Tíminn - 01.11.1973, Page 14

Tíminn - 01.11.1973, Page 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 1. nóvember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 16 „Getur Svanhildur ekki gefið mér eitthvað að drekka?, mér er dálitið illt i hálsinum.” „Jú, auðvitað...” Svanhildur mað með ákafan hjartslátt, en hún lét á engu bera og sagði. „Heit mjólk með hunangi, það er gott fyrir hálsinn. Presturinn reykir alltof mikiö.” „Er Svanhildi illa við pipuna mina', lyktin er kannski ekki alltaf sem bezt?” „Mér er ekkert illa við hana, mér finnst lyktin einmitt svo notaleg. t>að er eitthvað heimilis- iegt við hana,” bætti hún við, en presturinn þarf að nota röddina svo mikið, svo hann ætti ef til vill að reykja svolitið minna.” „Svanhildur hefur eflaust rétt fyrir sér, en hvað á einmana maður eins og ég að gera...?” Hún gekk framhjá honum i átt- ina að gamla málaða skápnum, opnaði hann og tók fram krukku með hunangi. Pils hennar höfðu strokizt upp við hann, og hann fann daufan ilminn af likama hennar.... „Nú ætla ég að hita mjólkina.” Hún gekk aftur fram hjá honum og i þetta sinn þétt upp við hann. Eldhúsið var stórt, svo að þetta var ekki nauösynlegt, en hún gerði það samt. Án þess að vilja það eða vita af hverju hann gerði það, greip hann I handlegg hennar. Svanhildur nam staðar og stóð alveg hreyfingarlaus. Hjarta hennar baröist um. Skyndilega dró hann hana upp aö sér og gróf andlitið við hals hennar. Hún lét fallast upp að honum. bannig stóðu þau auganablik. Siðan rétti hún úr sér. „Ég ætla að sjóða mjólki'na,” sagði hún hæglátlega. Hann sleppti henni. begar Lena kom heim klukku- tima seinna, leit hún inn i vinnu- herbergið. Hér er ég, — hún þagnaði skyndilega. bað lá eitthvað annarlegt i andrúmsloftinu, Svanhildur sat i stólnum, sem móðir hennar var vön að sitja i. Hún sat og prjónaði. Faðir hennar sat i ruggustólnum eins og hann var vanur og las þetta var ekki óvenjuleg sjón. bó fannst henni eins og eitthvað væri öðruvisi en vant var þegar hún opnaði dyrn- ar. Hún gat bara ekki áttað sig á, hvað það var, fann þetta bara augnablik, siðan hvarf þessi til- finning, og hún hélt áfram: .... og ég er þreytt. betta var góð gönguferð og sólalagið ákaflega fallegt, en maður verður svo þreyttur af vorloftinu, og ég er að hugsa um að fara að hátta.” „Gerðu það, Lena min, sagði faðir hennar og brosti við henni. Hún kyssti föður sinn á ennið: „Góða nótt, pabbi minn.” Hún sneri sér að Svanhildi. „Góða nótt, Svanhildur, þú verður vist að ýta rækilega við mér i fyrramálið, svo að ég vakni.” Lena fór siðan upp til sin og sofnaði brátt. Hún heyrði ekki, að það brakaði i stiganum, þegar Svanhildur læddist upp, klukkutima áður en timi var kominn til að fara á fæt- ur. Lækjarniðurinn heyrðist alls staðar — það voru leysingjar uppi i fjöllum, — hér niðri i dalnum var farið að vora. Sólin hækkaði á lofti, og eftir nokkrar vikur myndi hún kasta ljósi sinu yfir þröngan dalinn mest allan daginn. Enn var mikill snjór i fjöllunum, sums staðar myndi hann ekki hverfa fyrr en i júli, en engu að siður rann leysingarvatnið niður bratt- ar hliðarnar. Svanhildur setti á sig snjóhvita og stifaða svuntuna. Hún séri sér á alla vegu fyrir framan spegilinn, sem var i „empire” stil og hékk yfir