Tíminn - 01.11.1973, Síða 16
16
TÍMINN
Fimmtudagur 1. nóvember 1973.
UNDIRBÚNINGUR heims-
meistarakeppninnar i knatt-
spyrnu 1974 i Vestur-Þýzka-
landi er nú i fullum gangi. V-
þýzka knattspyrnusambandið
hefur ákveðiö að gefa út plötu
með landsliðsinönnum Vestur-
Þýzkalands. Þeir munu
syngja mörg vinsæl lög inn á
plötuna, sem verður siðan sett
á markaðinn fyrir keppnina.
V-þýzku landsliöskapparnir
hafa æft sönginn eins vel og
þeir æfa knattspyrnu, upp á
siðkastið. Myndin hér til hlið-
ar var tekin á cinni söngæfing-
unni og á henni má sjá heims-
fræga knattspyrnumenn, eins
og Gerd Muller, markaskor-
arann mikla (efst til vinstri)
Franz Bechenbauer, fyrirliða
v-þýzka landsliðsins (fyrir
miðju) og Sepp Mier,
markvörð (fremst til hægri).
Það er ekki að efa, að það
verða margir þýzkir knatt-
spyrnuáhugamenn, sem
kaupa plötuna.
Dómarar
verð-
launaðir
:: ÍIANDKNATTLEIKSDÓM-
í: ARAFÉLAG Reykjavikur
;: vcrðlaunaði þrjá kunna hand-
;: knattleiksdómara á þriðju-
55 dagskvöldiö sl. fyrir vel unnin
{E störf i þágu félagsins. Þeir
:{ Hannes Þ. Sigurðsson og Val-
;: ur Benediktsson, fengu gullúr
;; fyrir 25 ára störf hjá félaginu.
; Karl Jóhannsson, fékk silfur-
{{ bókahnif fyrir 2« ára störf I
{; þágu félagsins. Þessir þrir
:; millirikjadómarar eru vel að
: vcrölaununum komnir, þvi að
{: þeir liafa vcrið litrikustu
: handknattleiksdómarar
;: íslands undanfarin ár.
;: Sveinn Kristjánsson, for-
:; maöur IIDR sést hér afhenda
:; Karli Jóhannssyni, silfur-
: hnifinn. i baksýn sjást þeir
{: Ilanncs Þ. Sigurðsson og
E: V a 1 u r Benediktsson.
:: (Timamynd: Gunnar)
■■
■■
■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■
15. sérsamband ISÍ:
Siglingasamband íslands
SIGLINGASAMBAND
islands (SIL) var stofn-
að s.l. fimmtudag (25.
okt.) i húsakynnum
Í.S.Í. Forseti Í.S.Í. Gisli
Halldórsson, setti þingið
og stýrði þvi. Þá flutti
hann ávarp og kvað það
mikið ánægjuefni, að
áhugi á siglingaiþrótt-
inni væri orðinn svo
mikillog raun bar vitni
um, þar sem nú væri
komið að stofnun sér-
sambands fyrir sigl-
ingaiþróttina.
Lagt var fram frumvarp að
lögum siglingasambandsins, og
þau samþykkt með nokkrum
breytingum
Kosin var stjórn hins nýja sér-
sambands og skipa hana: Jón Ar-
mann Héðinsson formaður og
meðstjórnendur: Ari Bergmann
Einarsson, Gunnar Hilmarsson,
Stefán Sigtryggsson, Rúnar
Steinsen. Varamenn: Daniel
Friðriksson Gunnar Hallsson
Pétur Th. Pétursson. Endurskoð-
endur Stefán Stephensen, Arni
Friðriksson
I þinglok ákvörpuðu þingið
Gisli Halldórsson forseti I.S.I., og
árnaði hinu nýja sérsambandi og
stjórn þess heilla i störfum og Jón
Armann Héðinsson hinn nýkjörni
formaður SIL, er ræddi um við-
fangsefni, er biðu hins nýja Sigl-
ingasambands.
Stofnaðilar Siglingasambands
Islands eru: Iþróttabandalag
Reykjavikur. Ungmennasam-
band Kjalarnesþings, Iþrótta-
bandalag Akureyrar, Héraðs-
samband Suður-Þingeyinga
Iþróttabandalag Hafnarfjarðar.
Með stofnun þessa nýja sér-
sambands, sem myndað hefur
verið um siglingaiþróttina, eru
sérsambönd, innan Iþróttasam-
bands tslands orðin 15 talsins.
Judo-
nám-
skeið
fyrir
byr|-
endur
JUDOFÉLAG
REYKJAVIKUR efnir til
Judonámskeiðs fyrir byrj-
endur, sem hefst miðviku-
daginn 7. nóvember n.k. og
stendur til 5. desember n.k.
Kennt verður í eina klst. i
senn , klukkan 19 til 20 á mið-
vikudögum og 13 til 14 á
laugardögum. Tékkneski
þjálfarinn Michal Vachun, 4.
dan, mun kenna á miðviku-
dögum, og einn af okkar
reyndustu keppnismönnum,
Sigurður Kr. Jóhannsson, 1.
dan, kennir á laugardögum.
Hér er gott tækifæri til að
kynnast Judo hjá reyndum
mönnum, Michal Vachun er
auk þess að vera einn af
reyndustu og beztu keppnis-
mönnum Evrópu, háskóla-
menntaður iþróttakennari og
hefur sú menntun ekki litið að
segja við þá alhliðaþjálfun,
sem þarf við Judoæfingar.
Judofélag Reykjavikur hefur
aðsetur i Skipholti 21, inn-
gangur Nóatúnsmegin.
Æfa
söng
og
knatt-
spyrnu