Tíminn - 01.11.1973, Page 15
Fimmtudagur 1. nóvember 1973.
TÍMINN
15
Smíðað verði nýtt skip til
Vestmannaeyjaferða
Þingsdlyktunartillaga þingmanna Suðurlandskjördæmis
Þingmenn Suðurlandskjör
dæmis þeir Guðlaugur Gislason
Garðar Sigurðsson, Björn Fr
Björnsson, Steinþór Gestsson
Ágúst Þorvaldsson og Ingólfui
Jónsson, hafa lagt fram tillögu ti
þingsályktunar um smiði skips ti
Vestmannaeyjaferða.
Tillagan er svohljóðandi:
Alþingi ályktar að skora s
rikisstjórnina að ákveða nú þegai
að láta byggja nýtt skip til Vest
mannaeyjaferða og leita tilboða :
smiði þess á grundvelli tillögu
stjórnskipaðrar nefndar um sam
göngumál Vestmannaeyinga
sem fram kemur i álitsgjörð
nefndarinnar til samgönguráðu
neytisins.
t greinargerð með tillögunni
segir:
„Þingmenn Suðurlands-
kjördæmis fluttu á Alþingi 1972
tillögu til þingsályktunar um
samgöngumál Vestmannaeyinga.
Tillögunni var visað til f jár-
veitinganefndar til fyrirgreiðslu
og skilaði nefndin eftirfarandi
áliti, sem dagsett er 22. marz það
ár:
,,Alþingi ályktar að fela sam-
gönguráðherra að skipa 5 manna
nefnd, er gera skal tillögu um
það, með hverjum hætti sám-
göngur við Vestmannaeyjar verði
bezt tryggðar. Skulu tveir nefnd-
armenn tilnefndir af bæjarstjórn
Vestmannaeyja, einn af Skipaút-
gerð rikisins, einn af flugmála-
stjóra og einn af samgöngumála-
ráðuneytinu og skal hann vera
formaður nefndarinnar”.
Tillagan var samþykkt með
samhljóða atkvæðum á fundi
sameinaðs Alþingis 18. apríl
1972, og skipaði samgönguráð-
herra nefndina i samræmi við
ályktun Alþingis með bréfi dags.
24. mai sama ár. Nefndin starfaði
þá um sumarið og haustið að at-
hugun málsins og skilaði sam-
gönguráðuneytinu áliti sinu meö
bréfi dags. 1. des. 1972, og er til-
laga nefndarinnar varðandi sam-
göngur á sjó milli Vestmannaeyja
og meginlandsins svohljóðandi:
,,Að athuguðum þeim skjölum
og upplýsingum, sem nefndin hef-
ur aflað sér, og með hliðsjón af
félagslegum og vistfræðilegum
atriðum málsins, samþykkir
nefndin að leggja til, að nýtt skip
verði byggt fyrir Vestmanna-
eyjaferðir, til farþega- og vöru-
flutninga og jafnframt sérhæft til
bifreiðaflutninga, en telur það
hins vegar vera ákvörðunarefni
réttra stjórnvalda að taka afstöðu
til þess, hvenær það verður gert”.
Með álitsgjörð nefndarinnar til
samgönguráðuneytisins fylgdi
teikning og útboðslýsing á skipi,
sem nefndin taldi að henta mundi
tilsiglinga milli lands og Eyja og
uppfylla þær kröfur, sem fram
eru settar i álitsgjörð nefndarinn-
ar um búnað skipsins og
flutningsgetu.
Má þvi segja að málið sé komið
á lokastig hvað undirbúning varð-
LEIKFANGAHUSIÐ
Skólavörðustig 10
Talstöðvar.
Ódýr þrihjól.
Stignir bílar.
Trébilar.
Ódýr og sterk
járn brúðurúm.
10 teg. smiðatól.
Skólatöskur.
Skólatöflur.
Tressy og Sindy
dúkkur og föt.
Dönsku D.V.P
dúkkurnar komnar.
Rafmangs þvottavélar,
eldavélar, isskápar
og vaskar.
Brúðukerrur og
vagnar 10 teg.
Sendum gegn póstkröfu.
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólavörðustig 10
Simi 14806.
ar. Aðeins er eftir að taka ákvörð-
un um byggingu skipsins og leita
tilboða i smiði þess, eins og til-
laga sú, sem hér er flutt, gerir ráð
fyrir.
1 greinargerð með tillögu þeirri
um samgöngumál Vestmannaey-
inga, sem flutt var á Alþingi 1972,
og i framsöguræðu fyrir till. var
gerð itarleg grein fyrir nauðsyn á
byggingu á nýju skipi til Vest-
mannaeyjaferða og þvi ekki
ástæða til að endurtaka þau rök
hér.Aðeins skal á það bent og það
undirstrikað, að þörfin fyrir nýtt
skip til ferða milli lands ogEyja
hefur aldrei verið brýnni en nú i
dag, og eru allir, sem til þekkja,
sammála um, að uppbygging
Vesmannaeyja eftir eldgosið á
Heimaey velti beinlinis mjög á
þvi, hversu fljótt og vel daglegum
ferðum verði komið á sjóleiðis
milli lands og Eyja. Þetta er ekk-
ert óeðlilegt, þegar athugaðar eru
þær kröfur, sem önnur byggðar-
lög i námunda við þéttbýlissvæðið
við Faxaflóa gera i sambandi við
samgöngumál. Má þar til dæmis
nefna Akranes, sem er i beinu
vegasambandi við Faxaflóasvæð-
ið. Þaðan eru þrjár daglegar
ferðir til Reykjavikur, og vart
hefur komið til álits að fækka
þessum ferðum, hvað þá að
leggja þær niður, enda hlyti slikt
að teljast með öllu óeðlilegt. Ein
örugg ferð daglega sjóleiðis með
skipi, sem uppfyllir þær kröfur til
farþega-, vöru- og bifreiðaflutn-
inga, sem fram koma i tillögu
hinnar stjórnskipuðu nefndar um
samgöngumál Vestmannaeyinga,
hlýtur að vera alger lágmarks-
krafa þess fólks, sem nú og i
framtiðinni kemur til með að búa
i Vestmannaeyjum.
