtWttWtt SMITIIS miðstöðvar í allar stærðir bifreiða HLOSSI s Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Afmælisfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öld- unnar verður haldinn i Slysavarnafélagshúsinu laugardaginn 3. nóvember kl. 15. Fundarefni: 1. Minnst 80 ára afmæli félagsins. 2. Heiðrun eldri félaga. 3. Kaffi. Þeir félagar, sem pantað hafa minnis- pening öldunnar, sem gefnir hafa verið út i 400 settum, vitji hans i siðasta lagi fyrir n.k. mánaðamót, annars seldir öðrum. Stjórnin. * 14444 ^ 25555 mum BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN Mikió litaval. Formsteyptir púóar úr duralon gera sætin ovanalega þægileg.Tvöföld ending,því aá púóum og' örmum mé snúa Fætur úr tré eða stéli eftirvali Verið velkominí Hátún4A,sími 21900 m HÚSGÖGN C3G IINIIMRÉTTIIMGAR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.