ofan kommóðuna hennar. Hún virti fyrir sér spegilmynd sina með nokkurri velþóknun. Ljóst og mikið hárið, fagurblá augun og rauðar kinnarnar. Hún var lika vel vaxin, þrýstin brjóst, mjótt mittiog breiðar mjaðmir... Hún hafði verið ákaflega indæl og vingjarnleg, hún frú Skogli, prestfrúin, sem nú hafði legið i gröf sinni i nær fimm mánuði. En veikbyggð og eins og hún kæmi ekki héðan úr norsku fjallahéruð- unum. f rauninni hefði hún ekki verið nein kona fyrir mann eins og Martin Skogli. Hann þurfti á sterkbyggðri og heilbrigðri konu að halda, af þvi að hann var sjálfur stór og sterk- byggður. Hann gat ekki verið konulaus mikið lengur það var Svanhildur viss um. Nú var hækkandi sól og vorilm- ur um allt land. Náttúran brosti sinu bliðasta og allt lif var i ástarhug. betta var lögmál náttúrunnar, og það átti einnig við um mann- fólkið. Martin Skogli hafði syrgt konu sina mikið. Svanhildur hafði borið virðingu fyrir sorghansog Lenu. En lifið gekk sinn vanagang og Martin Skogly var enn maður á bezta aldri. — Og — Nú, jæja, hún var nærtæk og hafði ekkert á móti þvi að verða prestfrú i Höydalssókn. Presturinn var farinn að taka eftir henni. Hann horfði oft á hana, og leit siðan snöggt undan. betta siðasta þótti Svanhildi góðs viti. Ef hann hefði aðeins horft á hana, þá hefði það ekki þurft að merkja neitt sérstakt, En það að hann leit undan, gat þýtt bæði eitt og annað. Henni leizt vel á hann. Hann var myndarlegur maður há- vaxinn og herðabreiður, henni leizt ekki einungis vel á hann, hún var sem bergnumin af honum. Hún hafði verið ein svo lengi, að hún hélt að allar sinar hvatir væru útkulnaðar, en það voru þær ekfcÁ og ekki hans heldur. m> var það Lena. M' ^■Inhildur stóð kyrr á miðju góln^u i herberginu sinu og horfði út um gluggann. Henni þótti mjög vænt um Lenu. Hún vildi svo gjarnan gera það fyrir Lenu, sem i hennar valdi stæði. Hún var þess fullviss, að hafa unnið trúnað Lenu. Já, allt gat farið á bezta veg hér á prestsetrinu, bara ef þróun mála yrði á þann hátt, sem hún óskaöi. Ung er ég ekki leng- ur.hugsaði Svanhildur, og ég hef átt min vandamál og áhyggjur. bað tók mig langan tima að kom- ast yfir það. Ég varð að flytjast á brott til að geta rifið mig lausa. Ég varð að flytjast á brott frá æskustöðvum minum, úti við ströndina, þar sem fólk lifði óbreyttu og fátæklegu lifi, og þaðan sem unga fólkið fluttist af landi brott hópum saman. Björn hafði farið af landi brott. bað voru sjö ár siðan. Hugur Svanhildar reikaði aftur i timann, og hún varð angurvær á svip. Var hann dáinn eða hafði hann svikið hana? Martin Skogli vissi vel að þvi var ofaukið, en honum fannst i augnablikinu sem hann yrði að gera eitthvað, ekki segja meira, bara aðhafast eitthvað, þó svo að það væri ekki nauðsynlegt. Hann athugaði hvort ferðataskan væri vel lokuð, hún var það, hann vissi það, þvi hann hafði lokað henni upphaflega. Lena stóð ferðbúin á tröppunum. Hún hafði bundið hettuna á lambskinnssláinu sinu undir hökuna. bað var að visu bara septembermánuður, en það hafði snjóað i fjöllinn og laufið á trjánum var tekið að gulna, Seinni part dags vað að visu hlýtt i sólskininu, en það kólnaði með kvöldinu. „Hér eru teppin, sagði Svan- hildur um leið og hún birtist i úti- dyrunum.” Lena leit á