Þegar rætt er um að byggja
nýtt skip til Vestmannaeyjaferða,
hlýtur jafnhliða að verða að skoða
fjárhagshlið málsins, þvi að hér
er vissulega um allkostnaðar-
sama framkvæmd að ræða.
Sýnist þar tvennt koma til
greina:
Annars vegar, að tekið verði
lán fýrir verulegum hluta af
byggingarkostnaðinum, sem sið-
an yrði greiddur niður, eftir þvi
sem fé yrði veitt til á fjárlögum,
og þá reiknað með að dreifa
byggingarkostnaðinum á tiltekið
arabil. Hins vegar að nota hluta
þeirra frjálsu framlaga, sem Við-
lagasjóði hafa borizt til uppbygg-
ingar Vestmannaeyja til greiðslu
byggingarkostnaðar skipsins.
Væri slikt ekkert óeðlilegt, þar
sem ávallt hefur verið að þvi
stefnt, að skipið yrði eign Vest-
mannaeyinga, og þvi stjórnað
frá Eyjum.
Upplýsingar liggja fyrir um, að
til greiðslu kostnaðar vegna
náttúruhamfaranna i Eyjum og
til fullra bóta til Vestmannaey-
inga samkvæmt reglugerðinni
um Viðlagasjóð og lögunum um
neyðarráðstafanir vegna jarðeld-
anna á Heimey þurfi ekki að fulu
að nota það fé, sem borizt hefur til
Vestmannaeyjasöfnunarinnar frá
rikisstjórnum Norðurlandanna og
fleiri aðilum og Viðlagasjóður
hefur veitt móttöku. Er hér á
nokkur mismunur, og væri það
vissulega i fullu samræmi við
óskir gefenda, að framlög þeirra
yrðu notuð til uppbyggingar i
Eyjum, þannig að byggð mætti
sem fyrst risa þar á ný og blómg-
ast i framtiðinni En telja verður
frumskilyrði fyrir að svo megi
verða, að samgöngumálum Vest-
mannaeyinga verði komið i svo
gott horf sem frekast er kostur á.
Fé þetta er að visu i bili fast i
fjárfestingum, sem Viðlagasjóð-
ur hefur ráðizt i hér á þéttbýlis-
svæðinu og viðar til að bæta að-
stöðu Vestmannaeyinga, meðan
þeir neyddust eða neyðast til að
dveljast utan heimabyggðar
sinnar, og er þar einkum um að
ræða fjárfestingu sjóðsins i sam-
bandi við hin innfluttu hús frá
Norðurlöndum og stutl lán til
sveitarfélaga vegna niður-
setningar húsa og til annarra
opinberra aðila. Mun fé þetta
fljótlega skila sér aftur, þegar
Vestmannaeyingar þurfa ekki
lengur að nota húsin og þau verða
seld og aðilar þeir, sem fengið
hafa lán hjá Viðlagasjóði, endur-
greiða þau.
Er hér um möguleika að ræða,
sem flm. telja að skoða beri til
hlitar, ef það mætti verða til að
leysa þetta mjög svo aðkallandi
mál Vestmannaeyinga á sem
fljótvirkastan og beztan hátt”.
— 1x2
1». leikvika — leikir 27. okl. 1973
Crslitaröðin: 2X1 — 212 — 112 — X22
1. VINNINGUU: 11 réttir — kr. 421.500.00
30942 +
2. VINNINGUU: 10 réttir — kr. 12.900.00
7390 7831 15171 10838 + 37010 38039 39871
7502 12580 10058 30352 37110 39279 40024
+ nafnlaus
Kærufrestur cr til 19. nóv. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum
og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef
kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 10. .eikviku
verða póstlagðir eftir 20. nóv.
Ilandhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni
eða senda stofninn og fullar uppláyingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
GETUAUNIU — íþróttamiöstöðin — REYKJAVIK.
Auglýsitf í Ttmanum
Vórukynning og 30% qfsláttur
ájjúursjúuii
Næstu vikur verða vörukynningar í ýmsum verzlunum.
zfrikiffpuú
Kynntir verða réttir úr.sýrðum rjóma ( Cremé fraicbe ). Auglýsingaspjöld í
gluggum viðkomandi verzlana munu upplýsa hvar kynning verður bverju sinni og
bvenær.
Kynningardaginn verður veittur 30% afsláttur á sýrðum rjóma í viðkomandi verzlun.
MJOLKURSAMSALAN I REYKJAVTK.