hana, andlit hennar virtist fölt og magurt undir lamb- skinnshettunni. bað brá fvrir fyrirlitningarglampa i augum hennar. „bakka þér fyrir,” sagði hún aðeins. Svanhildur gekk framhjá henni og niður tröppurnar og lagði teppin i hestvagninn. Siðan fór hún inn aftur. Óli vinnumaðurinn, sem átti að aka Lenu til hafnar- bæjarins við fjörðinn, fitlaði við aktygin á hestinum. Hann vissi að allt var eins og það átti að vera, en hann vissi ekki hvajf> hann átti af sér að gera. — Sögusagnirnar höfðu gengið um allt, i eldhúsinu, 1541 Lárétt 1) Farkostur,- 6) Karlfugl- ana,- 10) Vein,- 11) Lindi.- 12) Skákinni,- 15) Seint,- Lóðrétt 2) Hvildi.- 3) Stórveldi.- 4) Forstöðumaður,- 5) Fugl,- 7) Fugl,- 8) Grænmeti,- 9) Mið- degi,- 13) Leyfi,- 14) Vond,- X Ráðning á gátu nr. 1540 Lárétt I) Pálmi.- 6) Landinn,- 10) II. II) An.-12) Kastali.-15) Ættin. Lóðrétt 2) Ain,- 3) Mói.- 4) Bliki,- 5) Unnið.- 7) Ala.- 8) Dót,- 9) Nál,- 13) Sæt,- 14) Ali.- liill il I Fimmtudagur 1. nóv. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Anna skúladóttir byrj- ar lestur á sögunni „Padd- ington til hjálpar” eftir Michael Bond i þýðingu Arnar Snorrasonar. Til- kynningan kl. 9.30. bing- fréttir kl. 9.45 Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Jón Sveinsson um laxeldi i sjó. Morgunpopp kl. 10.40: Hljómsveitin Uriah Heep syngur og leik- ur. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Jafnrétti — misrétti Annar þáttur. 15.00 Miðdegistónleikar: Fil- harmóniusveitin i Lundún- um leikur Ballettónlist eftir Gilere, Anatole Fistoulari stj. Stoika Milanova og Belgiska sinfóniuhljóm- sveitin leika Fiðlukonsert op. 99 i A-dúr eftir Sjostako- vitsj, Réne Defosser stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15' Veðurfregnir 16.20 Popphornið. 16.45 Barnatimi: Gunnar Valdimarsson stjórnar. Úr tröllabyggðum. a. Gunnar segir frá tröllum, þ.á.m. Dofra konungi, og leikinn verður „Tröllamars”. b. borbjörg Valdimarsdóttir les þjóðsöguna „Sigurður og tröllin” og „Einvígið” eftir Sigurbjörn Sveinsson. 17.30 Framburðarkennsla i tengslum við bréfaskóla SÍS og ASiEnska. Kennari Guð- mundur Sveinsson. 17.40 Tónleikar. Tilkynning- 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand.mag. flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall. Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon Rithöfundur. 19.30 i skimunni. Myndlistar- þáttur I umsjá Gylfa Gisla- sonar. 19.50 Gestir i útvarpssal. Elizabeth Patches messó- sungkona og Jeffrey Marc- us pianóleikari flytja söng- lög eftir Chopin og Charles Ives. 20.15 Leikrit: „Ráðskonan” eftír Philip Levene. býð- andi: Ingibjörg Jónsdóttir. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Fú Harcourt: Guðbjörg bor- bjarnadóttir. Frú Price: Guðrún b. Stephensen. Ungfrú Danby: Auður Guð- mundsdóttir. 20.50 Serenata fyrir strengja- sveit i C-dúr op. 48 eftir Tsjaikovský. Sinfóniu- hljómsveitin i Leningrad leikur, Jevgený Mravinský stj. 21.20 Gaman af gömlum blöðum Loftur Guðmunds- son tekur til flutnings ýmis- legt úr ritum Benedikts Gröndals. 22.00 Frettir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Minningar Guðrúnar BorgfjörðJón Að- ils leikari les (2). 22.35 Manstu eftir þessu?. Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.